Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Séra Svavar A. Jónsson Börn beitt kyn- ferðisofbeldi Úr ritgerð séra Arnfríðar Guðmundsdóttur og Gunn- ars Rúnars Matthíassonar guðfræðings Kynferðismál eru tabó sem helst er sem minnst um talað og þegar um er að ræða kynferðis- legt ofbeidi þá virðist fólk þegja jafnvel enn frekar en ef um er að ræða annarskonar Qölskyldu- ofbeldi. En þetta er hér til staðar. Hversu algengt þetta er, er hins- vegar ekki hægt að segja með vissu, til þess skortir rannsóknir. í Bandaríkjunum er talið að um 5% bama séu misnotuð kynferðis- lega einhvem tíma í æsku sinni. Þetta eru um 20% þeirra barna sem sæta ofbeldi eða illri meðferð (Hulda Guðmundsdóttir Mbl. 3. ágúst ’84). Auk þessa er talið að um 20% vændiskvenna þar hafí verið fómarlömb kynferðislegs ofbeldis í æsku og eitthvað svipuð prósenta af eiturlyfjaneytendum. En tölur og prósentur skipa ekki meginmáli heldur þjóna þær þeim tilgangi einum að gefa vísbend- ingu um umfang vandans. Hvað er kynferðisleg misnotkun barns? En hvað er átt við með kynferð- islegri misnotkun bams? Efalítið greinir menn nokkuð á um skil- greiningar en i megindráttum er hægt að segja að með kynferðis- legri misnotkun bams sé átt við að fullorðinn forráðaaðili bams dragi það, ófulltíða og oft ókyn- þroska, inn í kynllifsathafnir og athafnamynstur sem bamið hefur iðulega ekki skilning á hvað fela í sér. Dr. med Berthod Griinfeld segir í framhaldi af þessu að al- mennt séu menn sammála um að hvort sem litið er til langs eða skamms tíma þá sé það bami þungbærara að vera misnotað kynferðislega innan flölskyldunn- ar en ef það verður fyrir slíku af hendi ókunnugs aðila. Bamið lendir í mjög erfíðri stöðu og afstaða þess sjálfs getur verið mjög tvíbent. Gunnar Sand- holt forstöðumaður fjölsk>ldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur benti á að oftast færi svona fram undir blíðum for- merkjum. Þetta er kannski annað en margir gera sér í hugarlund og því skulum við undirstrika að þetta gerir alvöru málsins síst minni. Þolandinn (bamið) er háð- ur gerandanum (hinum fullorðna) og er því í mjög erfíðri aðstöðu til að berjast gegn þessu. Sú kyn- ferðislega misnotkun sem talið er að sé algengust er að fítlað sé við kynfæri bamanna eða að bömin séu látin fitla við kynfæri hins fullorðna. Þetta er hinsvegar að- eins það sem talið er algengast, hér þekkist allt sem hugsast getur og jafnvel meira en það. Minningar ristar djúpt í vitundina Þau dæmi sem upp komast eru iðulega tengd líkamlegum eða sálrænum skaða. Staða fórnar- lambanna er slík að þau geta engum trúað fyrir þessu og það veldur yfírleitt taugaveiklun eða annari vanlíðan. Þessi reynsla skilur alltaf eftir sig spor hjá við- komandi og getur haft alvarleg áhrif á starfshæfni og geðheilsu. Þegar þessi böm vaxa upp þá þjást þau iðulega af sektarkennd sem m.a. getur valdið kyndeyfð og öðrum vandkvæðum á því að þau geti lifað eðlilegu kynlífí. Þegar svona kemst upp þá er það mjög oft þannig að fórnarlambið hefur leitað hjálpar vegna ein- hvers annars, s.s. svefnleysis, þunglyndis, missis matarlystar eða öðru því um líku. Þetta getur þá verið eftir að þeirri misnotkun er hætt og viðkomandi ekki leng- ur fómarlamb beinnar misnotkun- ar heldur þeirra minninga sem ristar hafa verið djúpt í vitund hans eða hennar. Hvers vegma þegja mæður barnanna? Mun algengara virðist vera að stúlkur séu fómarlömbin. Gerend- ur eru þá yfírleitt feðumir, og þá mun oftar stjúpfeður en líffræði- legir feður þeirra. í slíkum tilvik- um er algengast að þeir séu á aldrinum 30—40 ára en stúlkum- ar á bilinu 8—15 ára. Það er eins með þetta og annað ofbeldi gegn bömum að iðulega eru fleiri en gerandi og þolandi sem vita eitthvað en segja þó eða gera ekki neitt. Hér er það að vísu oftast svo að þetta eru aðrir heimilismenn sem þá eiga erfítt um vik þar sem málið er þeim skylt. Það er til dæmis talið mjög algengt að mæður viti af því ef maki þeirra misnotar dóttur þeirra. Af hvetju þær láta þetta viðgangast er ekki gott að segja, en Hulda Guðmundsdóttir yfírfé- lagsráðgjafí á bamageðdeildinni við Dalbraut, benti á að oft vildu þær þrátt fyrir allt halda fjölskyld- unni saman og hættu því ekki á neitt sem gæti sundrað henni. Það er líkt hér og með öðru ofbeldi gegn bömum að ekki er hægt að binda það við ákveðna stétt, stöðu eða aðstæður viðkom- Forngrísk speki Við sendum ykkur í dag nokkur spakmæli grískra heimspekinga með það i huga að við þörfnumst öll uppörvunar og leiðbeininga til hversdagslífs okkar: Fylgdu Guði. Hlýddu lögunum. Leggðu á þig þjáningar fyrir rétt- lætið. Sýndu gestrisni. Hafðu stjóm á reiði þinni. Heiðraðu vináttuna. Öfundaðu engan. Stjómaðu tungu þinni. Sýndu þakklæti. Búðu þig undir ellina. Þreystu ekki á að læra. Við völdum þessa fallegu mynd með þessu sorglega lesefni. Við skulum ekki koma okkur undan því að hugleiða þau erfiðu mál, sem efnið fjallar um því þau hafa of lengi legið í þagnargildi. andi. Þetta fínnst í öllum hópum. Hinsvegar eru hér sömu áhættu- þættir í umhverfí bamsins og nefndir voru í umfjölluninni um líkamlegt og sálrænt ofbeldi. Hvað orsakar ofbeldi? Hvað orsakar eða liggur að baki kynferðislegri misnotkun er ekki hægt að skýra svo til hlítar sé en hinsvegar má benda á nokk- ur atriði sem að minnsta kosti verka niðurbrjótandi á eigin vam- ir eða mótstöðu viðkomandi við að drýgja slíkt. Hér má fyrst nefna kenninguna um hinn s.k. Ödipusar-þríhyming sem gengur út að það að er hjón fjarlægjast hvort annað vegna spennu eða árekstra þá geti kyn- hneigð og áhugi hans farið að beinast að dótturinni og leita út- rásar þar. Önnur kenning er að bam sem lifír í ótta vegna spennu eða árekstra foreldra í millum reyni að kynferðisgera sín bönd við foreldra til að reyna að fyrir- byggja skilnað eða sefa eigin ótta. Bamið verkar þá hvetjandi. Þriðja kenningin gengur út á að í tilviki stjúpdóttur myndist oft ekki sterk föður-dóttur tengsl er gætu verk- að hindrandi á kynferðislegt samband. Auk þessa má nefna það að foreldrar sem búa við mikla erfíðleika, félagslega, fjárhags- lega eða í sambúð, eiga iðulega fullt í fangi með sig sjálf og geta því lítið sinnt bömum sínum eða veitt þeim vemd. Og að lokum: Til eru þau böm sem ekki upplifa aðra eða meiri elsku frá foreldri sínu en þá er tengist kynferðislegu misnotkuninni. Slík böm leita þá oft í þetta og þekkt eru dæmi þar sem þau eiga frumkvæðið að kynlífsathöfnum með foreldri sfnu. Þessi kafli er úr ritgerð þeirra séra Amfríðar Guð- mundsdóttur og Gunnars Rúnars Matthíassonar guð- fræðings, sem þau skrifuðu sem verkefni i siðfræði við guðfræðideildina undir umsjá dr. Björns Björnssonar prófess- ors. Ritgerðin var skrifuð á vorönn 1985. Við færum okkar beztu þakkir fyrir að fá að birta þessa kafla. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur; Orðskviðir 4.23 Mánudagur; Orðskviðir 10.10 Þriðjudagur; Orðskviðir 10.17 Miðvikudagur; Orðskviðir 12.18 Fimmtudagur; Orðskviðir 14.1 Föstudagur; Orðskviðir 14.10 Laugardagur; Orðskviðir 14.29 Við völdum ritningargreinamar úr Orðskviðunum fyrir þessa viku. Orðskviðimir eru eignaðir Salómon konungi, sem orðlagð- ur var fyrir speki sína og setur hér fram hagnýta lífsspeki, sem er byggð á trúnni og traustinu á Guð. Iðnaðarhúsnæði Tilboð óskast í ca 150 fm stálgrindarhús. Tilbúið til niðurrifs. Tilboð skal miða við niðurrif og flutning af staðnum. Húsíð er til sýnis í Skeif- unni 11, Reykjavík. Tilboðum skal skila á skrifstofu Sólningar hf., Smiðju- vegi 32, Kópavogi, fyrir 15. júní '87. Sólning hf. Sumar- hagar Tekið verður á móti hestum í haga í Geldinganesi þriðjudaginn 9. júní kl. 19.30-22.00 og fimmtudaginn 11. júní kl. 19.30-22.00. Hestamannafélagið Fákur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.