Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. í Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ríkisútgjöld og breytt hugarfar að kemur æ betur í ljós, að fjármálastjórn hins 'pinbera, ríkis og sumra sveit- rfélaga, er að verða veikasti hlekkurinn í efnahagsstjórn pkkar íslendinga. Atvinnulífið ijálft hefur gengið í gegnum nikla og erfiða aðlögun að oreyttum aðstæðum á nokkr- im misserum. Sú aðlögun íefur leitt til gjaldþrots margra fyrirtækja og ein- Ataklinga og enn á töluvert ' if fyrirtækjum eftir að verða gjaldþrota. En jafnframt má jjá merki þess, að breytingar ' rekstri fyrirtækja, sameining 'yrirtækja og sparnaður og íagræðing í rekstri eru að jyija að skila árangri. Þrátt fyrir gífurlegan samdrátt á ! síðasta ári voru ótrúlega mörg • yrirtæki rekin með nokkrum hagnaði, fyrst og fremst vegna spamaðaraðgerða. Þessi aðlögun að breyttum aðstæðum hefur ekki orðið í opinberum rekstri. Fjármála- stjórn ríkisins og sumra sveit- arfélaga, svo og opinberra fyrirtækja, stofnana og sjóða, er enn hagað eins og engin breyting hafi orðið í þjóðlíf- inu. Verst er, að hugsunar- háttur stjómmálamanna og embættismanna, þeirra, sem stjórna meðferð opinberra ifjármuna, hefur ekkert Preytzt. Alþingismenn virðast enn telja sér það til framdrátt- ;ar að berjast fyrir margvís- Íegum útgjöldum á kostnað skattgreiðenda í kjördæmum •sínum. Embættismenn, sem ’stjóma opinberum fyrirtækj- iim og stofnunum virðast enn telja, að þeir geti sett fram óskir um hækkanir á opin- berum gjaldskrám, án þess, að spurt verði, hvaða ráðstaf- anir þeir hafa gert til þess að ■skera niður kostnað í hinum opinbera rekstri. Auðvitað á það að vera svo, að málflutningur og tillögu- gerð alþingismanna veki mesta athygli, ef þeir beita sér fyrir sparnaði og niður- skurði útgjalda í opinberum rekstri. Slíkur tillöguflutning- ur á að verða þeim til fram- dráttar meðal kjósenda en ekki tillögur um stórauknar framkvæmdir, sem engir fjár- munir em til fyrir. Vel má vera, að kjósendur, sem um leið em skattgreiðendur, verði að horfa í eigin barm í þessum efnum. Hvaða kröfur gera þeir til alþingismanna? Gera þeir kröfur um auknar fram- kvæmdir? Eða gera þeir kröf- ur um aukinn sparnað? Ef þeir vilja auknar framkvæmd- ir eða aukna þjónustu frá því sem nú er, jafngildir það hærri sköttum. Spyiji þeir þing- mann sinn hvaða sparnaðar- tillögur hann hafi sett fram á Alþingi, gefur það vonir um skatfalækkun. Stjórnendur opinberra fyr- irtækja hafa vanizt því að setja fram óskir um hækkun gjaldskráa með tilvísun til vísitöluhækkana. Enginn hef- ur gert kröfu til þess, að þeir mæti útgjaldaaukningu með niðurskurði á öðrum útgjöld- um. Það er kannski ekki við því að búast, að menn breyti um vinnubrögð á einni nóttu. En það er þetta breytta hugarfar, sem þarf til að koma, ef okkur á að takast að ráða við útgjaldaaukningu hins opinbera. Verkefnið er risavaxið, en það hefur litla þýðingu að ráðast í það, nema stjómmálamenn og embættis- menn og stjórnendur opin- berra fyrirtækja gangi til þess verks með breyttu hugarfari. Fjölmiðlar geta átt mikinn þátt í að breyta því andrúmi, sem þessir menn starfa í. Þeg- ar heilbrigðisráðherra leggur fram tillögur um sparnað í heilbrigðisþjónustu eiga fjöl- miðlar að hugsa sig um áður en þeir gerast beint eða óbeint málsvarar þeirra hagsmuna- af la, sem í raun eru að seilast ofan í vasa skattborgarans. Því miður eru alltof mörg dæmi um, að fjölmiðlar gerist talsmenn þeirra, sem í raun eru að krefjast aukinnar hlut- deildar í skattgreiðslum al- mennings. Þetta þarf að breytast. Pjöl- miðlarnir eiga að líta á það sem hlutverk sitt m.a. að veija pyngju hins almenna launa- manns fyrir kröfugerð og ásókn sérhagsmunahópa. Með því móti veita fjölmiðlarnir opinberum aðilum það aðhald, sem þeir þurfa. Ef okkur tekst að breyta hugsunarhætti þjóð- arinnar í þessum efnum verð- ur eftirleikurinn auðveldari. Bolungarvík; Undirskrifltasöftiun gegn skipan lögreglumála Allt á misskilningi byggt, segir Pétur Kr. Hafstein TILSKIPUN Péturs Kr. Hafsteins, setts bæjarfógeta í Bolungarvík, um sameiningu lögreglunnar í Bolungarvík og ísafírði, var ]til umræðu á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í gær. Að beiðni bæjar- ráðsins var Pétur Kr. Hafstein á þeim fíindi til að gera grein fyrir sinni afstöðu í þessu máli. Tveir lögregluþjónar starfa á Bolung- arvík og hafa þeir óskað eftir leyfí frá störfíim til 1. júní. Pétur Kr. Hafstein segir að ráðið verði í stöður þeirra um leið og dóms- málaráðuneytið hefiir tekið afstöðu til óska þeirra. Að loknum bæjarráðsfundinum kaupstaðar höfðu ritað nafn sitt sagði fógeti að ekkert hefði breyst í þessu máli og skipun hans, sem hann sendi frá sér síðastliðinn fimmtudag, stæði, það er að lög- reglan á Isafirði og í Bolungarvík verði sameinuð undir eina yfir- stjóm á ísafirði. Bæjarráð gerði hins vegar á fundi sínum samþykkt þar sem segir meðal annars að bæjarráð Bolungarvíkur telji tilskipun ný- setts bæjarfógeta ekki vera í sam- ræmi við áður framsettar óskir bæjarstjómar Bolungarvíkur um skipan löggæslumála þar. Jafn- framt bendir bæjarráð á að tími til þeirra breytinga sem nú hafi þegar verið ákveðnar sé mjög óheppilegur með tilliti til veðurfars ogárstíma. í niðurlagi samþykktarinnar beindi bæjarráð þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að farið verði að vilja bæjarstjórnar sem kom fram í ályktun hennar í október síðastliðnum. Að loknum fundi bæjarráðs með fógeta gengu fulltrúar bæjarbúa á fund hans og færðu honum lista þar sem 364 íbúar Bolungarvíkur- lögreglumannanna tveggja í Bol- ungarvík, sem hafa óskað eftir leyfi frá störfum, um leið og ósk þeirra hefði verið afgreidd hjá ráðuneytinu. Gunnar Vaxandi áherzla er lögð á fjölstoftia fiskveiðilíkön - seg-ir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofiiunar Trollið híft. „HJÁ Hafrannsóknastofhun er fylgst grannt með þróun fískveiði- líkana. Framtíðin felst í aukinni þróun á því sviði. Menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að í Norðursjónum gæti afli aukizt með vaxandi sókn. Hvort það er rétt eða ekki kemur kannski í ljós, en aðstæður þar eru allar aðrar en hér, svo í því tilliti er ólíku saman að jafna,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stoftmnar, í samtali við Morgunblaðið. undir mótmæli við þessari ráðstöf- un. Þeir tveir lögregluþjónar sem starfa í Bolungarvík sætta sig ekki við þessa niðurstöðu og sendu dómsmálaráðherra bréf í gær þar sem þeir óska eftir leyfi frá störf- um til 1. júní eða meðan þetta fyrirkomulag varir. „Þetta einkennist allt af miklum misskilningi. Það var talað um það í haust að færa lögregluna á Bol- ungarvík undir embættið á ísafirði. Það er eins og menn séu enn að tala á þeim nótum. Hér er um það að ræða að ég er settur bæjarfógeti í Bolungarvík og á ísafirði og hef fengið heimild til að samnýta þann liðsafla sem und- ir embættið heyrir þennan tiltekna tíma,“ sagði Pétur Kr. Hafstein. „Ætlunin er ekki að skerða starfssvið embættisins í Bolung- arvík og þaðan af síður að færa þjónustuna þar til ísafjarðar. Menn tala eins og verið sé að gera þær skipulagsbreytingar sem horf- ið var frá að gera síðastliðið haust,“ sagði Pétur. Pétur sagði að ráðið yrði í störf Læknar telja vaxandi líkur á samkomulagi VAXANDI líkur eru á að samkomulag náist á mili sérfræðinga, heimilislækna og heilbrigðisyfírvalda um drög að reglugerð um læknaþjónustu, að sögn Sverris Bergmann varaformanns Læknafé- lags Reykajvíkur. Læknar ræddu drögin og afstöðu til þeirra á fundi síðdegis í gær og segir Sverrir að í raun sé góð samstaða meðal lækna um afstöðu til reglugerðardraganna og fiillur vilji til að ná samstöðu við heilbrigðisyfirvöld um málið. Sverrir kvaðst í gærkvöldi von- ast til að haldinn verði samráðs- fundur lækna og heilbrigðisráð- herra í dag. „Menn eru að ræða saman, reyna að finna lausn sem tryggi gott kerfi sem henti ekki aðeins læknum og heilbrigðisyfir- völdum heldur einnig almenningi og þá ekki aðeins sjúklingum held- ur öllum skattborgurum,“ sagði Sverrir. Hann segir þó að reynslan sýni að betra sé að fara varlega í breyt- ingar. „Núverandi kerfi er tiltölu- lega hagstætt og ég held að betra sé að fara varlega í að breyta því. Hægt er að stjórna á hag- kvæman hátt án þess að grípa til of mikilla stjórnunaraðgerða. Við höfum langa reynslu af svipaðri stjómun sem reyndist ekki of vel.“ Sverrir segir að á fundinuní gær hafi komið í ljós að ekki sé í raun ágreiningur meðal lækna um af- stöðu til reglugerðardraganna eins og mátt hefði halda af yfurlýsing- um og læknar hafi ef til vill talið sjálfir að væri. Hann sagði að nú yrði unnið að því að ná samkomu- lagi allra aðila og þess gætt að hagsmunir almennings verði hafð- ir í fyrirrúmi. „Ráðherra hefur síðan valdið til að ákveða og við treystum honum vel til að vega og meta eftir að hafa fengið allar upplýsingar og forsendur." Sverrir kvaðst ekki geta metið hvort sparnaður næðist í heilbrigðis- þjónustunni með þeim breytingum sem reglugerðardrögin boða og felast meðal annars í að eins kon- ar tilvísunarkerfi verði tekið upp fyrir sérfræðilæknisþjónustu. Allt eins gæti farið svo að það sem sparaðist á einum stað hyrfi í aukinn kostnað annars staðar. Morgunblaðið birti fyrir skömmu útdrátt úr grein, sem birt- ist í Sjómannablaðinu Víkingi. Greinin var þar þýdd úr dönsku og fjallaði um Norðursjávarlíka- nið, sem er fjölstofna líkan hugsað til að byggja fiskveiðiráðgjöf á. Þar var komizt að þeirri niðurstöðu að vaxandi sókn gæti bætt ástand viðkomandi fiskistofna og aukið afla, þegar til lengdar léti. Það er þveröfugt við þá ráðgjöf, sem byggist á eins stofns líkönum og mest hefur verið stuðzt við til þessa. „í greininni er sagt, að í lok áttunda áratugarins hafi verið þróuð ný og einfaldari gerð af Norðursjávarlíkaninu,“ sagði Jak- ob. „Rétt er að fram komi að það voru fyrst og fremst tveir menn, sem að því unnu, þeir Henrik Gíslason við dönsku Hafrann- sóknastofnunina og Þorkell Helga- son prófessor við Háskóla íslands. Við á Hafrannsóknastofnun höf- um fylgzt mjög náið með þróun Iíkana af þessu tagi og þau hafa verið til gagngerrar umfjöllunar hjá Alþjóða hafrannsóknaráðinu. A hinn bóginn eru allar aðstæður hér við ísland anzi frábrugðnar því sem er í Norðursjónum. Hér ei-um við með aðrar fisktegundir og ólíka dreifingu þeirra. í Norður- sjónum blandast fisktegundirnar miklu meira en hér, þar sem stóri þorskurinn heldur sig við sunnan og vestanvert landið en sá smái fyrir norðan og austan. Þá höfum við loðnu hér, en enga í Norður- sjónum. Þorskurinn er einmitt mjög sólginn í hana. Af þessum ástæðum tveimur er mun minna um það hér að þorskur éti þorsk, en í Norðursjónum. Þróun fjölstofna líkana og rann- sókna á samspili tegundanna er miklu lengra á veg komin hér en sumir hafa haldið fram. Mikið hefur verið unnið að fæðurann- sóknum og samspili þorsks og loðnu. Aðaláherzlan á þróun líkana hefur þó verið bundin við Norð- ursjóinn, en innan Alþjóða ha- frannsóknaráðsins er vaxandi áherzla á þróun fjölstofna líkana á norðurslóðum. Hafrannsókna- stofnun tekur þátt í þeirri vinnu og við verðum þátttakendur á mikilvægum fundi á vegum ráðs- ins innan skamms, en þar verða sjávarspendýrin meðal annars tek- in inn í myndina. Hvað varðar niðurstöður líkans- ins fyrir Norðursjóinn með 10% sóknaraukningu kemur í ljós að frávik eru mjög lítil eftir því hvort miðað er við eins stofns líkan eða fjölstofna. Miðað við fjölstofna líkan eykst þorskafli aðeins um 1,5% og ýsuafli nokkru meira, en í hinu tilfellinu dregst aflinn sam- an um 3%. Þessi mismunur er inn- an mjög svo eðlilegra skekkju- marka íý útreikningum eins og þessum. Miðað við að afli aukist aðeins um 1,5% í þorski með 10% sóknaraukningu kemur í ljós að sóknaraukningin getur ekki svar- að kostnaði. Þá má benda á, að í Norðursjónum er tveggja ára þorskur uppistaðan í aflanum, en hann er innan við eitt kíló að þyngd, aukin sókn þýðir þá meiri smáfiskveiði. Sama má segja um ýsuna. Afli á þessum slóðum stendur og fellur með nýliðuninni. Hann byggist á einum til tveimur árgöngum og því er veiðin veru- lega háð náttúrulegum sveiflum. Með aukinni sókn veiðast fleiri fiskar og hrygningarstofninn dregst saman. Færri og færri fisk- ar ná því að verða kynþroska og einhvers staðar eru þau mörk, að viðkoman brestur. Þjóð, sem bygg- ir afkomu sína á fiskveiðum og vinnslu, hefur ekki efni á því að vera með tilraunir á þessu sviði. Þeir, sem hafa fylgzt með gangi mála í Norðursjónum, vita að ástand fiskistofna þar er skelfi- legt,“ sagði Jakob Jakobsson. Fiskveiðistefiian: Á að afhenda eigendum fiskiskipa eignarrétt yfir fiskistofiiunum? eftir Gylfa Þ. Gíslason - Fyrri grein i. Við lok þessa árs falla úr gildi lög þau, sem nú gilda um stjóm fiskveiða. Fyrir þann tíma verður Alþingi að setja ný lög. Aliir virð- ast sammála um að stjóma verði hagnýtingu fiskistofnanna við landið. Vitað er, að sjávarútvegs- ráðuneytið hefur haft frumvarp um málið í undirbúningi, og má gera ráð fyrir því, að það verði lagt fyr- ir Alþingi, er það kemur saman að loknu jólaleyfi. Frétzt hefur, að gerðar verði tillögur um nokkrar breytingar á núgildandi skipan, t.d. að hætt verði að veita veiðileyfi með sóknarmarki, að leyfistíminn verði lengdur, að rýmkað verði um heimildir til framsals á kvótum og að jafnframt verði lagt nokkurt gjald á leyfin vegna kostnaðar við eftirlit og rannsóknir á miðunum. Allar væru þessar breytingar til bóta. En þær nægðu þó ekki til þess að bæta úr meginágöllum gild- andi kerfis. Eftir sem áður yrðu leyfin veitt eigendum skipa, án þess að þeir greiddu eðlilegt gjald fyrir sjálfa hagnýtingu auðlindarinnar, sem fólgin er í fiskstofnunum og án þess að fullkomið frelsi viðskipta með veiðileyfi væri tryggt. Ef sam- þykkt yrðu ný lög, sem gilda ættu í talsverðan tíma, hvað þá ótak- markað, án þess að hreyft yrði við þessum megingöllum kerfisins, yrði það slíkt stórslys í stjórn íslenzkra efnahagsmála, að torvelt yrði að bæta tjónið. Undanfarið hafa átt sér stað gagnlegar umræður um fiskveiði- stjómina, fyrst og fremst á síðum Morgunblaðsins og vikuritsins Vísbendingar. En enginn stjóm- málaflokkanna hefur enn mótað heilsteypta stefnu í málinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinn- ar hafi ekki gert sér grein fyrir, um hversu mikilvægt mál hér er að tefla. Þess vegna er ástæða til þess að ræða enn nokkur grundvall- aratriði málsins. II. Fiskistofnamir við landið eru langmikilvægasta efnislega auðlind þjóðarinnar. Undanfarið hefur mátt rekja tæplega þriðjung þjóðartekn- anna til hagnýtingar þeirra og um helming gjaldeyristeknanna, og er þá tekið tillit til greina sem starfa fyrir sjávarútveginn, svo sem skipa- smíða. Aðrar efnislegar auðlindir landsmanna, svo sem vatnsorkan, jarðhitinn og landgæðin, eru ekki líkt því eins verðmætar. Aðeins mannauðurinn, þ.e. dugnaður og þekking þjóðarinnar, skilar meiru í þjóðarbúið en hagnýting fiskistofn- anna. Það væri hægt að reyna að meta verðmæti fiskistofnanna, þótt slíkt henti ekki í blaðagrein. Það er nóg að undirstrika, að hér er um gífurleg verðmæti að ræða. Þegar um er að tefla auðlindir, verður að greina eignarhald frá hagnýtingu. Aðalreglan er sú, að eigendur hagnýti auðlind sína. En hitt er auðvitað algengt, að eigend- ur afhendi öðrum auðlind sína til hagnýtingar, og taka þá að sjálf- sögðu gjald fyrir, þar eð allar auð- lindir gefa af sér arð, rentu. En að þessu leyti hafa fiskistofnarnir í sjónum þá sérstöðu, að þeir eru sameign íslenzku þjóðarinnar sam- kvæmt lögum frá Alþingi. Hitt er auðvitað augljóst, að allir íslending- ar geta ekki hagnýtt fiskistofnana. Það væri a.m.k. afar óhagkvæmt, að svo væri farið að. Þess vegna verður að afhenda einhveijum hag- nýtingarréttinn. Það hefur Alþingi einnig gert í gildandi lögum. í aðal- atriðum má segja, að hagnýtingar- rétturinn hafi verið afhentur þeim útgerðarmönnum, sem áttu fiski- skip um miðjan áttunda áratuginn eða komið hafa í stað þeirra. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun, þegar fyrst var tekin upp stjórn á veiðum. Einhveijum varð að veita hagnýtingarréttinn. Og þá var eðli- legt að veita hann þeim, sem höfðu skilyrði til þess að hagnýta hann. En þeir eiga ekki og mega ekki hafa þennan rétt til frambúðar. Það ersá mergur málsins, sem nauðsyn- legt er, að stjórnmálamenn og þjóð- in öll geri sér grein fyrir. Hveijum dettur í hug, að ídenzka álfélagið eigi eitt að fá að hagnýta íslenzka vatnsorku endurgjaldslaust til ál- framleiðslu á íslandi, af því að það fékk fyrst leyfi til slíkrar hagnýt- ingar, sem það frá upphafi hefur auðvitað greitt fýrir? Dettur nokkr- um í hug, að Sementsverksmiðjan á Akranesi eigi ein að hafa leyfi til þess að hagnýta íslenzkt hráefni ókeypis til sementsframleiðslu, af því að hún varð fyrst til þess? Ef lögin um fiskveiðistjórn verða fram- lengd til margra ára með þeim ákvæðum óbreyttum, að eigendur fiskiskipa fái áfram úthlutað ókeyp- is veiðileyfum, er þeim þar með fenginn mjög varanlegur hagnýt- ingarréttur yf ir fiskistofnunum, svo varanlegur réttur, að hann nálgast eignarrétt. Slíkt væri í andstöðu við 1. grein gildandi laga, sem kveður á um eignarrétt allrar þjóðarinnar á fiskimiðunum. í nýjum lögum um fiskveiðistjórnina verða því a.m.k. að vera ákvæði um, að heimilt sé að taka gjald fyrir veitingu veiði- leyfa. Jafnframt þyrfti að ákveða, að þegar á þessu ári skuli fara fram faglegt mat á því, hversu hátt slíkt gjald gæti verið að óbreyttu gengi, hvert sé líklegt sámband milli veiði- gjalds og gengis og hvernig kæmi til greina að ráðstafa veiðigjaldinu. III. Hvað hlýtur Alþingi að hafa meint með því að lýsa fiskimiðin sameign allrar þjóðarinnar? Að baki þeirri ákvörðun liggur auðvitað skilningur á því, að fiski- stofnarnir eru verðmæti, sem geta skilað arði og gera það í raun og veru. Það, sem í ákvæðinu felst, er að sjálfsögðu, að þjóðin í heild eigi tilkall til þessa arðs. Alþingi hefur hins vegar hvorki rætt né tekið ákvörðun um, hvernig skila eigi þjóðarheildinni þessum arði. Á undanförnum árum hafa ýmsir bent á, að það gæti gerzt með þeim hætti, að þeir, sem fengju hagnýt- ingarréttinn, veiðileyfin, greiddu gjald fyrir hann, sem með einhveij- um hætti rynni til þjóðarheildarinn- ar. I þessu sambandi hefur sá mis- skilningur komið upp, að slíkt gjald hlyti að renna í ríkissjóð og yrði þannig undirstaða aukinna ríkisum- svifa. Það er ekki aðalatriði, hvert afgjaldið fyrir hagnýtingu fiski- stofnanna rynni, heldur hitt að það sé greitt og þjóðarheildin njóti þess í einhverri mynd. Það væri hægt að senda hveijum einstaklingi tékka, afhenda hveijum borgara hlutabréf, sem hann fengi árlega arð af, eða leggja afgjaldið í sjóð, sem gegndi einhveiju hlutverki í almannaþágu. Auðvitað gæti það einnig runnið í ríkissjóð og verið notað til þess að lækka skatta eða til framkvæmda, sem þyrfti þá ekki að fjármagna með nýjum sköttum. En þessi atriði eru ekki kjarni máls- ins. Hann er fólginn í því, að þeim, sem afhentur er afnotaréttur a 1 fiskistofnunum, sameign þjóðarinn- ar, sé ekki gefinn hann, þeir fái hann ekki ókeypis frekar en aðrir Gylfi Þ. Gíslason „Ef lög-in um fiskveiði- stjórn verða íramlengd til margra ára með þeim ákvæðum óbreytt- um, að eigendur fiski- skipa fái áfram úthlutað ókeypis veiðileyfum, er þeim þar með fenginn mjög varanlegur hag- nýtingarréttur yfir fiskistofnunum, svo varanlegur réttur, að hann nálgast eignar- rétt.“ atvinnurekendur, sem nota auðlind- ir eða eignir annarra. I því er fólg- ið risavaxið þjóðfélagslegt ranglæti. Ýmsir virðast gera sér ljósa þá augljósu staðreynd, að í atvinnulíf- inu eigi enginn að fá neitt gefins, því að þá sé verðmætum sóað, en segja á hinn bóginn, að hugmyndin um gjald af veiðileyfum sé undir núverandi kringumstæðum óraun- hæf. Sjávarútvegurinn hafi einfald- lega ekki efni á slíkum greiðslum. Hér er um f lókið mál að ræða, sem láta verður nægja að fara um fáein- um orðum. Það er í fyrsta lagi rangt, að afkoma allra útgerðarfyr- irtækja sé þannig, að þau hafi ekki .efni á greiðslu gjalds fyrir þann rétt, sem þau fá með veiðileyfunum. Þessu til staðfestingar eru þau við- skipti, sem eiga sér stað með veiði- leyfi, og það verð, sem fyrir þau er greitt, sem og sú verðhækkun skipa, sem orðið hefur og verður vegna leyfanna, sem þeim fýlgja. Hví skyldu útgerðarmenn raunar sækjast jafnfast og raun ber vitni eftir nýjum skipum, ef ekki væri veruleg hagnaðarvon af rekstri þeirra? Mikilvægara er þó hitt, að engum, sem mælt hefur með því, að þeim, sem fá veiðileyfi, verði gert að greiða fyrir þau gjald, hefur dottið í hug, að réttmæts gjalds verði krafizt að óbreyttu gengi. Hugmyndin um veiðigjald er ein- mitt nátengd hugmynd um breytta gengisstefnu, sem miði að heildar- jafnvægi í þjóðarbúskapnum, en ekki við það að halda sjávarútvegin- um á floti. Slíkt er öðrum útflutn- ingsgreinum til mikillar óþurftar, einkum þegar svo er komið, eins og nú á sér stað, að rekstur sjávar- útvegsins er mjög óhagkvæmur. Flotinn er alltof stór, kannski jafn- vel allt að helmingi of stór. Hug- myndin um veiðigjald er einn þáttur í nýrri stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. í umræðunum undan- farið hefur verið sýnt fram á, að sú gengislækkun krónunnar, sem tengjast þyrfti veiðigjaldi, þyrfti ekki að leiða til varanlegrar kjara- skerðingar, heldur gæti veiðigjaldið þvert á móti leitt til kjarabóta, þeg- ar fram í sækti, og jafnframt til minnkunar f lotans og lægri útgerð- arkostnaðar. IV. I því felst fullkomið ósamræmi, ef Alþingi kveður enn á um, að fiskimiðin séu eign alþjóðar, en af- hendir síðan áfram fiskiskipaeig- endum ókeypis afnotarétt af fiski- stofnunum, þannig að þeir skili engum beinum arði til þjóðarheild- arinnar. En þetta er í raun og sann- leika aðeins önnur hlið þess vanda, sem tengist fiskveiðistefnunni og stjórnmálamenn og þjóðin öll þurfa að gera sér fulla grein fýrir og taka afstöðu til. Hin hliðin er fólgin í því, að fiskveiðistefnan verður að þjóna því markmiði að minnka flot- ann mjög verulega, auðvitað ekki í einu vetfangi, heldur smám saman. Sumir virðast enn telja, að því marki sé hægt að ná með tilskipun- um stjórnvalda og afskiptum banka og fjárfestingarsjóða. Þá væri treyst á miðstýringu opinberra að- ila. Þótt undarlegt megi virðast, eru ýmsir talsmenn þessa einmitt aðil- ar, sem á öðrum sviðum eru — al- veg réttilega — eindregnir andstæð- ingar opinberrar miðstýringar. Því miður verður það að segjast, að reynslan af opinberum afskiptum, bæði ríkisvalds, banka og fjárfest- ingarsjóða, af þróun fiskiskipaflot- ans er einmitt dæmi um mikil mis- tök. Flotinn hefur jafnvel haldið áfram að stækka, eftir að allar fisk- veiðar voru bundnar leyfum og öll- um mátti vera ljóst, að flotinn var alltof stór. Þessar staðreyndir sýna, að á opinbera aðila verður ekki treyst í þessum efnum. Hér verða heilbrigð markaðsöf 1 að fá að koma til sögunnar. Og það getur einungis orðið með þeim hætti, að einstakl- ingar keppi um það að fá úthlutað veiðileyfum með því að bjóða í þau eða greiða tiltekið gjald fyrir þau, þannig að útgerðin safnist smám saman á hendur þeirra, sem geta rekið hana með hagkvæmustum hætti og treysta sér um leið til þess að skila þjóðarheildinni þeim arði af auðlindinni, sem þeir fá að hag- nýta, og þjóðin á rétt á að fá bein- ar tekjur af. Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra og prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.