Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 27 Þingmenn Kvennalistans: Hverjir sitja í stjómum og ráðum peningastofhana? ÞINGMENN Kvennalistans hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um að skipuð verði nefiid til að fara ofan í lög og reglur um setu manna í stjórnum pen- ingastofiiana. Einnig hafa þing- mennirnir lagt fram fyrirspurn til viðskiptaráðherra um stjórnir og ráð peningastofiiana. í tillögu til þingsályktunar er lagt til að forsætisráðherra verði falið að skipa fjögurra manna nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða lög og reglur að því er varðar setu manna í stjórnum bankastofnana, sjóða eða annarra lánastofnana í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Er lagt til að nefndin verði skipuð eft- ir tilnefningu Bankaeftirlits Seðla- banka íslands, Lagastofnunar Há- skóla íslands, Sambands íslenskra bankamanna auk eins án tilnefn- ingar. Nefndin skili áliti eigi síðar en 1. september 1990. Fyrirspurn þingmanna Kvenna- listans til viðskiptaráðherra er svo- hljóðandi: Hveijir sitja í stjómum og ráðum peningastofnana ríkisins og hvaða störfum gegna þeir? Tilgreind skulu bæði aðalstörf og aukastörf eins nákvæmlega og unnt er, einkum ef þau tengjast öðrum fjármálafyr- irtækjum. Með peningastofnun er átt við, auk Seðlabanka og við- skiptabanka, helstu opinbera sjóði og lánastofnanir. Sömu upplýsinga er óskað um 10 stærstu sparisjóði la/idsins. Upplýsingar óskast til- greindar um yfirstandandi kjör- tímabil viðkomandi stjórna og ráða og tvö kjörtímabil þar á undan. Halldór Blöndal Ólafiir Ragnar Grímsson Orkuskattur: Fundum frest- að vegna Qar- vista ráðherra FREKAR erfiðlega gekk að halda fundi í deildum Al- þingis í gær og fresta varð umræðu um tvö mál vegna fjarvista ráðherra. Einungis fjármálaráðherra var við- staddur allan tímann og hag- stofiiráðherra hluta úr degi. í efri deild hófst umræða um fmmvarp stjórnarinnar um skattskyldu orkufyrirtækja. Fresta varð þeirri umræðu í miðri ræðu Halldórs Blöndal (S/Ne) vegna fjarveru iðnaðar- ráðherra, en hann er staddur erlendis. Kvað Halldór það óvið- unandi að ræða áhrif skattlagn- ingar á orkufyrirtæki við ut- anríkisráðherra, sem gegndi störfum iðnaðarráðherra. Frumvarp um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningar- bygginga var tekið af dagskrá og fundi slitið. í neðri deild var umræðu um lánskjör og ávöxtun sparifjár frestað vegna fjarveru ráðherra og einungis tvö mál á dagskrá kláruð. Tekjur ríkíssjóðs 250 eða 2000 milljónir króna? SKIPTAR skoðanir eru um það hvetjar tekjur frumvarp til laga um skattskyldu orkufyrirtækja skilar í ríkissjóð. Fjár- málaráðherra segir áætlaðar tekjur á þessu ári munu verða um 250 milljónir en Halldór Blöndal telur tekjurnar vera nær tveimur milljörðum. Halldór segir frumvarpið munu hugsan- lega leiða til þess að Alþjóðabankinn segi upp samningum sínum við Landsvirkjun Ólafiir Ragnar Grímsson fj ármálaráðherra mælti fyrir stjómarfrumvarpi til laga um skattskyldu orkufyrirtækja í efri deild Alþingis í gær. Það kom meðal annars fram í máli ráð- herra, að með frumvarpinu er stefnt að því að orkufyrirtæki fái sömu skattalegu meðferð og önn- ur fyrirtæki. Sagði hann mótsögn’ vera í málflutningi sjálfstæðis- manna; annars vegar töluðu þeir um nauðsyn samræmingar í skatt- lagningu en hins vegar væru þeir á móti því að leggia skatt á orku- fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki í rekstri. Kvaðst hann vera hissa á því að sjálfstæðismenn legðu til að opinber fyrirtæki eins og orku- veitur ættu að hafa einhver slík forréttindi fram yfir einkafyrir- tæki. Ólafur taldi að skatturinn kæmi til með að skila um 250 milljóna tekjum í ríkissjóð á þessu ári. Sagði hann að þessi hækkun ætti ekki að hafa áhrif á orkuverð í landinu; skatturinn væri einungis MMIICI lagður á hagnað eða arð orkufyrir- tækja. „Fyrirtæki sem tapa borga engan skatt,“ sagði fjármálaráð- herra. „Jafnvel þó einhverjar breytingar verði á orkuverði í kjöl- far þessarar skattlagningar, verð- ur það í mesta lagi 1-2%.“ Olafur taldi fróðlegt að skoða Lögreglan á Stykkishólmi flytur í leiguhúsnæði til bráðabirgða: Vinnueftirlitið lokar lög- reg’lustöðinni á fímmtudag þetta mál með hliðsjón af Reykjavíkurborg. Hann heyrði enga gagnrýni koma frá sjálf- stæðismönnum vegna 1,3 millj- arða lántöku Hitaveitu Reykjavík- ur á síðasta ári á sama tíma og Reykjavíkurborg hefði undanfarin þijú ár fengið sömu upphæð sam- anlagt í arð frá Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þarna væri um hreina og klára skatt- lagningu borgarsjóðs á hendur þessum tveimur fyrirtækjum að ræða. „Hvaða áhrif hefur eins og hálfs milljarðs skattlagning á verðlagið og hvaða áhrif hafa framkvæmdir eins og bygging veitingahúss í Öskjuhlíð á verðlag- ið?“ spurði Ólafur. Halldór Biöndal (S/Ne) sagði í þessari umræðu, að þreytu gætti oftar en ekki þegar fjármálaráð- herra talaði um skatta og ríkis- fjármál vegna mun betri stöðu Reykjavíkur en ríkisins. Stöðug ólund væri í fjármálaráðherra í garð Reykjavíkur vegna þess að Reykvíkingar hefðu hafnað hon- um í forvali. Reyknesingar hefðu einnig hafnað honum, þannig að einnig ætti að ráðast að Hitaveitu Suðurnesja. Halldór sagði fjármálaráðherra opinbera fávisku sína þegar hann rökstyddi þessa skattlagningu með því að skattar væru lagðir á banka; alls ekki væri um sambæri- lega starfsemi að ræða. „Eru arð- semiskröfur fjárfestinga þær sömu og eru afskriftir tækja þær sömu?“ Halldór kvað frumvarpið þann- ig uppbyggt að tæpast væri hægt að taka það alvarlega. Skatt- heimta þessi legðist jafnt á al- menning sem orkufyrirtæki. „Eins og hálfs milljarðs skattlagning hlýtur að koma niður á orkuverð- inu.“ Taldi hann frumvarpið, ef af lögum yrði, myndu koma í veg fyrir frekari uppbyggingu orkuf- reks iðnaðar og benti enn fremur á að það kynni að leiða til þess að Alþjóðabankinn segði upp samningum sínum við Landsvirkj- un. Halldór fordæmdi það að ríkis- valdið skyldi sem einn eignaraðila Landsvirkjunar á móti Reykjavík og Akureyri notfæra aðstöðu sína til þess að hrifsa til sín meiri arð af fyrirtækinu en samningur aðil- anna segði til um. Umræðu um frumvarpið var frestað á þessu stigi að beiðni Halldórs Blöndal vegna fjarveru iðnaðarráðherra. NÁÐST hafa samningar um það að lögreglustöðinni í Stykkishólmi verði komið fyrir í leiguhúsnæði til bráðabirgða, á meðan unnið verður að því að byggja nýtt húsnæði undir sýsluskrifstofii og lögreglu á Stykkishólmi. Um er að ræða húsnæði á móti núver- andi sýsluskrifstofii, þar sem áður var tannlæknastofa. Aðstaða fyrir fangageymslu verður til bráðabirgða á Grundarfirði og í neyðartilvikum í núverandi húsnæði. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðu í gær. Eiður Guðnason (A/Vl) hóf utandagskrárumræðuna með því að ínna dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráða hann hygðist grípa til þess að leysa þann vanda sem við blasti á Stykkishólmi, þeg- ar Vinnueftirlitið lokaði lögreglu- stöðinni á staðnum næstkomandi fimmtudag. Éiður gerði grein fyrir umsögn Vinnueftirlitsins, en sam- kvæmt mati þess er húsið gersam- lega óhæft til síns brúks. Gat Eið- ur þess að ferðamenn gerðu sér sérstaka ferð að lögreglustöðinni til þess að festa hana á filmu. Öli Þ. Guðbjartsson dóms- málaráðherra sagði í svari sínu að ráðuneytinu væru ljósir þessir ágallar á lögreglustöðinni á Stykk- ishólmi. Frá 1983 hefðu verið kannaðir möguleikar á leiguhús- næði en fram að þessu hefði ekk- ert hentugt húsnæði fundist. Nú væri hins vegar leiguhúsnæði til reiðu. Óli gat þess að ráðuneytið væri þeirrar skoðunar að rétt væri að byggja nýtt hús undir starfsemi lögreglu og sýslumannsembættis Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. „Ráðuneytið hefur undanfarin ár farið fram á fjárveitingu til þessa en ávallt verið hafnað,“ sagði Óli. Sagði hann það aðalatriði málsins að enn vantaði leyfi og samþykki fjárveitinganefndar til þess að hönnun á nýju húsnæði geti farið fram. Friðjón Þórðarson (S/Vl) sagði núverandi fangahús gamalt og lélegt og að útvega þyrfti bráða- birgðahúsnæði, meðan byggt væri nýtt hús. Fagnaði Friðjón nývökn- uðum áhuga Eiðs Guðnasonar á löggæslumálum og benti á mikil- vægi þess að hlúa vel að sýslu- manns- og lögregluskrifstofum landsins. Alexander Stefánsson (F/Vl) sagði að bygging nýs húss tæki það langan tíma að nauðsynlegt væri að fá bráðabirgðahúsnæði. Sagði þingmaðurinn vilja fyrir því að þvo þennan smánarblett af byggðinni. Alexander vakti á því athygli að erindi hefði fyrst komið til fjárveitinganefndar um þetta frá dómsmálaráðuneytinu 7. des- ember síðastliðinn. Eiður Guðnason kvaðst ósam- mála þeirri fullyrðingu að bygging nýs húss þyrfti að taka 2-3 ár. Unnt væri að byggja á mun styttri tíma, til dæmis með forsteyptum einingum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför * STEFÁNS A. PÁLSSONAR. Hildur E. Pálsson, Stefania Stefánsdóttir, Björn Valgeirsson, Páll Stefánsson, Stefán H. Stefánsson, Kittý Stefánsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Anna Guðnadóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Ólafur Ólafsson, Valur Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR blikksmiðs, Skólagerði 44. Margrét Karlsdóttir, Karl Magnússon, Sigríður J. Magnúsdóttir, Magnús G. Magnússon, Elísabet Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Magnússon, og barnabörn. Gróa G. Haraldsdóttir, Tómas M. ísleifsson, Haukur Magnússon, Bjarnheiður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.