Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 20 Reuter Menntastefhu mótmælt í Suður-Afríku Þeldökkir suður-afrískir námsmenn hlaupa undan lögreglubifreið sem spraufaði með háþrýstidælum á þúsundir nemenda sem mótmæltu menntastefnu stjórnvalda á útifundi í miðborg Höfðaborgar í gær. Tveir nemendanna slösuðust þegar lögregla lét til skarar skríða. Kobie Coetsee, dómsmálaráðherra Suður-Aftíku, sagði í gær að nú væri það aðeins tímaspursmál hvenær blökkumannaleiðtoginn Nel- son Mandela, sem verið hefur í fangelsi í rúman aldarfjórðung, yrði látinn laus. Rúmenía: Sakaðir um hlut- / deild í þjóðarmorði Þ.ÞORCBÍMSSON&CO E3E3E3QO0B. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Ungveijaland: Innanríkisráð- herrann segir af sér Lét hlera síma stjórnarandstöðuleiðtoga KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hef ur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 30 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eöa skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyöileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu- bætandiáhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerirgæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og vfðar. Heildsölubirgðir LOGALAND, heildverslun. Símar 1-28-04. Búdapesi. Reuter. ISTVAN Horvath, innanríkisráð- herra Ungverjalands, sagði af sér embætti í gær vegna þess að upp komst að hann hafði látið hlera síma hjá stórnarandstöðuleið- togum. Hann sakaði stjórnarand- stöðuna um að standa fyrir óhróðurs- og áróðursherferð vegna komandi kosninga. Samband frjáisra demókrata, sem er ftjálslyndur flokkur undir stjórn fyrrum andófsmanna, hafði birt skjöl sem sýndu fram á að ráðu- neyti Horvaths hafði haldið uppi njósnum. um stjórnarandstöðuna þrátt fyrir fullyrðingar stjórnarinn- ar um hið gagnstæða og nýja lýð- ræðislega stjórnarskrá. Horvath, sem er í Sósíalista- fiokknum, arftaka gamla kommún- istaflokksins, viðurkenndi að það hefði verið rangt hjá honum að binda ekki endi á símahleranirnar. í þingræðu sem hann flutti sagði hann að ráðuneyti hans hefði lagt fram mikilvægan skerf til að auð- velda lýðræðisþróunina í landinu og sakaði „ákveðin öfl“ um að standa fyrir sameiginlegri óhróðurs- og áróðursherferð gegn sér og flokki sínum vegna kosninganna í mars- mánuði næstkomandi. Samt sem áður sagði hann af sér embættinu, „því að Ungverjaland er réttarríki og lýðræðisríki". Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við af Horvath sem innanrík- isráðherra. Búkaresl. Reuter. FJÓRIR af nánustu samverka- mönnum Nicolae Ceausescus, fyrrverandi einræðisherra í Rúmeníu, verða dregnir fyrir rétt í Búkarest næstkomandi laugardag. Hafa þeim verið birt- ar ákærur og eiga þeir yfír höfði sér að vera dæmdir fyrir hlut- deild í þjóðarmorði. Embættismennirnir fjórir eru Tudor Postelnicu, forstöðumaður hinnar illræmdu öryggislögreglu, Securitate, Emil Bobu, sem var hægri hönd harðstjórans fyrrver- andi, Ion Dinca, fyrrum aðstoðar- forsætisráðherra, og Manea Man- escu varaforseti. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða allt að 60.000 manns, sem yfirvöld eru sögð hafa látið lifláta í 24 ára valdatíð Ceausescus. Þar sem dauðarefsing hefur verið afnumin eiga mennirnir ekki á hættu að verða teknir af llfi, en þeir eiga hins vegar yfir höfði sér langa fangelsisdóma. Þjóðarráðið sakar fyrrverandi stjórn um að hafa valdið dauða allt að tíu þúsunda stjórnarandstæðinga síðustu dagana fyrir byltinguna. Þó að þessi tala hafi verið dregin stórlega í efa eru fjöldamorð örygg- islögreglunnar þó aðalgrundvöllur ákærunnar á hendur embættis- mönnunum. Dumitru Mazilu, varaforseti Rúmeníu, hélt því fram í gær að fyrrum öryggislögreglumenn og stuðningsmenn Ceausescus leynd- ust í hópi starfsmanna ríkisstofn- ana, þ.á.m. í utanríkisráðuneytinu, og reyndu að grafa undan sér og stjórn þjóðarráðsins. ■ MADRID - Að minnsta kosti fjórir frammámenn í æskulýðssam- tökum kommúnistaflokksins á Kúbu hafa verið handteknir fyrjr að kvarta um lítið lýðræði í landinu. Sagði frá þessu í spánska blaðinu E1 País og ennfremur, að fjórmenn- ingarnir hefðu gagnrýnt persónu- dýrkunina á Fidel Kastró, Kúbu- leiðtoga. Kastró hefur svarið þess dýran eið að vetja marx-lenínis- mann með öllum ráðum en vestræn- ir stjórnarerindrekar segja, að hann verð! einangraðri með degi hveijum. ■ JUNEAU- Um 218.000 lítrar af olíu fóru ísjóinn þegar kanadíska olíuskipið Frank H. Brown strand- aði í sundi við Alaskaströnd. Hefur nú tekist að ná skipinu af strand- stað en alls var það með 6,8 milljón- ir lítra af olíu. Talsmaður strand- gæslunnar sagði, að olían hefði ekki valdið tjóni á umhverfinu en skipstjórinn hefur viðurkennt, að mistök hafi valdið óhappinu. ■ STOKKHÓLMUR - Sænsku bankarnir sögðu starfsmönnum sínum í gær, að þeir ýrðu settir i verkbann allir sem einn létu þeir verða af þeirri hótun að knýja á um launahækkun með því að leggja niður vinnu í gjaldeyrisdeildum. Bankastarfsmenn, sem eru 60.000 að tölu, krefjast 15% launahækkun- ar en bankasambandið hefur brugð- ist hart við. Segist það tilbúið til að loka öllum útibúum bankanna 29. janúar nk. verði þá ekki búið að undirrita skynsamlegan kjara- samning. I I I ■ i Fjölbreytt og spennandi Ferðamálanárh ---- 156 stundir --- Allar nánari upplýsingar í síma 626655 Málaskólinn Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs úthlutað: „Bregður ljósi á duld- ar víddir tilverunnar“ —sagði dómnefindin um verk sænska ljóðskáldsins Tomasar Tranströmers SKÝRT var frá því í Helsinki í gær að Svínn Tomas Tranströmer hefði fengið bók- menntaverðlaun Norðurlandar- áðs fyrir ljóðasafnið „För le- vande och döda.“ Ákvörðun dómneftidarinnar var rökstudd með orðunum: „Með skáldlegu og hnitmiðuðu tungutaki, þar sem hann upplifír heiminn sem eina heild, bregður hann ljósi á duldar víddir tilverunnar og takmarkalausa möguleika mannsins." Af Islands hálfú voru tilnefnd verkin „Dagur af degi“ eftir Matthías Johanness- en og „Gunnlaðar saga“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Meðal fé- laga í dómnefndinni eru þeir Jóhann Hjálmarsson, skáld og bókmenntagagnrýnandi og Sveinn Einarsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá ríkissjónvarpinu. Forseti Norð- urlandaráðs mun afhenda verð- launin, 150 þúsund d.kr. (um 1400 þúsund ísl.kr.), á 88. þingi Norðurlandaráðs í Borgarleik- húsinu í Reykjavík 28. febrúar. Jóhann Hjálmarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að Tranströmer væri vel að verðlaun- unum kominn, þetta hefði ekki komið á óvart. „Menn hafa miklu fremur furðað sig á því að hann skyldi ekki vera tilnefndur fyrr. Ljóð Tranströmers hafa verið þýdd á 30 tungur og hann er meðal helstu skálda samtímans, Tomas Tranströmer. hefur lengi verið eitt þekktasta Norðurlandaskáldið í öðrum lönd- um. Það sem setti einkum svip á verðlaunaveitinguna að þessu sinni var að lögð voru fram verk helstu ljóðskálda Norðurlanda. Þarna voru óvenju sterkar Ijóðabækur; auk TVanströmers nefni ég bók Matthíasar, „Dagur af degi,“ ásamt verkum Danans Henriks Nordbrandts og Solveigar von Schoultz frá Finnlandi. Á sjö- unda og áttunda áratugnum var Tranströmer gagnrýndur nokkuð fýrir að vera ekki I hópi þeirra skálda sem ortu skorinort um samtlmann, Engum dytti í hug nú að bera slíkt á borð en reynd- ar fjallar Tranströmer um samtí- ðina I bókum sínum þótt hann geri það ekki mjög opinskátt." Jóhann hefur kynnst verð- launahafanum sem heimsótt hef- ur ísland nokkrum sinnum, í fyrsta sinn er hann var á ungl- ingsárunuum. „Hann er ekki af- kastamikið skáld, bækur hans yfirleitt litlar að vöxtum, orðfáar, t.d. er verðlaunabókin aðeins 36 blaðsíður. Hún er afar erfið og torskilin, lokaður og sérkennileg- ur skáldskapur,“ sagði Jóhann. „Honum þykir ákaflega gott skyr og þegar ég fer til Svíþjóðar tek ég oft með mér skyr handa hon- um. Síðast þegar hann var á Íb- landi, 1980 minnir mig, kop hann f snarvitlausu veðri, um miðjan vetur. Við þvældumst vlða um á gömlum, hálfónýtum bílskrjóð sem ég átti en fórum svo á Borg- ina til að fá okkur skyr. Það var ekki til en það tókst að útvega það og deginum var bjargað," Jóhann sagði Tranströmer, sem fæddur er 1931, frekar hlédrægan mann og hljóðlátan. Hann væri 8álfræðingur og fengist aðallega við vanda afbrotaunglinga. Ljóð eftir Tranströmer eru til í íslensk- um þýðingum, m.a. eftir Jóhann og Njörð P. Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.