Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 15 Opið bréf til samg’öngnráðherra AÐEINS FYRIR ■ ■ eftir Jóhannes R. Snorrason . < Eins og yður mun kunnugt varð nokkur umræða um grein, sem ég undirritaður skrifaði í Morgunblaðið þann 17. nóvember 1988, þar sem m.a. var fjallað um það mjög svo vafasama ástand, sem látið er við- gangast í áætlunar- og leiguflugi hér innanlands, að á tveggja hreyfla flugvélum sem geta flutt allt að 9 farþega, skuli vera aðeins einn flug- maður í stjórnklefa. Þessum flugvél- um er flogið blind- og næturflug á langleiðum í atvinnuskyni, þær fæst- ar með jafnþrýstibúnað og því að jafnaði fiogið í skýjum, ísingu og kviku þegar þannig viðrar, sem er ansi algengt á okkar slóðum. Á frumbýlingsárum flugsins á ís- landi neyddumst við til þess að hafa einn flugmann í stjórnklefa flugvéla sem fluttu allt að 8 farþega, en munurinn er sá, að það var aðeins gert í sjónflugi. Það fer að nálgast að hálf öld sé liðin frá því að okkur varð ljóst, að blindflug á tveggja hreyfla flugvelum væri ekki boðlegt nema að tveir þjálfaðir flugmenn væru við stjórn. Nú hafa hagsmuna- aðilar aftur á móti reynt að sann- færa landsmenn um, að óþarfi sé að hafa tvo f lugmenn í stjórnklefa, einn dugi þegar aðeins er um 9 farþega að ræða og þeir hafa einnig reynt að sannfæra landsmenn um að 19 farþegar þurfi enga umönnun í far- þegarýminu, hvað svo sem bjáti á. Svona eru nú „framfarirnar" í innan- landsfluginu hvað þetta varðar og flugmálayfirvöld virðast hafa sætt sig við þessa þróun. í umræddri grein leiddi ég rök að því hve háskalegt það hlýtur að vera, hér í okkar rysj- ótta veðurfari, að einn maður skuli vera að betjast við válynd veður, oft á tíðum í svarta myrkri á flóknum og vandmeðförnum tækjum sem þrátt fyrir allt eru gerð fyrir tvo f lug- menn í stjórnklefa. Að láta það svo viðgangast á því herrans ári 1990, að farþegi sitji undir stýri við hlið flugstórans, það nær vitanlega engri átt og ætti að stöðva strax. Ég ræddi þetta mál við yður, hr. samgönguráðherra, sl. sumar og virt- ist mér að þér hefðuð áhuga á að breyta reglugerðinni um flugáhafnir þannig, að tveir þjálfaðir flugmenn skyldu vera við stjóm allra tveggja hreyfla flugvéla, sem flogið væri í atvinnuskyni. Að sú breyting næði ekki fram að ganga fyrr en eftir tvö ár, hvarflaði ekki að mér á þeirri stundu, gerði ráð fyrir að viðkom- andi aðilum yrði veittur um tveggja mánaða frestur til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. Nú get ég ekki betur séð en að þér haf- ið látið undan þrýstingi hagsmunaað- ila og gefið þeim svokallaðan aðlög- unartíma, sem er tvö ár. Þessi langi aðlögunartími er með öllu óþarfur og raunar hættulegur í öryggismáli, sem alltof lengi hefir rekið á reiðan- um. ' áeá tiÉóeúo fieÉa/ HIGH-DESERT BLÓMAFRJÓKORN HIGH-DESERT BEE Jóhannes R. Snorrason Ég leyfi mér að benda á með- fylgjandi útdrátt úr ummælum Al- berts Jónssonar framkvæmdastjóra varnarmálanefndar, en hann segir aðspurður um hagsmuni varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli í svokölluðu varaflugvallarmáli, Morgunblaðið 10. desember 1989: „Að auki hefir varnarliðið áhuga á varaflugvelli vegna þess að f lugskilyrði hér á landi eru oft á tíðum hættuleg, einkum þó fyrir orrustuþotur vamarliðsins sem allar nema tvær hafa aðeins einn flugmann. Það að hafa einung- is einn flugmann eykur í sjálfu sér líkurnar á mistökum við slæm skil- yrði hvað þá ef við bætist bilun eða neyðartilfelli af öðrum ástæðum." Svo mörg voru þau orð. Ég er sammála framkvæmdastjór- anum og hlýt einnig að líta svo á að ansi margir séu mér sammála um að þetta eigi ekki aðeins við um f lug- vélar varnarliðsins, heldur einnig og ekki síður um allar þær f lugvélar sem hér eru gerðar að umræðuefni. Allir flugmenn hljóta að skilja þessar rök- semdir, og mér finnst eðlilegt að ætlast til þess að yfirmenn flugmál- anna í landinu, þá ekki síst loftferða- reftirlits ríkisins, átti sig á hvað hér er í húfi, og geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að breyting reglugerðarinnar um flugáhafnir nái fram að ganga, ekki eftir tvö ár, heldur eigi síðar en 1. apríl 1990. Hér er fyrst og fremst átt við allt blind- og næturflug á tveggja hreyf la f lugvélum sem f logið er með farþega í atvinnuskyni. Það ætti ekki að þurfa miklar vangaveltur um það hveiju einn f lug- maður stendur frammi fyrir, sem hefur flug á fullhlaðinni tveggja hreyfla flugvél í svarta myrkri og úrkomu, inn á milli hæða og fjalla, missi hann skyndilega annan hreyfil- inn. Til þess að fljúga flugvél af öryggi við umrædd skilyrði, þarf flugmaðurinn að einbeita sér að því eingöngu. Að þurfa í sömu andránni að beijast við bilaðan hreyfil og gera allt sem gera þarf í því sambandi, er ekki eins manns verk, því fer víðsfjarri. En þetta er aðeins einn þáttur af svo ótal mörgu sem hent getur á f lugi og því ættu hagsmuna- aðilar alls ekki að komast upp með að bregða fæti fyrir svo brýnt örygg- ismál. Þeim flugfélögum, sem stunda hér atvinnuflug á umræddri stærð flugvéla, er engin vorkunn að bæta úr þessu strax. Þjálfun aðstoðarflug- manna ætti ekki að taka langan tíma og nóg er framboð af efnilegum ungum atvinnuf lugmönnum. Allt tal um kostnað, sem sé þessu fylgjandi, er óviðeigandi. Við megum ekki sætta okkur við stöðnun í flugsam- göngum þjóðarinnar, svo ekki sé nú talað um afturför. Ég fæ ekki betur séð en að það, sem hér hefir verið gagnrýnt, sé skýlaus afturför og ættu forráðamenn f lugmála að huga vel að því sem er að gerast í þessum málum. Við stöndum mjög framarlega í millilandafluginu og innanlandsflug Fiugleiða er rekið af öryggi og festu. Að gera farþegaflug hér innanlands að bitbeini milli margra aðila er óheillavænleg þróun og hættuleg að mínu mati. Ég- skora því hér með á yður, hr. samgönguráðherra, að endurskoða hinn svokallaða aðlögunartíma sem þér hafið gefið hagsmunaaðilum í þessu öryggismáli, og í stað þess að breyting reglugerðarinnar taki gildi í byijun ársins 1992, taki hún gildi eigi síðar en 1. apríl 1990. Höfundur er fyrrverandi yfirflugsljóri Flugfélags íslands og síðar Flugleiða og fyrrverandi formaður Flugsfysanefndar. SOLUMENN Viltu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum afmeira öryggi? Dale Carnegie solunámskeiðið er einu sinni í viku í 12 vikur, á föstudagsmorgnum frá kl. 9.00- 12.30 og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum. Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • Gera söluna auðveldari. • Njóta starfsins betur. • Byggja upp eldmóð. • Ná sölutakmarki þínu. • Svara mótbárum af öryggi. • Öðlast meira öryggi. • Skipuleggja sjálfan þig og söluna. • Vekja áhuga viðskiptavinarins. FJÁRFESTING í MEHNTDN SKILAR ÞÉR ARBIJEVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR [SfMA 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÚLIIMIM Konrað Adolphsson Einkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðm" ÚTSALA - ÚTSALA Mjög mikill afsláttur af f ataefnum og f leiru Álnabúðin, Frístund, Þverholti 5, Mosfellsbæ. Miðvangi, Hafnarfirði. Heimilistækin frá Míele eru sannkallaðir dýrgripir sem endast milli kynslóða S JÚHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. « Sundaborg 13 -104 ReyEjavlk - Stoi 688588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.