Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 16
YI 950, 3At-r</, flrjÓAaiTarTO^ q'-'f/jofrrw.■ 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Hjartað í vinnu og frístundum eftir Helga Guðbergsson Líkaminn veikist af hreyfingar- leysi segir í 75 ára gamalli bók, heilsufræði Steingríms Matthías- sonar, héraðslæknis á Akureyri, sem út kom árið 1914. Hann fjallar ágætlega um hreyfingarleysi, líkamlega vinnu, gönguferðir, leik- fimi, íþróttir og ofreynslu á 4 síðum í þessari merku bók. Flest af því sem þar er að finna er enn í fullu gildi og var svo sem ekki ný vitn- eskja, því gildi líkamsþjálfunar hef- ur verið þekkt alit frá fomöld. Tvennt hefur einkum einkennt vinnuumhverfi og vinnuálag á þess- ari öld: Það fyrra er sívaxandi skortur á hæfilegu líkamsálagi í vinnu. Hitt er aukin notkun efna og efnaálag. Það eru einmitt efna- álag í tóbaksreyk og hreyfingar- leysi, sem hafa verið helstu bölvald- ar hjartans á þessari öld. Rannsóknir á áhrifum hreyfíngarleysis Eftir miðja öldin^á 6. og 7. ára- tugnum voru gerðar nokkrar mjög vandaðar rannsóknir sem sýna, að náið samband er á milli hreyfingar- leysis og hjartasjúkdóma. Þessar rannsóknir beindust einkum að því að skoða samband hjarta- og æða- sjúkdóma og áreynslu í vinnu, áreynslu í frístundum og líkams- þreks. Morris, sem var einn af braut- ryðjendum þessara rannsókna, og samstarfsmenn hans í Bretlandi, athuguðu tíðni kransæðasjúkdóms hjá strætisvagnabílstjórum, lestar- stjórum og fleimm sem hreyfðu sig lítið og reyndu lítið á sig í starfi. Niðurstöðumar voru birtar í nokkr- um greinum á árunum 1953-1961. Þær sýndu háa tíðni krapsæðasjúk- dóms. Sömu aðilar skoðuðu seinna áhrif hreyfingarleysis í frístundum hjá mönnum í opinberri þjónustu og fengu svipaðar niðurstöður. Annar brautryðjandi, Paffenbarger, og samstarfsmenn hans í Banda- ríkjunum hafa rannsakað tíðni hjartasjúkdóma hjá fyrrverandi framhaldsskólanemum og fleiri hópum. Niðurstöðumar byijuðu að birtast um 1966 og fundu þeir skýrt samband milli hreyfingarleysis og hjartasjúkdóma. Allar þessar rann- sóknir em mjög vandaðar. Þær sýna ekki aðeins hækkandi tíðni kransæðasjúkdóms og annarra sjúkdóma með minnkandi hreyf- ingu og þjálfun, heldur einnig væg- ari hjartasjúkdóma hjá þeim sem hreyfðu sig meira og reyndu á sig. Margar aðrar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna sömu niðurstöður og engin rannsókn sýnir það gagn- stæða. Til er að rannsóknir hafi ekki sýnt samband hreyfingarleysis og kransæðasjúkdóms, en slíkar rannsóknir eiga það sammerkt, að þar hefur ekki verið vandað eins til verka. Hreyfingarleysi leiðir til rýmun- ar vöðva og úrkölkunar beina og hefur ýmis önnur neikvæð áhrif og sést það best þegar fólk leggst í rúmið í langan tíma af einhveijum ástæðum, t.d. vegna slysa. Margir hafa séð hve rýr útlimur kemur úr gipsi eftir tiltölulega skammvinnt hreyfingarleysi. Hjartað styrkist við áreynslu Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á hópum og einstaklingum leiða í ljós að hjartað svarar líkamsþjálfun með því að hjartavöðvinn styrkist, hjart- að dælir betur og púlsinn verður hægari. Þær auknu kröfur sem áreynslan gerir til hjartans, kalla á aukinn súrefnisflutning til hjarta- vöðvans sjálfs. Þetta gerist m.a. með því, að kransæðamar sem næra hjartavöðvann víkka út og hætta á stíflum í þeim minnkar. Þjálfun lækkar einnig blóðþrýsting, en hár blóðþrýstingur veldur óæski- legu álagi á hjarta og heilaæðar. Mikil áreynsla er ekki hættuleg heilbrigðu hjarta en sé hjartað veiklað getur hún orðið lífshættu- leg. Á hinn bóginn er hægt að styrkja veiklað hjarta með jafnri líkamsáreynslu alveg á sama hátt og heilbrigt hjarta. Þetta er mikil- vægur þáttur í _ endurhæfingu hjartasjúklinga. Áreynsla hefur hagstæð áhrif á efnaskipti fitu í líkamanum, þar með talið kólester- óls og þríglyceríða. Líkamsáreynsla hefur að auki margvísleg jákvæð áhrif á fólk. Sá, sem reynir vel á sig, nýtur betur hvíldar, á auðveld- ara með að sofna, verður síður lang- þreyttur og gigtveikur og geðheils- an batnar. Snögg eða mikil áreynsla hefur slæm áhrif á margs konar sjúklinga, svo sem baksjúklinga, astmasjúklinga og kransæðasjúkl- inga, en þrekþjálfun hefur aftur á móti yfirleitt mjög góð áhrif á þá og leiðir til þess að þeir þola betur álag og fá síður sjúkdómseinkenni. Streita í vinnu Því miður er það einkennandi fyrir alla umræðu um þetta efni, að ekki hefur tekist að samræma hugtök og skilgreiningar. Eilifur ruglingur er á því hvort verið er að fjalla um álagsþætti, hvernig fólk bregst við álaginu eða hverjar afleiðingar þess eru. Nýjustu rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á, að streita og streitubundnir kvillar eru mun al- gengari meðal verkafólks en svo- nefndra hvítflibbamanna. Ástæð- umar eru m.a. taldar þær, að störf verkafólks einkennast oft af ein- hæfni og litlum möguleikum á að hafa áhrif á vinnuna eða skipulag hennar og að þessi þjóðfélagshópur býr við einna minnst atvinnuöryggi. Meðal þeirra streituvalda, sem athyglin hefur beinst mest að í seinni tíð eru: 1) að stjórna ekki aðstæðunum eða hafa ekki vald á þeim, 2) innihaldslaust starf eða verkefni, 3) óvissa, 4) of mikið eða of lítið áreiti, 5) þversagnir í starfi eða verkefnum, 6) ágreiningur og árekstrar. Fólk er ekki óháð slíkum streitu- völdum heldur bregst við þeim á ýmsa vegu. Þessi viðbrögð eru bæði lífeðlisfræðileg, rituð á mis- munandi vegu í líkamsstarfsemi manna og andleg eða geðræn 0g leiða þá oft til sérstakrar hegðun- ar, sem aftur hefur áhrif á líkams- starfsemina. Menn hafa hugsað sér í samræmi við þetta að streita geti leitt til hjartasjúkdóma á tvo vegu: Annars vegar beint eftir lífeðlis- fræðilegum brautum, en hins vegar óbeint með sérstakri hegðun vegna streitunnar og eru reykingar dæmi um það. Streita hefur og margvísleg önnur áhrif á heilsuna, sem ekki eru til umræðu hér. Drottinn býður sína hjálp eftir Árna Helgason Ég hefi margoft sótt samkomur, bæði hjá KFUM, Samhjálp, Fíla- delfíu og Hjálpræðishernum og hlotið þar mikla blessun. Þar hefir sönn gleði 0g blessun í Jesú Kristi streymt um salinn af fagnandi fólki sem guð hefir varðveitt í trúnni. Söngurinn 0g bænimar hafa mikil áhrif og samfélagið ekki síst. Þetta kalla margir og sumir sem vita ekki um hvað þéir eru að taia ofsa- trú og öfgar (einlægni?). Þegar ég hefi lent í orðaskiptum við menn sem dæma þessi samtök kemur upp að þeir hafa aldrei á samkomur komið. Þeir taka undir með öðrum og þar leiðir blindur blindan. Þessi samtök eru landi voru óborganleg. í þessum samtök- um hafa menn orðið ný sköpun í Kristi, fengið nýtt líf, kastað hism- inu á burt og þeir em ekki ófáir sem hafa fengið blessun, snúið frá myrkri til Ijóss, eins 0g sr. Friðrik segir í sálminum. Því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reyndur veit. Og það er gleði þegar sú umsköpun hefir átt sér stað að sjá hvemig menn byggja upp líf sitt og verða stoðir þjóðfélagsins í stað þess að eyðileggja líf sitt. Og hvað allir taka þátt í þessum fögnuði. Vonleysið breytist í fögnuð. Þannig er Kristur alltaf að starfa. Ég er kominn til að frelsa þá týndu, segir hann. Og sendiboðar hans út um allar jarðir flytja þennan fagnaðarboðskap. Guði sé lof að við eigum þessa ljósgeisla í daglegu lífi. Við getum nefnt fleiri, Sjónarhæðarsöfnuðinn, Ungt fólk með hlutverk, Aðventista o.fl. o.fl. En Jesús talaði ekki ein- ungis um fögnuðinn: Hann talar líka um synd og dóm og er myrkur í máli og segir ekki einhvers stað- ar, „svo þeir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta eru alvarleg orð og í dag á tímum vandræða, svika, óorðheldni og taumlausrar efnishyggju er ekki vanþörf á að minna á þetta og hugleiða. Þetta vilja þessir ókrýndu þjónar fagnað- arins minna á og forða mönnum frá glötun, vitandi það að sem menn sá uppskera þeir. Þama er líf. Og hvað skyldu margir drykkjumenn hafa leitað í þessi skjól og frelsarinn mætt þeim? Þegar prestvígsla fer fram með mikilli viðhöfn og hátíðleik er tekið af prestefnunum hátíðlegt heit um „að boða guðs orð, hreint og ómeng- að“. Oft hefi ég velt því fyrir mér, hvernig þeir sem heitin taka skil- greina þetta og hvernig svo þetta ómengaða orð verður þegar út í starfið er komið? Það er ekki nóg að hafa fallegar kirkjur og klæði. Það verður meira að koma til. Boð- unin má ekki vera vangaveltur um allt og ekki neitt. Eins og séra Sig- urður sagði: Maður verður líka að segja fólki til syndanna. Og nú er náðartíð. Mér blöskrar hve marga dugandi menn og konur við erum búin að missa í áfengiselfuna. Og þar eiga valdhafar mikla og alvarlega sök. Ef ég kem í opinbera veislu á ég á hættu að fá ekki óáfengan drykk nema að ganga hreinlega eftir hon- um. Og svo tala þessir sömu um böl og það verði að hjálpa? Þetta hefði einhvemtíma verið talin hræsni. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. Helgi Guðbergsson „Þrátt fyrir að langur vinnutími íslendinga og þreyta vegna langrar vinnu hindri marga í að koma sér af stað hefiir áhugi fólks og skilningur á nauðsyn líkamsræktar og hollr- ar hreyfíngar aukist á seinni árum.“ Streita og hjartasjúkdómar Frá 1980 hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir sem byggja á ákveðinni hugmynd eða kenningu um streitu. Þetta líkan hefur verið kennt við Karasek. í því er lögð áhersla á að þrálát streita skapist af miklum kröfum til starfsmanns- ins á sama tíma og hann hefur litla möguleika á að stýra álaginu. Valdi langvarandi streita hjarta- og æða- sjúkdómum ætti það að koma fram hjá starfshópum sem búa við ofan- greindar aðstæður. Að minnsta kosti átta rannsóknir hafa verið gerðar til að prófa þessa kenningu í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Finn- landi. Fjórar þeirra voru ferilrann- sóknir í líkingu við hóprannsóknir Hjartaverndar, þar sem stórum hópum (mest milljón manns) var fylgt eftir. Hinar voru annars konar faraldsfræðilegar rannsóknir. Allar þessar átta rannsóknir voru vand- virknislega gerðar og niðurstöður þeirra hniga í sömu átt og benda til, að hjarta- og æðasjúkdómar séu frá 1,3 til 4 sinnum algengari með- al fólks, sem býr við langvarandi streitu af þessu tagi. Margar vandaðar rannsóknir hafa verið gerðar, þar sem skil- greining á streituvöldum er á ýmsa vegu. Meðal álagsþátta sem menn Árni Helgason „Það er gleði þegar sú umsköpun hefir átt sér stað að sjá hvernig menn byggja upp líf sitt og verða stoðir þjóð- félagsins í stað þess að eyðileggja líf sitt.“ hafa talið sig vera að skoða eru óreglulegur vinnutími, hröð vinnu- brögð og tímapressa, vonbrigði, samkeppni, óvissa, ábyrgð og f leira. Margvíslegir starfshópar, t.d. stýri- menn, rútu- og flutningabílstjórar og bankastarfsmenn, hafa verið skoðaðir með tilliti til þessa og eru niðurstöðurnar á sama veg, þ.e.a.s. streitan er óholl fyrir hjarta og æðar. Það getur villt mönnum sýn þeg- ar gerðar eru rannsóknir á starfs- hópum, að vinnandi menn eru hraustari en þeir sem ekki eru við störf. Þetta er oft meira áberandi eftir því sem störfin eru erfiðari, enda geta þeir sem eru eitthvað veiklaðir oft ekki unnið erfiðisvinnu eða hverfa frá henni þegar veikindi beija að dyrum eða þrekið bilar. Sé ekki tekið tillit til þessa í faralds- fræðilegum rannsóknum sýna nið- urstöðurnar oft gott heilsufar, t.d. lítið af hjartasjúkdómum miðað við aðra. Svonefndar þverskurðarrann- sóknir henta því illa til að kanna þessa hluti. í framangreindum rannsóknum hefur verið reikrtað með þessum þætti. í mörgum þeirra hefur aftur á móti ekki verið reynt að leiðrétta niðurstöðumar með til- liti til áhættuhegðunar eins og tób- aksnotkunar og líta reyndar margir svo á að slík hegðun sé viðbrögð og þar með afleiðing streituvalda og álags. í mörgum tilvikum leiðir þessi hegðun til enn meiri streitu og ástands sem viðkomandi ein- staklingur stjórnar ekki. Dýratilraunir hafa einnig rennt stoðum undir kenninguna um sam- band streitu og hjarta- og æðasjúk- dóma. Vaktavinna Vaktavinna og vaktavinnufólk hefur verið skoðað á ýmsa vegu. Meðal annars hefur verið borið sam- an hvort munur sé á að vinna vakt- ir sem færast með klukkunni eða öfugt við klukkuna eða óreglulega. Maðurinn hefur lífeðlisfræðilega klukku og er hinn líffræðilegi dagur eilítið lengri en dagur tímatalsins. Vitað er um að minnsta kosti hundr- að lífeðlisfræðileg ferli, sem tengj- ast dagsveiflu dýra. Augljóst er að óreglulegur vinnutími gengur þvert á reglulega dagsveiflu mannsins. Bráð áhrif truflaðrar dagsveiflu koma einna skýrast í ljós hjá fólki sem flýgur yfir mörg tímabelti. Meðal atriða sem litið hefur verið á hjá vaktavinnufólki eru blóðþrýst- ingur og blóðfita. Sannfærandi frá- vik hafa ekki fundist. Oft hafa menn fundið að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er aukin meðal þeirra sem hætta að vinna vaktavinnu og er það vitanlega aðallega merki um að slík vinna henti illa fólki sem hefur veikt eða veiklað hjarta. Sum- ir hafa fundið meiri tíðni hjartasjúk- dóma hjá eftirlaunamönnum, sem höfðu unnið vaktavinnu en hjá öðr- um. Því miður eru flestar þær rann- sóknir, sem miða að því að skoða tengsl vaktavinnu og hjartasjúk- dóma ekki nægilega vandaðar til að unnt sé að draga mikla lærdóma af þeim. Fólk velst að verulegu leyti í vaktavinnu og hefur það vitanlega í för með sér aðferðarfræðileg vandamál, sem erfitt getur verið að greiða úr við rannsóknir á þessu viðfangsefni og túlkun á niðurstöð- um. Alfredsson og samstarfsmenn hans í Svíþjóð sýndu vandvirkni þegar þeir skoðuðu áhrif vakta- vinnu í rannsóknum sem birtar voru á árunum 1982 til 1985. Meðal annars sem kannað var i rannsókn- um þeirra var samband vaktavinnu og kransæðasjúkdómsUÍ einni rann- sókninni fylgdu þeir um milljón manns með tilliti til vistunar á sjúkrahúsi. Með samanburði við fólk sem ekki vann vaktavinnu, jafn gamlar konur og karla sem bjuggu á sama svæði, fékkst 20% hærri tíðni kransæðasjúkdóms hjá körlum en 50% hjá konum. Nokkrar vel unnar rannsóknir hnfga í sömu átt en margar rannsóknir staðfesta ekki samband milli vaktavinnu og hjartasjúkdóma. Heldur hefur verið tilhneiging til að gera ekki mikið úr vaktavinnu sem áhættuþætti hjartasjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.