Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 44
Samstarfsnefhd um stjórnun fískveiða; „Fiskveiðiárinu“ breytt til að draga úr atvinnuleysi í lok árs STEFNT er að því af hálfu formanns samstarfsnefndar um stjórnun fiskveiða, að nefndin ljúki störfum fyrir helgi og leggi þá fram álit sitt á drögum að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða. Drögin hafa legið fyrir frá því á haustmánuðum. Nokkuð skiptar skoðanur eru innan nefndarinnar um ýmsa þætti frumvarpsdraganna og mun- ar þar mestu að fulltrúi FFSÍ segist ekki geta stutt frumvarpið eins og það liggur fyrir vegna opinna heimilda til sölu aflakvóta. Nefndar- menn eru þó sammála um að leggja beri niður veiðar eftir sóknar- marki og að fískveiðiárið verði frá fyrsta september til loka ágúst- mánaðar. Með því er talið að komizt verði hjá árstíðabundnu atvinnu- leysi er líður að jólum vegna þess hve gengið er á kvótann og jafn- framt dregið úr líkum á mikilli veiði á sumarmánuðum, þegar sum- arfrí eru í vinnslunni og lágt verð á ísuðum fiski erlendis. Þessi lið- ur naut i haust stuðnings fulltrúa á Fiskiþingi. Bókasend- ingar að ut- an skattlagð- ar að fullu BÓKASENDINGAR frá útlönd- um til fyrirtækja eða einstakl- inga bera nú virðisaukaskatt án undantekninga, nema um gjafír til einstaklinga sé að ræða. Fyrir áramót voru hins vegar sending- ar að verðmæti allt að 2.655 krónum undanþegnar opinberum gjöldum. Bókasendingar frá útlöndum, sem eru gjafir til einstaklinga voru og eru enn undanþegnar gjöldun- um, að sögn Karls Guðjónssonar deildarstjóra í tollpóststofunni í Reykjavík. Þegar pantaðar voru bækur og fengnar með pósti fyrir síðustu ára- mót, voru sendingar undir 33 SDR, eða 2.655 krónum, undanþegnar opinberum gjöldum öðrum en af- greiðslugjaldi póststofunnar, en það nam 100 krónum. Væri sendingin meira virði þurfti að greiða af henni 5% jöfnunargjald sem lagðist ofan á verðið. Á það verð lagðist síðan 27,5% söluskattur. Eftir áramót, þegar virðisauka- skattur tók við af söluskatti, hvarf undanþágan fyrir bókasendingar undir 2.655 krónum. Sú breyting varð þar að auki á, að 100 króna afgreiðslugjaldið er orðið að gjald- stofni virðisaukaskattsins, en var ekki gjaldstofn söluskatts. Af- greiðslugjaldið hækkar því í reynd um 24,50 krónur við skattkerfis- breytinguna. Af erlendum bókasendingum er því greitt 100 króna afgreiðslugjald og 5% jöfnunargjald sem leggjast við bókaverðið og mynda þannig gjaldstofn fyrir álagningu 24,5% virðisaukaskatts. Fyrir áramót þurfti því að greiða 2.600 krónur fyrir bókasendingu sem kostaði um 31 SDR. Fyrir sömu bækur, og jafn dýrar, þyrfti nú að greiða rétt tæpar 3.400 krónur. Verðið nú er því um 800 krónum, eða um 30,8%, hærra. Jafnt hjá Margeiri og Kortsnoj MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við Viktor Kortsnoj í 9. um- ferð skákmótsins í Wyk aan Zee, eftir að hafa haft betri stöðu lengst af. Skákin varð 62 leikir. Margeir er í 3.-7. sæti á mótinu með 5 vinn- inga en Kortsnoj er efstur með 6 vinninga. „Desembertölunar komu tölu- vert betur út en gert var ráð fyrir í okkar spá. Atvinnuleysið í desem- ber var um 2.600 manns eða 2,1% af mannafia. Við höfðum hins Ámi Kolbeinsson, formaður nefndarinnar, vildi í samtali við Morgunblaðið lítið tjá sig um gang mála. Hann sagðist þó telja hafa náðst breiða samstöðu um mjög marga þætti í stjórnun veiðanna. Fyrst í stað hefði verið stefnt að því að ljúka störfum nefndarinnar vegar reiknað með 3.000-3.500 manna atvinnuleysi,“ sagði Þórð- ur. Hann sagði að ýmsar orsakir gætu verið fyrir betra ástandi í desember en spáð var, til dæmis í desember síðastliðnum, en starfs- lokum þá frestað að beiðni nefndar- manna. Menn væru svo sammála um að nauðsynlegt væri að álit nefndarinnar lægi fyrir sem fyrst svo leggja mætti frumvarpið fram á þessu þingi. Með því fengi það betri umfjöllun en ella og menn gott tíðarfar. „Um janúar vitum við ekki mik- ið. Við vitum að á síðustu dögum 1989 var meira atvinnuleysi en að meðaltali í desembermánuði, en að öðru leyti er ekki ljóst hvern- ig mánuðurinn kemur út. Tölurn- ar, sem lágu fyrir varðandi desem- ber, bentu hins vegar til þess að ástandið væri ekki eins alvarlegt og reiknað var með,“ sagði Þórður. hefðu lengri tíma til að laga sig að breyttri stjórnun. Nokkur ágreiningur hefur verið um framkvæmd ýmissa þátta fisk- veiðistjórnunarinnar. Farmanna- og fiskimannasambandið getur ekki sætt sig við opnar heimildir til sölu aflakvóta og hefur af þeim sökum lýst því yfir að það geti ekki stutt frumvarpið eins og það er. Jafn- framt eru FFSÍ og Sjómannasam- bandið á móti hækkun kvótaálags vegna ísfiskútflutnings úr 15% í 20%, en fuiltrúar fiskvinnslu og Verkamannasambandsins vilja að skerðingin verði enn meiri. Smá- bátaeigendur vilja fá tiyggingu í þorskveiðum, bregðist grásleppu- veiðin eða heimsmarkaðsverð á hrognum fellur, Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda vill að veiði- heimildum á úthafsrækju verði Sumir, sem spáð hafa um at- vinnuástandið á nýbyijuðu ári, hafa verið enn svartsýnni en Þjóð- hagsstofnun. Þannig spáði Félag íslenzkra iðnrekenda að minnsta kosti 3% meðalatvinnuleysi á ár- inu. Slíkt myndi þýða að 4.100 manns yrðu atvinnulausir út árið, og jafnvel fleiri í slæmum mánuð- um eins og janúar er vanalega. skipt að jöfnu milli útgerðar og vinnslu og smáir aflakvótar verði sameinaðir. Þá hafa fulltrúar stjórnmálaf lokkanna verið með efa- semdir um ýmsa þætti, en endan- legt álit þeirra allra liggur enn ekki fyrir. Snælax hf. í Grundarfirði gjaldþrota SNÆLAX hf. í Grundarfirði hefur verið úrskurðaður gjald- þrota. Fyrirtækið hafði áður haft greiðslustöðvun. Talið er að kröfur í búið losi 100 milljón- ir króna, að sögn Gísla Kjart- anssonar bústjóra en verðmæti eigna, sem eru mannvirki tengd rekstrinum og fískur í kvíum, þykir óljóst. Fyrirtækið er nú rekið af þrota- búinu en í kvíum er talsvert af fiski af ýmsum stærðum. Stærstur hluti hans mun ná sláturstærð næsta sumar eða haust. Að sögn bústjóra hefur ekki verið endanlega ákveðið hvort fiskurinn verður alinn á kostnað búsins fram að þeim tíma. Helstu lánardrottnar þrotabúsins eru Búnaðarbankinn og Fram- kvæmdasjóður, að sögn Gísla Kjart- anssonar. Betra atvinnuástand en spáð var ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að miðað við þau gögn, sem stofnunin hafi í höndum um atvinnuástand það sem af er árinu líti út fyrir að það sé ekki jafhslæmt og spár gerðu ráð fyrir. í spám Þjóðhagsstofhunar var gert ráð fyrir 4—5% atvinnuleysi í janúarmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.