Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Skorað á rík- issljórn og Al- þingi að flýta gerð jarðganga HÉRAÐSNEFND ísafjarðarsýslu hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að bregðast vel og skynsamlega við hugmyndum um að flýta gerð jarðganga á Vestfjöröum um íjög- ur ár og vinna þannig Vestfjörðum það gagn sem skipta myndi sköpum. Þetta kemur fram í áskorun hér- aðsnefndarinnar, sem send var ríkis- stjórninni, samgönguráðherra, þing- mönnum Vestfjarðakjördæmis, þing- flokkum, fjárveitinganefnd og fjöl- miðlum. Þar segir enn fremur, að það sé ljóst að aðgerð af þessu tagi væri ein öflugasta viðspyma gegn frekari byggðaröskun á norðanverð- um Vestfjörðum sem hugsast gæti. Bættar samgöngur með jarðganga- gerð, áður en það er um seinan, tengi byggðir og efli menningarlega og félagslega einingu á því svæði, sem hér sé um að ræða. Með því eina móti sé þess að vænta, að fólk öðlist að nýju trú á heimaslóðir sinar vestra og hverfi frá áformum um f lutninga. Frá útskrift í Flensborgarskólav Flensborg útskrifar 31 nemanda HAUSTANNARSLIT í Flens- borgarskólanum fóru frarn laug- ardaginn 13. janúar síðastliðinn í Hafnarborg, menningarmið- stöð Hafnfirðinga. Þá voru brautskráðir 30 stúdentar og 1 nemandi með verslunarpróf. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Selma Þórunn Káradóttir sem brautskráðist af náttúru- fræðibraut. Við skólaslitin var þess sérstak- lega minnst að nú um áramótin lauk beihni þátttöku Hafnarfjarð- arbæjar í rekstri skólans og tóku tjl máls af því tilefni Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjórí og Árni Hjörleifsson formaður Skóla- nefndar Hafnarfjarðar og fluttu skólanum þakkir fyrir langt sam- starf, Við skólaslitaathöfnina söng Kór Flensborgarskóla undir stjórn » Margrétar Pálmadóttur, en skóla- meistari, Kristján Bersi Olafsson, afhenti prófskírteini og viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. (Fréttatilkynning) Ur kvikmynd Háskólabíós „Innnn fjölskyldunnar". Háskólabíó; „Innan fjölskyldunnar“ HÁSKÓLABÍÓ hefiir tekið til sýn- inga kvikmyndina „Innan fjöl- skyldunnar". Með aðalhlutverk fara Ted Danson og Isabella Ross- elini. Leikstjóri er Joel Schumac- her. í brúðkaupsveislu Phils og Edies er mikið margmenni. Þar eru saman- komin ættmenni beggja. Hjónakorn- in Larry og Tish eru Phils megin í fjölskyldunni en meðal gesta brúðar- innar er dóttir hennar, María og Tom maður hennar. Tom er mesti kvenna- bósi og gerir sér dælt við Tish og býður henni í reynsluakstur á BMW- bifreið sinni. Þeim Larry og Maríu er farið að lengja eftir þeim en á meðan biðinni stendur takast með þeim góð kynni. Nokkru síðar verður Phil bráðkvaddur. Edie, ekkja hans, leitar huggunar hjá föður Larrys og gifting þeirra ákveðin. Þar koma saman sömu gestir og í fyrra brúð- kaupi og þar verða málin gerð upp milli Tom, Maríu, Larry og Tish. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 23. janúar, FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta verð verð Meðal- verð Magn (lestir) Heildar- verð (kr.) i dag verður selt óákveðið magn úr Hjalteyrinni EA, Stakkavik ÁR og ýms- um bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 78,00 78,00 78,00 1 ,150 89.700 Þorskur(ósl.) 78,00 78,00 , 78,00 1,271 99.138 Þorsk(ósl.l.bl.) 75,00 75,00 75,00 0,444 33.300 Þorsk(ósl.ln) 75,00 71,00 71,73 3,275 . 234.909 Þorsk(ósl.dbl.) 46,00 46,00 46,00 0,131 6.026 Ýsa 111,00 86,00 102,10 8,833 901.923 Ýsafósl,) 90,00 90,00 90,00 0,979 88.110 Ýsa(ósl.1n.) 78,00 71,00 74,40 0,068 5.059 Ýsa(ósl.1-2n.) 86,00 50,00 82,68 0,206 17.032 Ýsa(ósl.umál) 23,00 23,00 23,00 0,007 161 Karfi 42,00 42,00 42,00 0,451 18.942 Ufsi 47,00 47,00 47,00 0,897 42.155 Hlýri+steinb. 65,00 60,00 62,43 2,743 171.244 Langa+blál. 59,00 55,00 68,05 1,402 81.410 Blálanga 59,00 56,00 58,00 0,022 1.210 Lúða(stór) 390,00 175,00 287,06 0,399 114,535 Lúða(smá) 285,00 285,00 285,00 0,053 15.105 Grálúða 70,00 63,00 66,59 16,187 1.077.937 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,023 805 Kella 32,00 32,00 32,00 0,094 3.008 Skötuselur 170,00 170,00 170,00 0,008 1.360 Lýsa Samtals 23,00 23,00 23,00 77,67 0,031 38,675 713 3.003.783 í dag verða meðal annars seld 20 tonn af karfa og 50 tonn af ufsa úr Ásbirni RE, Gissuri ÁR og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 91,00 72,00 80,79 26,040 2.103.740 Ýsa 122,00 120,00 121,70 0,987 120.114 Ufsi 29,00 19,00 28,96 5,222 151.216 Steinbítur 48,Q0 48,00 48,00 0,033 1.560 Hlýrl+stelnb. 62,00 62,00 62,00 0,055 3.410 Lúða 400,00 295,00 331,91 0,128 42.485 Lax 205,00 205,00 205,00 0,066 13.428 Kinnar 80,00 80,00 80,00 0,154 12.320 Gellur Samtals 200,00 200,00 20,00 75,27 0,096 32,780 19.200 2.467.475 I dag verða meðal annars seld 25-30 tonn úr Skarfi GK og óákveðið magn úr öðrum dagróðrabátum ef á sjó gefur. Viðskiptaráðherra ræðir við fulltráa EB í Brussel: Stefiit að samningi um sameiginlega hagsmuni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsitis. JON Sigurðsson viðskiptaráðherra, átti á mánudag viðræður við fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) í Brussel. Viðræðurnar snérust um væntanlegar samningaviðræður Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) og EB og sömuleiðis sérstök hagsmuna- mál Islendinga í þeim viðræðum. Hugsanleg aðild ríkja EFTA að myntkerfi Evrópubandalagsins kom einnig til tals. Jón sagði að viðræðum um fríverslun með fisk ætti augljóslega að halda innan samningaviðræðna EFTA og EB enda væri fríverslun með sjávarafurðir eitt af stefnumál- um EFTA. Hann sagðist hins vegar hafa notað tækifærið til að gera Opið hús fyrir eldri borgara OPIÐ hús verður í dag, miðviku- daginn 24. janúar, hús fyrir eldri borgara í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, frá kl. 17—19, í tilefni af opnun þjónusturýmis þar. Boðið verður upp á kaffiveitingar og skoðunarferð um þjónustumið- stöðina. FUNDUR sljórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðar- manna á sem haldinn var á Fyrirlestur um lyfla- notkun - ofnotkun Geðhjálp gengst fyrir fyrirlestri annað kvöld fimmtudaginn 25. jan- úar um efnið „lyfjanotkun — of- notkun". Fyrirlesari verður Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. Fyrirlesturinn er haldinn í kennslu- stofu A, 3. hæð Geðdeildar Lands- pítalans. Aðgangur er ókeýpis. Allir velkomnir. málsvörum EB rækilega grein fyrir miklum hagsmunum íslendinga í þessu efni, mikilvægt væri að tryggja óhindraða gagnkvæmni í viðskiptum. íslendinga yrðu að hafa óhindraðan aðgang að mörkuðum EB fyrir framleiðsluvörur sínar á sama hátt og aðildarríki EB hefðu á Islandi. Það væri hins vegar nauð- synlegt að semja um sameiginleg hagsmunamál Islands og banda- lagsþjóðanna m.a. um rannsóknir, verndun lífríkis Norður-Atlants- hafsbandalagsins og nýtingu flökkustofna sem og aðra þætti umhverfismála. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra hóf þess- ar viðræður í mars á síðasta ári og von er á Manúel Marín, fram- kvæmdastjóra fiskveiðimála innan EB, til frekari viðræðna á íslandi á næstunni. Jón kvað íslendinga mikilvæga fiskveiðiþjóð og því væri mánudaginn lýsti yfir fullum stuðningi við þá tilraun sem samninagncfiid verkalýðsfélag- anna vinnur að í samningagerð og byggist á að ná niður verð- bólgu, lækka vexti og tryggja kaupmátt, segir í fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Ofangreind tillaga var samþykkt samhljóða og er m.a. til komin vegna skrifa i DV þar sem fram kemur að mál- miðnaðarmenn séu á móti því að slíkir samningar verði gerðir.“ eðlilegt að fara þessa leið þegai sameiginleg hagsmunamál væru annars vegar en á viðskiptasviðinu bæri að leita almennra lausna innan ramma samninga EB og EFTA. Jón Sigurðsson ræddi sérstak- lega ýmis atriði á sviði orku- og iðnaðarmála við Antonio Cardoso E Cunha sem fer með þá málaflokka innan framkvæmdastjórnar EB. Jón sagði þá hafa rætt hugsanlegt sam- starf á sviði orkufreks iðnaðar og beina orkusölu frá íslandi til EB en nýting annarra orkugjafa en olív og kjarnorku væri mjög á dagskrá innan bandalagsins um þessai mundir Fundur Jóns og Henning Chri- stophersen snerist m.a. um fyrir- hugaðan Endurreisnar- og þróunar- banka Evrópu. Sömuleiðis ræddu þeir mögulega aðild EFTA-ríkjanna að myntsamstarfi EB. Jón sagði að nánari tenging íslensku krón- unnar við evrópska myntkerfið fæli í sér utanaðkomandi aga hvað varð- aði íslensk efnahagsmál sem ekki gæti talist með öllu af hinu illa. Það væri ljóst að íslendingar yrðu að skoða betur í hverju raunveru- legt sjálfstæði þjóða væri fólgið en sjálfur kvaðst Jón telja sjálfstæði 1 framtíðinni ráðast frekar af félags- legum og menningarlegum þáttum en efnahagslegum. Leiðrétting; Þúsundum var ofaukið VEGNA rangra upplýsinga ti) Morgunblaðsins var sagt í blað inu í gær að árið 1988 hefði ver- ið tekið við 658 þúsund tonnum í viku hverri á sorphnugunum í Gufunesi. Hið rétta er að tonnin voru 658. Hið sama á við um töl- ur fyrir önnur ár; þúsundunum var ofaukið, Stykkishólmur; Félag járniðnaðarmanna; Styðja samningagerðina Tvisvar rafinagnslaust sama daginn Stykkishólmi. TVISVAR varð rafniagnslaust í Stykkishólmi og nágrenni í fyrra- dag. Ástæðan var mikið hvass- viðri sem hér gekk yfir, é(jum með þruinum og eldingum. Að sögn Ásgeirs Ólafssonar um- dæmisstjóra RARIK sló rafmagns- línan út við Gröf í Miklaholtshreppi og þurftu menn úr Stykkishólmi að fara þangað til viðgerða. Langt er síðan truflanir hafa orðið svo mikl- ar að rafmagnið hafi farið af tvis- var sama daginn. Árni Þessi 668 tonn eru einungis sorp frá heimilum, en ekki liggja fyrir tölur um annað sorp. Þá fengust upplýsingar um það í gær, að á slðasta ári hefði sorp i viku hverri verið að meðaltali tæp 600 tonn, eða um 58 tonnum minna en árið á undan. Heildartonn^fjöldi húsa- sorps árið 1988 var rúm 34 þúsund tonn, en í fyrra um 31 þúsund tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.