Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Tílboð Kodak um innlausn á Kodak skyndimyndavélum rennur út 17. júní 1987 KODAK fyrirtækið bendir viðskiptavinum sínum vinsamlega á að móttöku á KODAK skyndimyndavélum verður hætt 17. júní 1987. Hægt er koma með KODAK skyndimyndavélar í verslanir Hans Petersen hf. í Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Lynghálsi 1 og í Pedrómyndir, Hafnarstræti 85, Akureyri. Einnig má senda skyndimyndavélina í pósti til Hans Petersen hf. Lynghálsi 1, 110 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 83233. Kodak UMBOÐID ANNARí HVÍTASUNNU ÚTILEGAN ENDAR í EVRÓPU finn. Það má búast við að ferðalangar flykkist í EVRÓPU á 2. í Hvíta- sunnu, því hvergi er betra að enda velheppnaða útilegu. Daddi ”Stjörnukarl” verður í diskíotek- inu og sýnir meðal annars á risaskjánum myndbönd með Shannon og Mezzoforte sem verða með meiriháttar konserta í EVRÓPU á fimmtudaginn. Heppnir gestir mega búast við að fá boðsmiða á herlegheitin. Hittumst í EVRÓPU - þar sem allt gerist! Opið kl. 22.00 - 01.00 EWRÓPA - Staður nýrrar kynslóðar Minning: Svava Sigurbjörns- dóttir saumakona Fædd 25. desember 1918 Dáin 30. maí 1987 Þann 30. maí sl. andaðist Svava Sigurbjömsdóttir, saumakona. Hún hafði árum saman gengið með hjartasjúkdóm, sem ekki var unnt að lækna og sem að lokum ágerðist svo að ekkert varð við ráðið. Hún gerði sér fulla grein fyrir, að hveiju stefndi og fékk þá ósk sína upp- fyllta, að þurfa ekki að verða sjálfri sér og öðrum til byrði og ama, eins og hún komst að orði. Svava fæddist 25. september 1918 í Kirkjuskógi í Miðdölum. Foreldrar hennar voru Lilja Kristín Ámadóttir og Siguijböm Guð- mundsson. Hún var þriðja yngst af átta bömum þeirra hjóna og eru nú fjögur af þeim systkinum á lífi. Svava fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 9 ára og gekk í Miðbæjarbamaskólann. Frekara bóklegt nám stóð ekki til boða og fór hún að vinna fyrir sér eftir ferm- ingu. Um tvítugt lærði hún kjóla- saum og varð það aðalatvinna hennar um 30 ára skeið. Þessi námstími hennar var enginn dans á rósum og var kaupið það lágt, að hún tók að sér þvotta í heimahús- um á kvöldin, eins og tíðkaðist í þá dag, til að auka tekjumar. Á þeim árum var Iítið um tískuversl- anir og voru ófáar konur fastir viðskiptavinir hennar og söknuðu þess er hún hætti kjólasaumi. Marg- ar stúlkur unnu og lærðu saum hjá henni, vom þær bæði utan af landi og innanbæjar og áttu þær oft at- hvarf og skjól hjá henni þótt aldursmunurinn væri stundum lítill. Árið 1962 hóf Svava störf hjá Bólsturverkstæði Skeifunnar hf., sem undirritaður rak á Hringbraut 121 og byijuðu þá kynni okkar og vinátta, sem aldrei bar skugga á. Svava var einn af fyrstu ófaglærð- um starfsmönnum, sem unnu við húsgagnabólstrun, þ.e. púðasaum o.þ.h. og í fyrstu varð nokkur óán- ægja milli félagsmanna og verk- stæða af þessum sökum, en ekki leið á löngu, þar til fleiri og fleiri verkstæði urðu sér úti um duglegar saumakonur. Varla er hægt að hugsa sér duglegri og samvisku- samari konu en Svövu. Fór þar saman sérstök handlagni og óhemjuleg orka. Hún gat aldrei slakað á við vinnuna, hún var alltaf á fullri ferð og afköstin eftir því. Um þetta leyti störfuðu 10—14 bólstrarar hjá Skeifunni og flestir þessir menn urðu vinir hennar ævi- langt. Glaðlyndi og hjálpsemi laðaði fólk að henni. Hún var boðin og búin að hjálpa öðmm og það af heilum hug. Væri henni greiði gerð- ur varð hún helst að margendur- gjalda svo hún yrði ánægð. Svava eignaðist eina dóttur, Lilju Huld Sævars, sem nú missir ekki aðeins móður sína heldur og einnig bestu vinkonu sína, því þær mæðg- ur vom afar samrýndar og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þegar við Lilja dóttir hennar fluttum á Laugarásveg, flutti Svava í litla íbúð í sama húsi. Mörg em þau handtökin, sem hún lét í té okkur til aðstoðar og munum við aldrei geta þakkað henni sem skyldi. Svava var mikil hannyrðakona, en ekki síður hafði hún ánægju af blómum, og mörgum afleggjumn- um kom hún til. Hafði svo sannar- lega „græna fíngur". Margur er knár, þótt hann sé smár. Svava var ekki hávaxin kona, en hún var stór kona. Blessuð sé minning hennar. Magnús Jóhannsson „Alltaf hefur ykkur verið sagt, að vinnan sé bölvun og erfíðið ógæfa. En ég segi ykk- ur, að vinna ykkar lætur fegursta draum jarðarinnar rætast - draum, sem ykkur var í öndverðu ætlað að gera að veruleika; því er vinna ykkar ástaróður til lífsins, og að sýna í verki ást sína á lífinu er að öðlast hlutdeild í innsta leyndardómi þess.“ (Kahlil Gibran: Spámaðurinn.) Svava, frænka mín, var ein þess- ara kvenna, sem aldrei féll verk úr Lokun á skrifstofum bænda- samtakanna í Bændahöllinni Dagana 9.-12. júní nk. verða skrifstofur bændasamtakanna í Bændahöllinni lokaðar vegna fundar utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Stéttarsamband bænda. Búnaðarfélag íslands. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Lífeyrissjóður bænda. hendi. Flíkumar sem hún saumaði um ævina era í mínum huga ótelj- andi, eins og Vatnsdalshólamir, vötnin á Amarvatnsheiði eða eyj- amar á Breiðafirði, en þetta þrennt var ævinlega nefnt saman þegar ég var bam. Svava fæddist í Kirkjuskógi í Dölum á jóladag árið 1918. Hún var sjöunda bam móðurafa míns og ömmu, Sigurbjöms Guðmunds- sonar frá Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum og Lilju Kristínar Áma- dóttur frá Jörfa í Haukadal. Böm þeirra urðu átta talsins og em fjögur þeirra á lífí; Helga, Hild- ur og Pálmi Steinar, búsett í Reykjavík, og Ólafía Sigurveig í Ameríku. Látin em móður mín, Ólöf Krist- björg, Jóhann og Finnur. Á uppvaxtarámm Svövu vom aðrir tímar en nú og ekki mulið undir þau systkinin. Heimilið var fátækt alþýðuheimili og bömin urðu að taka til hendinni og bjarga sér snemma eins og þá var títt. Segja má, að veganesti það, er þau hlutu í föðurgarði hafí verið sú iðjusemi er einkenndi þau og birtist í verk- lagni þeirra æ síðan. Svava lærði kjólasaum ung að ámm og var hann atvinna hennar um þriggja áratuga skeið. Síðar vann hún í mörg ár að saumaskap á húsgagnaverkstæðum, einkum þó hjá Sigurði Hermannssyni, sem reyndist henni, ásamt fjölskyldu sinni, sem besti sonur og ber yngsta dóttir þeirra hjóna nafn hennar. Nálin lék í höndum hennar eins og töfrasproti og allir munir sem hún snerti á spmttu fram sem feg- urstu listaverk. Hún var svo kröfuhörð við sjálfa sig í vinnu, að stundum varð hún hissa og skildi ekki, af hveiju allir hugsuðu ekki eins, og skiluðu verki sínu af stakri samviskusemi eins og henni var lagið. Bjátaði eitthvað á í lífsins ólgu- sjó leitaði hún hugsvölunar í vinnu sinni og taldi hana allra meina bót. Gestrisni var henni í blóð borin og í starfi sínu við sauma eignaðist hún marga góða vini og kunningja, sem hún verður minnisstæð alla tíð, því vinur var hún vina sinna. Hún var svo gjafmild og óeigin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.