Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Þrotabú Híbýlis: Athugasemdir gerðar vegna afstöðu bústjóra til nokkurra krafiia Á SKIPTAFUNDI sem haldinn gerðu lögmenn kröfuhafa við það var í þrotabúi Híbýlis hf. í gær athugasemdir á skiptafundinum. gerðu lögmenn kröfiihafa at- Áskildu þeir sér rétt til að afla nýrra hugasemdir vegna afstöðu bú- gagna til stuðnings kröfum sínum. stjóra til nokkurra krafna. Annar A skiptafundi í búinu sem verður á skiptafundur verður haldinn í föstudaginn verða þessi atriði skoð- búinu næsta föstudag, þar sem uð nánar. bústjóíi var Veðurtepptur I Á skiptafundinum var samþýkkt Reykjavík, og verður þá nánar samhljóða að ráða Biynjólf Kjart- farið ofan í saumana á skrá yfir ansson hæstaréttarlögmann skipta- lýstar kröfiir í í búið. '* stjóra búsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá fiindi bæjarstjórnar. Áslaug Einarsdóttir, Alþýðuflokki, Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki og forseti bæjarstjórnar og Sigfús Jónsson, bæjarsljóri. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar: Áætlaðar tekiur bæjarsjóðs á næsta ári 1,3 milljarðar AFKOMA bæjarsjóðs og flestra stofnana bæjarins var nokkuð góð á síðasta ári, ef frá er talin Hitaveita Akureyrar ög KrossanesVerksmiðj- an, sem varð fyrir tveimur meiriháttar áföllum á árinu þegar haust- vertið brást og verksmiðjan stórskemmdist í eldi á gamlársdag. Staða einstakra bæjarfyrirtækja við bæjarsjóð í árslok 1989 var mismun- andi, vatnsveita átti inneign upp á 34,7 milljónir, rafveitan átti 1,3 miiyónir, en hitaveitan skuldaði 400 þúsund, hafiiarsjóður 10,3 milljón- ir, framkvæmdasjóður 17,5 milljónir og féíagslegar íbúðarbyggingar skulduðu 40,3 milljónir króna. í heild skulduðu því bæjarfyrirtæki og stofnanfy með sjálfstæðan fjárhag bæjarsjóði 32,5 milljónir króna. Þetta kom fram í máli Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra á fiindi bæjarsfjórnar Akureyrar i gær, en þá var fjárhagsáætlun fyrir þetta ár lögð fram til fyrri umræðu og gerði hann þá jafnframt grein fyrir afkomu síðasta árs. Heildarkröfur í búið nema 235 milljónum króna, en Ásgeir Pétur Ásgeirsson skiptaráðandi hjá bæjar- fógetaembættinu á Akureyri sagði ljóst að sú tala væri of há þar sem surnum kröfum væri tvílýst. Þá sagði Ásgeir nokkra óvissu ríkja vegna þess að fyrirsjáanleg væru málaferli einhverra kröfuhafa í kjöl- far gjaldþrotsins, m.d. Akureyrar- bæjar. Alls voru 163 kröfum lýst í búið. I skrá yfir lýstar kröfur kemur fram að skiptastjóri hefur hafnað þó nokkuð mörgum kröfum í búið og Kvenna- listinn býð- urfram KVENNALISTINN ætlar að bjóða fram lista til bæjarstjórnar- kosninganna á Akureyri í vor. Þetta var ákveðið á fundi sem haldinn var um helgina. Hólmfríður Jónsdóttir, ein þeirra- sem að framboáinu standa, sagði að einhugur hefði ríkt á fundinum þar sem framboðsmálið var rætt og undirtektir hefðu verið góðar þannig að ákveðið hefði verið að bjóða fram. „Við höfum fengið til liðs við okkur ungar og dugmiklar konur í fremstu víglínu svo við erum nokkuð bjartsýnar," sagði Hólmfríður. Ahersla verður lögð á atvinnumál kvenna, að sögn Hólmfríðar. Kvennalistakonur ætla að funda aftur í Húsi aldraðra á Akureyri 30. janúar næstkomandi og sagði Hólm- fríður að á þeim fundi gæti komið til greina að efna til skoðanakönn- unar vegna uppstillingar á lista. Fyrir kosningar árið 1982 var boðið fram í nafni Kvennaframboðs- ins og náðu þá tveir fulltrúar inn í bæjarstjóm. IHngmi" í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁOHÚSTORGI Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði tæplega 1,3 milljarðar. Rekstr- argjöld eru áætluð 918,3 milljónir króna, fjármunatekjur og gjöld 78,8 milljónir, gjaldfærður kostnaður 131,4 milljónir og þá er áætlað að 170,3 milljónir verði færðar á eigna- breytingar. Útsvarstekjur bæjarsjóðs nema 744 milljónum króna, en bæjarstjórn hef- ur samþykkt að útsvar ársins 1990 verði 7,2%, sem er sama álagningar- prósenta og var á árinu 1989. Að- stöðugjöld eru áætluð 223,2 milljónir króna, en um áramót tóku gildi ný lög um tekjustofna sveitarfélaga þannig að sveitarstjórnir geta ákvarðað aðstöðugjöld atvinnugreina allt að hámarki 1,4% af aðstöðu- gjaldsstofni. Bæjarráð hefur lagt til að aðstöðugjöld af rekstri flugvéla, verslunar- og fiskiskipa og fiskiðnaði verði 0,75%, 1% af hverskonar iðn- rekstri öðrum og 1,3% af öðrum iðn- rekstri. í ræðu Sigfúsar kom fram að fast- eignagjöld hækka í heild um 26,1% á milli ára, en sé aukinn afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega tekinn með hækka/asteignagjöld um 25,5% á milli ára. Á þessu ári verður nálega 9 milljónum króna varið til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyr- isþega, en allir 70 ára og eldri fá nú 15 þúsund króna lækkun á fast- eignaskatti sem og einnig öryrkjar með tekjur undir viðmiðunarmörk- um. Áætlaðar tekjur af fasteígna- gjöldum eru 268,5 milljónir króna. Aukin þörf á fjárhagsaðstoð Hvað útgjaldalíðina varðar sagði Sigfús, að rekstrargjöld til félags- mála hækki nokkuð umfram verð- lagsforsendur, þar mætti nefna að fjárhagsaðstoð til fjölskyldna og ein- staklinga yrði að hækka nokkuð til að mæta þörfinmi, niðurgreiðsla á dagvistum eirmtæðra foreldra myndi einnig hækka og þá væri reiknað með að ný dagvist tæki til starfa í sumar. Loks er áætluð nokkur hækk- un á framlagi til félagslegra íbúðar- bygginga, eða úr 25,6 milljónum í 40 milljónir. Áætlað er að veija 18,3 milljónum til heilbrigðismála. Sigfús sagði að áætlað hefðí verið að liðurinn heil- brigðismál myndi falla að mestu nið- ur, en samkvæmt samkomulagi sem gert var átti ríkið að greiða tann- lækningar skólatannlækna, en það samkomulag hafi verið svikið og sveitarfélögin neydd til að greiða þriðjung tannlæknakostnaðar í stað helinings áður. 30% hækkun á framlagi til menningarmála Til fræðslumála verður varið 165,3 milljónum króna og lagt er til að framlög til menningarmála hækki um meira en 30% á milli ára vegna aukinna verkefna. Þar má nefna sýn- ingarhald og hugsanleg hátíðarhöld vegna 1100 ára byggðar í Eyjafirði, frágang á listaverki í göngugötu, framlag til kammersveitar og fleira. Ráðgert er að veija tæplega 60 millj- ónum til menníngarmála. Ekki er gert ráð fyrir nýjungum í rekstri á sviði umhverfismála, en þó er reiknað með allnokkurri hækk- un á kostnaði vegna unglingavinnu. Tillaga er gerð um tvö sérverkefni, annars vegar undirbúningur að nýju tjaldsvæði og hins vegar endurbætur á húsnæði Náttúrufræðistofnunar Norðurlands. Samkvæmt fjárhagsá- ætlun verður 72 milljónum króna varið til umhverfismála. Vegna nýrra laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga verður breyting á fjárveitingum til íþrótta- og æskulýðsmála, því bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla'og til almenningsnota verður í verkahring sveitarfélaga. Til þessa málaflokks verður varið 37,5 milljón- um króna. Gert er ráð fyrir 20,2 milljónum króna til eldvarna og öryggismála. Viðræður hafa farið fram við Flug- málastjórn um sameiningu slökkvi- liða bæjarins og flugvallarins í nýrri slökkvistöð við f lugvöllinn og er gert ráð fyrir fjárveitingu til undirbúnings vegna byijunarframkvæmda við þá slökkvistöð. Um 30% hækkun á milli ára verður til skipulags- og bygg- ingamála, m.a. vegna kaupa á eign- um vegna skipulags. Framlag til Fram- kvæmdasjóðs hækkað úr 2 milljónum í 17,5 Rekstrarkostnaður varðandi götu og holræsi verður í svipuðu horfi og verið hefur, en lagt er til að veruleg aukning verði á framkvæmdafé til viðhalds, endurbyggingar og ný- bygginga gatna og holræsa, og fer upphæðin úr 42 milljónum í 70. Framlag til framkvæmdasjóðs hækk- ar verulega á milli ára samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun, eða úr 2 milljónum í 17,5, en sjóðurinn er í verulegri skuld við bæjarsjóð. í máli Sigfúsar kom fram að sjóðurinn yrði með éinum eða öðrum hætti að veita fyrirtækjum í eigu bæjarins lið- sinni og nefndi þar Krossanes og ístess sem dæmi. Þá sagði hann einn- ig að sjóðurinn gæti að sjálfsögðu af lað sér viðbótarfjár með sölu hluta- bréfa ef á þyfti að halda. Rekstur Strætísvagna Akureyrar verður í svipuðu horfi og á síðasta ári, nema hvað nokkrar breytingar verða sem rýrt geta tekjur vagn- anna. Akstri skólabarna í Glerár- hverfi í Sundlaug Akureyrar verður hætt með tilkomu nýrrar sundlaugar við Glerárskóla. Gert er ráð fyrir að rekstur vagnanna kosti 16,9 milljón- ir króna á þessu ári. Til nýframkvæmda verður varið 259 milljónum króna, en við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var ekki gerð tillaga um skiptingu fjárins. Sigfús sagði að þó væri ljóst að nokk- ur verkefni væru bundin samningum, lögum eða fyrri ákvörðunum og nefndi þar m.a. framlag til bygging- ar og stofnbúnaðar VMA, 67,2 millj- ónir, og 14,5 milljónir til FSÁ. Einn- ig framlag til að ljúka byggingu dagvistar við Þverholt og til bygging- ar þjónustukjarna fyrir aldraða við Víðilund. Þá væri gert ráð fyrir kostnaði vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar á flugvelli og til véla- kaupa og íþróttamannvirkja. Vaxtagreiðslur hitaveit- unnar 240 milljónir Tekjur Hitaveitu Akureyrar eru áætlaðar 415 milljónir króna, af þeirri upphæð fara 84 milljónir í rekstur og 40 milljónir í stofnbúnað, Vaxtagreiðslur verða rúmlega 240 milljónir króna og sagði Sigfús að ef allar forsendur stæðust yrðu 3£ milljónir króna afgangs til að greiða afborganir af lánum, sem alls nema 3,2 milljörðum króna. Tekjur hitavei- tunnar væru hins vegar óvissu háð- ar, þar skipti veðurfar máli, viðbrögð notenda við breyttri gjaldskrá og óvissá um meðferð virðisaukaskatts gagnvart hitaveitum, þróun gengis og vaxta erlendis skípti einnig máli. Sigfús sagði að erlendar skuldir veitunnar hafi hækkað að raungildi um 60—70 milljónir á árinu. Skuldir veitunnar hækkuðu á síðasta ári úr 2,5 milljörðum í'tæplega 3,2 millj- arða, eða um 27,1%. Margt hafi hins vegar verið gert til að hagræða í fjármálum veitunnar á liðnum árum, m.a. árangursríkt markaðsátak, lagning hitaveitu í Gerðahverfi II og skuldaskipti á lánamörkuðum, en vegna þess hve vel hefði verið spáð í spilin á erlendum lánamörkuðum, sagði Sigfús, að skuldir veitunnar væru 40 milljónum krónum lægri en ella. Nýir lánasamningar hefðu og skilað lægri vöxtum og væru meðal- vextir veitunnar nú um 7%. Hvað aðrar veitur í eigu bæjarins varðar, eru tekju Rafveitu Akureyrar áætlaðar 416 milljónir króna á þessu ári. Útgjöld hennar skiptast þannig að raforkukaup eru áætluð 303 millj- ónir, rekstur 65 milljónir og 48 millj- ónum verður varið til framkvæmda og stofnbúnaðar. Tekjur vatnsveitu eru áætlaðar 90 milljónir króna, en af þeirri upphæð fara rúmlega 34 milljónir til rekstrar og viðhalds kerfisins, en rúmlega 55 milljónir til eignabreytinga. Þá er lagt til að 42 milljónir fari til eigna- breytinga og vélakaupa, en 13 millj- ónir verði geymdar til ráðstöfunar síðar. Fjárhagur beggja veítnanna ertraustur, skuldir vatnsveitu nánast engar og rafveitu engar. 41,3 milljónir til framkvæmda hjá Akureyrarhöfti Áætlað er að tekjur Akureyrar- hafnar á árinu 1990 verði 62,8 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að stjómunarkostnaður og hafnarvarsla kosti 17 milljónir, rekstur hafnar- mannvirkja, hafnarbáta og tækja verði 13 milljónir og fjármagnsgjöld nettó verði 10,3 milljónir. Aðallega eru þar um að ræða vexti og gengis- mun af erlendu láni sem hafnarbóta- sjóður lagði fram 1988 til að flýta greiðslu ríkisframlaga vegna fram- kvæmda við fiskihöfn, en samþykkt var að bærinn greiddi 50% fjár- magnskostnaðar. Áætlað er að 22,4 milljóna króna tekjuafgangur hafnarsjóðs fari til eignabreytinga og að viðbættu ríkis- framlagi að upphæð 18,9 milljónir eru til ráðstöfunar 41,3 milljónir króna. Ráðstöfun þeirrar upphæðar er þannig, að 8 milljónir fara til af- borgana á framkvæmdalánun, en 33,3 milljónir til framkvæmda og eignakaupa. Helstu framkvæmdir verða lagning malbiks á svæði fiski- hafnar og frágangur á enda slipp- kants. Helstu eignakaup eru lóða- og húsakaup vegna uppbyggingar vöruhafnar syðst á Oddeyrartanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.