Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það er fyllilega tímabært fyrir þig að kynna nýjar hugmyndir sem þú ert með í pokahominu fyrir yfirmönnum þínum. Frum- leiki og innsæi leiða þig inn á nýjar brautir. Naut (20. apríl - 20. mai) Hafðu samband við ráðgjafa þína. Þú ert fús að líta á málin frá nýju sjónarhomi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þó að þú sért ákafur í að taka fjárhagslega áhættu þarftu að vera á varðbergi gagnvart vafa- sömum tillögum. Þið hjónin verð- ið sammála um heppilegustu ráð- stöfun fjármuna ykkar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hjfé Samband þitt við aðra manneskju þróast í nýja átt. Hjón ná vel saman og í dag er gott tækifæri til að gera framtíðaráætlanir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þó að hugsun þín sé frábærlega skýr ( dag finnst þér erfitt til þess að hugsa að leysa vanabund- in störf af hendi. Þú ert tilbúinn til að takast á við nýja hluti eða byija á verkefni sem er frábmgð- ið því sem þú átt að venjast. Meyja (23. ágúst - 22. september) <T> Þú nýtur þess að hlusta á frásögn bamsins þíns í dag. Þú tekur skyndilega ákvörðun um að fara út að skemmta þér. Þeir sem óbundnir eru komast í snertingu við rómantíkina. V°g (23. sept. - 22. október) Frjóar umræður fara fram innan fjölskyldunnar. Þú vinnur að því að prýða heimili þitt. Óvæntan gest ber að garði. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Skyndiferðalag kann að liggja fyrir þér í dag. Sinntu mikilvæg- um símtölum. Þú færð hugmynd- ir sem þú átt auðvelt með að koma I framkvæmd þannig að þú hagnist á því. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Kaup og sala ganga vel í dag. Dómgreind þin er afburðaskörp að því er lýtur að fjármálum. Þér býðst fágætt tækifæri til fjárfest- ingar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert ákveðinn í að fá meira út úr. lífinu en þér stendur til boða nú um stundir og veltir fyrir þér nýjum möguleikum. Þér gengur vel að gera grein fyrir hvað þú hefur i huga. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Straumarnir í viðskiptalifinu eru þér hagstæðir. Farðu varlega í sakimar þvi að þá gengur allt að óskum. Þú vilt eiga næðis- -stund f kvöld til að fást við uppá- haldsverkefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'SZ. Þú stofnar tii vináttu við einhvern sem þú hefur kynnst í gegnum starfið. Þetta er frábær dagur til að taka þátt i félagslífinu. Þiggðu heimboð sem þér berst. Róm- antíkin blómstrar. AFMÆLISBARNIÐ nýtur sín vel í hópstarfi og lætur sig varða vandamál annars fólks. Það getur hneigst til þátttöku i stjómmál- um, félagslegu starfi eða kennslu. Því liður vel innan um margmenni þó að það sé að vissu leyti einfari. Og þó að það sé metnaðargjarnt á það til að fá leiða á ákveðnum verkefnum. Það er oft heimspekilega eða trúar- lega sinnað að eðlisfari. Stjörnusþána á aó lesa setn dœgradvöl. Sfiár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GARPUR GRETTIR UÓSKA Þetta á að vera sögupróf og ég þarfnast hjálpar þinnar. Sem betur fer held ég að það sé Fjö-lbreytt efni. sjálfvalið efni. Eða þannig. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sumir halda því fram að streita sé fylgifiskur frelsisins. Því fleiri valkostir, því meiri angist. Bridsspilarar þekkja valkvíðann mæta vel. En and- stætt vali manna í daglegu lífi, geta spilarar yfirleitt rökstutt sína ákvörðun. Suður gefur; AV á hættu. Vestur Norður + 76 ¥DG3 ♦ K954 + K543 Austur ♦ G1098 ♦ K5432 + 1087 V954 ♦ D86 ♦ 1073 + D98 + 102 Vestur Suður ♦ ÁD + ÁK62 ♦ ÁG2 + ÁG76 Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Útspil: spaðagosi. Kerfi NS er Precision: laufíð sterkt, grandið 8-13 punktar og tvö lauf spurðu um styrk og skiptingu. Svarið tveir spaðar skýrðu frá lágmarki, án hálitar. Slemman er ágæt og útspilið ekki til baga. En hvernig er best að spila? Á að svína fyrir láglitadrottningamar, eð_a reyna einhvers konar innkast? Án lauf- gosans er spilamennskan blátt áfram: sagnhafi toppar laufið, tekur slagina í hálitunum og sendir vömina inn á tromp. Hann fær þá fría íferð í tígulinn. En laufgosinn býður upp á þann valkost að svína. Miðað við 3-2-legu í trompi er nóg að önn- ur svíningin heppnist. Sem er allgott, en þó er betra að hafna svíningunni og spila eins og áður er rakið. Samningurinn tapast þá að vísu ef austur á Dxx í laufi og vestur D10 í tígli, en vinnst á móti þegar vestur á Dx(x) og tíguldrottninguna. Sem er mun algengara. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Reggio Emilia á Ítalíu um áramótin kom þessi staða upp í skák þeirra Ulfs And- erssons (2.635), Svíþjóð, og Alex- anders Bcljavskíjs, (Sovétríkjun- um); sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 32. Dcl-d2! og virðist vera að vinna peð, en Beljavskíj fann leið til að bjarga málunum: 32. - Rxd4! 33. Rxb7 (Auðvitað ekki 33. Dxd4? — Bxc5 34. Dxc5 — Bxc5 35. Bxc5 — cxb2 og svart- ur vekur upp drottningu.) 33. — b3! 34. Ra5 - Dc2 35. Rxb3 - axb2 36. Dxc2 — Rxc2 37. Rd2 - Bb4 38. Rbl - Ra3? (Hér hefði svartur tryggt sér öruggt jafntefli með hinum laglega milli- leik 38. - d4!) 39. Bd4! - Rxbl 40. Bxb2 — Bc5+ 41. Kg2 og með biskupaparið og fjarlægt frípeð varð Andersson hlutskarp- ari i endataflinu. Beljavskíj var alveg heillum horfinn í Reggio, varð neðstur með aðeins 2 v. af 10 mögulegum og vann ekki skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.