Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ M'IÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 35 Minning: Baldur Karlsson Fæddur 21. maí 1953 Dáinn 13. janúar 1990 Mig langar með örfáum orðum að minnat frænda okkar sem svo skyndilega var kvaddur úr þessum heimi vegna sjúkdóms sem hann hafði þjáðst af frá fæðingu. Efst í huga mér eru minnin- garnar frá þeim tíma þegar við hittumst öll hjá ömmu og afa í Grindavík. Þá var Baldur alltaf fyrstur að hefja leik og allskyns sprell við okkur krakkana, enda var hann einstaklega barngóður. Eftir að afi dó og amma flutti inn á Hrafnistu í Hafnarfirði fór samverustundun okkar fækkandi, en þegar við hittumst voru þær stundir alltaf jafn indælar. Baldur var fæddur í Skálateigi í Norðfirði og bjó hann í sveitinni hjá ömmu og afa þar til þau flutt- usttil Grindavíkur 1975. Hann var yngstur barna þeirra Karls Mar- teinssonar og Dagmar Óskars- dóttur en eldri systkini eru Óskar Karlsson, Marteinn Karlsson, Björg Karlsdóttir, Gerður Karls- dóttir og fóstursystir, Þórarna Hansdóttir. Þegar Baldur var um tvítugt kom hann og bjó hjá mömmu og pabba á Akranesi, þar sem hann hóLtónlistarnám hjá Hauki Guð- laugssyni. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann byijaði söngnám og var hann einn af stofnendum söngskóla Garðars Cortes. Með námi stundaði hann hin ýmsu störf. Söngurinn var honum kærast í lífinu, og eignað- ist hann marga af sínum bestu vinum í tengslum við sönginn. . Baldur kvæntist aldrei og var því einhleypur þennan stutta tíma sem hann fékk að vera með okkur. Um leið og við kveðjum frænda Kveðjuorð: Sigfus B. Sig- mundsson kennari Fæddur 11. apríl 1905 Dáinn 14. janúar 1990 Sigfús B. Sigmundsson var kennari við Miðbæjarskólann frá 1935-1969, er skólinn var lagður niður sem grunnskóli. Síðan við Austurbæjarskólann til 1975, en þá lét hann af störfum vegna ald- urs. Með Sigfúsi er horfinn mikil- hæfur kennari. Hann starfaði á því tímabili er miklar sviptingar voru í skólamálum. Nýir straumar í kennslu- og uppeldismálum að berast til landsins, en gömul við- horf að víkja. Sigfús hafði mótast af starfsháttum Miðbæjarskólans og frá þeim haggaðist hann ekki. Sigfús var stjórnsamur kennari og nemendur báru mikla virðingu fyr- ir honum. Hann var ljúfur og mild- ur við þá nemendur er minna máttu sín og myndaðist innilegt samband milli hans og nemend- anna. Hann vandi nemendur á prúða framkomu við alla sem störfuðu við skólann og raðimar voru til fyrirmyndar á göngum og á leiksvæði. Marga vetur höfðum við umsjón á leiksvæði í löngu frímínútunum. Við áttum að sjá um að nemendur léku sér á leiksvæðinu, en hlypu ekki í burtu eða klifruðu yfir grind- verk. Sigfús þurfti ekki annað en líta til þeirra sem það höfðu í huga og var þá strax horfið frá þeirri fyrirætlun. Sigfús B. Sigmundsson var fæddur 11. apríl 1905 í Gunn- hildargerði í Hróarstungu, Norð- ur-Múlasýslu. Foreldrar hans voru merkishjónin Sigmundur Jónsson og Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir er þar bjuggu. Þau eignuðust þar níu börn. Sigfús stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum í tvo vetur. Tók kennarapróf frá Kenn- araskóla íslands vorið 1934. Vet- urinn 1934-35 tók hann að sér að kenna börnum á vegum barna- verndarnefndar Reykjavíkur. Sigfús kvæntist 1938 Önnu Guðrúnu Frímannsdóttur frá Efst- alandi í Öxnadal. Þau eignuðust þijá syni. Þeir eru: Baldur Frímann, yfirlæknir hjá Krabba- meinsfélagi íslands, kvæntur Halldóru Þ. Halldórsdóttur, Sig- mundur, yfírlæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar, kvæntur Ingibjörgu Benedikts- dóttur, Rúnar Ingimar, rafmagns- verkfræðingur, forstöðumaður tölvudeildar Borgarspítalans, kvæntur Björgu Östrup Hauks- dóttur. Barnabörnin eru níu. Til Sigfúsar og Önnu var gott að koma. Þar ríkti samhugur og á móti gestum var tekið með virð- ingu og hlýhug. Sigfús sinnti ýmsum störfum fyrir utan kennsluna. Var m.a. bókavörður við bókasafn Kennara- félags Miðbæjarskólans og Mort- ens Hansen skólastjóri. Þegar grunnskóli Miðbæjarskólans var lagður niður 1969 hafði safnið verið fært Reykjavíkurborg til varðveislu, en þá fannst ekkert heppilegt húsrými fyrir það. Flutt- ist það fyrst í Austurbæjarskól- Kveðja Sverrir Garðarsson Fæddur 19. desember 1989 Dáinn 16. janúar 1990 „Guð, ég fel þér bamið mitt sem gengið hefur um dauðans dyr. Ég bið þig um að hugsa um það, eins og ég hefði viljað gera. Haltu á því, i föðurörmum þínum. Barnið mitt mun aldrei kynnast unglings né fullorðinsámm. í huga mínum verður það barn að eilífu. Guð, ég fel þér bamið mitt.“ (Úr ritlingi Bamaspítala Hringsins) Kveðja frá pabba og mömmu Vegna þess að kveðjan brengl- aðist í blaðinu í gær, er hún birt hér á ný. Um leið er beðist vel- virðingar á mistökunum. okkar viljum við senda ömmu inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita henni styrk í hennar miklu sorg. Fyrir hönd okkar frændsystkin- anna, Dagmar Ósk Helgadóttir ann, þaðan aftur í Miðbæjarskól- ann og nú er það til húsa í kjall- ara Tjamargötu 12, Skólaskrif- stofu Reykjavíkur. Sigfúsi var mjög annt um safnið. Eyddi mörg- um stundum í þágu þess, handlék oft gamalar og merkar bækur m.a. til að fullvissa sig um að þær væru enn á sínum stað. Sigfús gekk ekki heill til skóg- ar, því eftir þriggja ára legu á Landspítalanum kom hann þaðan með skekkt bak. Það voru árin 1941-44. Þrátt fyrir það var elju- semin óþrjótandi, hann var sístarf- andi á ýmsum sviðum. Hann átti fallegan garð, batt inn bækur og átti mikið og gott bókasafn. Safn- aði örnefnum frá æskuslóðum, rit- aði um gamla bæinn í Gunnhildar- gerði, grein um foreldra sína í Gunnhildargerðisætt o.m.fl. mætti upp telja. Sigfús var glaðsinna og átti til kímni, sem kom mörgum í gott skap, en særði þó engan. Sigfús var mjög greindur maður og var því gott að leita til hans ráða. Hann var einnig tilfinninganæmur og þeir sem bágt áttu höfðu sam- úð hans og hjálpsemi. Hann vann öll sín störf af skyldurækni og vandvirkni. Við sem störfuðum með Sigfúsi við Miðbæjarskólann eigum honum mikið að þakka. Við geymum það í minningunni um vammlausan mann sem var trygg- ur í lund og góðviljaður. Við vottum Önnu, sonum og öðrum vandamönnum okkar inni- legustu samúð. Iljálniar Guðmundsson t Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og tengdadóttir, SIGRÚN HELGA LANGE, sem lést í Landspítalanum þann 19. janúar síðastliðinn verður jarðsungin frá Kópavogskirkju 26. janúar kl. 13.30. Sveinn Jónsson, JóhannesLange, Ásgeir Jón Jóhannsson, Jóhann Ólafur Sveinsson, Auður Ágústsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR frá Brautarlandi í Víðidal, V.Hún., verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 26. janúar kl. 15.00. Þórunn Steindórsdóttir, Tryggvi Kristjánsson, Benedikt Steindórsson, Þórey Eyjólfsdóttir, Ingólfur Steindórsson, Inga Þyri Kjartansdóttir, Dýrunn Steindórsdóttir, Sverrir Halldórsson og barnabörn. t Kærar þakkir færum við öllum, sem heiðruðu minningu GRÍMS M. HELGASONAR og sýndu okkur vinarþel og samkennd við fráfall hans. Hólmfríður Sigurðardóttir, Vigdis Grímsdóttir, Sigurður Grímsson, Anna Þrúður Grímsdóttir, Helgi Grímsson, Grímur Grímsson, Hólmfríður Grfmsdóttir, Kristján Grímsson, Vigdís M. Grímsdóttir, Birna Þórunn Pálsdóttir, Sigurþór Hallbjörnsson, Ása Magnúsdóttir, Birgir Hákonarson, Lára Helen Óladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ELÍASAR BJARNASONAR járnsmiðs, frá Túni, Bólstaðarhlíð 68. Guðfinna Guðmundsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Bjarni Dagsson, Guðjón Guðmundsson, Guðrún Ellertsdóttir, Unnur M. Guðmundsdóttir, Örn Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS JÓNSSONAR, Aðalstræti 87, Patreksfirði. Guð blessi ykkur öll. Björg Sæmundsdóttir, Frfða Valdimars, Örn Sigfússon, Kristján Jóhannsson, Jenný Oladóttir, Sæmundur Jóhannsson, Hraf nhildur Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ástkærs sonar okkar og bróður, ÓLAFS BARKAR BARKARSONAR, er lést 13. janúar sl., fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, miðvikudaginn 24. janú- ar, kl. 13.30. Börkur S. Óiafsson, Sigrún S. Óskarsdóttir, Guðrún Ó. Barkardóttir, Óskar S. Barkarson og systkini hins látna. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóii íslands S: 67 14 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.