Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990’ Skreiðarútflutningur: AÆTLA má, að íslenzkir skreiðarframleiðendur eigi útistandandi um einn milljarð króna ógreiddan vegna skreiðarsendinga til Nígeríu. Þar er fyrst og fremst um að ræða skreið, sem fór utan á vegum Sameinaðra framleiðenda með flutningaskipinu Horsham árið 1986. Sú skreið hafði þó verið framleidd nokkru fyrr eða á árunum 1981 til 1984 að miklu leyti. Skuldir vegna útflutnings annarra útflytjenda eru mun minni. Langminnst er útistandandi vegna útflutnings á vegum Sambandsins, en nokkuð á vegum Skreiðarsamlagsins. Landsbankinn æskir nú greiðslu afurðalána á skreið frá árunum 1981 til 1984. Alls er um að ræða 150 milljónir króna. Margir fram- leiðendur hafa fyrir nokkru greitt öll afurðalán sín vegna framleiðslu á þessum tíma, sumir hafa greitt eitthvað en einhveijir ekki neitt. Vextir á þessum lánum hafa verið mjög mismunandi eftir gengi krón- unnar og verðbólgu. Nú eru vextir á innlendum afurðalánum út á skreið 29% og af SDR-lánum 11%. Lán þessi munu í einhveijum mæli hafa verið vaxtalaus um tíma. Eftirgjöf vaxta vegna þessa út-, flutnings og greiðsla úr Verðjöfn- unarsjóði á sínum tíma nemur um 500 milljónum króna. Þá eru í Seðlabankanum skuldabréf gefin út af Seðlabanka Nígeríu, sem keypt voru af Landsbanka Islands fyrir nokkrum misserum," én bank- inn tók þau sem greiðslu frá Skreiðardeild Sambandsins. Fulltrúar Skreiðarsamlagsins og Sameinaðra framleiðenda (Is- lenzku umboðssölunnar) eru nú staddir í Nígeríu til að vinna málum sínum brautargengi. Hjá Skreiðar- samlaginu standa vonir til að hægt sé að gera upp stöðuna, þegar á þetta ár líður. Þar telja menn ekki mikið um beinar tapaðar kröfur, heldur hitt að greiðsla fyrir skreið- ina hafi rýrnað. Menn hafi orðið að taka við henni í naira, gjald- miðli Nígeríu, sem sé verðlítill utan landsins. Honum verður ekki skipt í vestræna gjaldmiðla nema með nokkrum afföllum, þannig að hvemig sem fer, skilar sér minna heim en í upphafi var áætlað. Hvað varðar skreiðina, sem út fór með Horsham, orkar meira tvímæl- is, enda spunnust af þeim útflutn- ingi töluverð málaferli, sem enn hafa ekki verið til lykta leidd. Nýjar vélar í gangstéttahreinsun Reykjavíkurborg hefur fest kaup á sjö vinnuvélum með sérstökum búnaði til að hreinsa snjó af gang- stéttum og dreifa sandi í hálku. „Þetta er til mikilla bóta fyrir gangandi vegfarendur,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálstjóri en með tilkomu nýju tækjanna er tekin upp sú nýjung að hita sandinn til að hann dreifist betur. „Vinnuvélarnar eru litlar og mjög handhægar og með þeim má ýta snjónum af gangstéttunum þegar þess þarf með og dreifa sandi í hálku.“ Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans: Engin leið að greiða 22% vexti á tékkareikninga Misskilningnr að telja þetta tékkaviðskipti, segir Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka SVERRIR Hermannsson banka- stjóri Landsbanka Islands segir að íslandsbanki hafí fengið Formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags: Olíkar skoðanir á framtíð NATO Á FUNDI Birtingar í gærkvöldi, „í nýju Ijósi“, beindist athyglin eink- um að alþjóðamálum. Framsögumennimir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, vom sammála um að með þróuninni í Austur-Evrópu og falli lenínismans væm hugsanlegri sameiningu jafnaðarmanna á íslandi í einum flokki sköpuð ný skilyrði, en hins vegar kom fram ólík afstaða þeirra til Atlantshafsbandalagsins. Fríhöftiina á Keflavíkurflugvelli í viðskipti með yfirboði. Fríhöftiin færði viðskipti sín úr Landsbanka í íslandsbanka um áramótin og segir framkvæmdasljóri fyrirtæk- isins að vaxtakjörin séu hagstæð- ari sem nemi milljónum króna. Sverrir sagði að það væri engin leið að greiða 22% vexti á tékka- reikninga. Landsbankinn tæki ekki þátt i slíkri samkeppni, hún stæðist ekki. Valur Valsson banka- stjóri Islandsbanka vildi ekki staðfesta að þessi vaxtakjör hefðu verið boðin, hann gæti ekki rætt viðskipti við einstaka viðskipta- menn bankans við fjölmiðla. Hann sagði að það væri misskilningur telja þetta viðskipti á tékkareikn- ingi, það væri aðeins tæknilegt atriði innan bankans hvort pen- ingarnir væm á tékkareikningi eða sparisjóðsbók. þau kjör sem hann gerði. Sagðist hann aðeins geta rætt þessi mál al- mennt: „Um langt árabil höfðu ríkis- stofnanir og ríkisfyrirtæki fyrirmæli um að eiga einungis bankaviðskipti við ríkisbanka og höfðu þar með ekki heimild til að skipta við einka- banka eða sparisjóði. I fjármálaráð- herratíð Þorsteins Pálssonar var þessu breytt. Ríkisfyrirtæki og ríkis- stofnanir fengu leyfi til að leita ann- að og bera saman þjónustu. Þetta eru þau að gera og hafa verið að gera undanfarin misseri. í þeim til- vikum sem fjallað var um í þriðju- dagsblaði Morgunblaðsins er um að ræða mjög mikil viðskipti. Það sem þó skiptir meginmáli er að það er markmið okkar í íslandsbanka að aðlaga þjónustuna þörfum hvers við- skiptavinar og í þessum tilvikum hefur það verið gert.“ „Það er misskilningur að telja við- skipti á tékkareikningi," sagði Valur þegar hann var spurður hvort bank- inn byði í einhveijum tilvikum 22% vexti af almennum tékkareikningum. „Þetta er sambland af mörgum þátt- um þjónustu sem við erum að bjóða og skiptir í raun litlu máli í hvaða formi þetta er. Hér er um að ræða fyrirtæki og stofnanir sem eiga mik- ið fé inni og það er tæknilegt atriði hjá okkur hvort það liggur inni á tékkareikningi eða sparisjóðsbók. Það eru vextirnir sem borgaðir eru af þessu fé hverju sinni sem skipta máli,“ sagði Valur. Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbankans sagði að alltaf væru einhver dæmi um að fyrirtæki og stofnanir skiptu um viðskiptabanka, það væri ekki meira nú en verið hefði. Sagðist hann ekki verða var við að aðilar sem væru f viðsþiptum í Búnaðarbankanum væru að hugsa sér til hreyfings, heldur þvert á móti væri meiri straumur inn en út. Nígeríumenn skulda enn um einn milljarð Megnið vegna „Horshamskreiðarinnar“ Ólafur Ragnar sagði að ef til vill myndu menn horfa upp á það áður en þetta ár væri á enda, að sovézki herinn yfirgæfi Austur-Evrópu. Hann spurði hvort menn yrðu þá til- búnir að viðurkenna að spurningin væri ekki lengur hvort bandaríski herinn færi af landinu, heldur hve- nær og hve fljótt. Spurningin er ekki hvort NATO heldur velli heldur hve lengi,“ sagði Ólafur Ragnar. Jón Baldvin sagði hins vegar að Atlants- hafsbandalagið yrðí ekki lagt niður á meðan enn væri hætta á aftur- Nýr eigandi að Kjötmiðstöð JENS Ólafsson, eigandi Grundar- kjörs, keypti Kjötmiðstöðina í Garðabæ í gær. Er þetta fímmta matvöruverslunin á höfuðborg- arsvæðinu sem hann kaupir. Gengið var frá samningi í gær en Jens vildi ekki tjá sig um kaup- verð. „Grundarkjör opnar í Garðabæ í fyrramálið," sagði hann í gær. Hann sagði óvíst hvort starfs- fólk héldi störfum sínum. hvarfi til fyrri stjómarhátta í Sov- étríkjunum. Hann spáði því að NATO myndi gegna því hlutverki að semja um afvopnun, og að það yrði áfram til sem samtök vestrænna þjóða. Hann sagðist líta svo á að á íslandi yrði áfram eftirlitsstöð, til að fylgj- ast með framgangi afvopnunar á N-Atlantshafi, en ef til vill yrði sú eftirlitsstöð undir breyttri stjóm ef menn kæmu sér saman um alþjóð- legt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir þennan ágreining um utanríkismál, sagðist Jón Baldvin telja að hann ætti ekki að verða ásteytingarsteinn í myndun nýs stórs jafnaðarmannaflokks. Flokksformennimir voru sammála um að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag ættu að vinna að sameigin- legu framboði til borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík og leita áfram sam- starfs við hina vinstri flokkana, þrátt fyrir að þeir síðamefndu hefðu hafn- að slíku samstarfi í fyrstu lotu. Ólaf- ur Ragnar sagðist vel geta hugsað sér kvennalistakonurnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Guðrúnu Agnarsdóttur sem borgarstjóra. Jón Baldvin lagði áherzlu á að frambjóð- endur sameiginlegs framboðs vinstri- manna yrðu valdir í opnu prófkjöri. Sjá frétt um vlðræður vinstri flokkanna á bls. 18. „Landsbanki íslands vill þjónusta góða viðskiptavini vel en getur ekki farið út í svona yfirboð. Landsbank- inn hefur ekki efni á að borga öllum sínum góðu viðskiptavinum 22% vexti á tékkareikninga þegar bank- amir tilkynna 1% vexti á almenna tékkareikninga," sagði Sverrir Her- mannsson. „Ég hef ekki trú á því að svona boð verði gerð mörgum. Og það er sannfæring mín að að enginn banki geti staðið undir slíkum boðum. Þetta eru einhvetjar prufukeyrslur til að slá um sig og ekkert frekar um það að segja,“ sagði Sverrir þegar hann var spurður hvort hann óttaðist ekki að missa góða viðskiptavini þegar svona góð kjör væru í boði í öðrum bönkum. „Það er svo annað mál að banka- menn hafa að undanförnu setið á fundum með forystumönnum samn- inganefnda vinnumarkaðarins þar sem það hefur verið rætt ítarlega hvemig lækka mætti vexti sem ör- ast. Ef bankar og fjármálastofnanir ætla að ástunda slík yfirboð vinnst seint að lækka vexti skynsamlega," sagði Sverrir. Valur Vaisson bankastjóri íslands- banka sagðist ekki geta rætt við fjöl- miðla um viðskipti við einstaka við- skiptamenn bankans, þegar hann var spurður hvemig bankinn gæti boðið Norðurlandaráð: Sænskt ljóðskáid hlýtur bókmenntaverðlaunin SVÍINN Tomas Tranströmer hlaut í gær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunin fær hann fyrir Ijóðasafnið „För levande och döda“. Verðlaunin verða afhent á þingi Norður- landaráðs sem hefst í Reykjavík 28. febrúar. Tomas Tranströmer hefur lengi verið í hópi þekktustu ljóðskálda á Norðurlöndum og hafa ljóð hans verið þýdd á fjölmörg tungumál þar á meðal íslensku. Hann er fæddur árið 1931 og er sálfræðingur að mennt. Af íslands hálfu voru að þessu sinni tilnefnd verkin „Dagur af degi“ eftir Matthías Johannessen og „Gunnlaðar saga“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Meðal annarra í dómnefndinni að þessu sinni voru þeir Jóhann Hjálmarsson, skáld og bókmennta- Tomas Tranströmer gagnrýnandi, og Sveinn Einarsson, yfirmaður innlendrar dagskrár- gerðar hjá ríkissjónvarpinu. Sjá frétt á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.