Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 3 Lík Bretans fannst um 400 metra frá Hofgarði „ÞAÐ er Jjóst að Bretinn varð úti. Hann var nokkuð vel klæddur og með góða lambhús- hettu, en hefur lent í aftakaveðri, sennilega á fímmtudag, hrakist undan því niður Hval- vörðugil yfir veginn án þess að taka eftir honum og örmagnast skömmu síðar,“ sagði Guðbrandur Jóhannsson, leitarstjóri, við Morgunblaðið í gær. Björgunarmenn fundu lík Stephen V. Reader um 250 m sunnan við þjóðveginn og um 700 m vestan við félags- heimilið Hofgarð í Öræfurn skömmu fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Ekkert hafði spurst til Bretans síðan á mánudagsmorgun í fyrri viku, er hann hugðist ganga frá bænum Hofí 1 á Hvannadalshnjúk, en um- fangsmikil leit fór fram fyrir og um helgina. Eftir að bakpoki mannsins fánnst í fyrrakvöld neðan við veginn skammt frá Hofi fór Guðbrandur með lögreglunni á Höfn í vettvangskönnun í svarta- myrkri og sagði Guðbrandur að ákveðið hefði verið að hefja leit á svæðinu frá fjallsrótum til sjáv- ar í gærmorgun. Um 30 manna hópur frá Öræfum og Höfn lagði akandi af stað og ætlaði Guð- brandur að sýna mönnunum staðinn, þar sem bakpokinn fannst, en áður en að honum kom í innan við 100 m fjarlægð, sagði Guðbrandur að þeir hefðu séð dökka þúst í mosalausum slakka, sem reyndist vera lík Bretans. . Umfangsmikil leit um 200 björgunarsveitamanna fór fram á föstudag og laugardag. Á föstudag var leitað á tveggja Morgunblaðið/JGG Stephen W. Reader. kílómetra belti, sem afmarkast af Sandfelli í vestri_ og Hnappa- völlum í austri. Á laugardag fannst dýna mannsins í Hval- vörðugili og var áhersla lögð á svæðið upp af því eftir það, en skipulagðri leit var hætt á sunnu- dag. Guðbrandur sagði að eftir væri að taka saman nákvæma skýrslu um leitina, en taldi að kostnaður væri nokkrar milljón- ir. „Þegar leit hófst í síðustu viku var ekki talin ástæða til að leita á láglendi og auk þess var svæð- ið hulið snjó, þannig að leit þá Morgunblaðið/JGG Einar Jónsson, lögreglumaður á Höfii í Hornafirði, með bak- poka breska ferðalangsins, sem fannst á laugardag. hefði sennilega ekki borið árang- ur, en í fyrrinótt og gærmorgun tók hins vegar upp mikinn snjó,“ sagði Guðbrandur. Krufning hefur ekki farið fram en Guðbrandur taldi senni- legt að maðurinn hefði orðið úti á fimmtudag — á leiðinni niður gilið undan veðri. Bæði var að þá var veðrið einna verst og eins var lítið eftir af nestinu. Jöklaút- búnaður Bretans, mannbroddar, reka, ísöxi og svefnpoki, er ófundinn, en eftir er að kanna nákvæmlega hvaða hluti vantar í farangurinn. Líkið var flutt til Hafnar í Homafirði í gær, en verður f lutt til Reykjavíkur í dag. Stephen W. Reader var 25 ára, fæddur 1964. Hann var ein- hleypur verkamaður og bjó á gistihúsi skammt fýrir utan Lon- don. Reglugerðir vegna laga um málefni aldraðra: Samræmt mat á vistunarþörf og aukin þátttaka í kostnaði Fólki mismunað eftir tekjum, segir Jóhannes Pálmason HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, hefúr gefið út fjór- ar nýjar reglugerðir vegna gildistöku laga um málefni aldraðra 1. jan- úar síðastliðinn. Um er að ræða reglugerð um Framkvæmdasjóð aldr- aðra, vistunarmat, dagvist aldraðra og þjónustu stofiiana fyrir aldr- aða. Reglugerðirnar öðlast gildi 1. febrúar næstkomandi. Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, segir að verið sé að taka upp sjúklingaskatt hér á landi og að mismuna fólki eftir tekjum. Með lögunum breytist hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra á þann hátt að sjóðurinn getur nú stutt sveit- arfélög til að koma á fót heimaþjón- ustu fyrir aldraða en honum verður óheimilt að styðja byggingu íbúða fyrir aldraða nema ákveðið sé í upp- hafi að húsnæðið verði rekið sem þjónustuhúsnæði. Þá verður litið á styrki úr sjóðnum til hjúkrunarrýmis á vegum sveitarfélaga sem hluta af iögboðnu framlagi ríkissjóðs. í lögunum er einnig kveðið á um nýja framkvæmd samræmds vistun- armats sem verður í höndum þjón- ustuhópa aldraðra um allt land. í hópunum mun starfa fagfólk í heil- brigðis- og félagsmálum. í Reykjavík verða þjónustuhópar við félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra sam- kvæmt hverfaskiptingu. Hlutverk þeirra er að fylgjast með heilsufari aldraðra og tryggja að aldraðír á starfssvæðinu fái þá þjónustu sem þeir þarfnast. Hins vegar mun fjög- urra manna matshópur, skipaður af öldrunamefnd, sinna vistunarmati aldraðra í Reykjavík. Lögin kveða á um að aldraðir taki þátt í greiðslu dagvistargjalda, þó ekki að hærri upphæð en sem nemur grunnlífeyri almannatrygginga. Fram til þessa hafa sjúkratryggingar í raun borið allan kostnað vegna dagvistar aldraðra. Nú verður inn- heimt 500 krónadaggjald af dagvist- argesti en þó aldrei hærri upphæð en 10.853 á mánuði. í reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða er kveðið á um að ein- staklingur í þjónustuhúsnæði með tekjur umfram skattleysismörk taki þátt í dvalarkostnaði og greiði hann jafnvel að fullu ef tekjurnar eru umfram 15.700 krónur á mánuði. Dvalar- og hjúkrunarstofnunum er ætlað að innheimta dvalarkostnað af vistmönnum. í fyrri lögum um málefni aldraðra lauk kostnaðar- þátttöku þessa einstaklings þegar hann þurfti á hjúkrunardvöl að halda og sjúkratryggingar tóku við. Bætur almannatrygginga til einstaklings með engar aðrar tekjur renna til greiðslu dvalarkostnaðar en vistmað- urinn getur sótt um mánaðarlegt ráðstöfunarfé frá Tryggingastofnun ríkisins. Bætur almannatrygginga til lang- legusjúklinga í hjúkrunarrými falla niður ef dvölin verður lengri en fjór- ir mánuðir. Langlegusjúklingurinn getur sótt um mánaðarlegt ráðstöf- unarfé frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Einstaklingur í hjúkrunarrými með eigin tekjur umfram 13.200 mánuði á með þeim tekjum að taka þátt í dvalarkostnaði frá þeim tíma sem bætur almannatrygginga falla niður. Eigin tekjur vistmanns skipt- ast jafnt á milli maka. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, segir að verið sé að taka upp sjúklinga- skatt hér á landi og að mismuna fólki eftir tekjum. „Það er grundvall- arregla í íslenskum skattarétti að skattar skuli leggjast jafnt á fólk. Stofnunum er ætlað að innheimta þessi gjöld við rúm gamalmennanna og leita eftir upplýsingum um hver er borgunarmaður fyrir þessum gjöldum og hver ekki. Ég hef látið í ljós vanþóknun mína á þessu á opinberum fundi heilbrigðisráðherra nýlega,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að reglugerð um I álitinu segir að yfirtaki Kópa- vogskaupstaður ekki réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar sam- kvæmt samningnum en Alþingi veiti borginni heimild til eignarnáms missi Kópavogskaupstaður for- kaupsrétt. Því sé varlegast, hafi bærinn á annað borð hug á að eign- ast landið, að tilkynna Reykjavíkur- borg og Magnúsi Hjaltested innan vistunarmat feli í sér gífurlega um- fangsmikla skráningu á persónuleg- um högum umsækjenda um vist á dvalar- eða hjúkrunarheimilum. „Aldraðir fá ekki að leggjast inn á spítala nema þeir undirriti yfirlýs- ingu þess efnis að yfirvöld hafi fullan og ftjálsan aðgang að skattskýrslum þeirra til að meta greiðslugetuna. Þeir verða að gefa allar upplýsingar um persónulega hagi og gengið er inn að merg og beini aldraðra. Þetta leiðir til þess að þeir missa alla sjálfs- virðingu og allt er þetta gert undir því yfirskini að aldraðir séu að tryggja sér vist. Þetta kalla ég of- stjórnun,“ sagði Jóhannes. gefinna tímamarka að hann hyggist ganga inn í samninginn. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri í Kópavogi segir að samkvæmt þessu sé ljóst að til að fyrirætlun Reykjavíkurborgar í máli þessu nái fram að ganga þurfi yfirstandandi þing að veita borginni eignarnáms- heimild. Hann segist telja ótrúlegt að Alþingi samþykki eignarnám í Ferðamálaráðsteftia í Mónakó: Forseti Is- lands flytur opnunarræðu FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefúr ákveðið að taka boði Ferðamálanefndar Evrópu um að flytja opnunar- ræðuna á ferðamálaráðstefnu, sem nefhdin heldur í Mónakó 8. og 9. april nk. Ferðamálaráð íslands fór þess á leit við forseta íslands að þekkjast þetta boð og vekja þar með enn frekar athygli á íslandi. Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, sagði að boðinu hefði verið vel tekið því um væri að ræða málefni til fram- dráttar íslenskum ferðamálum. Opnunarræðan verður flutt að morgni 9. apríl og fer forsetinn væntanlega héðan daginn áður og kemur heim 10. eða 11. apríl. Senni- legt er að samgöngumálaráðherra fari með forseta og eins forsetarit- ari. Rafinagn til húshitunar: Afsláttur lækkaður um helming Aíram ódýrara að kynda með raf- magni en olíu VERÐ einnar kílówattstundar rafmagns til húshitunar hækkar að öllum líkindum um 15,5 aura næstkomandi mánaðamót. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðustu viku að lækka afelátt til Raf- magfnsveitna ríkisins af raforku til húshitunar um helming en af- slátturinn var áður 31 eyrir. Jó- hann Már Maríusson hjá Lands- virkjun segir að slegið hafí verið af verðinu til þess að ódýrara yrði að kynda með rafinagni en olíu. Nú hafi olíuverð hækkað og afelátturinn fylgi því. Kílówattstundin kostar núna 2,20 krónur ef kynt er með rafmagni en mun eftir breytinguna kosta 2,355 krónur. Verð kílówattstundarinnar er hins vegar 2,78 krónur ef kynt er með olíu. Að sögn Jóhanns Más er raf- magnsnotkun meðalheimilis talin um 30.000 kílówattstundir á ári. Það þýðir að raforkureikningurinn hækkar um 4.650 krónur á árinu. Eftir sem áður verður kílówatt- stundin af rafmagni 42,5 aurum ódýrari en ef kynt væri með olíu, og meðalheimilið sparar því 12.750 krónur á ári með þvi að kynda með rafmagni. berhögg við vilja bæjarstjómar Kópavogs. „Okkur finnst rangt að við séum á ákveðnum tímapunkti þvinguð til að taka afstöðu til þessa. Kópavogur hefur hugsað sér að þarna verði framtíðarbyggingar- land. Hins vegar er Fífuhvammsland enn óbyggt og því ekki fyrirhugað á næstu árum að ráðast í fram- kvæmdir við Vatnsenda,“ sagði hann. Álit lagastofnunar var kynnt á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær. Ákveðið hefur verið að halda aukafund, þar sem afstaða verður tekin til málsins, næstkomandi þriðjudag. Lagastofiiun Háskólans um Vatnsendasamning: Ekki kaupsamningur heldur samkomulag um bótagreiðslur Lagastofnun Háskólans telur að ekki verði litið á samkomulagið sem Reykjavíkurborg hefiir gert við Magnús Hjaltested, bónda að Vatnsenda, sem samning sem yfirfæri eignarrétt að Vatnsendalandi heldur fremur sem samkomulag um fjárhæð og greiðslutilhögun bóta komi til eignarnáms. Forkaupsréttur Kópavogs hafi ekki orðið virkur við gerð samkomulagsins og falli því ekki úr gildi sé hans ekki neytt fyrir 3. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.