Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 UTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. FLEX - O - LET Tréklossar Tréklossarnir með beygjanlegu sólunum nú aftur fáanlegir. GEíSiP H I samræmi við ákvarðanir hluthafa- fundar 26. júlí 1989 er boðað til aðal- fundar Alþýðubankans hf. árið 1990. Verður fundurinn haldinn á Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 27. janúar nk. og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 32. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Tillaga um samþykktir fyrir félagið. Breytingar á fyrri samþykktum felast í breyt- ingum á tilgangi og starfsemi félagsins, sem lúta að því að félagið hætti bankastarfsemi og verði eignarhaldsfélag, m.a. um hlutabréf í Islandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafa- fundar 26. júlí 1989, varðandi kaup á hluta- bréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og samruna r-ekstrar Alþýðubankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnur mál löglega upp borin. 4. Tillaga um frestun fundarins. Stjórn félagsins boði til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði í síðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar 1990. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra á Laugavegi 31, 3. hæð frá 24. janúar nk. Tillögur sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 23. janúar nk. Reykjavík 12.janúar 1990. Stjórn Alþýðubankans hf. KteáWÉmi? Lög um virðis- aukaskatt flókin Borgarstjóri sagði í ræðu sinni við fyrri um- ræðu um fjárhagsáaetlun Reykjavíkurborgar, að enn væri margt á huldu um framkvæmd laga um virðisaukaskatt, sem tóku gildi núna um ára- mótin, þrátt fyrir fjálg- legar yfirlýsingar um þá einföldun, sem breyting- in úr söluskatts- í virðis- aukaskattkerfi ætti að hafe í för með sér. „Eitt af því fáa,“ sagði hann, „sem hefer skýrst í öllum umræðunum um virðis- aukaskattinn er, að fram- kvæmdin verður flóknari en okkar óbrigðulu böl- sýnismenn óttuðust og tekjur ríkissjóðs af lög- bundnum verkefeum sveitarfélaga fera að líkindum langt fram úr björtustu vonum Qár- málaráðherrans." Kostnaðar- auki sveitarfé- Davíð Oddsson, borgar- stjóri. Ólafur Ragnar Grimsson, Qármálaráðherra. laga bætti Borgarstjóri síðan við: „Fjármálaráðherra laut að litlu tíl að byija með eins og svo margir þurfe að gera, sem helst vi\ja vinna störf sín í friði á meðan aðrir sofe, og taldi telgumar af virðis- aukaskatti á sveitarfélög- in tæplega ná máli í um- ræðunni um tekjuöflun rikissjóðs og verða í mesta fegi á bilinu 100 til 200 miHjónir króna, en ekki er ofsagt, að hann hafi risið upp með þótta þegar það sem sveitarstj órnarmenn söknuðu, fennst hjá hon- lun. Fjármálaráðherra var nefoilega bent á, að virðisaukaskatturinn myndi hafe aUt að eins milljarðs kostnaðarauka í för með sér fyrir sveit- arfélögin í landinu og þegar síðast fréttist var íjármálaráðherra búinn að gangast við um það bil 600 miiyónum króna af þeirri fjárhæð. Rétt er að taka fram, að til grundvalfer útreikning- um Sambands islenskra sveitarféfega og þá um Virðisaukaskattur kost- ar sveitar- félögin milljarð Álagningarhlutfall útsvars í Reykjavík hefur verið óbreytt frá því að stað- greiðsla skatta var tekin upp, en á sama tíma hefur ríkisvaldið stóraukið skatt- heimtu sína. Að þessu vék Davíð Odds- son, borgarstjóri, í umræðum um fjár- hagsáætlun Reykjavíkur í borgarstjórn á dögunum og er staldrað við ummæli hans í Staksteinum í dag. Einnig er greint frá sjónarmiðum borgarstjóra varðandi virðisaukaskattinn, en talið er að upptaka hans muni hafa í för með sér kostnaðar- auka fyrir sveitarfélögin í landinu sem nemur um einum milljarði króna. leið allra sveitarstjómar- manna í fendinu, lágu niðurstöðutölur Hagstofu ísfends — eða kannski væri nær að segja ráðu- neytis hagstofuráðherra — um áhrif virðisauka- skattsins á vísitölu bygg- ingarkostnaðar hvað varðar aðrar byggingar en íbúðarhúsnæði. Sam- kvæmt niðurstöðum Hagstofennar hækkar byggingarkostnaður af öðru húsnæði en ibúðum um 10% við það, að virð- isaukaskattur kemur í stað söluskatts. Þær fréttir, sem borist hafe siðan vitnaðist um út- reikninga Hagstofennar, benda til, að hækkunar- áhrif virðisaukaskattsins séu síst ofinetin, en ný- legar upplýsingar um gjaldskrár vöruflutn- ingabíla og vinnuvéfo benda til meiri hækkunar vegna virðisaukaskatts en gert var ráð fyrir. Hvað sem því líður þá benda lauslegir útreikn- ingar til þess, að kostnað- arauki borgarsjóðs vegna virðisaukaskatts- ins verði 400 til 500 miUj- ónir króna.“ „Skattalækk- anir“ fjár- málaráðherra Borgarstjóri sagði síðan að sér hefði aldrei verið fyllilega ljóst það hagræði, sem talsmenn virðisaukaskatts hefðu lagt áherslu á, að fylgdi þessu flókna fyrirbæri. Jafiiframt væri býsna hart að eiga það undir geðþótta ráðherra hveiju sinni, hvaða lög- bundin verkefiii sveitar- félaganna skyldu undan- þegin þeim sérstöku álögum, sem fælust í skattinum. „Kostulegast var þó,“ sagði borgar- stjóri, „að fylgjast með fjölmiðlaumræðuimi um skattalækkanir fjármála- ráðherrans, en af um- fjöllun fjölmiðlanna varð ekki annað ráðið en að áform ráðherrans um að hækka hlutfidl virðis- aukaskatts úr 22% i 26% fælu í sér varanlegar kjarabætur. HlutfaUið varð sem kunnugt er 24,5% og til þess að Qár- máferáðherra njóti nú einu sinni sannmælis má segja, að honum hafi orð- ið nokkuð ágengt og jafii- vel slegið sjálfen forsæt- isráðherrann út í því að snúa við staðreyndum, þar sem minnisleysi bar hvergi á góma í málflutn- ingi fjármáforáðherr- ans.“ Óbreytt útsvar í Reykjavík Síðar i ræðu sinni vék borgarstjóri að áfegning- arhlut&Ui útsvars í borg- inni: „Ákvörðun um 6,7% útsvar í staðgreiðslu er ákvörðun um óbreytt hlutfeU frá 1988, fyrsta ári staðgreiðslunnar. Á sama árabili hefiir ríkið hækkað hlutfell tekju- skatts í staðgreiðslu úr 28,5% í 32,8%, eða um 4,3 prósentustig. Þessi hækkun samsvarar um 2.200 mil\jóna króna auk- inni skattheimtu á þessu ári, og skattbyrðin í stað- greiðslu heftir aukist um 10,1% á sama árabiU og borgarstjóm Reykjavík- ur hefur haldið útsvarinu óbreyttu. Jafiiframt hef- ur ríkið stórhækkað eignarskatta á liðnum árum og nú undanferið hafe dunið yfir lands- menn hækkanir á ýmsum þjónustugjaldskrám ríkisins um fleiri hundr- uð og jafiivel þúsund pró- sentustig. Eftír þessu ættu for- svarsmenn atvinnurek- enda og founþega að taka, og raunar fends- menn allir, þegar ráð- herrar með oddvita sinn í broddi fylkingar tala um, að borgaryfirvöld Reykjavikur hafi verið að vinna skemmdarverk á samningstilraunum um svokaUaða núll-lausn, þegar þau ákváðu hækk- un á raforkuverði í sam- ræmi við verðlagsbreyt- ingar og lýstu því jafii- framt yfir, að þau væm reiðubúin til að lækka gjaldskrána, ef verðlags- forsendur breyttust með nýjum kjarasamning- LAN GTIMASPARNAÐUR Hvemig er best að ávaxta 455 þúsund krónur í nokkur ár? Ef þú geymir 455 þúsund krónur á 8% vöxtum yfir veröbólgu muntu eiga 1 milljón eftir 10 ár. (Reyndar tæpar 4 milljónir með verðbótum ef verðbólgan helst 15% öll árin!) Eftir 20 ár verður upphæðin orðin 2,1 milljón aukverðbóta. Sjóðsbréf 1 hjá VÍB eru örugg, gefa nú 9-9,5% ávöxtun yfir lánskjaravísitölu og það er auðvelt að selja þau aftur. Sjóðsbréf 4 hjá VIB gera þér kleyft að njóta hárrar ávöxtunar af hlutabréfum. Avöxtun þeirra er 9,5-10,5% yfir lánskjaravísitölu. Vertu velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.