Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 7 Borgarrað: Engar viðræður við ráðherra um fæðingarheimilið TILLAGA minnihlutans í borgarráði um að taka upp viðræður við heilbrigðisráðherra um leigu eða kaup á Fæðingarheimilinu við Þorfinnsgötu hefur verið felld í borgarráði. í bókun Elínar G. Ólafsdóttur vegna þessa kemur meðal annars fram, að stífni og ósveigjanleiki hafi einkennt framgöngu meiri- hlutans vegna leigu á hluta fæð- ingarheimilisins. „Þetta er stað- reynd þrátt fyrir brýna og aug- ljósa þörf fyrir aukið fæðingar- rými í borginni. Einnig hefur margoft komið fram að full þörf er fyrir aðgang Borgarspítalans að skurðstofu á fyrstu hæð.“ Þess vegna lagði minnihlutinn til að gengið yrði til viðræðna við Engin athuga- semd við Hótel Eimskip ENGAR athugasemdir bárust eftir átta vikna kynningu á breyttu deiliskipulagi á lóð Eim- skipafélags Islands við Skúla- götu, þar sem fyrirhugað er að reisa Hótel Eimskip. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir stærri byggingu á lóðinni en sam- þykkt skipulag sagði til um. Breyt- ingin var lögð fram og kynnt í átta vikur hjá borgarskipulagi Reykjavíkur eins og lög gera ráð fyrir og bárust engar athugasemd- ir frá nágrönnunum. Á fundi borg- arráðs í gær var samþykkt að vísa fyrirhuguðum breytingum til skipulagsstjórnar til staðfestingar. Námskeið haldið fyrir atvinnu- lausa SAMÞYKKT hefur verið í borg- arráði tillaga atvinnumála- nefndar um að Námsflokkar Reykjavíkur standi fyrir nám- skeiði fyrir þá, sem eru á at- vinnuleysisskrá. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvers konar námskeið verður í boði og var tillögunni vísað til gerð fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna nám- ráðherra um kaup eða leigu á húsinu. Með einhveijum hætti verður því að leita leiða til að hýsa fæðandi konur í Reykjavík og leysa þar með úr brýnni þörf. í bókun meirihlutans kemur meðal annars fram að: „Vegna bókunar Elínar G. Ólafsdóttur er óhjákvæmilegt að taka fram, að tillaga minnihlutaflokkanna byggist á því að borgaryfirvöld gangi á svig við þá samninga sem gerðir hafa verið. Slíkt getur ekki gengið." skeíðsins geti numið um 3 milljón- um króna, sem skiptist að jöfnu milli Reykjavíkurborgar, atvinnu- leysistryggingasjóðs og félags- málaráðuneytisins. Tjarnargata 3C verður Túngata 12 BORGARRÁÐ hefúr samþykkt tillögu borgarverkfræðings um að Tjarnargata 3C, sem stcndur á Alþingisreit, verði flutt á hluta lóðarinnar við Túngötu 12. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar, gerir skipulag hverfisins ráð fyrir, að leikvöllurinn sem nú er á lóðinni, verði færður innar í hverfið. í stað hans komi- lítill almenningsgarður á lóðunum tveimur á mótum Tún- götu og Garðastrætis, þar sem húsinu í Tjarnargötu er ætlað að vera. Síðari umræða verði 15. febrúar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að síðari umræða um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fari fram í borgarstjórn, 15. febrúar næstkomandi. Næsti fundur borgarstjórnar verður fimmtudaginn 1. febrúar. Kvöldfundir hjá ríkissáttasemj ara VINNU við undirbúning nýrra kjarasamninga á almennum vinnumark- aði var framhaldið í gær í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgartún, en samningafundur hófst klukkan 14. Forsvarsmenn Alþýðusambands- ins og vinnuveitenda fúnduðu áfram í gærkveldi eftir matarhlé og var áfram unnið að því að setja upp dæmi um mögulegt samspil launa, verðlags, vaxta og annarra atriða, sem hægt væri að vinna út frá í samningagerðinni og leggja fyrir aðra aðila sem málið sncrtir svo sem ríkisstjórnina. Forsvarsmenn ASÍ og vinnuveit- enda sátu á fundi til klukkan 22 í fyrrakvöld og aftur í gærmorgun um þær forsendur sem gengið verður út frá í samningagerðinni. Þá voru málin rædd í samninganefnd Al- þýðusambandsins og fulltrúum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var gerð grein fyrir stöðu mála, en náið samráð er milli ASÍ og BSRB um samningagerðina. Ríkisstjórnin ræddi stöðu kjaramála á fundi sínum í gærmorgun. Snjóflóð á vörubifreið ÁTTA snjóflóð féllu á Óshlíðarveg frá þvi um klukkan 19 á mánu- dagskvöld og fram til 20 á þriðju- dagsmorgun. Vörubifreið sem var að flytja rækju frá Bolungarvík til ísafjarðar, laust upp úr klukkan 19 á mánudags- kvöld, sat föst í litlu snjóflóði er bílstjóri hennar hugðist freista þess að komast í gegnum það. Varð hann að skilja bílinn þar eftir í fyrrinótt. Er komið var að bílnum í gærmorgun hafði fallið annað snjóflóð á bílinn og fyllti upp fyrir pall bílsins. Greið- lega gekk að ná bílnum úr snjóflóð- inu og engar skemmdir urðu á hon- um. - g— ■ ..." ALLT AÐ %/c AFSLATTUR TIL 3. FEBRÚAR FJÖLBREYTTARA ÚRVAL BÓKA EN NOKKRU SINNI FYRR VETRARBÓNUS FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Hinn órlegi bókamarkaður okkar stendur nú yfir í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. Á boðstólum verða mörg hundruð bókatitlar með allt að 95% affslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfá eintök og þvf ekki eftir neinu að bíða. Bókapakkar: Við vekjum sérstaka athygli á girnilegum bókapökkum fyrir unga og aldna, á aldeilis hlægilegu verði. UMÚLA 11 - SÍMI 84866 )U«ðsr Kri»!:mv6i Höntu * TRE RUNNAR Útivist og náttúruskoðun: Til þess að auðvelda fólki að búa sig undir útivist og náttúruskoð- un með hækkandi sól bjóðum við 100 pakka af okkar vinsælu handbókum, sem sýndar eru hér að neðan, með 47% afslaétti, þ.e.a.s. á 8.900.00 í stað 16.380.00. Þú sparar 7.930.00 á kaupunum. Ritverkatilboð: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk á sérstöku kynningarverði. Eitthvað óvænt á hver jum degi: Til þess að hleypa auknu lífi í tilveruna munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með einhverjar uppákomur, þarsem t.d. verða boðin 10 eintökaf ein- hverjum af okkar eftirsóknarverðustu verkum á mjög svo ævintýralegu verði. Útlitsgölluð öndvegisverk: bks bjóðum við nokkur at okkar öndvegisverkum með út- litsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ: BYGGÐU UPP HEIMILISBÓKASAFN, NOTAÐU VETRARBÓNUSINN OKKAR TIL ÞESS. Opið laugardaga frá kl. 10:00—16:00 Opið mánud.-föstud. kl. 9:00-18:00 ÖRN OG ÖRLYGUR Gunnar. P&Ó/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.