Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 HANDKNATTLEIKUR TENNIS Sigurður verður að sleppa síðasta leiknum á HM „ÞAÐ er Ijóst að ef ég verð valinn í landsliðshópinn fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu, get ég ekki tekið þátt í öllum undirbún- ingi liðsins," segir Sigurður Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik. „Auk þess verð ég að sleppa síðasta leiknumá HM.“ jálfari Dortmund hefur gefið mér leyfi til að skjótast til íslands í næstu viku, til að vera með landsljðinu í æfingabúðum í tíu daga. Ég bíð nú eftir grænu ljósi frá stjórnarmönnum Dort- mund,“ sagði Sigurður. Dortmund leikur gegn Dank- ersen um næstu helgi, en síðan hefur leik liðsins gegn SG Varel 3. febrúar verið frestað til 14. febrúar. Sigurður verður að vera kominn aftur út til að leika þann leik, síðan gegn Emsdetten 17. febrúar og Hameln 23. febrúar. Hann fær að sleppa leik gegn Wuppertal 9. febrúar og leik gegn Lichtenrad 3. mars, en ósk Dort- mund um leiknum yrði frestað var hafnað. Sigurður Sveinsson. „Ég verð síðan að vera kominn aftur til Dortmund og leika gegn Rheinhausen 9. mars,“ sagði Sig- urður, sem skoraði átta mörk gegn Leverkusen um síðustu helgi. Það dugði Dortmund ekki til sigurs, því að Leverkusen vann á heimavelli, 22:20. Úrslitaleikirnir á HM eru leikn- ir í Prag 10. mars. Graf jafnaði eigið met Vann 46. sigur sinn í röð Steffi Graf jafnaði eigið met er hún sigraði Patty Fendick í fjórðungsúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Þar með hefur Graf sigraði í 46. leikjum í röð og jafnað met sitt síðan 1988. Hana vantar þó nokkuð í met Mart- inu Navratilovu sem sigraði í 74 leikjum í röð árið 1984. Þess má geta að að síðustu 19 leikjum hefur Graf ekki tapað lotu. Flestir telja að Graf eigi eftir að bæta met sitt en hún mætir Helenu Sukovu, frá Tékkóslóvakíu, í und- anúrslitum á morgun. Sukova sigraði Katerinu Malevu frá Búlgaríu í gær nokkuð örugg- lega. Það sem kom þó mest á óvart var sigur Mary Joe Fernandez á Zinu Garrison. Garrison, sem er í 3. sæti á styrkleikalista mótsins, tapaði þriðju lotunni í spennandi leik, 6:8, eftir að hafa verið yfir, 5:3. „Hún fór á taugum í síðustu lotunni og ég notfærði mér það,“ sagði Fernandez. Einn áhugamaður náði í undan- úrslitin, Claudia Porwik, frá Vest- ur-Þýskalandi. Hún sigraði Ang- elicu Garvaldon í gær en mun án efa eiga í erfiðleikum með næsta andstæðing sinn, Mary Joe Fern- andez. Steffi Graf hefur sigrað í 46 leikjum í röð. ÍCBÉBlHÚKÖIABÍÖ ■llrilMIMlllílP™a SÍMI22140. I TILEFNI AF OPNUN VIÐBYGGINGAR HÁSKÓLABÍÓS 'SZrtœa Bráðfyndin gamanmynd um alvarleg málefni. Þau eiga heilmikið sameigin- legt. Konan hans sefur hjá manninum- hennar. „Innan fjölskyldunnar“ er kvikmynd, sem fjallar á skemmtileg- anhátt um hin ýmsu fjölskyldumál. Mynd fyrir fólk á öllum aldri. Leikstjóri: Joel Schumacher Aðalhlutverk: Ted Danson (Staupa- steinn),Sean Young (No Way Out), Isabella Rossellini (Blue Velvet). Sýnd kl. 9 og 11 í dag opnar Háskólabíó einn af sínum stórglæsilegu sölum. Þessi salur tekur 158manns í sæti og er allur sérstaklega þægilegur fyrir áhorfendur, sætin mjög góð og bil á milli sætaraða meira en við eigum að venjast. Salurinn er búinn öllum þeim fullkomnustu tækjum, sem völ er á, þar með talin Dolby Stereo hljómflutningstæki. HANDKNATTLEIKUR / ÆFINGAMÓT Danir ánægðir með landsliðið Sigraði á fimm landa móti í Noregi en Neva frá Leníngrad best í Frakklandi DANIR sigruðu á fimm landa móti í handknattleik sem fram fór í Noregi og lauk um helg- ina. Þeir unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli. Þá sigraði sovéska félagsliðið Neva frá Leníngrad á átta liða mótinu f Frakklandi. anir voru hæstánægðir með lið mm sitt á mótinu í Noregi. Enginn lék betur en Erik Veje Rasmussen, sem stjórnaði leik liðsins eins og herforingi. Danir unnu Finna í síðasta leiknum, 29:24. Erik Veje gerði þá 7 mörk og John Jacobsen 6. Hjá Finnum var Mic- hael Kállman atkvæðamestur, gerði 10 mörk. Þessi snjalli Finni varð markahæsti maðUr mótsins með 38 mörk. Hann hefur verið í herbúðum Wallau Massenheim í V-Þýskalandi undanfarin ár, og er enn, og er Jón Halldór Garöarsson og Bemharö Vals- son skrifa styrkasta stoð liðsins. Úrslitin á mótinu urðu annars sem hér segir: V-Þýskal.-Danmörk.............. 22:22 Finnland-Austurríki..............20:24 V-Þýskaland-Austurríki...........16:18 Danmörk-Noregur..................18:16 V-Þýskaland-Noregur............ 26:19 Danmörk-Finnland.................29:24 Danir hlutu því sjö stig á mót- inu, V-Þjóðverjar 5, Austurríkis- menn 4 og Norðmenn ráku lestina ásamt Finnum með 2 stig. Vestur- Þjóðveijar urðu fyrir því áfalli að tapa gegn Austurríkismönnum — og þótti það eitt mesta hneyskii sem þeir hafa orðið fyrir á handboltavell- inum. Horst Bredemayer, landsliðs- þjálfari V-Þjóðverja, var fljótur að skella skuldinni á sjálfan sig. Hann tók nefnilega þijá af aðalmönnum liðsins, Fitzek, Klemm og Quarti, úr hópnum. Ætlaði að leyfa hinum yngri að spreyta sig þar sem leikur- inn átti að verða auðunninn. Haft var eftir Jochen Fraatz, besta manni þýska liðsins á mótinu: „Við sáum nú að við vinnum ekkert lið án þess að hafa fyrir hlutunum. Styrkleikamunur flestra landsliða er orðinn það lítill." Sovétmenn bestir í Frakklandi Sovéska félagsliðið Neva frá Leníngrad var sterkast, á átta liða mótinu, sem fram fór í Frakklandi í síðustu viku og lauk um helgina. Landslið Rúmena sigraði Frakka 23:22 í undanúrslitum, eftir fram- lengdan leik og í hinum undanúr- slitaleiknum sigraði lið Neva lands- liðs Alsír. Sovétmenn sigruðu svo rúmenska landsliðið í úrslitaleikn- um 29:27 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 17:15. Rúmenar koma hingað til lands í byrjun næsta mánaðar sem kunn- ugt er, en í millitíðinni taka þeir þátt í móti í Búlgaríu ásamt heima- mönnum og m.a. Frökkum. Þess má geta að í lið Rúmena vantaði þá Stinga og Voinea, sem leika nú með Valencia á Spáni, en að öðru leyti voru þeir með sitt sterkasta lið. Góðkunningjar íslend- inga frá því í B-keppninni í Frakk- landi í fyrra voru t.d. markahæstir í leiknum gegn Frökkum — örv- henta skyttan öfluga Dumitru gerði 8 mörk, Christian Zaharia, sem er á vinstri vængnum í stað Stinga, gerði 6 mörk og Berbece 3, þar af 2 úr vítum. í leiknum um 3. sætið sigruðu Frakkar lið Alsírbúa 17:14. Vez- prem frá Ungvetjalandi varð í 5. sæti — sigraði Milbertshofen frá V-Þýskalandi 27:22 og Empor Rostock frá A-Þýskalandi varð í 7. sæti. Liðið sigraði Ivry frá Frakk- landi 23:22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.