Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Stimplar afgreiddir með hraði STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENT- SMKMUNNAR HF. Spítalastíg 10 v/Óöinstorg 101 Reykjavík ® 91-11640, Fax: 91-29520 Borgaraflokkurinn vill grund- vallarbreytingu á sljórnkerfinu eftirJúlíus Sólnes Síðari grein Nýtt stjórnkerfl á íslandi? Borgaraf lokkurinn hefur lagt til, að fram fari heildarendurskoðun á fjármálastjóm ríkisins og farið verði ofan í saumana á öllum rekstri þess. Tilvistarþörf ýmissa ríkisstofnana og/eða sameining þeirra verði at- huguð. Þær verði um leið gerðar sjálfstæðari og um leið ábyrgari. Þannig má hugsa sér, að allar ríkis- stofnanir verði undir sjálfstæðri stjórn. Þær fái ákveðinn fjárlaga- ramma og geti hagað rekstri stofn- unar í samræmi við hann. Þær geti t.d. haft sjálfstæða launastefnu og ráðið því hvort fáir vellaunaðir og hæfir starfsmenn sinni verkefnum viðkomandi stofnunar eða hvort hjörð illa launaðra, staðlaðra starfs- manna sinna sömu verkefnum. Fari stofnun fram úr fjárveitingum verði stjórn hennar dregin til ábyrgðar eða a.m.k. sett af. Borgaraflokkurinn vill að gerð verði sú grundvallarbreyting á stjórnkerfi landsins, að landinu verði skipt niður í tiltölulega sjálf- stæða landshluta, þar sem nútíma sjónarmið ráði skiptingu, en ekki úrelt sýslumörk. Heimastjórn lands- hluta verði falið að stýra fjárveit- ingum til einstakra verkefna á sviði menntamála, heilbrigðismála og samgöngumála svo dæmi séu tekin og taki að sér yfirstjóm þeirra mála í sínum landshluta. Alþingi og fjárveitinganefnd sjái aðeins um að setja nauðsynlegan lagaramma um eðli þjónustunnar og ákveða heildarupphæðir og skiptingu þeirra milli landshluta. Við erum fráhverf hugmyndum um svokallað fylkja- skipulag, sem við teljum allt of flók- ið, en teljum, að hægt sé að mynda slíkar heimastjórnir landshluta með tiltölulega einföldum hætti. Ekki er nokkur vafi á því, að heimamenn nljmdu miklu betur ráða við sinn hluta af hinum mikla 10 milljarða niðurskurði á útgjöldum ríkisins en miðstýrt stjórnkerfi frá Reykjavík. Jafnframt myndu þeir eflaust fá meira út úr þeirri þjónustu, sem þeir réðu sjálfir yfir. Samhliða slíkri kerfisbreytingu væri fyrst hægt að draga verulega úr stárfsemi ráðu- neytanna í Reykjavík og fækka ráðherrum og þingmönnum. Eðli- legast væri að kjósa hina 30 al- þingismenn, sem sætu á Alþingi eftir þessa kerfisbreytingu, á einum landslista, þar sem kjördæmishags- munirnir eru komnir til heima- stjórnanna. Efiiahagsmál framtíðarinnar Ekki er nokkur vafi á því, að hugsun og viðhorf okkar til þeirra fjölmörgu þátta, sem stýra efna- hags- og peningamálum þjóðarinn- ar, eru orðin mjög úrelt. Hér hefur t.d. alla tíð ríkt mikill ótti við fijáls- ræði í gjaldeyris- og útflutningsvið- skiptum. Alls konar höft og hömlur hafa verið við lýði eins lengi og ég man eftir mér, en sérstaklega er eftirminnilegt það vantraust, sem stjómvöld, einkum embættis- mannakerfið, hefur sýnt almenn- ingi. Sem dæmi má nefna þegar almenningur fékk ekki að kaupa þann ferðamannagjaldeyri, sem hann vildi. Stjórnvöld héldu líklega, að fólkið í landinu myndi eyða öllum gjaldeyrisforða þjóðarinnar á einu bretti í einhveija vitleysu. Ekkert slíkt gerðist. Þá var í fyrstu aðeins leyft að nota krítarkort í útlöndum til að greiða hótelkostnað. Þar var sama hugsunin á ferðinni, þ.e. að almenningur myndi eyða stjórnlaust fjármunum sínum og þjóðarinnar í allsheijar kaupæði erlendis með krítarkortum. Ekkert slíkt gerðist. Þess vegna held ég, að það sé alveg óhætt fyrir okkur að fylgja hinum Evrópuþjóðunum eftir á þeirri fijálsræðisbraut, sem hefur verið mörkuð í viðræðunum milli EB og EFTA. Þessi braut hefur verið vörðuð með fjórum vörðum, sem kallast fijálsræðin fjögur. Þau eru í fyrsta lagi fijáls flutningur á fjármagni milli landa. í öðru lagi fijálsir vöru- flutningar og í þriðja lagi fijáls aðgangur að þjónustu milli landa, t.d. að bifreiðaeiganda á íslandi yrði heimilt að kaupa allar trygg- ingar af vátryggingafélagi í Portúg- al ef hann kysi það o.s.frv. í síðasta og fjórða lagi frjáls vinnumarkaður. Það þýðir, að Islendingar gætu þá leitað eftir vinnu hvar sem er í lönd- unum 18, sem munu mynda efna- hagssvæðið, og þegnar hinna land- anna geta sömuleiðis leitað eftir vinnu á íslandi. Margir eru hræddir við þetta síðasta ákvæði. Ég fæ þó vart séð, miðað við núverandi að- stæður, að það sé nokkur hætta á því, að hingað flykkist fólk frá Evrópulöndunum í leit að vinnu. Ég veit ekki betur en fiskvinnsla víða úti á landi byggi á erlendum starfskröftum að verulegu leyti svo við hvað eru menn hræddir? Júlíus Sólnes Borgaraflokkurinn vill hraða að- lögun að þessum nýju aðstæðum og ganga óhræddur inn í fram- tíðina. Við höfum því m.a. komið með eftirfarandi tillögur bæði í nýafstöðnum stjórnarmyndunarvið- ræðum og á öðrum vettvangi. a) Sjálfvirk tenging fjárskuld- bindinga við hvers kyns vísitölur verði afnumin hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, banka- og fjármálastofn- unum. Laun verði ekki tengd við vísitölur. Athugað verði að heimila tímabundið að tengja fjárskuld- bindingar erlendum gjaldmiðlum, ECU eða SDR gjaldeyriseiningum, enda taki «yaxta- og fjármagns- kostnaður mið af því, sem gerist í viðkomandi landi eða á erlendum fjármagnsmörkuðum. Bankakerf- inu verði falið að annast allsheijar skuldbreytingu vegna lánskjaravísi- tölulána fyrir þá, sem þess óska. Ekkert Evrópulandanna notar verð- tryggingu fjárskuldbindinga og þetta kerfi okkar gengur hreinlega ekki upp í hinu væntanlega sam- starfi fyrir utan það, að það leikur enginn vafi á því, að það hefur átt verulegan þátt í þeirri óreiðu, sem hefur skapazt í fjármálum þjóðar- innar. b) Einstaklingum og fyrirtækjum verði heimilað að takast á hendur fjárskuldbindingar erlendis án ríkis- ábyrgðar og taka erlend lán beint án ríkisábyrgðar. Reynt verð að stuðla að aukinni samkeppni í þjón- ustu banka og annarra fjármála- stofnana með því að heimila fyrir- tækjum og einstaklingum að stofna til bankaviðskipta í erlendum bönk- um. Á tímum símbréfa og fullkom- inna fjarskipta geta fyrirtæki og einstaklingar alveg eins haft banka- viðskipti sín í New York eða Frank- furt eins og í Austurstræti. Sömu- leiðis verði einstaklingum og fyrir- tækjum heimilað að kaupa erlend verðbréf, einkum hlutabréf. í þessu skyni verði athugað að koma upp heimsverzlunarmiðstöð á íslandi með beinum tölvufjarskiptum við allar helztu kauphallir heimsins. b) Útflutningsverslunin verði gefin algerlega frjáls, nema sér- stakar markaðsaðstæður svo sem innflutningskvótar eða annað álíka kalli á stjórnun á framboði. Athug- að verði með öðrum hætti hvernig gæði framleiðslunnar verði tryggð svo og hátt útflutningsverð. Ut- flutningsfyrirtækjum verði veitt aðstoð vegna útflutningssamninga og stuðlað að markaðsátaki m.a. í heimshlutum, sem hefur lítt verið sinnt fram til þessa. Þannig verði m.a. stofnaður sérstakur útflutn- ingsábyrgðarsjóður, sem hafi það hlutverk að aðstoða fyrirtæki, sem flytja út vörur og þjónustu, (ex- port-kredit kerfi). d) Skilaskylda gjaldeyris verði afnumin hjá útflutningsfyrirtækj- um, enda geymslufé erlendis bók- halds- og framtalsskylt. Þannig geti útflutnings- og samkeppnis- fyrirtæki notfært sér erlend banka- viðskipti að vild og haft launa- og viðskiptareikninga sína erlendis ef þeim sýnist svo. e) Gengisskráning íslenzku krón- unnar verði eftirleiðis sjálfvirkt hagstjórnartæki í höndum seðla- banka og ríkisstjórnar, sem miði fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir, að fjármagn streymi úr landi eða skili sér ekki til Iandsins. Höfuðmarkmið er að viðhalda já- kvæðum viðskiptajöfnuði við út- lönd. Fyrst í stað verði tekið betur tillit til afkomu útflutningsfyrir- tækja og samkeppnisiðnaðar við gengisskráningu en verið hefur. Lokaorð Ef eitthvað af þessu gengi eftir, sem við höfum trú á, að geti gerzt með lagni og samningalipurð, er ekki vafi á því, að nýir og breyttir og betri tímar munu ganga í garð á Islandi. Við nennum ekki að taka þátt í karpi gömlu flokkanna um það, sem liðið er, en göngum ótrauð á vit framtíðarinnar. Við skorum á ungt fólk, sem er sammála okkur að leggja okkur lið, því fái gömlu f lokkarnir áfram að ráða öllu í þjóð- málum á íslandi mun allt hjakka áfram í sama farinu. Höfundur er ráðherra Hagstofu íslands. Hvað er hamingja? eftir Guðjón R. Sigurðsson Við spyijum oft sjálf okkur: Til hvers var ég sendur á þessa plán- etu? En allir virðast fáfróðir um þessa hluti. Barnssálin er opin, því í hjarta bamsins er lítill andlegur garður sem þarfnast aðhlynningar, en þeir sem ættu að fræða eru álíka ófróðir um hveiju skyldi sá í hinn andlega garð í barnshjartanu. Menn fá skólamenntun sem öll er um hin jarðnesku auðæfi. Þó lif- um við aðeins vegna neistans sem skaparinn gaf okkur, það er geislinn sem allt lífið er bundið við. Við drögum andann ekki lengur heldur en föður lífsins þóknast. Við leitum að hamingju og leitum langt yfir skammt. Því er nauðsyn að sá holl- um hugsunum í okkar andlega garð, sem býr í hjartanu. Það er nauðsyn- legt að bamið fái réttu frækornin í sitt saklausa hjarta svo það læri að skapa sína hamingju. En það eru svo margir sem eru tilbúnir að fylla barnshjartað með því sem þeir sjálfir eru fuilir af. Einn mesti vitmaður í Banda- ríkjunum var spurður: Hvað er ham- ingja? og hann svaraði og sagði: Að geta hlegið og sem oftast. Ég veit bara að menn sem geta gefið okkur hlýlegt bros, þeir geta haft ótrúlega góð áhrif. Að þeirra andlegu geislar geta og eru andleg auðævi, sem er mikil hjálp í þjóð- félaginu. Látið ljós yðar skína sagði Krist- ur. En því miður eru svo margir og margar sem virðast hjálpa svo lítið við að hlúa að hinum andlega garði í hjörtum vorum. Sumir virðast ekki geta brosað hvað þá hlegið. Lærdómsbókum er hlaðið á margar hillur og þó virðast menn jafn tóm- ir andlega þótt þeir lesi og lesi og virðist ekki ætlast til að menn finni vísdöm við að lesa. Menn gleyma að finna sannleik- ann í sínu eigin hjarta, eða hjá lífinu Guðjón R. Sigurðsson „Það er gott að muna að sá er sendi okkur í þennan skóla lífsins, hann er oss ætíð nálæg- ur.“ úti í náttúrunni. í mínu lífi fann ég að oft voru það menn sem aldrei fóru í skóla en lærðu af hinu daglega lífi að hlúa að náunganum með kærleika. Þeir sáðu hinu góða, og eins og þú sáir, þannig muntu uppskera. Knýið á og fyrir yður mun upp- lokið verða. Það sagði Kristur, okk- ar besti kennari, með sínum ástríku og auðskildu orðum. Kom þú lítið barn og mun þá fyrir þig opnað verða. Bólu-Hjálmar hugsaði einnig til Guðs, er hann sagði: Rimamargur mun oss stigi sá til heilagleikans hæða. Hljótum að taka margföld skipti klæða, til þess að verðugir verðum Guð að sjá. Það er gott að muna að sá er sendi okkur í þennan skóla lífsins, hann er oss ætíð nálægur. Að góð- ar bænir leiða okkur upp á við á hinn sanna veg til þroska. ' Guðs blessun sé með öllum ís- lendingum á þessu nýja ári og alla tíð. Höfundur er búsettur nð Fagurhólsmýri. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.