Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Jarðboranir hf Jötunn og Dofri verkefnalausir Verða ef til vill sendir til Kenýa STÓRU borarnir hjá Jarðborun- um hf., Jötunn og Dofri, verða verkefnalausir í sumar að sögn Karls Ragnars framkvæmda- stjóri, en að sögn hans er góð von til þess að verkefni verði „MÁL þetta er allt heldur leiðin- legt fyrir ríkissaksóknara og verður ekki til þess að auka traust manna á réttarkerfinu,“ sagði Ólafur Helgason fyrrver- andi bankastjóri Utvegsbankans í gær, er Morgunblaðið innti hann álits á úrskurði Hæstarétt- ar um vanhæfi Hallvarðs Ein- varðssonar ríkissaksóknara til að gefa út kæru í máli Útvegs- bankans. „Hallvarður hefði átt að átta sig fyrir þá í borunum í Kenýa. Jötunn og Dofri hafa undanfarin ár verið í borunum á Nesjavöllum, Svartsengi og á Kröflu, og hafa þeir einnig verið notaðir við að hreinsa holur í Kröflu. Engar stórar jarðhitabbranir eru fyrirhugaðar í sumar, þar sem þeirra er þörf og svæðisskrifstofa Landsvirkjunar hefur ákveðið að skipta ekki við á þessu og víkja af sjálfsdáðum og var það klaufalegt af hans hálfu að gera það ekki. Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hann að fá á sig þennan úrskurð." Að öðru leyti vildi Ólafur ekkert tjá sig um þetta mál og vísaði á lögfræðing sinn. Lárus Jónsson fyrrverandi bankastjóri vildi ekkert tjá sig um þetta mál, að öðru leyti en því, að úrskurðurinn væri viss léttir fyrir sig. fyrirtækið í ár. „Við erum auðvitað hálf fúlir yfír þessu, þar sem við erum reiðubunir með þessa bora.“ Að sögn Karls er um þessar mundir verið að vinna að því að ná samningum við Kenýamenn um verkefni fyrir borana og kvaðst hann nokkuð bjartsýnn á að samn- ingar tækjust. Jarðboranir hf. hafa í vetur borað fjölda hola á Vestfjörðum og víðar til öflunar á volgu vatni til fiskeld- is, fyrir einstaklinga og bæjarfélög og sagði Karl að því yrði haldið eitthvað áfram í sumar. Kvað Karl þessar boranir hafa gengið mjög vel, til dæmis hefðu þeir í Hvalfirði óvænt komið niður á 40 sekúndu- lítra af sjóðandi vatni, og væri það mjög óvenjulegt á þessu svæði. Bylgjan og Stjarnan færa út kvíarnar Á FUNDI útvarpsréttarnefndar síðastliðinn föstudag var sam- þykkt að veita veita Stjörnunni og Bylgjunni heimild til þess að reisa endurvarpsstöðvar í Vest- mannaeyjum. Stjörnunni var einnig veitt heimild til þess að reisa endurvarpsstöðvar á Akur- eyri, ísafirði og á Gagnheiði. 0 Olafur Helgason fyrrverandi bankastjóri: Klaufalegt af Hallvarði Morgunbalðið/Einar Falur Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tekur við skyldinum úr hendi Alþjóðaforsetans, Sten Ákestam, sem kunngjörir að hún sé Melvin Jones félagi Lionsmanna. Forseti Islands heiðraður við upp- haf Lions-þings FJÖLUMDÆMISÞING Lions- manna var sett í gær að Hótel Sögu. Á þinginu var frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, gerður að sérstökum Melvin Jones félaga í hreyfíngunni, og var það al- þjóðaforseti hreyfingarinnar, Sten Akestam, sem afhenti henni skjöld því til staðfestingar. Svavar Gests, fyrrverandi fjöl- umdæmisstjóri, talaði til frú Vigdísar áður en afhendingin fór fram og sagði þá meðal annars að það hefði verið fyrir orð henn- ar í áramótaræðu á árinu 1985 sem Lions hreyfingin jók starf- semi sína til vamar fíkniefnanotk- un hér á landi, en í þeirri ræðu nefndi forsetinn það að þörf væri á að einhveijir tækju upp á sína arma vamir gegn þessum vágesti sem fíkniefnin væm æskunni. Umdæmisþinginu lauk í gær, en það var Lionsfélagið Týr sem stóð að þessu sinni fyrir því. Morgunblaðið/V aldimar Kriatinsson Þokki frá Höskuldsstöðum varð efstur f A-flokki gæðinga í forkeppn- inni knapi Ingimar Ingimarsson, eigandi Gunnar Dungal. Hvítasunnukappreiðar Fáks; Þokki frá Höskulds- stöðum efstur í A-flokki Fyrirtæki stofnað til laxavinnslu í Borgamesi Borgarnesi. EÐALFISKUR hf. var stofnað DÓMAR á alhliða gæðingum fóru fram í fyrrakvöld hjá hesta- mannafélaginu Fáki. Tíu efstu hestar úr forkeppni mæta í úr- slit á morgun, annan í hvita- sunnu. Efstur varð Þokki frá Höskulds- stöðum með 8,56, næstir komu Tinni frá Efri-Brú 8,43, Heljar frá Stóra-Hofí 8,39, Glaumur frá Haf- steinsstöðum 8,37, Funi frá Dæli 8,23, Oddi frá Höskuldsstöðum 8,20, Nótt frá Bergþórsshvoli 8,19, Kalsi frá Laugarvatni 8,18, Flugar frá Syðra-Vallholti 8,08 og Sveipur frá_ Rauðamel 8,07. í fyrrakvöld voru klárhestar með tölti dæmdir og urðu þar eístir: Kjarni frá Egilsstöðum 8,72, Bijánn frá Hólum 8,67, Stélkur frá Traðar- holti 8,58 og Stjömublakkur frá Bergþórshvoli 8,58, ísak frá Runn- um 8,37, Barón frá Vilmundarstöð- um 8,34, Hlynur 8,32, Árvakur frá Enni 8,24, Viktor frá Höskuldsstöð- um 8,23 og Fálki frá Gilsá 8,23. í Borgamesi föstudaginn 4. júní sl. Tilgangur félagsins er að verka og taka í sölu lax og aðr- ar fisktegundir. Hluthafar em fiestir úr Borgaraesi og nær- sveitum, en stærstu hluthafar era fjirirtækin Marbakki, Kaup- félag Borgfirðinga og Laxalón. Ráðgert er að Eðalfískur hf. kaupi villtan lax og eldislax, verki hann og selji síðan erlendis. Höfðu aðilar á vegum unirbúningsstjóm- ar farið erlendis til markaðskönn- unar og skoðunar á mismunandi verkunaraðferðum á laxfíski. Fé- lagið hefur tekið á leigu 350 fermetra húsnæði hjá Borgarplasti hf. í Borgamesi, en til bráðabirgða fær félagið inni hjá Kaupfélagi Borgfírðinga, Borgamesi og verður þar byijað á að verka iax úr ám í Borgarfirði til útflutnings. - TKÞ Alvarlegt slys á Akureyri ALVARLEGT umferðarslys varð á Gránufélagsgötu á Akureyri í fyrrakvöld og voru þrír fluttir á sjúkrahús. Slysið átti sér stað laust fyrir miðnætti. Tveir menn, tæplega fertugir, vom á gangi er bifreið kom og ók á þá. Hún kastaðist síðan á húshom og er talin ónýt. Þremmenningamir slösuðust allir talsvert, og einn þeirra alvarlega að talið er. Bílvelta og ölvunarakstur BÍLVELTA varð á föstudags- kvöldið í Eyvindartungu í Laugardal. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var einn maður í bílnum og slasað- ist hann nokkuð að talið er, og var fluttur á sjúkrahúsið á Sel- fossi og þaðan á Borgarsjúkrahú- sið í Reykjavík. Þá tók Selfosslögreglan þijá menn fyrir meinta ölvun við akstur í fyrrinótt. Morgunblaðið/Theodór Nýkjörin stjórn Eðalfisks hf., Borgaraesi, frá vinstri: Jón Gestur Sveinbjörasson ritari, Bjarai Arason gjaldkeri, Magnús Aspelund meðstjóraandi, Sveinn Snorrason meðstjóraandi og Eiríkur Ingólfs- son formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.