Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 „Tckurbugomla *kó upp i?" Auðvitað fæ ég bætur frá Það voru ekki til peningar tryggingunum. Því gat ég þá til að setja hann á hest, keypt byssuna ... því var þessi leið valin ... HÖGNI HREKKVlSI Salem, ísafírði: Sjómanna- starfíð Til Velvakanda. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn. Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ Sálm. 103:1-2. Þessi orð Davíðs ísraels kon- ungs, koma mér í hug, er ég lít til baka til liðins árs. Drottinn hefir verið mér óumræðilega góður, og ég vil ógjarnan gleyma neinum vel- gjörðum hans við mig, og þá þjón- ustUj sem hann hefir kallað mig til. Eg tel það vera mikla náð, að fá að vera með í því að sá út heil- ögu orði hans, sem er „Andi og líf“ og „Helst mun það blessun valda“ með þjóð vorri, og fá svo oft í leið- inni að vitna um Jesúm Krist, sem svo dásamlega frelsaði mig meðan ég var ungur að árum, og sem reynst hefir mér trúfastur allt til þessa. Ég vil því með fullri djörfung taka undir með höfundi Hebrea- bréfsins, sem segir: „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami.“ Hebr. 13:8. Því segi ég við þig sem lest þetta: Hefir þú tekið á móti Jesú, sem þínum persónulega frelsara? Gerðu það upp við þig í einlægni. „Þú átt valið.“ „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs böm, þeim sem trúa á nafn hans.“ Jóh. 1:12. Hann býð- ur öllum að koma til sín, samanber Matt. 11:28 og Jóh. 6:37. A árinu var farið í 450 heimsókn- ir í íslensk skip og báta og 110 erlend, þar sem einhveiju var sáð frá orði Guðs til fólks af 30 þjóðern- um, svo auðséð er að það fer furðu vítt yfir, Drottinn sjálfur mun sjá um uppskeruna á sínum tíma, því hefir hann lofað. „Eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til veg- ar, er ég fól því að framkvæma." Jes. 55:11. Mér er líka ávallt tekið sem góðum gesti og marga vini hefi ég eignast meðal sjómanna bæði innlendra og erlendra. Að þessu sinni var um 200 jólapökkum útbýtt meðal sjómanna, sem ekki áttu þess kost að dvelja með vinum sínum yfir jólin. Auk þess voru sett- ar jólakveðjur í 35 önnur skip. 15 Biblíur voru gefnar 25 Ntm og 15 Passíusálmar. Þá hefir það mælst vel fyrir að upp hefir verið tekin sú regla, að gefa eitt áritað kort blessunarósk og bæn í hvert skip, og má sjá það víða uppi í borðsölum skipanna. Þá hefir sjúkra sjómanna á sjúkrahúsinu verið vitjað, ogýmis- leg önnur þjónusta verið veitt t.d. póst, fréttablöð o.fl. og er það vel þegið. Fyrir þetta allt vil ég lofa Drott- Til Velvakanda. Fyrir nokkru var kvartað undan seint lesnum jólakveðjum í Ríkisút- varpinu. Hafði kveðjan verið lesin upp rétt um miðnætti, þegar flestir vor gengnir til náða. Þar sem ég er reynslunni ríkari, vil ég gjarnan koma eftirfarandi á framfæri: Þann 21.12. sl. bað sjúklingur á Landspítalanum mig að koma fyrir sig kveðju í Ríkisútvarpið, sem les- ast ætti á Þorláksmessu. Kveðjan átti að fara til sjúkrahússins á Nes- kaupstað. Kveðjan var 30 orð, og þar sem orðið kostaði 90,00, var kostnaðurinn kr. 2.700,00. Ég hafði fengið allmikið Iesefni fyrir jólin og las því lengur frameft- ir á Þprláksmessukvöld en venju- lega. Ég hafði útvarpið opið og hlustaði, svona með öðru eyranu (eins og sagt er) á jólakveðjurnar. Kl. 1.30 um nóttina var framan- greind kveðja lesin. Ég veit að inn, og þakka jafnframt öllum vin- um fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa staðið á bakvið þetta og gert það mögulegt. Hann launi ykkur það ríkulegá og blessi af sinni náð. Ég tek því undir með Sr. Valdimar Briem, og ég vona að þú gerir það líka með mér. í Jesú nafni áfram enn. Með ári nýju kristnir menn. Það nafn um árs og ævispor. Sé æðsta gleði og blessun vor. Guð blessi og leiði íslensku þjóð- ina á komandi ári. „Sæl er sú þjóð, er á Drottinn að Guði.“ Sálm. 33:12. kveðjurnar voru lesnar langtum lengur, því ekki var lesturinn lengra kominn en til Neskaupstaðar í hringferðinni um landið, eins og kunnugt er, kl. 1.30 að nóttu. Ég hirti hins vegar ekki um að hlusta lengur, en sannfærðist um hvaða virðing er borin fyrir notendum hinna opinberu ríkisstofnana þegar aurinn er kominn skilvíslega í kass- ann. í framhaldi af þessu skal þess getið að ég ætlaði að senda kveðj- una til Ríkisútvarpsins frá' mínum heimasíma. Stúlkan á Ritsímanum tjáði mér að blákalt bann væri lagt við því frá Ríkisútvarpinu, heldur þyrfti ég að fara persónulega uppá „Gaulhól" við Bústaðaveg og borga hana þar. Ég taldi að Landsíminn ætti auðvelt með að loka fyrir símann minn, ef greiðsla til hans lenti í vanskilum. Eg er því reynsl- unni ríkari um opinbera þjónustu. Þ.H. Sigfus B. Valdimarsson Síðbúnar kveðjur Víkveiji skrifar Norðmenn eru ákaflega þjóð- ræknir eins og við margir á norðurhjaranum. Þegar þeir ræða um þjóðleg einkenni sín nefna þeir gjarnan listilega málaðar rós- ir á húsgögnum, Harðangurs-fiðl- una, geitarost og annan dæmi- gerðan norskan mat, stafkirkjur, þjóðbúninga, bjálkakofa, tréskurð og fleira af því tagi. Nú hafa sér- fræðingar í þjóðháttum komist að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegt sé að endurskoða ýmsar hugmynd- ir um, hversu norsk öll þessi norsku þjóðareinkenni séu. Hafa þeir efnt til sýningar, sem heitip Eru Norðmenn norskir? Á sýningunni eru dregnar fram ýmsar staðreyndir því til stuðn- ings að margt af því sem Norð- menn telja til ’helstu einkenna sinna eigi annan uppruna en hinn norska. Um sé að ræða sterk menningarleg áhrif frá útlöndum sem hafi borist með ýmsum hætti Vo sem eins og með flutningi fólks. Á það er bent að máluðu rósirn- ar séu orðnar til fyrir barokk og rókokkó áhrif frá meginlandinu og þjóðbúningarnir eigi rætur sínar að rekja til Frakklands og Þýskalands. Harðangurs-fiðlan sem er með tvo strengi er talin sérstætt norskt hljóðfæri, á hinn bóginn eru einnig til hljóðfæri á Indlandi sem eru sömu gerðar. í Sviss og Kákasusfjöllum eru búnir til ostar sem líkjast mjög norska geitarostinum. Tilgangur sýningarinnar er ekki sá að sýna fram á, að ekkert sé norskt, heldur hitt að sýna, hve mikil áhrif erlendir menningar- straumar hafi haft og hafi enn á norska menningu. xxx V íkveija þætti forvitnilegt að sjá sýningu, sem byggðist á sömu sjónarmiðum, um það sem vil teljum íslenskt; eða þar sem leitast yrði við á einfaldan hátt að skýra erlend menningaráhrif hér á landi á annað en bókmennt- ir okkar og þá arfleifð sem þeim tengist. Hugmyndaheimur okkur og umhverfi mótast nú mjög af því sem við lesum í fjölmiðlum eða sjáum og heyrum. Mikið af því efni er þýtt úr öðrum tungumál- um. Víkveiji hefur velt því fyrir sér, hve mikið á að staðfæra í slíkum þýðingum. Bandaríkja- mönnum er til dæmis tamt að miða atburði við borgarastyrjöld- ina í landi sínu, morðið á Abraham Lincoln og annað þar fram eftir götunum. Bretar taka mið af krýn- ingu drottningar sinnar eða ann- arra þjóðhöfðingja og þannig má áfram telja. Á að nota slíkar við- miðanir í íslenskum fjölmiðlum, þegar sagt er frá erlendum at- burðum eða á að finna stóratburði í íslandssögunni? Á að nota aðrar landfræðilegar .viðmiðanir en íslenskar? Hvenær á að snúa er- lendri mynt í íslenska? xxx Yíkverji er þeirrar skoðunar að sem mest eigi að gera af því að staðfæra í tilvikum sem þessum. Blaðamenn eigi að nefna ártöl í stað þess að nefna sögulega atburði með öðrum þjóðum, þegar mældur er tími. Þegar rætt er um fjarlægðir eða stærð landsvæða eigi að miða við íslenskar aðstæð- ur eða vegalengdir sem við getum auðveldlega skilið. Þegar fjár- hæðir eru nefndar í erlendri mynt eigi að íslenska tölurnar með þeim hætti að lesandi eða áhorfandi geti gert sér grein fyrir þeim. Hins vegar er sá vandi þegar um háar erlendar fjárhæðir er að ræða, að íslenska talan verður stundum svo himinhá, að öllum er ómögulegt að ná upp í hana og er þá skynsamlegast að halda sig við upprunalegu myntina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.