Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 19 Yfírmaður prófdeildar Sameinuðu þjóðanna: Viljum fjölga íslend- ingum í starfeliði SÞ yVIÐ höfiim áhuga á að fjölga Islendingum í starfsliði Samein- uðu þjóðanna (SÞ). Á vegum stoftiunarinnar starfa fimm Is- lendingar en miðað við þær hlutfallareglur sem reynt er að hafa í heiðri við ráðningu starfe- liðs og starfemannahald ættu þeir að vera 9-10,“ sagði Pierre Pelanne, yfírmaður prófdeildar starfsmannahalds SÞ í samtali við Morgunblaðið. Hann var hér á landi í síðustu viku og ræddi við fulltrúa ýmissa stofnana og félaga vegna hæfnisprófs, sem fyrirhugað er að halda hér á landi í maí fyrir umsækjendur um störf þjá SÞ, en stoftiunin heftir nýlega auglýst eftir fólki hér á landi. Hæfnisprófin eru skrifleg og fara fraffi hér á landi 10.-11. maí næstkomandi. Umsóknir um þátt- töku í þeim þurfa að hafa borist utanríkisráðuneytinu 1. mars nk. Fyrri daginn verður prófað á sér- sviði viðkomandi, þ.e. stjórnun, hagfræði, tölvufræði eða fjölmiðl- un/almannatengslum. Seinni dag- inn þreyta allir umsækjendur sama próf þar sem reynir á almenna þekkingu. Þar verður m.a. könnuð rökræn greiningarhæfni viðkom- andi, færni í ensku eða frönsku og þekking á alþjóðamálum. Áður en að prófi kemur munu umsækj- endur fá sýnishorn af prófi sem þessu, en inntökupróf af þessu tagi hafa verið haldin í 35-40 rikjum að undanförnu. MorgUíiblaðið/ÁHii Sæberg Pierre Pelanne, yfírmaður próf- deildar starfemannahalds Sam- einuðu þjóðanna. Að skriflegu prófi loknu verða úrlausnir metnar af sérstakri próf- nefnd SÞ. Þeim sem skila full- nægjandi árangri verður boðið að þreyta munnlegt próf, sem að öll- um líkindum verða í september, og í framhaldi af þeim verður ráð- ið í störfin. Pelanne ræddi hér við fulltrúa háskólans, fulltrúa félags hag- fræðinga og viðskiptafræðinga, Blaðamannafélags íslands, Verk- Ólöf Baldursdóttir gaf Landgræðsluátakinu merki. Gaf Landgræðslu- átakinu merki Ólöf Baldursdóttir hönnuður gaf „Landgræðsluskógum — átak 1990“ merkið, sem notað er til að einkenna það. Þetta merki teiknaði Ólöf Baldursdóttir upphaflega fyrir „Ár trésins 1980“, en setti það í nýjan búning fyrir átakið núna. Merkið verður væntanlega notað til að einkenna landgræðsluskóga framtíðar. Qlöf rekur eigin hönnunar- og auglýsingastofu í Stokkhólmi, „99 Design & Reklam AB“. Hún lærði við Myndlista- og handí- ðaskólann og Konstindustriskol- an í Gautaborg. Ólöf starfaði síðan hjá teiknistofu Sjónvarps- ins, Auglýsingastofu Kristínar, Auglýsingastofunni Art, Auglýs- ingastofunni Argus og Auglýs- ingastofu ólafs Stephensen. Meðal merkja sem Ólöf hefur teiknað má nefna vörumerki Kópalmálningar og félagsmerki Póstmannafélags Islands. fræðingafélags íslands, Félags háskólamenntaðra tölvunarfræð- inga og Stjórnunarfélags íslands og hjá þessum samtökum er að finna upplýsingar um störf þau, sem fyrirhugað er að ráða i hjá SÞ. Þau era ýmist í aðalstöðvum stofnunarinnar eða ýmsum stofn- unuffi hennar eða skrifstofum um heim allan. „Við vonumst til að finna hér unga viðskipta- og hagfræðinga, stjórnsýslufræðinga, tölvufræð- inga og fólk sem er menntað á sviði fjölmiðlunar og almanna- tengsla. Við höfum einkum áhuga á að ráða menn sem áhuga hafa á fraffitíðarstarfi hjá stofnuninni. Umsækjendur verða að vera fædd- ir eftir 1. janúar 1968 enda um fulltrúastörf að ræða. Viðkomandi eiga þess síðan kost að vinna sig upp í starfi. Mér skilst að launin séu þokkaleg miðað við það sem býðst hér á landi eða um 30.000 dollarar á ári, eh þau eru örlítið mismunandi eftir því hvar í heim- inum viðkomandi starfar. Við höfum sérstakan áhuga á að ráða konur til starfa, enda hef- ur allsheijarþingið samþykkt að stefnt skuli að því að 30% starfs- liðs SÞ um næstu áramót skuli vera konur. Nú er hlutfall kvenna 27%. Það skal þó tekið fram að bæði kynin munu sitja algjörlega við sama borð í prófunum og kon- ur munu ekki njóta neins forgangs við stöðuveitingarnar. Frammi- staðan á prófunum sker úr um hveijum verða boðin störf,“ sagði Pelanne. Morgunblaðið/Þorkell Frá fræðslufimdi Vinnueftirlitsins, Dagsbrúnar og Trésmiðafélags Reykjavíkur um öryggi og aðbúnað á vinnustað byggingamanna í Grafarvogi. Vinnueftirlit ríkisins: FVæðslufundir haldnir á vinnustöðum um öryggi VINNUEFTIRLIT ríkisins stendur um þessar mundir fyrir fræðslu- ftindum um öryggi og aðbúnað á vinnustað í byggingariðnaðinum. Byijað er á höfuðborgarsvæðinu og er. ætlunin að heimsækja hvern byggingarstað, að sögn Gylfa Más Guðjónssonar hjá Vinnueftirlitinu. Stefnt er að því að halda slíka ftindi á öllu landinu og ljúka yfírferð- inni fyrir vorið. Gylfi Segir að fræðslufundirnir séu nú haldnir að vegum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Trésmiðafélags Reykjavíkur, auk Vinnueftirlitsins, en Trésmiðafélag- ið og Samband byggingamanna áttu frumkvæði að herferðinni. Farið er á hvern vinnustað ef aðstaða er þar, að öðrum kosti svo nærri vinnustaðnum sem kostur er á. Þar sem uffl er að ræða marga eins vinnustaði, til dæmis í verka- mannabústöðum, er hægt að safna mönnum saman frá fleiri en einum stað. Einum til tveimur dögum fyrir fræðslufundinn er farið á vinnu- staðinn, teknar þar myndir og að- staða könnuð. Þær myndir eru síðan notaðar á fræðslufundinum til að benda mönnum á hvað betur mætti fara á þeirra eigin vinnustað. Fræðslan er um öryggi og að- búnað starfsmanna, um líkams- beitingu og notkun öryggisbúnaðar eirts og hlífa af ýmsu tagi, farið er yfir ábyrgð bæði starfsmanna og stjórnenda. Farið er yfir hvað er til fyrirmyndar á vinnustaðnum og hveiju þarf að bæta úr. Fundirnir eru ætlaðir öllum starfsmönnum fyrirtækjanna, einnig stjórnendum. Gylfi segir að svipað fundakerfi hafi verið í gangi á bílaverkstæðum og að einnig hafi verið lialdnir fræðslufundir um öryggi í fisk- vinnslunni. Hann segir að í kjölfar margra vinnuslysa í byggingariðn- aði árið 1987 hafi verið tekið á öryggismálunum þá og hafi það skilað góðum árangri, nú sé haldið áfrám og áherslan ekki síður á að- búnað á vinnustöðum. Síðastliðið sumar var að sögn Gylfa lokað með innsigli á um 20 vinnustöðum vegna aðbúnað&r starfsmanna. Hann seg- ir að yfirleitt hafi það orðið til þess að skjótar úrbætur voru gerðar. Engin kona kjörinn full- trúi í 81 sveitarfélagi Lægsta hlutfall á Norðurlöndum JAFNRÉTTISRÁÐ hefur sent öll- um stjórnmálasamtökum áskorun um aukin áhrif og völd kvenna i þjóðfélaginu. Jafhréttisráð bendir á að ein leið til þess er að fjölga konum sem kjörnum fulltrúum i sveitarstjórnum. í áskorun Jafnréttisráðs segir að einungis um 19% sveitarstjómar- manna séu konur sem er lægsta hlut- fall á Norðurlöndum. Hlutur kvenna er einna hæstur í stærri sveitarfélög- um, en þar eru þær 29% fulltrúa, en lægstur í hreppum landsins, 15,3% í 81 sveitarfélagi er engin kona kjörinn fulltrúi og í aðeins þremur sveitarfélögum eru konur í meiri- hluta. 1 áskorun Jafnréttisráðs segir að þessa staðreynd sé ekki hægt að skýra með þeim rökum að kjósendur hafni konum. Leiða megi sterk rök að því að kjósendum hefur ekki ver- ið veittur möguleiki til að kjósa kon- ur. í áskoruninni segir jafnframt: „Það eru sveitarstjórnarkosningar á vori komanda og stjórnmálaflokkar í óða önn að undirbúa þau málefni og áherslur sem þeir vilja berjast fyrir. Jafnframt fer nú fram val þeirra frambjóðenda sem þeir treysta best til að vinna þeim málum fylgi. Forystumenn stjórnmálaflokka verða að gera sér grein fyrir því að það krefst vinnu, skipulagningar, markvissra aðgerða og jafnvel fórna að auka hlut kvenna í öruggum sætum á framboðslistum stjórn- málaflokka...“ „Jafnréttisráð skorar á alla þá sem taka þátt, í undirbúningi fram- boðslista vegna komandi sveitar- stjórnakosninga að veita konum veg- legt brautargengi og stuðla þannig að réttlátri skiptingu valda og áhrifa og betri nýtingu á færni og hæfileik- um bæði kvenna og kar!a.“ Ráðstefha Orðabókar Háskólans og IBM; IBM hefur lagt fram á annað hundrað milljóna til þýðinga Á UNDANFÖRNUM fímm árum hefúr IBM á íslandi lagt fram á annað hundrað milljóna króna, að meðtöldu vinnuframlagi starfe- manna, til þýðinga og handbóka- gerðar fyrir tölvur. Verkið er unnið í samstarfi við Orðabók Háskólans og í dag standa Orða- bókin og IBM að ráðstefhu um „Þýðingar á tölvuöld", sem haldin er í AKOGES- salnum við Sigtún 3. „Við leituðum til Orðabókar Há- skólans um að þeir tækju að sér ákveðið verkefni fyrir okkur," sagði Gunnar Hansson forstjóri IBM. „Samstarfið hófst fyrir fimm árum, eða árið 1985, og er algerlega fjár- magnað af IBM. Að auki vinnum við þetta með þeim, það er að segja ýmis tæknivinna fellur á kerfis- fræðinga okkar en starfsmenn Orða- bókarinnar sjá um þýðingar og hand- bókagerð." Kostnaður IBM vegna verksins á síðasta ári var um 60 milljónir króna og heildarkostnaður frá upphafi er á annað hundrað milljóna króna að meðtöldu vinnuframlagi starfs- manna IBM. „Það má segja að þessu verkefni ljúki aldrei því þróunin er svo ör á tölvusviðinu og sífellt koma fram nýjungar. Þó stóra átakinu sé lokið munum við halda þessum þýð- ingum áfram og taka inn nýjungar jafnóðum og þær koma. Það þarf alltaf að þýða leiðbeiningar og hug- búnað og búa til nýyrði,“ sagði Gunnar. „Þetta er unnið að okkar frumkvæði og við sjáum fram á að halda áfram þýðingum um ókomna tíð en hvort það verður í jafn miklum mæli og nú tel ég ósennilegt." Á ráðstefnunni, senj stendur frá kl. 10 til 16.30, verða fluttir n(u fyrirlestrar og er hún opin öllu áhugafólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.