Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 17 Hávaði Ýmsir hafa kannað hvort hávaði geti verið áhættuþáttur kransæða- sjúkdóms. Hann er ekki nefndur þegar fjallað er um helstu áhættu- þætti hjartasjúkdóma, enda bera tóbaksnotkun og hreyfingarleysi ásamt hárri blóðfitu og háum blóð- þrýstingi þar af öðrum hlutum og alVeg sérstaklega ef þessir þættir koma saman. Meðal þess sem gerir hljóð að hávaða er: 1) að hafa ekki stjórn á því, 2) innihaldsleysi, 3) hljóðið kemur óvænt (óvissa), 4) hljóðstyrkurinn (of mikið áreiti), 5 önnur einkenni hljóðsins (skortur á hrynjandi o.fl.). Með öðrum orðum flest af því sem talið var sameigin- legt með streituvöldum. Hávaða má því telja með öðrum streituvöld- um, en þar sem unnt er að rann- saka hann sérstaklega hafa margir gert það. I stuttu máli sagt sýna heldur fleiri rannsóknir að vinnu í hávaða fylgi aukin tíðni hjartasjúk- dóma og slíkt samband kemur oftar fram í hinum nákvæmari rannsókn- um. Þetta nægir þó ekki enn sem komið er til að f lokka hávaða afger- andi sem áhættuþátt við hjartasjúk- dóma. Kuldi Á norðlægum slóðum koma fram hlutfallslega fleiri ný tilfelli krans- æðasjúkdóma yfir vetrarmánuðina en á sumrin. Þetta hefur lengi ver- ið ljóst og var það m.a. nefnt í grein eftir Rose árið 1966. Rannsóknir hans og margra annarra á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar stað- festa aukna dánartíðni úr hjarta- sjúkdómum að vetrarlagi. Gera þarf greinarmun á tvenns konar orsakaþáttum blóðþurrðar- sjúkdóms í hjarta, annars vegar eru þeir þættir sem valda æðakölkun eða þrengslum í æðunum og hins vegar eru þeir sem framkalla stíflu í æðunum. Tóbaksreykingar gera hvort tveggja svo dæmi sé nefnt. Ekki leikur vafi á að kuldi getur framkallað stíflu og er sérstök ástæða til að vara þá, sem eru með veiklað hjarta, við áreynslu í kulda, t.d. að moka snjó úr innkeyrslunni á köldum eða hvössum vetrar- morgni. Hins vegar hefur ekki ver- ið sýnt fram á, að kuldi leiði til æðakölkunar. Vissulega væri hægt að rannsaka fiskvinnslufólk og aðra sem vinn.a í tiltölulega köldu um- hverfi með tilliti til þessa, en þjóðir á norðurhjara eins og Inúítar hafa verið með litla æðakölkun. Efini - Efni geta haft margvísleg áhrif á hjarta, svo sem á hjartslátt, leiðslukerfið í hjartanu, viðbrögð hjartavöðvans og samdráttarhæfni hjartavöðvans. Að auki eru til margs konar efni, sem hafa áhrif á æðar og blóðsegamyndun. Þetta hafa menn notfært sér við gerð lyfja til að hafa áhrif á hjartað í sjúkdómum. Á sumum vinnustöðum koma fyrir efni sem geta komist inn í blóðrás við innöndun eða í gegnum húð og verkað á hjartað og æðar eins og að ofan greinir. Algengasta loftmengun af þessu tagi er tóbaks- reykur. Klórkolvatnsefni eins og tríklór- etýlen eða perklóretýlen geta gert hjartavöðvann næmari fyrir ert- ingu. Sömuleiðis freon og fleiri efni, einkum efni sem innihalda svoköll- uð halogen frumefni. Þessi áhrif auka hættu á hjartsláttartruflun- um. Það getur orðið lífshættulegt í einstaka tilvikum, einkum ef hjart- að er veiklað af öðrum ástæðum. Auk tóbaksreykinga valda óbein- ar reykingar kransæðasjúkdómum og hefur verið sýnt fram á það með ágætum rannsóknum (t.d. Garland, 1985, Svendsen, 1987, Helsing, 1988 o.fl.). Vitað er um nokkur efni, sem valdið geta kransæðasjúk- dómum og má þar nefna koldísúlfíð (leysiefni sem notað er m.a. til að framleiða „viscose rayon“) og nítró- glyserín. Koldísúlfíð veldur æða- kölkun. Eins og kunnugt er er nítró- glyserín sprengiefni, sem m.a. er notað í dýnamít og er það æðavíkk- andi og beinlínis notað sem lyf í þeim tilgangi. Menn, sem aðlög- uðust nítróglyserín- og nítróglý- kólmengun í vinnu, urðu á vissan hátt háðir henni og fengu hjarta- verk eða kransæðastíflu og hjarta- drep vegna þrengri kransæða, þeg- ar þeir voru í fríum, þótt þeir hefðu ekki æðakölkun. Fjöldi greina birt- ist um þennan hjartaverk eða hjartadauða á mánudagsmorgni, eins og hann var gjarnan kallaður í mörgum löndum á árunum 1952- 1975. Er þetta ekki eina dæmið um að fólk aðlagist miklu (efna-) álagi þannig að sjúkdómur komi fram þegar álagið minnkar. Annað kynd- ugt dæmi er þegar móðir tekur (of) stóra skammta af C-vítamíni á meðgöngu og barnið fær skyrbjúg eftir fæðinguna vegna skorts miðað við það sem líkaminn hafði vanist í fósturlífi. Nútímastörf Bestu* vinnuhreyfingar eru þær sem halda manni í hæfilegri æf- ingu. Því miður er mannskepnan búin að breyta umhverfi sínu svo gífurlega frá því umhverfi, sem maðurinn þróaðist með í náttúr- unni, að menn kunna varla að beita líkamanum á afslappaðan og eðli- legan hátt. Hreyfingarleysi í nú-' tímastörfum fylgir oft mjög óheppi- legt líkamsálag vegna undarlegra stellinga við vinnu og alls konar álagsþátta og streituvalda, sem ýta undir vöðvaspennu og ranga líkamsbeitingu. Þar sem nútíma- störfum fylgir ekki hæfileg hreyf- ing og áreynsla er nauðsynlegt að bæta sér það upp utan vinnutíma. Þrátt fyrir að langur vinnutími íslendinga og þreyta vegna langrar vinnu hindri marga í að koma sér af stað hefur áhugi fólks og skiln- ingur á nauðsyn líkamsræktar og hollrar hreyfingar aukist á seinni árum. Enda finna þeir sem eru þjálfaðir hvernig þrekið eykst og líðan batnar. Möguleikar fólks á að stunda alls konar almenningsíþrótt- ir, útivist og heilsurækt, eru nú slíkir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Hver maður þarf að finna sér eitthvað sem hon- um finnst skemmtilegt, annars kafna allar góðar fyrirætlanir í fæðingu. Ekki er nægjanlegt að rölta um eða svamla í sundlaug í rólegheit- um. Slík hreyfing viðheldur að vísu hreyfiferlum vöðva og liða en hún eykur ekki þrek og áreynslugetu. SOLUTÆKNI LISTINAÐ SELJA Sölutæknin fjallar um það hvernig á að gera sölustarfið markvissara, árangursríkara og skilvirkara, með því að þekkja betur mark- aðinn, víðskíptavínínn og ýmsar söluörvandí aðgerðir. 36 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTI ■ UMRÆÐUFUNDUR um innr- ás Bandaríkjanna í Panama verður haldinn miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.30 í húsakynnum Pathfínder bóksölunnar að Klapparstíg 26, 2. hæð. Frummælendur verða: Högni Eyjólfsson, vinnuliði á vegum Al- þjóðlegra ungmennaskipta í Nic- aragua 1988. Kristiina Björklund, sjálfboðaliði á Grenada 1982. Ólaf- ur Grétar Kristjánsson, járniðnað- armaður í Reykjavík. Þorkell Ing- ólfsson, vinnuliði á vegum Vináttu- félags Islands og Kúbu 1988. (Ur fréttatilkynningu) Utsala sem slær í gegn ! (^HITACHI . Nú á vetrardögum ■ abc bjóöum við hjá Rönning í Kringiunni heimiiistæki á stórkostiegu útsöluverði. | sjónvarpstæki __ mynábandstæki 25%, tökuvélar ailt að 30%, ailt að ailt að hljomtækjasamstæður 15%, ailt að 40%, Þvottavélar ailt að 10%, kæSiskápar alit að 25%, og kaffivélar aSlf að 10%, INIOKIA ITT RÖNNING Gó5 greidslukjör - visa og euro raðgreiöslur. Simi 68 58 68. KRINGLAN Nauðsynlegt er að verða móður og finna til hjartsláttar við áreynsluna. Þannig eykst þrekið smátt og smátt ef áreynslan stendur nógu lengi í einu og ekki er of langt á milli. I mörgum tilvikum væri hæfilegt að ganga til vinnu og heim. Margt láta menn glepja sig og spilla fyrir sér. Maður þarf því t.d. að vera ákveðinn'í að láta veðrið ekki aftra sér, annaðhvort með því að vera tilbúinn til að gera eitthvað innan dyra eða klæða af sér vatn og kulda. Steingrímur Matthíasson ræddi um það í bók sinni hvernig blóðrás örvist, vöðvar styrkist og gigt sé bægt frá við hæfilegt líkamsálag. Ég ætla að láta orð hans um göngu- ferðir vera lokaorð þessarar grein- ar: „Fátt styrkir likamann betur en daglegar göngur úti undir berum himni. Við ganginn æfist meirihluti allra líkamsvöðvanna og hjartað og lungun ekki síst.“ Höfundur eryfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.