Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 Olafúr B. Barkar- son - Minning Fæddur 12. ágúst 1972 Dáinn 13. janúar 1990 Ég sest nú niður og mig langar að minnast félaga míns með nokkr- um orðum. Það var sunnudaginn 14. janúar síðastliðinn sem mér bárust þau sorglegu tíðindi að vinur minn, hann Óli, hefði dáið daginn áður. Að jafnaldri minn og vinur, að- eins sautján ára, væri mér horfinn fyrir fullt og allt gat ekki verið satt, hann var allt of ungur. Ég sat með hugsanir mínar um góðan dreng, sársauka í hjarta og van- mátt því þessu getur víst enginn breytt. Það er svo margs að minn- ast. Við Óli kynntumst fyrst aðeins tíu ára gamíir. Við vorum saman, smá pattar, í skóla í Reykjavík og brölluðum margt. Aftur lágu leiðir okkar saman þegar við nutum þeirra forréttinda að búa hjá Óla og Drífu á Torfastöfðum í Biskups- tungum og varð það okkar annað heimili. Á Torfastöðum leið okkur vel og nutum yndislegs heimilis, þar sem leitað var eftir því jákvæða í lífinu en um leið tekist á við erfið- leika sem mæta víst okkur öllum. Óli bjó fjögur ár, en ég þrjú, á Torfastöðum og deildum við saman herbergi og urðu kynni okkar mjög náin. Saman fórum við í skólann, gengum saman til verka og borðs á hveijum degi. Á kvöldin var hlust- að á plötur og spjallað, við deildum gleði og sorg, veltum lífinu og til- gangi þess fyrir okkur og rifumst hressilega á köflum. Hestamennska er mikil á Torfa- stöðum og þar naut Óli sín vel, enda hestamaður góður. Aldrei gleymast hestaferðimar, þar voru góðir vinir á ferð, og góður útreiðar- túr var Óla vel að skapi. Eftir að við fórum frá Torfastöð- um tók við vinna hjá Óla en nám hjá mér. Við héldum þó alltaf sam- bandi, hittumst og spjölluðum mikið í síma. í vetur vorum við báðir á Laugarvatni, Óli við störf hjá föður sínum en ég í menntaskólanum. Á kvöldin var Óli fastagestur hjá mér á heimavistinni. Ævintýrin rifjuð upp og oft glatt á hjalla. Ekki fór það þó framhjá mér að margt þyngdi hug vinar míns — hann var einhvem veginn ekki eins og hann átti að sér. Að kveðja góðan vin er erfitt og öll orð fátæk. Minninguna um tryggan vin og góðan dreng geymi ég alltaf meðan ég lifi — einnig með vissu þess að við hittumst aft- ur seinna. Foreldrum, aðstandendum og vinum Óla sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Elís Helgi Elsku frændi okkar og vinur er nú horfinn okkur. Ólafur Börkur var sonur Barkar Ólafssonar og t BENEDIKT GUÐMUNDSSON bóndi, Staðarbakka, verður jarðsunginn frá Staðarbakkakirkju laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 08.00. Ásdis Magnúsdóttir, Margrét Benediktsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Ingimundur Benediktsson, Matthildur Sverrisdóttir, Jón M. Benediktsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Rafn Benediktsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR BERGMANN MAGNÚSSON bifreiðastjóri, Vogatungu 15, Kópavogi, áðurtil heimilisað Barðavogi 18, Reykjavik, verður jarðsunginn fimmtudaginn 25. janúar kl. 15 frá Garða- kirkju. Þeim sem vildu uiinnast hins látna er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Svava Bernharðsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og Unnur Magnúsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA KRISTINE GUÐLAUGSSON fædd OLSEN, '■ Gaukshólum 2, Reykjavík, er andaðist í Landspítalnum þann 15. janúar verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. janúar kl. 13.30. Benedikt Guðlaugsson, Gunnar Benediktsspn, Jóna G. Steinmarsdóttir, Kristján Benediktsson, Erla Kristjánsdóttir, Guðrún B. Kolbeins, Hannes B. Kolbeins, Kirstin Benediktsdóttir, Kristinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, bróðir okkar og sonur, JÓHANN HALLDÓR ELLERTSSON, er látinn. Útför hans fer fram í Woodbridge, Va., U.S.A., fimmtu- daginn 25. janúar 1990. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsam- lega láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Jan de Bruil og systkini hins látna, Þórhildur og Erlingur Ellertsson, 2297 Longview Drive, Woodbridge, Va. 22191, U.S.A. Sigrúnar Óskarsdóttur. Ólafur var yngstur af þrem bömum þeirra, auk hans er Guðrún Barkardóttir og Óskar Barkarson. Við systumar eigum báðar mjög góðar minningar um Óla frænda því báðar pössuðum við hann þegar hann var yngri og fylgdumst með honum vaxa og verða að fallegum unglingi. Óli var alltaf glaðlyndur og ljúfur drengur. Óli var mikið náttúrubam og hafði mjög gaman af blómum og öllum gróðri. Óli hafði eignast hest þar sem hann hafði verið í sveit. Hann bar mikla umhyggju fyrir hestinum og öllum dýrum því Öli var mikill dýravinur. Ölafur var 3 ár á Torfa- stöðum og kom það glöggt í ljós þar hvað náttúran átti vel við hann því það var líf hans og yndi að hugsa um sveitabúskapinn. Minn- ingar koma upp í huga okkar og allar em þær góðar. Frá því Óli var í vöggu var hann alltaf hress og glaður. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hann hjá Sigrúnu systur. Ólafur á tvö systkini, Guðrúnu og Óskar. Öll þrjú vom þau ein heild, samrýnd og elskuleg. Erfitt er að hugsa til þess að heildin sé rofin. Við biðjum Guð að taka við af okkur og passa og vemda Óla frænda. Því Óli var aðeins 17 ára gamall unglingur. Þó árin séu ekki mörg þá em minn- ingamar margar og söknuðurinn mikill. Við biðjum Guð að styrkja foreldra hans og systkini í þessari miklu sorg sem nú ríkir á heimili þeirra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Fríða og Helga Ekki óraði okkur fyrir því þegar Sigrún systir var hjá okkur að skrifa minningargrein um tilvon- andi tengdason sinn, Þröst Leifs- son, að fimm dögum síðar heldi hún um 17 ára son sinn, Ólaf Börk, lát- inn. Ólafur lést 13. janúar 1990 á heimili móður sinnar, Völvufelli 50. Okkur langar að minnast frænda okkar í fáeinum orðum. ÓJafur Börkur var sonur Sigrún- ar Óskarsdóttur og Barkar Ölafs- sonar og fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1972 og var yngsta bamið af þremur börnum þeirra. Ólafur var áhrifaríkt bam, það eitt átti eftir að marka mikil spor í líf hans. Ólafur var alltaf hluti af umhverfi sínu, hvort sem það var úti í nátt- úrunni eða innan um vini sína. Ekki voru öll sporin sem Ólafur tók í rétta átt, en mikil ósköp, sporin sem hann tók síðustu misserin voru í rétta átt. Ólafur fór f sveit tólf ára gamall eins og margir ungling- ar, hann fór á Torfastaði og undi sér vel þar. Þar eignaðist hann hestinn sinn sem honum þótti vænt um. Ólafur var á Torfastöðum í þijú ár og reyndust hjónin á Torfa- stöðum honum mjög vel. Hann tók bílprófið sitt í ágúst sl. og hafði mikla unun af því að keyra og draumurinn hans var að kaupa sér bíl. En ekki varð sá draumur að veruleika. Nú hefur Ólafur kvatt þennan jarðneska heim, sem ekki er alltaf réttlátur, en það er vissa okkar að fjölskyldan á eftir að hitt- ast aftur. Bið ég Drottin að vernda og hugga fjölskyldu hans í þeirri sorg sem á henni hvílir. Eins og sálmur 281 segir: I dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt þar sefur það bam, ó Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. Ó, faðir, lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þin mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. Gunnar Þór, Erna Edith og Gunnar Örn. Mig langar til að minnast elsku vinar míns, Óla Barkar, sem nú er dáinn. Fregnin um andlát hans skar mig í hjartastað og ég fór að hugsa aftur til liðinna tíma. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá hann í fyrsta sinn af tilviljun árið 1983. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá þá, en það var eitthvað við hann sem vakti eftir- tekt mína. Ekki grunaði mig að Agústa Olafs- dóttir — Minning Fædd 29. júlí 1904 Dáin 15. janúar 1990 Látin er í Reykjavík amma mín Ágústa Ólafsdóttir á 86. aldursári. Vil ég minnast hennar fáum orðum. Ágústa fæddist á Jörva í Kol- beinsstaðahreppi árið 1904, dóttir Ólafs Erlendssonar bónda þar og Agöthu Stefánsdóttur húsfreyju. Hún var sjöunda í röð þrettán systk- ina. Tólf þeirra komust á legg. Ágústa ólst upp á Jörva en fór ung til starfa í Borgarnesi. Eftir skamma dvöl þar lá leiðin til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við þjónustu og framleiðslu á ýmsum heimilum og stofnunum. Megin hluta starfsævi sinnar helgaði hún þó verktökum á Keflavíkurflugvelli þar sem margur þáði molasopann úr hennar hendi. Ágústa eignaðist tvo syni, Ólaf f. 1928 og Þorstein f. 1930 Bjarna- syni Matthíassonar frá Holti. Ágústa og Bjarni áttust ekki. Ljóst er að aðstæður fyrir einstæðar mæður á Islandi í miðri heimskrepp- unni voru bágar. Mæðgurnar Jónína Jónsdóttir og Fjóla Guðmundsdóttir gerðu sitt til að liðsinna sængurkon- um. Naut Ágústa þeirra og einnig þeir bræður fram á fullorðinsár. Ólafur er múrari, kvæntur Fríðu Margréti Guðjónsdóttur og eiga þau fimm börn, Ágústu, Valgarð, Sig- rúnu, Ólaf Guðjón og Birnu. Þor- steinn er sjómaður kvæntur Guð- rúnu Sæmundsdóttur. Þau eiga þijá syni, Sæmund, Óla Ágúst og Jón Viðar. Barnabarnabörn Ágústu eru orðin tíu. Við barnabörnin hændumst mjög að ömmu okkar, kölluðum hana ömmu Gústu. Hún hafði alla eigin- leika bamagælunnar, óbilandi þol- inmæði, hjartahlýju og óeigingirni. Hún var örlát á þessa kosti, þreytt- ist aldrei á því að spila sama spilið hvort sem það hét veiðimaður eða Svarti-Pétur. Einnig minnist ég heimsókna okkar á Þórsgötu 17 en þeirra var beðið með tilhlökkun. Ágústa bjó lengi hjá Ólafi syni sínum og Margréti, fyrst í Hófgerði 15 og síðan í Holtagerði 72 í Kópa- vogi. Er baráttan við Elli kerlingu tók að harðna flutti hún á sambýli aldraðra við Skjólbraut. Seinustu árin sá Ágústa orðið illa og fyrir leiðir okkar ættu eftir að liggja saman en svo fór þó. Kynni okkar hófust þegar hann kom á Torfastaði í Biskupstungum, til þeirra Drífu, Óla, Ingu og Sigga. Ég og vinkona mín höfðum komið tveim-þrem mánuðum áður og við biðum spenntar eftir að kynnast nýju krökkunum. Fljótlega kom í ljós að Óli var góður félagi, bæði í leik og starfi. Hann hafði gaman af sveitastörfunum og var hinn mesti dugnaðarforkur. Þar sem sex unglingar eru í heimili er ekki laust við að mikið gangi á, gleði og sorg skiptast á. Við þurftum að læra að vera ábyrg gerða okkar, sýna til- finningar okkar og bera virðingu fyrir tilfinningum annarra. Vissu- lega sinnaðist okkur stundum því að Óli lét engan vaða yfir sig og var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. En það var alltaf unnið úr þeim málum og á slíkum stund- um féllu oft mörg tár; en vináttu- böndin styrktust. Þegar vinkona mín fór frá Torfa- stöðum var ég nær óhuggandi og ósköp einmana. Þá reyndist Óli mér yndislegur vinur og hann lánaði mér oft öxlina-sína þegar mér leið illa. Við fórum mikið saman á hest- bak; eitt skiptið ætlaði Óli að taka krakka-hestinn Maó fyrir og kenna honum nýja siði. Sá hestur var voðalega frekur og átti það til að ijúka bara eitthvað út í buskann og þá varð ekkert við hann ráðið. Ég taldi ekki skiptin sem Maó kom ijúkandi heim að húsinu aftur með Óla límdan á bakinu, en síðasta ferðin endaði inni í hesthúsi fyrir Maó en Óli hékk öfugur í dyiunum. Þetta sýnir hve þijóskur ÓIi gat verið, hann ætlaði ekki að gefast upp! Ég fór frá Torfastöðum haustið 1985 eftir að hafa verið þar í rúm- lega eitt og hálft ár en Óli var þar lengst af okkur sex sem vorum þar í upphafi, eða í um þijú ár. Það var alltaf jafn yndislegt að koma þangað í heimsókn og hitta Óla Börk og alla hina. Þegar ég eignað- ist litla dóttur þá grínuðust við Óli með að hann mætti nú eiga aðra litlu tána á henni. Mér finnst hann alltaf eiga svolítið í litlu stelpunni minni. Oli var ofsalega bamgóður og síðast þegar ég talaði við hann þá langaði hann mikið til að verða pabbi sjálfur. En hann skildi annað eftir sig. Hann skildi eftir ljósið sitt sem lifir í hjörtum okkar allra sem þekktum hann. Og ég hugga mig við það að ég veit að hann er hjá Guði og að þar líður honum vel. Ég sendi foreldrum hans, systk- inum, Óla og Drífu og öllum öðrum ástvinum hans og félögum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kolla rúmu ári féll hún svo að slæmt brot hlaust af. Fylgdi því löng sjúkrahúsvist. Tók hún áföllum þessum með einstæðu æðruleysi svo tekið var eftir. Gerð hennar er vel lýst í því að hún vildi ekki tefja hjúkrunarfólk við sig, það hefði nægu öðru að sinna. Aldrei hallaði hún á nokkurn mann og var fljót til faguryrða. Seinustu vikur var Ágústa orðin all þjáð og mun því hvíldinni fegin. Á þessari kveðju- stund er mér þakklæti í huga fyrir samverustundir okkar lengri sem skemmri. Bið ég henni guðs bless- unar á æðri stigum. Sæmundur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.