Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Lambið sem Katrín togar hér í heiminn, snéri öfugt í kindinni, sem var sóttlaus, svo úr vöndu var að ráða. við snúninginn sitji legið eftir og þá tekst snúningurinn. Það þarf að hjálpa kindinni að eiga lambið, því hún er sóttlaus. Það reynist þó öllu erfíðara því leg- hálsinn hefur ekki opnað sig nægilega mikið. Katrín reynir að víkka hann með hendinni, sem hún hefur smurt með olíu. Hún nær síðan taki á afturfótum lambsins, því það snýr öfugt í kindinni, og togar gætilega í þá. Það verður þó að gæta þess að fara varlega, því annars gætu innyflin þrýstst fram í bijóstholið og það lamast og lamb- ið dáið. A meðan þessu fer fram eins og nartar skepnan í grasið, þetta eru viðbrögð hennar við kvölunum. Kindur eiga það til að emja sáran við svipaðar aðstæður en þessi gef- ur ekki frá sér nokkurt hljóð. Ragnheiður litla fylgist gaum- gæfílega með þar sem hún situr flötum beinum við hliðina á móður sinni. Það var einmitt hún, sem hafði sagt mömmu sinni frá því að kindin væri komin að burði. „Hún er mjög athugul," segir Halla. „Það er óhætt að senda hana í fjárhúsin." „Konur hafa lært að vinna með vitínu, ekki stritínu í heimsókn hjá Katrínu Andrésdóttur dýralækni austur í Hreppum Margt getur gerst á einni nóttu. Heilt sumar getur komið á svo skömmum tíma. Þegar við vöknum er það allt í einu fyrir utan með sól og blíðu. Á slíkum degi finn- um við einhveija ylhlýja sæld hríslast um okkur. Þau áhrif, sem birtan hefur, þessi skæra birta eftir grá- leika vetrarins, gerir umhverfið svo helgibjart en um leið hálf óraunverulegt. Jafnvel svo að sauðkindin treystir því ekki og frestar burði þangað til hráslaginn kemur aftur. Þetta sagði Katrín Andrésdóttir dýra- iæknir okkur að minnsta kosti. Við heimsóttum hana þennan dýrlega morgun. Það ber engin kind í dag, þær bíða eftir kalsarign- ingu,“ sagði hún. - Við sem ætluðum að fylgjast með sauðburðinum. — Er einhver skýring á þessu, spyijum við. „Nei, náttúran hefur þetta bara svona." Það er samt nóg að gera hjá Katrínu þennan dag, sem endra- nær. Hún er mikið á ferðinni enda kalla bændumir hana rauða strikið eða rauðu pfluna, þar sem hún þýt- ur áfram á eldrauða Subarunum sínum. Áður en við höldum af stað með Katrínu tyllum við okkur niður inni hjá henni um stund þar sem hún býr í vélageymslu, sem gerð hefur verið fbúðarhæf. Við eram varla sest þegar síminn hringir og við heyram Katrínu spyija: „Kom belg- ur? Er hún búin að vera lengi að? Getur þú komið með hana til mín? „Það var verið að hringja út af legsnúningskind," segir hún að samtali loknu. Fljótlega ekur rússajeppi í hlaðið með rolluna innanborðs. Við stýrið er Halla Sigurðardóttir frá bænum Hvítárholti og í fylgd með henni er Ragnheiður dóttir hennar. „Við skulum líta á kindina," seg- ir Katrín og nær í heitt vatn í fötu og sápu og gengur að jeppanum þar sem fyrsta skoðun fer fram. Katrín rennir hanskaklæddri hend- inni liðlega inn í leghálsinn og athugar ástandið. „Færam hana út í garð,“ segir hún. Þar er dýrið lagt á jörðina en höfuðið hvflir í kjöltu Höllu, sem strýku snoppu þess róandi. Nú freistar Katrín þess að'snúa leginu. Það ætlar ekki að ganga vel svo hún snýr rollunni snöggt við með hjálp Höllu í von um að ;‘' í! ' '. '■ ■ t; í 'í ji. -r/ t:— du. jmu r ■ % ■ k " ‘ÆKFZA* ' £ /" <r Það bætast fleiri áhorfendur í hópinn, því Magnús á Miðfelli, ná- granni Katrínar, kemur aðvífandi á splunkunýjum traktor. „Er lambið dautt," spyr hann? „Nei, leghálsinn opnar sig ekki nógu vel." Heldur þú að það sé fleira en eitt í henni? „Já, þau era tvö,“ segir Katrín og reynir að teygja á lambinu, svo það komist auðveldlegar út. Eftir langa mæðu kemur það loks hóst- andi og hnerrandi í heiminn. „Það er allt í lagi með þetta lamb,“ segir Magnús. „Það þarf ekki að gefa því dropa." Hvaða dropa? spyrjum við. „Það er töframeðal, sem sett er undir tunguna á lömbunum og þá lifna þau við. Dropamir virka eins og vískýsjúss," og hann hlær. Katrín hjálpar hinu lambinu í heiminn en það er óeðlilega hvítt og líflaust þar sem það liggur í grasinu enda komið yfír móðuna miklu. „Það var gott að ná öðra lambinu lifandi," segír Magnús. „Það er nóg fyrir hana að hafa annað lambið. Þetta era helv . . . stór lömb úr ekki stærri rollu," bætir hann við. Dauða lambið er sett í plastpoka. „Nú verður þú að jarða lambið," segir Katrín við Ragnheiði og réttir henni pokann. „Ég er búin að jarða tvö lömb og einn grís,“ segir Ragnheiður og er bara brött með sig. „Hvað syngur þú yfír þeim, Alit eins og blómstrið eina?“ spyr Magn- ús. „Það era komnir þrír krossar," segir Ragnheiður. Katrín gefur rollunni penisilín, því sýkingarhætta er mikil eftir svona átök. Skepnunni er alveg sama. Hún er hálf sinnulaus eftir burðinn en tekur þó til við að kara lambið sitt. „Jæja, ég verð að koma henni um borð greyinu," segir Halla og kemur skepnunni á fætur, tekur í homin á henni og togar hana í átt- ina að bflnum. Þær aka í burtu. Við setjumst aftur inn til Katrín- ar, sem búin er að leggja á borð. Á meðan við röðum í okkur góðgjörð- unum, spyijum við hvað hafí kveikt áhuga hennar á dýralækningum? „Eg er alin upp við skepnur. Ég bjó í uppvextinum á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal í Borgarfírði, en þar bjuggu foreldrar mínir, þau Andrés Jóhannesson og Sigríður Ásgeirs- dóttir, þangað til faðir minn var gerður að jrfírkjötmatsmanni, þá fluttu þau til Reykjavíkur. Mágur hennar mömmu, Oddur Rúnar Hjartarson, var líka dýralæknir og í gegnum hann kynntist ég starfínu. Katrín lærði dýralækningar í Norges Veterinær Högskole í Osló í fímm og hálft ár. Síðan vann hún í þijú ár í Norður-Noregi, bæði í uppsveitum og í strandhéraðum, við almenn dýralæknastörf og sem heil- brigðisfulltrúi. Samtals dvaldi hún því í Noregi um níu ár. — Þig hefur verið farið að langa að koma heim? „Já, ekki get ég neitað því, en hér var bara ekkert að gera. Öll dýralæknahéraðin setin og það gengur hægt að skipta þeim. Hér era tiltölulega fáir dýralæknar mið- að við skepnur. Dýralæknamir þyrftu að vera tveir í hveiju hér- aði. Það skiptir ríkið engu máli, því það era bændumir, sem greiða fyr- ir þessa þjónustu. Það er því spuming hvað verður um alla þá sem nú era í dýralæknanámi." — Hver er helsti munurinn á því að starfa hér og í Noregi? í Noregi er lækningaaðstaða betri. Þar greiðir ríkið líka niður aksturinn á milli bæja, sem er kostnaðarsamur. Lyfín kosta líka minna í Noregi. Ég verð að segja eins og er að mér brá, þegar ég sá hve lyf era hér dýr. Það er því dýrt fyrir bænduma að sækja dýra- lækni og reyna þeir því stundum að bjarga sér sjálfír. Sumir era bráðflinkir en í öðram tilfellum sækja þeir lækninn óþarflega seint. Það er oft alls ekki skjmsamlegt að draga slíkt á langinn, því þegar bændumir era að prófa sig áfram sjálfír fara miklir peningar í ljdja- kostnað sem er hæsti kostnaðarlið- urinn. Aðgerðargjöldin era hér ekki hærri en annars staðar. Ef fleiri væra um ferðina mundi aksturs- kostnaður lækka.“ — Nú hef ég heyrt bónda segja að það svari ekki alltaf kostnaði að sælqa dýralækni, því kostnaður- inn geti skagað hátt upp í andvirði skepnunnar? „Já, það er rétt. Bændur og dýra- læknar verða að meta það hveiju sinni, hvort það svari kostnaði að rejma að lækna skepnuna. En bændum þykir vænt um sínar skepnur og kosta oftast því til, sem þarf.“ — Þekktir þú einhveija hér í sveitinni, þegar þú byijaðir? „Ekki sálu. En hér er mjög gott fólk og ég kann vel við mig.“ — Er því alveg sama að hafa kvenmann í þessu starfí? „Já, það skiptir það engu máli, bara ef hún vinnur sitt verk. Bænd- umir hér era líka vanir því að vinna við hliðina á konum sínum, sem era engar puntudúkkur." Þegar hér var komið samtali okkar þurftum við að fara að tygja okkur af stað, því Katrín hafði ver- ið beðin að draga út morku á nálægum bæ. Það er að segja lamb- ið var dautt og úldið inn í kindinni og kindinni hafði ekki tekist að hreinsa sig af því og þurfti því Hún bærði varla á sér þessi kind, þótt kvalimar væru miklar, þegar verið var að reyna að snúa legi hennar. Halla Sigurðardóttir frá Hvítárholti og Ragnheiður dóttir hennar fylgjast með aðgerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.