Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 17 Fjölskyldan komst ekki að því fyrr en löngu síðar að Kenneth hafði ekki verið sleppt fyrr en Ter- esa var formlega búin að neita að bera fram kæru á hendur honum, en á þessari stundu hvíslaði Teresa, sljóvguð af deyfilyfjum, því að Cel- este að hún vissi ekki annað en það að hún hefði lagzt til svefns og síðan vaknað upp í sjúkrahúsinu. A leið- inni til New York sat Celeste hjá systur sinni og þurrkaði jafnt og þétt slefuna sem lak út úr henni. Síðar bar Celeste að Kenneth hefði stöðugt matað Teresu á valíum og ekki sparað það við sjálfan sig. Hún sagði að hann hefði líka otað því að sér og sagt: „Svona, þú þarft líka á þessu að halda, þetta er búið að vera erfítt fyrir okkur öll.“ Teresa var flutt frá borði í hjóla- stól og fór síðan beint í sjúkrahús þar sem hún var í tvær vikur en síðan var hún í foreldrahúsum í mánuð til að jafna sig. Fjölskyldan var full tortryggni en Teresa sat við sinn keip: „Þið hafið rangt fyrir ykkur. Ken gæti ekki gert þetta. Hann elskar mig,“ sagði hún við systur sína. Örin á andliti Teresu dofiiuðu og um leið dofnaði minningin um þessa atburði í vitund fjölskyldunnar. Ter- esa var hin roggnasta þegar hún tilkynnti fjölskyldunni að nú væri maðurinn hennar búinn að kaupa tveggja hæða einbýlishús með sundlaug í fínu hverfi og ekki var ánægjan minni þegar hún sagði frá því skömmu síðar að nú ætti hún von á barni. Á þeim tíma var eng- inn sem vissi að Kenneth lagði stíft að konu sinni að fara í fóstureyð- ingu. Nokkrum mánuðum síðar var Celeste líka orðin ófrísk og systum- ar tengdust nú enn traustari böndum. Celeste man ekki eftir nema einu óþægilegu atviki frá þessum tíma. Systumar vom í verzlunarferð og að áliðnum degi leit Teresa allt í einu á klukkuna og sagði: „Guð, ég verð að flýta mér heim.“ „Nei,“ sagði systir hennar, „það er svo gaman hjá okkur. Hringdu bara í Ken og segðu að þú komir ekki alveg strax.“ Náföl neitaði Teresa þessu og hrað- aði sér á braut. Celeste hugleiddi það ekki frekar þá en minntist þess síðar að hafa þó skammast sín fyr- ir að vera sjálf ekki nógu tillitssöm við Jeff. „Celeste, þú veizt ekki hvað ást er fyrr en þú ert búin að eignast bam,“ sagði Teresa. Hún ól ljós- hærðan og bláeygðan dreng 10. júní 1984. Þremur mánuðum síðar krafðist Kenneth þess að hún færi út að vinna. Reksturinn gekk ekki nógu vel, sagði hann og þau urðu að vera hagsýn. Móðir hennar tók að sér að gæta drengsins á meðan hún var í vinnunni. Það var föst venja að fjölskyldan kæmi saman á sunnudögum og snæddi stórbrotna ítalska máltíð. Laugardaginn 11. nóvember 1984 hringdi Teresa til að láta foreldra sína vita að þau kæmu ekki að þessu sinni — þau ætluðu í heim- sókn til vinar sem hún tilgreindi ekki. Seint á þessu sama laugardags- kvöldi eða aðfaranótt sunnudags myrti Kenneth Taylor konu sína. Hann molaði hnakka hennar með tíu kg jámstöng sem notuð er við lyftingar. Höggin vom að minnsta kosti níu. Skrefateljari sýndi að frá miðnætti til kl. 5.48 um morguninn var 26 sinnum hringt úr síma Tayl- or-hjónanna í símavændisþjónustu í Kaliforníu og hin og þessi hóruhús í New York. Þótt næstum hefði tekizt að afmá verksummerki gat lögreglan rakið 15 metra blóðferil út í bflskúr. Þangað hafði morðing- inn dregið líkið og troðið því i skutinn á bflnum sínum. Því næst hafði hann látið drenginn, sem var fimm mánaða, í framsætið á bflnum og ekið síðan áleiðis til Indiana til fundar við foreldra sína. Með líkið í lestinni hafði hann viðkomu hjá fyrri konu sinni i Pittsburgh í til- efni af fímm ára afmæli dóttur þeirra en síðan losaði hann sig við líkið. Vafíð í teppi skildi hann það eftir á friðlýstu fuglavemdarsvæði í miðri Pennsylvaníu. Á mánudags- morgni hringdi hann í Louise til að láta hana vita að þeir feðgar væru á ferðalagi og sagðist hafa skilið við Teresu á Newark-flugvelli. Hún væri djúpt sokkin í eiturlyfj'aneyzlu og hefði verið á leiðinni í meðferð á stofnun sem hún hefði ekki viljað segja hvar væri. Á miðvikudags- morgni var hann kominn aftur til New York og sagði við tengdamóð- ur sína þar sem hann sat hjá henni við eldhúsborðið og gæddi sér á samloku: „Mér þykir vænt um þig og ég elska Teresu. Ég skil ekki af hverju hún er farin frá okkur og af hveiju hún fór í dópið." Daginn eftir tilkynnti hann lög- reglunni um hvarf Teresu og því næst fór hann út á Newark-flug- völl með Jeff og Celeste og gekk þar á milli starfsfólks með mynd af Teresu og spurði hvort það hefði orðið hennar vart. Þaðan ók hann áleiðis til Pittsburgh til að hitta fyrri konuna, en þá var Jeff og Celeste ofboðið. Þau fóru á fund lögreglunnar og sögðust hafa hinar alvarlegustu grunsemdir, ekki sízt með tilliti til árásarinnar í Mexíkó. Á fímmtudegi gekk maður fram á lík Teresu og á föstudegi fóru Al- bert og Philip sonur hans til að skoða það og staðfesta að það væri af henni. Philip beygði sig niður að líkinu og lagði um það arminn. Þegar hann reis upp gat hann varla staðið í fæturna. Hann hafði rekið höndina inn í molaða höfuðkúpuna. Kenneth Taylor hélt sig við upp- haflegan framburð sinn. Hann gaf sig sjálfur fram við lögregluna og heimilaði húsleit, en á meðan hann var yfírheyrður fannst eymalokkur Teresu, blóði storkinn, í bflskúmum. Þegar Kenneth stóð frammi fyrir þessari staðreynd söðlaði hann um og sagðist hafa þagað yfir skamm- arlegri staðreynd til að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Á sunnudagsmorgni kvaðst hann hafa vaknað, gengið niður stigann, og komið að Teresu þar sem hún hefði verið að sleikja kynfærin á hvítvoðungnum. Hann hefði reynt að binda enda á þetta athæfi en þá hefði hún ráðizt á hann með stönginni, sturluð af kókaíni. Hann sagði að sér hefði tekizt að hrifsa af henni stöngina og „láta hana fá fyrir ferðina". Síðan þagnaði hann og bað svo um lögmann. Systir Teresu, Celeste, ásamt Jeff manni sínum. Við réttarhöld í morðmálinu kom upp úr dúmum að hann hafði verið þrfkvæntur. Fyrstu konuna hafði hann ekki hitt síðan hann fór frá henni vanfærri í Indíana en nú upp- Iýsti hún að hann hefði að staðaldri neytt eiturlyfja á meðan þau voru í hjónabandi. Fólk sem hafði komið á heimili hans og Teresu bar að hann væri kókaínisti og að kona hans hefði stundum neytt þess eit- urs. Eiturefnafræðingur bar að við kmfningu hefði fundizt örlítið kók- aín í líkinu og svo lítið magn gæti ekki hafa orsakað það ofbeldi sem Kenneth Taylor lýsti. Kenneth Taylor hlaut 30 ára óskilorðsbundinn dóm fyrir morðið en þar með vom þrengingar helzta fómarlambsins, Philips Andrews, að hefjast fyrir alvöru. Þegar Celeste hafði lokið sögu sinni spurði Janice Miller ekki þeirr- ar spumingar sem flestir hefðu spurt: „Af hveiju var hún ekki löngu farin frá þessum manni?" Janice þurfti ekki að spyija því að hún vissi svarið. Sjálf bjó hún við mis- þyrmingar af hálfu eiginmanns í níu ár. Hún giftist 16 ára, án þess að hafa lokið gagnfræðaprófí, og var orðin fjögurra bama móðir þeg- ar hún var 21 árs. Þegar nágrannar komu aðvífandi til að spyija hvað gengi á sagði hún að allt væri í lagi — það væri ekkert að, en árið 1967 fór eiginmaðurinn svo illa með hana að hún fékk alvarlegan heila- hristing. Þegar hún hlustaði á kvalarann lýsa því fyrir lækninum að hún hefði dottið niður einhvem stiga gerði hún sér grein fyrir því að ef hann snerti hana einu sinni enn mundi hún drepa hann. Svo hún lagði á flótta. Þá var hún 25 ára. í fimmtán ár sá hún sjálfri sér og bömunum farborða með skúringum, blaðburði og skrifstofustörfum, jafnframt því sem hún aflaði sér menntunar. Eft- ir að hún lauk lagaprófí stofnaði hún fjárhagnum í hættu þegar hún höfðaði mál á hendur málflutnings- fyrirtækinu þar sem hún starfaði vegna kynjamismunar. Sjálfa eld- skímina hlaut hún tveimur vikum áður en hún átti að ljúka prófum til að öðlast málfærsluréttindi í New Jersey og Pennsylvaníu. Bakslag kom í bata sonar hennar eftir alvar- legt umferðarslys. Hann var fluttur í sjúkrahús og þar sat hún yfír honum öllum stundum nema þegar hún fór í prófín — og þau stóðst hún. Hinum bömunum hefur vegn- að vel en gjörbreyting varð á högum Janice þegar hún giftist Frank S. Gaudio lögfræðingi árið 1984. Hann styður konu sína með ráðum og dáð, einkum þegar hún starfar í þágu kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi. Skjölin sem Celeste og Jeff af- hentu Janice báru með sér að þegar Kenneth var handtekinn, grunaður um morðið, komu foreldrar hans frá Indiana með Philip Andrew og sett- ust að í húsi sonar síns. Þegar Jeff og Celste töldu ástæðu til að ætla að hjónin ætluðu aftur með bamið til Indíana leituðu þau til dómstóla og í framhaldi af því var úrskurðað að Philip Andrew skyldi dveljast í New Jersey og að forræði hans væri skipt. Þegar Kenneth Taylor hafði verið dæmdur fyrir morð var úrskurðað til bráðabirgða að dreng- urinn skyldi vera þijá daga í umsjá föðurforeldra sinna en hina fjóra daga vikunnar hjá Jeff og Celeste. Um leið tilnefndi dómstóllinn sál- fræðing sem átti að meta stöðuna með tilliti til lokaákvörðunar um forræði bamsins. Álit sálfræðings- ins var á þá leið að í báðum tilvikum væri um að ræða „foreldraímyndir sem gætu veitt ástúð, umhyggju og stuðning", en það væri baminu þó tvímælalaust fyrir beztu að White-hjónin hefðu forræði hans, m.a. af því að þau væm á ákjósan- legum aldri og ættu sjálf bam á sama aldri og Philip Andrew þann- ig að heimilishagir þeirra væm heppilegri með tilliti til uppeldis hans. Þrátt fyrir þetta úrskurðaði dómurinn að White-hjónin skyldu fara með forræði drengsins tíu mánuði ársins en í tvo mánuði á sumrin skyldi hann vera hjá föður- foreldrum sínum í Indiana. Taylor- hjónin fengu úrskurðinum síðan breytt þannig að þau hefðu heimild til að hafa drenginn um þakkar- gjörðarhelgina og í viku um jólin. Allir þessir málavextir komu Janice Miller undarlega fyrir sjónir en einkum og sér í lagi það skilyrði að Celeste svaraði upphringingu frá morðingja systur sinnar einu sinni í viku og að White-hjónin hefðu heimild til að fara með drenginn í Trenton-ríkisfangelsið einu sinni í mánuði. í odda skarst þó ekki fyrr en White-hjónin komust að þvi að Taylor-hjónin höfðu farið með drenginn daglega í fangelsið á með- an hann var í umsjá þeirra um þakkargjörðarhelgina, en sálfræð- ingur sem White-hjónin leituðu til hafði mælt eindregið gegn því að drengurinn færi í fangelsið. Hann væri á viðkvæmum aldri er mikil- væg tengslamyndun ætti sér stað og slíkar heimsóknir væru líklegar til að orsaka alvarleg vandamál. Janice Miller lét það verða sitt fyrsta verk að beita sér fyrir skerð- ingu á umgengnisrétti Taylor-hjón- anna. Þegar vitnaleiðslur í forræðisdeilunni voru langt komnar í fyrrasumar áleit Janice Miller vænlegast að bera fram sáttatillögu sem gerði ráð fyrir því að Jeff og Celeste færu með forræðið að und- anskildum tveimur vikum á ári. Þá skyldi Philip Andrew vera hjá föður- foreldrum sínum, en Jeff og Celeste skyldu þó hafa símasamband við hann á hveijum degi fyrri vikuna og vera með honum eina klukku- stund á dag síðari vikuna. Celeste leizt ekki á þessa tillögu. Kenneth Taylor hafði verið sóttur í fangelsið til að vera við vitnaleiðslumar og hún hafði séð hann blikka kankvís- lega til foreldra sinna. Hvað átti það að þýða? Janice vissi ekkert um það — hún vissi bara hvað hún skynjaði að dómarinn væri að hugsa. Auk þess sá hún fram á erfiðar samningaviðræður við lög- frasðing Taylor-hjónanna en svo fór þó að hann féllst á þessa sáttatil- lögu umyrðalaust. 1. ágúst kvað hæstaréttardómari í New Jersey upp endanlegan úr- skurð um forræðið og var hann samhljóða sáttatillögunni sem allir aðilar málsins höfðu fallizt á. Um kvöldið kvaddi Celeste drenginn með þeim orðum að það yrði voða gaman hjá afa og ömmu og svo kæmi hún til hans rétt bráðum. Janice Miller var fegin því að niður- staða var fengin í málinu og sneri sér að öðmm verkefnum. Aðfaranótt 6. ágúst varð hún andvaka og settist því við vinnu sína og vann til morguns. „Ég skil ekki hvað gengur að mér,“ sagði hún við mann sinn þar sem þau sátu og dmkku morgunkaffið. Klukkan hálftíu komst hún að þvi. Þá hringdi síminn. Það var Celeste, miður sín eftir símtal við Jean Tayl- or í Marion í Indiana. Celeste hafði hringt til að ræða heimsóknir þeirra Jeffs til drengsins sem áttu að hefj- ast daginn eftir. „Þið getið sparað ykkur ómakið," sagði Jean Taylor í simann. „Við emm búin að ætt- leiða Philip og þið sjáið hann ekki framar." Janice tókst að hafa upp á dóm- ara þeim i Grand County í Indiana sem hafði undirritað ættleiðingar- úrskurðinn. Hann virtist furðu lostinn þegar hún sagði honum frá forræðisdómnum í New Jersey og hann kvaðst mundu ógilda ættleið- inguna um leið og hann fengi i hendur eintak af dómsorðinu. Síðar um daginn hitti hún Jeff og Celeste úti á flugvelli sem vom á leið með flugi til Indíana með dómsorðið en vegna illviðris komust þau ekki á áfangastað fyrr en um hádegisbil föstudaginn 8. ágúst. Þá reyndist téður dómari farinn upp í sveit að dorga og sagt að ekki næðist í hann fyrr en eftir helgi. Lögmaður félagsmálastofnunar á staðnum afl- aði síðan úrskurðar um tímabundið fósturheimili fyrir drenginn og í fylgd þessa lögmanns, félagsráð- gjafa og lögreglufulltrúa var nú haldið heim til Taylor-hjónanna til að sækja drenginn og það tókst þótt ekki gengi það átakalaust. Á mánudagsmorgni bar það til tíðinda að dómarinn sem undirritað hafði úrskurðinn um tímabundið fóstur drengsins ógilti þá gjörð sína án skýringar, sem jafngilti því að drengurinn skyldi fara aftur til Taylor-hjónanna. Fáeinum mínút- Janice Miller, lögmaður í New Jersey, sem þekkir það af eigin raun að vera fórnarlamb ofbeldis af hálfu eiginmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.