Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Alþýðubandalagið: Vill viðræður minnihluta um sameiginlegt framboð Borgaraflokkurinn steftiir að sérlista STJÓRN Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefiir óskað eftir viðræðum við aðra minnihlutaflokka í borgarstjórn, Alþýðuflokk, Framsóknar- flokk og Kvennalista, um sameiginlegt framboð í Reykjavjk. Stjórn kjördæmisráðs Borgaraflokksins í Reykjavík telur ekki grundvöll fyrir þátttöku í sameiginlegu framboði í Reykjavík með öðrum flokk- um og stefhir að framboði á sérlista í næstu borgarsfjórnarkostning- um. Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík samþykktu fyrir helgi að vinna að samkomulagi við Borgaraflokk, Birtingu, Alþýðubandalaginu í Reykjavík og óháða kjósendur um sameiginlegt framboð í Reykjavík. Fundur hjá félagi ís- lenskra fræða FÉLAG íslenskra fræða heldur fund í Skólabæ, á horni Suður- götu og Kirkjugarðsstígs, í kvöld miðvikudaginn 24. janúar klukk- an 20:30. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur talar um sögur Halldórs Stefánssonar. Á síðasta ári sá Halldór Guð- mundsson um útgáfu á smásögum nafna síns Stefánssonar, sem er einn helsti smásagnahöfundur þjóðarinn- ar á þessari öld. Halldór Stefánsson fæddist árið 1892 og lést árið 1979. Hann skrifaði einkum pólitískar ádeilusögur í raunsæjum stíl, sem einkennast jafnframt af nærfæmum sálarlífslýsingum. (Fréttatilkynning). í því skyni yrði efnt til opins próf- kjörs. Óskað var eftir að viðkom- andi samtök og flokkar leggðu málið fyrir félagsfund. Auður Jacobsen formaður kjör- dæmisráðs Borgaraflokksins sagði að erindi Alþýðuf lokksins hefði ekki borist fyrr en um hádegi í gær. Hún sagðist myndu leggja þetta erindi fyrir stjómarfund í ráðinu, en á mánudagskvöld hefði stjórnin verið einhuga um að flokkurinn byði fram í eigin nafni. Kosin var uppstillingarnefnd sem skipuð er Brynjólfi Jónssyni, Guðjóni Andrés- syni, Karli Magússyni, Páli Líndal og Þorgrími Sigurðssyni. Birgir Dýrfjörð formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksins sagði að þessi 'afstaða borgaraflokksmanna ylli sér vonbrigðum. Hún breytti þó ekki fyrirætlunum Alþýðu- flokksins um opið prófkjör, með öllum einstaklingum og flokkum sem væm reiðubúnir að taka þátt í því. Stefanía Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík sagði að stjóm félagsins hefði fjall- að um erindi Alþýðuflokksins og samþykkt að leggja það fyrir fé- lagsfund næstkomandi miðvikudag. Á félagsfundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík í síðustu viku náði tillaga frá fulltrúum Birtingar, um þátttöku í samfylkingarframboði, ekki fram að ganga heldur var henni vísað til næsta félagsfundar. Þá var einnig samþykkt að halda áfram að sameina andstæðionga Sjálfstæðisflokksins í kosningun- um. Stjóm félagsins hefur í framhaldi af því samþykkt að fara þess á leit við aðra minnihlutaflokka í borgar- stjóm Reykjavíkur að ræða við full- trúa Alþýðubandalagsins um sam- eiginlegt framboð í vor. Vom til- nefnd þau Stefanía Traustadóttir, Svavar Gestsson og Arthur Mort- hens í viðræðunefnd af hálfu Al- þýðubandalagsins. Á félagsfundinum var andstaða við framboð með Borgaraflokkur- inn nefnd af ýmsum sem ein ástæða gegn tillögu um samfylkingarfram- boð. Borgaraflokksmenn hafa nú hafnað slíku framboði fyrir sitt leyti en Stefanía Traustadóttir sagðist ekki geta metið hvort það breytti einhveiju um endanlega afstöðu Alþýðubandalagsins. Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum smum. „Kjöt“ firumsýnt í Borgarleikhúsinu Kjöt nefnist nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson sem frum- sýnt verður á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöld. Verkið gerist í kjötverslun í Reykjavík árið 1963 — um þær mundir sem æskulýðurinn var að heillast af Bítlunpm frá Liverpool — en gömlu braggahverfin frá stíðsámnum settu enn svip á höf- uðborg íslands. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Kjöti, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga og Egill Örn Ámason hannar lýsingu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Aðalstein verslunarstjóra, Hanna María Karlsdóttir móður hans. Ragnheiður Elfa Arnadóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir fara með hlutverk afgreiðslustúlkna. Ámi Pétur Guðjónsson og Stefán Jóns- son leika aðstoðarmenn í verslun- inni. Þorsteinn Gunnarsson leikur Magna, kaupmanninn sem ætíð er nærri í lífi þessa afgreiðslu- fólks. Stefán Jónsson stígur nú sín fyrstu spor á fjölum atvinnuleik- húss, en hann og Elva Ósk útskrif- uðust frá leiklistarskólum síðast- liðið vor. Útvegsbanki stöðvaði lán vegna heiðarlegra upplýsinga Hafskips - segir Björgólfur Guðmundsson YFIRHEYRSLUR yfir Björgólfl Guðmundssyni fyrrum forsljóra Hafskips hófúst í sakadómi Reykjavíkur í gær og svaraði hann spurn- ingum ákæruvaldsins um tvo kafla ákærunnar, þá sem lúta að ætluð- um brotum tengdum milliuppgjöri fyrstu átta mánaða og ársreikn- ingi ársins 1984. Hörður Áskelsson. Orgeltón- leikar í Akra- neskirkju Á MORGUN, fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.00 heldur Hörður Áskelsson organisti Hallgrims- kirkju í Reykjavík orgeltónleika í Akraneskirlqu. Á efiiisskránni eru orgelverk eftir Buxtehude og Bach, m.a. Passacaglíur beggja höfúndanna. Fyrir tveimur árum eignaðist Akraneskirkja nýtt stórt og vandað pípuorgel, sem er í hópi bestu org- ela landsins. Það var smíðað af dönsku orgelsmiðjunni Bruno Christensen og telur um 30 raddir. Það hentar einkar vel til flutnings á orgeltónlist barokktímans. Auk passacaglia Buxtehudes og Bachs leikur Hörður prelúdíur, fúgur og sálmforleiki. í upphafi tónleikanna mun hann útskýra verkin og gera nokkurn samanburð á passacaglíun- um, en c-moll passacaglía Bachs er talin eitt stórbrotnasta orgelverk allra tíma. Þar er Björgólfi ásamt fleirum gefið að sök að hafa rangfært reikningsskil með ýmsum hætti í því skyni að villa um fyrir stjóm félagsins og til að tryggja félaginu áfram lánstraust og fyrirgreiðslu hjá Útvegsbanka íslands og vekja eða styrkja rangar hugmyndir bankastjórnarinnar um raunveru- legan efnahag Hafskips og rekstr- arhorfur. Spurningar beindust að því með hvaða hætti ákvarðanir um aðferðir og vinnubrögð við reikn- ingsskilin hefðu verið teknar, vitn- eskju Björgólfs um þau mál og að- ild hans og annarra þar að. Meðal þess sem Björgólfur sagði var að fulltrúar Hafskips hefðu verið í nær daglegu sambandi við stjórnendur Útvegsbankans og að hann efaðist um að mörg fyrirtæki hefðu verið í jafngóðu sambandi við viðskiptabanka sinn. Á þeim tíma sem ákæra tekur til, lok ársins 1984 og upphaf 1985, hefði álita- efnið verið hvort bankinn ætti að veita félaginu frekari fyrirgreiðslu og á grundvelli heiðarlegra upplýs- inga frá félaginu hefði b&nkinn getað ákveðið að stöðva fyrir- greiðslu í október 1984. Því hefði verið lagt út í að auka hlutafé Hafskips og jafnframt hefði verið samið um skuldbreytingu vanskila og lánað hefði verið út á hluta hluta- fjáraukningarinnar. Útvegsbankinn hefði alltaf fengið allar upplýsingar sem um var beðið og oft meira. Gögnin hefðu verð byggð á upplýs- ingum frá hinum ýinsu deildum félagsins og kvaðst • hann, ásamt öðrum, hafa greint bankamönnum frá efni gagnanna eftir bestu vitund enda hefðu þau verið tekin saman af mönnum sem hann treysti. Jafn- an hefði verið tryggt að viðstaddir fundi með bankamönnum væru sér- fræðingar svo að unnt yrði að svara spumingum um alla þætti. Að- spurður hver hefði verið tilgangur með 80 milljóna króna hlutafjárút- boði félagsins í febrúar 1985; að bæta tryggingastöðu gagnvart banka eða tryggja nýja lánsfyrir- greiðslu, sagði Björgólfur að til- gangurinn hefði verið að styrkja efnahag félagsins og koma því á réttan kjöl. Björgólfur sagði að sú aðferð að færa flutningstekjur við upphafs- dag skipaferða hefði verið tíðkuð þegar hann kom til félagsins 1977 og þeirri aðferð hefði verið haldið óbreyttri, enda hefði aðalregla í reikningsskilum félagsins verið sú að halda samræmis þannig að unnt væri að leggja fram sambærileg gögn um ólík rekstrartímabil. Við lok uppgjörstímabila hefði verið lagt mat á hveiju sinni hvernig færa ætti tekjur og gjöld vegna ferða sem stæðu fram yfir uppgjörsdag. Ekki væri einhlítt hvenær tekjur yrðu til, kanna yrði hvenær samningur kæmist á og hvar starf skipafélags- ins byijaði, til dæmis með tilliti til flutnings- og geymslukostnaðar innanlands. Björgólfur var spurður um verð- mæti skipastóls félagsins sem talinn er í ákæru hafa verið ofmetið um 40,6 milljónir króna í ársreikningi 1984 eftir mikið verðfall á alþjóð- legu markaðsveðri kaupskipa. Sér- staklega var spurt um skipið Rangá sem rannsakendur töldu að hefði verið keypt á yfirverði og að auki metið rúmum fjórðungi verðmæt- ara í bókum félagsins en markaðs- verð gaf til kynna. Björgólfur sagði að markaðsverð skipa segði ekki endilega alla sögu. Úm hefði verið að ræða sérstaklega hannað bretta- flutningaskip. Hefðu þau ekki verið keypt hefði orðið að gera miklar breytingar á allri skipulagningu félagsins. Þá sagðist hann ekki telja ' upplýsingar skipamiðlara um mark- aðsverð skipa heilagan sannleik. Ekki kæmi í ljós hvers virði skip væru fyrr en reynt væri að selja þau. Hann nefndi sem dæmi að fyrir nokkrum árum hefði hérlent skipafélag hafnað 250 þúsund dala tilboði í eitt skipa sinna og fáum mánuðum síðar hefði það selst á 650 þúsund dali. Annað félag hefði hafnað 350 þúsund dala tilboði í skip en mánuði síðar fallist á 250 þúsund dala tilboð. Hann sagði að stjóm félagsins hefði verið á einu máli um að markaðsverð skipa hefði náð lágmarki í lok ársins 1984 og ætti eftir að fara hækkandi á ný. Því hefðu ekki heyrst raddir um að færa niður verð skipa í bókum félagsins. Björgólfur svaraði spurningum um ótalinn fjölda annarra atriða sem tengdust rekstri og reiknings- skilum félagsins, meðal annars um eignfærslu gáma og bretta. Ákæru- valdið telur að eignfærða gáma hafi félagið haft á leigu og að vöru- bretti séu ekki svo varanleg eign að réttlæti eignfærslu heldur eiga að gjaldfæra útgjöld vegna kaupa á brettum. Björgólfur sagði að allt- af hefði verið litið á gámaleigu- samninga sem kaupleigusamninga og framkomin gögn leiddu í ljós að annað álit rannsóknarendurskoð- enda væri byggt á ónógum gögnum. Hafskip hefði á hinn bóginn fest meira fé í brettum en önnur félög hérlendis enda skip þess sérhæfð til slíkra f lutninga. Bretti hefðu því verið mikilvæg fyrir rekstur félags- ins og ekki hefði verið stætt á öðru en að eignfæra þau. Hvort tveggja málið hefði verið rætt við stjóm félagsins. Kerfíð óskaplega þungt í vöfum - segir Ragnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÚF FUNDUR íslénzkra embættismanna með fúlltrúum frá utanríkis- og viðskiptaráðuneytum Bandaríkjanna í Washington um málefni Andra I er fyrirhugaður í dag. Þar mun ætlun íslendinganna að þrýsta á gang mála, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa ritað Mosbacher, viðskiptaráð- herra, bréf, sem er jákvætt málstað Andra I og íslenzka úthafsútgerð- arfélagsins. Ragnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri ÍFÚF, hefur verið vestan hafs undanfarna daga til að fylgjast með málunum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann væri orðinn anzi óþolin- móður eftir einhverri laus. Kerfið í Bandaríkjunum væri óskaplega þungt í vöfum og því væri unnið að því að flýta fyrir afgreiðslu með sem margvíslegustum hætti. Skipið hefði nú legið aðgerðarlaust í meira en þijár vikur og útgerðin hefði tæpast efni á að bíða lengur. „Þetta stendur og fellur með ákvörðun utanríkisráðuneytisins hér í Banda- ríkjunum. Við bíðum og vonum hið bezta,“ sagði Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.