Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 29 Bergþóra S. Þorbjarnar- dóttir - Minning Amma okkar, Bergþóra Sólveig Þorbjarnardóttir, lést þann 4. janúar sl. á Droplaugarstöðum, þar sem hún dvaldi síðustu tvö ár ævinnar. Okkur systkinin langar að minnast hennar með örfáum orðum. Amma Begga giftist Karli V. Runólfssyni 3. apríl 1926, en hann lést árið 1970. Eign- uðust þau tvö börn, Þorbjörn sem kvæntur er Svölu Sigurðardóttur og eiga þau þrjár dætur, og Kristrúnu sem gift er Ásmundi Bjarnasyni og eiga þau sex börn. Bamabömin era í dag orðin 23. Við munum alla tíð minnast henn- ar þar sem hún er að snúast í kring- um okkur og vill allt fyrir alla gera. Aldrei heyrðum við hana hækka róm- inn, hún var alltaf jafn blíðlynd og róleg. En sælla er að gefa en þiggja, það sannaðist á ömmu Beggu, því þegar hún fór að eldast og við vildum rétta henni hjálparhönd, þótti henni alltaf of mikið fyrir sér haft. Hún amma Begga var alltaf frá og létt á fæti og hafði lengi yndi af góðum göngutúmm. Það var alveg ótrúlegt að horfa á eftir henni 85 ára gamalli þegar hún gekk um ganga í Seljahlíð, þar sem hún bjó um tíma og sögðu starfsstúlkurnar, að það væri líkast því að þama færi komung manneskja svo hratt fór hún. Þó svo að byrði aldurs legðist á hana andlega þá hélt hún alla tíð reisn sinni. Amma var alltaf mjög vinnusöm og ákaflega myndarleg í höndunum og víða má finna eftir hana handa- vinnustykkin, jafnt á veggjum sem gólfum. Hver man líka ekki jólakök- una og pönnukökurnar sem alltaf vom jafn fallegar og vinsælt var það þegar amma Begga hafði meðferðis stóran stafla af pönnukökum í af- mæli elstu barnabamanna. Við systkinin stöndum öll í þakkar- skuld við ömmu Beggu fyrir allt það góða sem hún hefur fyrir okkur haft, og þá ekki síst þau sem áttu hjá henni annað heimili á meðan á skóla- göngu stóð, þar sem við áttum heima á Húsavík. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu haltu þá bestu, blessað orð hans, sem boðast þér, í bqosti og hjarta festu. (H.P.) Við kveðjum elsku ömmu. Bless- uð sé minning hennar. Dótturbörnin frá Húsavík. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR KARLSSON trésmiður, ' Vallhólma 16, er látinn. Fanney Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, MAGNÚS PÁLSSON, Drekavogi 6, lést í Landakotsspítala aðfararnótt 23. janúar. Helgi Þór Magnússon, Elín Magnúsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR J. AUÐUNSSON, Grenstanga, Austur-Landeyjum, lést í Sjúkrahúsi Selfoss aðfaranótt 23. janúar. Þuriður Ingjaldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför föður okkar og tengdaföður, ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, Austurgötu 38, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þórður Ásgeirsson, Pétur Ásgeirsson, Vigdfs Ásgeirsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Gunvör Ásgeirsson, Halldór Svavarsson, Ólafur Pétursson. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR KVENNA ATHVARF Munið félagsfundinn í Hlaðvarpanum á morgun, fimmtudag, kl. 20.15. Samtök um kvennaathvarf. KENNSLA Þýskunámskeið Germaníu hefjast á ný mánudaginn 29. janúar 1990. Kennsla verður sem hér segir: Byrjendur Framhald I Framhald II Framhald III Framhald IV Framhald V Framhald VI a) Framhald VI b) Kennt verður í 2. hæð. Upplýsingar eru gefnar í síma 10705 og á kvöldin í sfma 13827. Nýir þátttakendur velkomnir í alla hópa. mánud. fimmtud. miðvikud. mánud. þriðjud. fimmtud. þriðjud. mánud. Lögbergi kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. 20.15-21.45 18.45-20.15 19.00-20.30 18.45-20.15 19.00-20.30 20.15-21.45 18.45-20.15 18.45-20.15 Háskóla Islands, LÖGTÖK Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 10.-12. greiðslutímabili með ein- dögum 15. hvers mánaðar frá nóvember 1989 til janúar 1990. Reykjavík, 22. janúar 1990. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunarhúsnæði til leigu við Laugaveg Við neðanverðan Laugaveg er til leigu stórt verslunarhúsnæði. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 27770. Atvinnuhúsnæði - Hafnarfjörður Til leigu um 130 fm atvinnuhúsnæði á 1. hæð á góðum stað við Hjallahraun. Mikil lofthæð og hentar húsnæðið því vel fyrir iðnað eða lager. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 53176. SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Hafnfirðingar Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldið fimmtu- daginn 25. janúar kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Spiluð verður félagsvist. Kaffiveitingar. Hittumst hress á nýju ári. Stjórnir félaganna. Kópavogur - opið hús Opið hús verður í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, miðvikudaginn 24. janúar frá kl. 17.00-19.00. Frambjóðendur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórna- kosninga mæta. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin. Akurnesingar - nú blótum við þorra Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi gengst fyrir sinu árlega þorrablóti föstudaginn 26. janúar kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu við Heiðargeröi. Framreiddur verður „gómsætur" þorramatur ásamt glensi og grini. Verði er stillt i hóf. Þátttaka tilkynnist til Óla Grétars eða Sibbu fyrir kl. 18.00 fimmtudag, Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. Dalvíkingar Fundur um bæjarmálefni verður haldinn í Bergþórshvoli laugardaginn 27. janúar kl. 16.00. Frummælendur verða bæjarstjóri og bæjarfull- trúar. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Dalvíkur. Þorrablót sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Þorrablót verður haldið á vegum sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík - Varðar, Heimdall- ar, Hvatar og Óðins, í Valhöll - laugardag- inn 27. janúar næstkomandi. Gestur þorrablótsins verður Davíð Odds- son, borgarstjóri. Miðasala og miðapantanir verða á skrif- stofu Sjálfstæöisflokksins í Valhöli, Háaleit- isbraut 1, sími 82900, 23.-26. janúar frá kl. 9.00-17.00 alla daga. Húsið opnað kl. 19.00 og verður þorraborð- ið tilbúið kl. 20.00. Sjálfstæðisfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Eigum saman ánægjulega kvöldstund. Vörður, Heimdallur, Hvöt og Óðinn. ----------9--------------------------------------—------------ Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi Opið prófkjör sjálfstæðismanna vegna væntanlegra bæjarstjórna- kosninga vorið 1990 verður haldið laugardaginn 3. febrúar nk. og hefst kl. 10.00 árdegis f Hamraborg 1, 3. hæð. Kjörfundi lýkur kl. 22.00 sama kvöld. Þátttaka I prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæð- isflokksins sem eiga munu kosningarétt i Kópavogi á kördegi, svo og öllum fullgildum félagsmönnum sjálfstæðisfélaganna f Kópa- vogi, sem búsettir eru í Kópavogi og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Kosning fer þannig fram, að kjósandi merkir við nöfn hvorki fleiri né færri en 6 manna, með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda á prófkjörsseðlinum og tölusetja þá í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboöslistann. Þessir frambjóðendur eru i kjöri: Hannes Sampsted, bifreiðasmiður, Löngubrekku 9, Sigurjón Sigurðsson, læknir, Þinghólsbraut 6, Dr. Gunnar Birgisson, verkfræðingur, Austurgerði 9, Birna Friðriksdóttir, skrifstofumaður, Reynihvammi 22, Steinunn H. Sigurðardóttir, verslunarmaður, Hvannhólma 30, Richard Björgvinsson, viðskiptafræðingur, Grænatúni 16, Helgi Helgason, nemi, Lyngheiði 16, Bragi Michaelsson, framkvæmdastjóri, Birkigrund 46, Jón Kristinn Snæhólm, nemi, Sunnubraut 12, Halla Halldórsdóttir, Ijósmyndari, Austurgerði 5, * Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri, Hlaöbrekku 2, Guðni Stefánsson, járnsmíðameistari, Hrauntungu 79, Jóhanna Thorsteinsson, forstöðukona, Ástúni 2, Hjörleifur Hringsson, sölumaður, Skólagerði 39, Guðrún Stella Gissurardóttir, nemi, Hamraborg 36, Kristín Líndal, kennari, Sunnubraut 50, Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri, Lundarbrekku 6, Haraldur Kristjánsson, útvarpsmaður, Kársnesbraut 45, Kristinn Kristinsson, húsasmiðameistari, Reynihvammi 22, Sigurður Helgason, lögfræðingur, Þinghólsbraut 53. Þeir kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördegi geta kosið á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Hamraborg 1, 3. hæð, eftirtalda daga: ‘ 23. janúar kl. 18.00-19.00, 27. janúar kl. 13.00-15.00, 30. janúar kl. 18.00-19.00 og 2. febrúar kl. 18.00-19.00. Kjörstjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.