Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 21 Reuter Valdamikill risaflokkur Samkomulag náðist á mánudag um að tveir suður-kóreskir stjómarand- stöðuflokkar, Sameiningarf lokkurinn (RDP) og Nýi lýðveldisf lokkurinn (NRDP) sameinist stjórnarflokknum, Lýðræðislega réttlætisflokknum (DJP), en við það verður til einn risastór flokkur í landinu, Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn (DLP). Myndin er af Roh Tae-woo, forseta, og leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna tveggja, Kim Young-sam (t.v.) og Kim Jong-pil, er tilkynnt var um samruna flokkanna. Með samrunanum, sem á sér formlega stað í næsta mánuði, verður Kim Dae-jung, leiðtogi Lýðræðislega friðarflokksins, einangraður og nán- ast áhrifalaus í suður-kóreskri pólitík. Gagnrýndi hann samrunann í gær og krafðist þingrofs og kosninga. Stjónrarandstæðingar á Haítí reknir úr landi Júgóslavía: Alvarlegur klofiiingur í röðum kommúnista Flokksþingi frestað um óákveðinn tíma Port-au-Prince. Reuter. Herforingjastjórnin á Haítí lét handtaka tugi stjórnarandstæð- inga um helgina og sendi nokkra þeirra í útlegð eftir að hafa lýst yfír umsátursástandi í landinu á laugardag. Og þrátt fyrir al- þjóðlega fordæmingu hélt stjórn- in uppteknum hætti og lét hand- taka tvo stjórnarandstöðuleið- toga í gær, þriðjudag, og fyrir- skipaði hersveitum að hafa upp á fleirum. Bandarískir embættismenn og stjómarandstæðingar á Haítí segja að tíu leiðtogar hinna ýmsu flokka og meira en þrjátíu stuðningsmenn þeirra hafi verið handteknir á laug- ardag. Margir þeirra eru sagðir hafa sætt barsmíðum. Þijátíu til viðbótar voru teknir höndum á laug- ardagskvöld, en þeim var sleppt daginn eftir. Að minnsta kosti einn atkvæðamikill stjórnarandstæðing- ur, Max Boujeaully, leiðtogi komm- únista, var hándtekinn á sunnudag. Hann var fluttur til Guadaloupe, eyjar nyrst i Kulborðseyjum. Aðrir stjórnarandstæðingar, þar á meðal Gerald Brun, leiðtogi samsteypu vinstrimanna, Conacom, voru send- ir í útlegð til Miami í Bandaríkjun- um. Embættismenn á Haítí sögðu að sett hefðu verið 30 daga neyðarlög í landinu vegna þess að höfuðsmað- ur í her landsins, eiginkona hans og vinnukona, hefðu verið myrt í vélbyssuárás á föstudagskvöld. Stuðningsmaður Huberts de Ronc- erays, leiðtoga hægrimanna, sem skipað var að fara til Miami, sagði að hermenn hefðu skotið höfuðs- manninn af misgáningi. Þeir hefðu farið húsavilt er þeir hefðu ætlað að myrða Ronceray. - Bandaríska stjómin fordæmdi Prosper Avril, forseta landsins, harðlega fyrir þessar aðgerðir. Avr- il hefur aðallega notið stuðnings Bandaríkjamanna frá því hann tók við völdunum eftir valdarán fyrir sextán mánuðum. Frönsk stjórnvöld gagnrýndu einnig þessar aðgerðir og ákváðu að fella niður viðræður við háttsetta embættismenn frá Haítí í París þar sem ræða átti um aukna aðstoð Frakka við Haítí. Herforingjastjórnin á Haítí hafði Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 UU RUTLAND UU ÞÉTTIEFNI Aþök-veggi-gúlf ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 lofað kosningum í október. I yfirlýs- ingu hennar segir að gripið hafi verið til aðgerðanna vegna þess að hryðjuverkamenn hafi reynt að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur í landinu. Stjórnarandstæðingar segja hins vegar að herforingja- stjórnin vilji losa sig við andstæð- inga sína fyrir kosningarnar. Belgrad. Reuter. ÞINGI kommúnistaflokks Júgó- slavíu var frestað um óákveðinn tíma í gærmorgun eftir að fúll- trúar Slóvena höfðu gengið af fúndinum. Telja fréttaskýrendur hugsanlegt að flokkur kommún- ista í Júgóslavíu heyri senn sög- unni til. Á mánudag var samþykkt á þing- inu að fella út úr stjórnarskrá lands- ins ákvæði er kvað á um forystu- hlutverk kommúnistaflokksins í samfélagi Júgóslava. Sambærileg ákvæði hafa verið felld út úr stjórn- arskrám flestra ríkja Austur-Evr- ópu. Fulltrúar Slóvena töldu hins vegar að starfsemi flokksins yrði eftir sem áður ólýðræðisleg og lögðu til að stofnaðir yrðu sjálfstæð- ir fiokkar í sex lýðveldum landsins og tveimur sjálfsstjórnarsvæðum. Þessari tillögu var hafnað og gengu slóvensku fulltrúarnir þá af þinginu. Ciril Ribicic, flokksleiðtogi í Slóv- eníu, sagði þingfulltrúa hafa hafnað öllum tillögum slóvensku sendi- nefndarinnar og kvað þær m.a. hafa varðað aukin samskipti við ríki Vestur-Evrópu og aukin mann- réttindi. Hefðu Slóvenarnir því ákveðið að yfirgefa þingsalinn. Sendinefnd Króata hótaði líka að ganga af þingi. Þegar þessi niður- staða lá fyrir ákvað Milan Pancev- ski, leiðtogi júgóslavneska komm- únistaflokksins, að fresta frekara þinghaldi um óákveðinn tíma. Júgóslavneska dagblaðið Borba sagði í forsíðufrétt í gær að Komm- únistaflokkur Júgóslavíu væri ekki lengur til. Slobodan Vucetic, einn fulltrúa Serbíu, kvað Slóvena lengi hafa haft í hyggju að segja sig úr lögum við alríkisstjórnina í Belgrad og sagði þá ákvörðun þeirra að ganga af þinginu hafa verið vand- lega undirbúna. í september á síðasta ári samþykkti þing Slóveníu breytingu á stjórnarskrá lýðveldis- ins til að tryggja rétt þess til að stofna sjálfstætt ríki en efnahagur manna í Júgóslavíu er hvergi betri en í Slóveníu. Þá hafa leiðtogar kommúnista í Slóveníu boðað til fijálsra kosninga í vor og heimilað starfsemi stjórnarandstöðuflokka. Raif Dizdarevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, kvaðst hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og kvað deiluna ekki aðeins varða framtíð kommúnistaflokksins heldur framtíð Júgóslavíu. Sagðist hann hafa verið gráti næst er slóvensku fulltrúarnir gengu af þinginu. Ante Markovic forsætisráðherra sagðist hins vegar telja að Júgóslavía myndi tæpast leysast upp í frumeindir sínar þótt klofningur kæmi upp í flokki kommúnista. Sérfræðingur í málefnum Júgóslavíu sagði í viðtali við Reutersfréttastofuna að gera mætti ráð fyrir því að völd alríkis- stjórnarinnar í Belgrad myndu fara vaxandi vegna upplausnarinnar innan kommúnistaflokksins og kvað Markovic hafa styrkt stöðu sína er hann ræddi um gífurlegan efnahagsvanda Júgóslavíu á flokks- þinginu. Athygli vakti að þingfull- trúar fjölluðu almennt ekki um efnahagsvandann í ræðum sínum en verðbólga í Júgóslavíu er nú um 2.000 prósent og erlendar skuldir nema 17 milljörðum Bandaríkja- dala. - Mongólía: Tilslakanir kommúnista Austur-Berlín. Reuter. Kommúnistaflokkurinn í Mong- ölíu, sem á í vök að veijast fyrir almennri kröfu um aukið lýðræði, hefiir nú í fyrsta sinn boðað til sveitarstjórnarkosninga í landinu. I fréttum a-þýsku fréttastofunnar ADN sagði, að í Unen, málgagni kommúnistaf lokksins, hefði verið til- kynnt um sveitarstjórnarkosningar á þriðja fjórðungi þessa árs. Mongólska lýðræðisbandalagið, sem vill binda enda á kommúnískt stjórnarfar í landinu, spáði því á mánudag, að lýðræðið skyti rótum í Mongólíu á þessu ári. Hernaðaríhlutun Rauða hersins í Kakasuslöndunum: Nýtt Afganistan- stríð í uppsiglingu? Brussel. Reuter. , SÉRFRÆÐINGAR í hermálum eru þegar farnir að bera nær- veru sovéska hersins í Kákasu- slöndunum saman við stríðið í Afganistan sem stóð í áratug. Aðstæður eru að sumu leyti svip- aðar. „Landið er erfitt yfirferðar, loftslag sveiflukennt og samgöng- ur litlar,“ sagði Andrew Duncan, starfsmaður Alþjóðahermálastofn- unarinnar í London. „Bardagamir við Azera gætu breyst í skæmhem- að. Hann yrði þó frábmgðinn stríðinu í Afganistan að því leyti að herinn væri að kljást við landa sína en ekki útlendinga." Duncan- telur ekki útilokað að vopnabirgð- um frá því í Persaflóastríðinu verði smyglað til Azera frá íran. Henry Dodds, sérfræðingur Jane’s Defence Weekly í málefnum sovéska hersins, segir að stjórnvöld í Moskvu hafi þegar tekið mið af umræddum hliðstæðum og sent úrvalssveitir til Azerbajdzhans sem barist hafi í Afganistan. Ástandinu í Kákasuslöndunum hefur verið líkt við Norður-írland. Dodds bendir á að sovéski herinn hafi enga reynslu í því að gegna nokkurs konar lög- gæsluhlutverki eins og breskir her- menn á Norður-írlandi. Einnig segja sérfræðingar að það gæti valdið sovéska hemum erfiðleikum að vart sé nokkrum að treysta í langvinnum átökum; Armenar, Azerar, kristnir og múslimar, hafi allir ástæður til að hatast við her- inn. Sérfræðingur hjá Atlantshafs- bandalaginu segir að tvær ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun Kremlveija að senda liðsmenn hers og öryggislögreglunnar KGB til Azerbajdzhans til liðs við þá her- menn sem þar voru fyrir. í fyrsta lagi vildu þeir fjölga hermönnum á staðnum og í öðru lagi töldu þeir ekki treystandi á herlið þar sem heimamenn væru í meirihluta. Dodds telur líklegt að liðsmenn hersins verði kallaðir heim ef átök dragast á langinn og þau alfarið falin öryggislögreglunni. Nærvera hennar séásættanlegri fyrir heima- menn. 400 sovéskir gyðingar komu til ísreals í gær með flugvél firá — Búdapest. Þar á meðal voru tólf gyðingar frá Azerbajdzhan. 400 sovéskir gyðingar koma til ísraels: Segja frá andstreymi í Az- erbajdzhan og Ukraínu Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráöherra ísraels, tilkynnti í gær aö gert yrðj átak í því að flytja gyðinga frá Sovétlýðveldinu Azerbajdz- han til tsraels. 400 sovéskir gyðingar komu með flugi frá Búda- pest til Tel Aviv í gær og þar á meðal voru tólf gyðingar frá Bakú, höfúðborg Azerbajdzhans. Þeir segja að andúð á gyðingum fari vaxandi. Að sögn Shamirs hafa ísrealskir embættismenn sent mikið af um- sóknareyðublöðum um innflytj- endaleyfi til gyðinga í Azerbajdz- han til að auðvelda þeim brott- flutninginn. Shamir hefur nýverið sagt að ísraelar þurfi á hernumdu svæðunum, Gaza og Vesturbakka Jórdanar, að halda fyrir gyðinga frá Sovétríkjunum. Því hefur verið spáð að 250.000 gyðingar f lytji frá Sovétríkjunum til ísraels næstu þijú árin. Alls séu 750.000 sovésk- ir gyðingar farnir að hugsa sér til hreyfings. Einn gyðinganna sem kom til ísraels í gær, Nathan Sherínov, spáði því að gyðingar í Azerbajdzhan, 100.000 alls, yrðu farnir þaðan eftir þrjú ár. Hann yfirgaf Bakú fyrir tveimur vikum og segir að þá hafi verið orðið vart aukinnar andúðar Azera í garð gyðinga. Sagðist hann hafa séð slagorð á veggjum húsa á borð við: „Arinenarnir hafa eitt ár, Rússarnir þijú ár og gyðingamir fimm ár.“ Sherínov sagði að Azer- ar hefðu þrýst á gyðinga að ganga til liðs við þá í baráttunni við Arm- ena og Rússa. „Við veittum ykkur húsaskjól og atvinnu, Nú skuluð þið launa fyri ykkur,“ sögðu þeir. Gyðingar frá Úkraínu sem komu með flugvélinni til ísraels sögðust einnig óttast að þjóðémissinnar þar snerust gegn þeim. „Nú þegar er farið að útmála gyðingana sem fjandmenn — í dagblöðum, tímarit- um og sjónvarpi," sagði Bella Kog- an, 52 ára gömul, verkfræðingur að mennt. „Margir af leiðtogum kommúnista vom gyðingar. Nú er okkur kennt um kommúnisma í sjötíu ár,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.