Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBI-AÐH) MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAlt 1990 fclk í fréttum Lee Remick, hraustleg á ný, ásamt eiginmanninum William Gowans. KRAFTAVERK Lee Remick sigraðist á krabbameini Gervöll Holly wood-borg talar nú um fátt annað en glímu leik kon unnar Lee Remick við lungna- og nýrnakrabbamein. Herma fregnir að Remick sé al- bata eftir að hafa reynt nýja meðferð sem enn er á til rauna- stigi. Læknar greindu krabbamein í Remick snemma á síðasta ári og þá var umfang sjúkdómsins með þeim hætti að læknar áæt- luðu að leikkonan ætti í mesta lagi þijá mánuði ólifaða. Henni var sagt frá meðferðinni, en vöruð við því að hún gæti stytt líf henn- ar auk þess að vera afar kvala- full. Þá fylgdu meðferðinni ýmsar hliðarverkanir, sem sumar gátu dregið langt leiddan sjúkling til dauða. Remick taldi það áhæt- tunnar virði og nú hafa læknar hennar staðfest að krabbameinið sé horfið úr líkama hennar. Meðferðin tók verulega á Remick, hún léttist um tíu kíló og var þó grönn fyrir, og auka- verkanir léku hana svo grátt að dögum saman titraði hún eins og hrísla í vindi og hélt engri nær- ingu niðri. Þá þurfti að fjarlægja annað nýrað þar sem því varð ekki bjargað. En læknar urðu vitni að undursamlegum hlut, lungun, sem voru útsteypt í krabbaæxlum, hreinsuðust smám saman, uns ekkert var eftir. Ben Benjamin, umboðsmaður Lee Remick síðustu 20 árin, sagði að meðferðin væri góðra gjalda verð og merkilegt spor í baráttunni gegn krabba- meini, en hún væri engu að síður slík að ekki væri heiglum hent að standast hana, lífsgleði og harka leikkonunnar hefðu fleytt henni yfir hjalla sem margur hefði strandað á. Nú er Remick í örum bata, bætir á sig kílóunum sem hurfu, og er farin að svipast um eftir góðu hlutverki. Mun varla standa á þeim, því Lee Remick hefur löngum þótt úrvalsleikkona. KÓNGAFÓLK Anna prinsessa vill skilnað sem fyrst Bresk dagblöð hafa skýrt frá því að Anna Bretaprinsessa og eiginmaður hennar, Mark Filippus, hyggist sækja um skiln- að. Blöðin greinir hins vegar á um hvenær hjónin ætli að láta til skar- ar skríða og hvort Elísabet Breta- drottning hafi gefið dóttur sinni leyfi til að skilja við Mark. Tals- menn drottningar hafa ekki viljað tjá sig um málið. Dagblaðið Daily Express skýrði frá því í frétt með fyrirsögninni „Anna: Ég vil skjót- an skilnað“ að prinsessan vildi binda enda á hjónabandið, sem varað hefur í fimmtán ár, þótt Mark væri því andvígur. Hjónin skildu nýlega af borði og sæng og ýmsir blaðamenn hafa spáð því að þau slíti ekki hjóna- bandinu fyrr en eftir tvö ár. Ef þau sækja um skilnað fyrir þann tíma þurfa þau að greina frá mein- bugum á ráði hvor annars og slíkt myndi efalaust valda miklu uppn- ámi í breskum fjölmiðlum og yrði mikill álitshnekkir fyrir bresku konungsfjolskylduna. Dagblaðið Daily Mirror skýrði frá því að Elísabet drottning hefði gefið Önnu leyfi til að skilja við Mark. Hins vegar legði drottningin að Önnu að ana ekki að neinu. Hjónin eiga tvö börn, 12 ára son og átta ára dóttur, sem bæði eru í heimavistarskóla. Fregnir herma að Anna sé í tygjum við Timothy Lawrence, fyrrum yfirhestavörð drottningar. Hann skrifaði prins- essunni bréf, sem síðar voru tekin ófijálsri hendi og birt í dagblöðum. Daily Mirror segir að drottningin taki ekki í mál að prinsessan gift- ist á ný. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá afhendingu styrkjanna. Talið frá vinstri: Magnús Jónasson, Stefán Sigurjónsson, Húnbogi Þor- kelsson, Kristjana Þorfinnsdóttir og Haraldur Guðnason. VESTMANNAEYJAR Sparisjóðurinn úthlutar styrkjum Sparisjóður Vestmannaeyja úthlutaði fyrir skömmu styrkjum úr Styrktar- og menningar sjóði sínum. Að þessu sinni var styrknum skipt milli Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Félags eldri borgara og komu 75 þúsund í hlut hvors félags. Styrktar- og menningarsjóðurinn var stofnaður til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrsta sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Vestmannaeyja, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Sigurgeir Kristjánsson, formaður stjórnar Sparisjóðsins, af- henti fulltrúum Lúðrasveitarinnar og Félags eldri borgara styrkinn. Lúðrasveitin sem var 50 ára á síðasta ári hefði haldið uppi öflugri menningarstarf- semi í bænum í hálfa öld og Félag eldri borgara gert stór átak í félagsstarfi eldri borgara í Eyjum. Magnús Jónasson, formaður Lúðrasveitarinnar, og Kristjana Þorfinnsdóttir, Formaður félags eldri borgara, þökkuðu stjórn Sparisjóðsins fyrir þennan höfðinglega styrk. Grímur I SJÓNVARPS- ÞÁTTARÖÐ \ Leikur Hopkins Gorbatsjov í ævisögu Sovétleið- togans? Iundirbúningi er nú að gera sjónvarpsþáttaröð um ævi, störf og ástir Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. Er ætl- að að þættimir verði þrír eða fjórir, alls um 4 klukkustundir. Þótt framleiðslan sé bandarísk, era þrír þekktir breskir leikarar um hituna er valið verður í aðalhlutverkið. Það eru Bob Hoskins, Albert Finney og Anthony Hopkins, en sá síðastnefndi er talinn standa nær hlut- verkinu en hinir, því hann er eigi ólíkur Gorbatsjov. Engum nöfnum hefur verið fleygt um hver eigi að leika Raisu, hina málg- löðu eiginkonu Gorb- atsjovs, sem haft hefur svo mikil áhrif á leið- togann. Framieiðendumir hafa ráðið Bretann Ian Curtais til þess að rita handritið og er hann þegar vel á veg kominn, auk þess sem hann heldur til Sovétríkjanna í febrúar í gagnasöfnun. Spáir Curtais því að verkið verði tilbúið eftir eitt ár eða svo. Áætlað er að veija 7 milljónum dollara í verkið og hefur verið sótt um að taka stóran hluta þess upp i Sovétríkjunum. Leyfi hefur ekki fengist, en framleiðendur eru von- góðir um að það fáist, að öðrum kosti verði tekið upp í Austur- Evrópu, líklega í Ung- verjalandi. Curtais þessi hefur samið mörg sjón- varpshandrit og þekkja íslendingar kannski hvað best þáttaröðina um Onedin-skipa- félagið sem sýnd var í ríkissjón- varpinu fyrir mörgum áram. Anna Bretaprinsessa ásamt Mark og börnum þeirra. Anthony Hopkins Míkhaíl Gorbatsjov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.