Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 George predikari Foreman lýstur signrvegari. HNEFALEIKAR Predikarinn rotar til dýrðar drottni Reuter Barbara Stanwyck (mynd frá 1952). HOLIYWOOD Barbara Stanwyck látin Leikkonan Barbara Stanwyck lést á laugardag, 82 ára að Gamla hnefaleikatröllið Ge- orge Foreman er enn að þótt kominn sé af léttasta skeiði. Þessa dagana er það ekki frægðarinnar og framans vegna, heldur drottni til dýrðar. Foreman, sem var einn mesti rotari hnefaleikanna á sínum tíma, gengur nú undir við- urnefninu „predikarinn“ og renna hnefaleikatekjur hans að mestu í trúboðsstarfið. Fyrir skömmu mætti hann öðr- . um fyrrum frægum kappa, Gerry Cooney, í Atlantic City. Atti viður- eign þeirra að standa í mesta lagi tíu lotur. En það tók Foreman aðeins tvær að ganga frá Cooney og sýndi sá gamli að hann hefur litlu gleymt. Að minnsta kosti man hann enn hvernig á að kýla fast. Eftir að hafa verið tvíkýldur í gólfið vissi Cooney hvorki hvað hann hét eða hvar hann var stadd- ur, hvað þá hvaða dagur var, þótt hann staulaðist á lappir. Var Cooney á leið í gólfið í annað sinn. keppnin því stöðvuð og Foreman lýstur sigurvegari. aldri. Hún skipaði sér á bekk með helstu leikkonum Hollywood, svo sem Bette Davis og Joan Crawford, á fjórða og fimmta áratugnum. Þekktust var hún fyrir leik sinn í hlutverkum kvenna, sem láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna, til að mynda lék hún Phyllis Dietrichson í myndinni Double Indemnity (Tvö- faldar bætur) frá árinu 1944, sígildri mynd um slægð, græðgi og óskammfeilni. Leikkonan fæddist 16. júlí árið 1907, var skírð Ruby Stevens, og ólst upp við fátækt í Brooklyn í New York. Þegar hún var þriggja ára gömul lést móðir hennar eiftir að hafa orðið fyrir árás óþekkts manns úti á götu. Faðirinn yfirgaf fjölskylduna stuttu síðar. Eldri systirin starfaði sem sýningar- stúlka og lét Ruby í fóstur. Ruby hætti í skóla þrettán ára gömul og eftir f lakk á milli vinnustaða komst hún í söngflokk á skemmtistað í New York. Fljótlega uppgötvaði leikstjórinn Willard Mack hana og þegar hún var nítján ára fékk hún sitt fyrsta hlutverk á Broadway. Alls lék hún í 84 kvikmyndum og hlaut sérstök Óskarsverðlaun árið 1982 fyrir framúrskarandi Ieikferil. STJÓRNUNARHáMSKEIfl Á námskeiðinu verður fjallað um m.a.: ★ Stlírnunarskrefin og notkun þeirra. ★ Hvatnlngu og hvernig við getum byggt upp storfsábyrgð. ★ Skoðanaskipti - Hvernig við komum hugmyndum okkar til skila. ★ 11 byggia upp Ifilk - Tilgang starfsins. ★ Valddreifinpu sem tæki til að ná æskilegum árangri. ★ Skapandi hugmyndaflug sp tínastjinui. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT Innritun og upplýsingar I síma 82411 Excel á Macintosh Næsta námskeið heist 29.janúarkl. 16.00 Tölvu- og verkfræBiþjónustan Sími: 68 80 90 o STJORIMUIMARSKÖLINN Konrað Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin’ HÓTELSTJÓRNUN Sérhæft nám í stjórnun hótela og veitingahúsa Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi undanfarín ár, Qölgun veitinga- og gistíhúsa og aukín samkeppni þeirra kallar í auknum mælí á hæft fólk í stjórnunarstöður. 140 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTl m m Cf)0) lOHORR ELLEN BARKIN ELIZABEIH McGOVERN FOREST WHITAKER 0 G MORGAN FREEMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.