Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Islenska ullin eftir Svein Guðmundsson Það eru ekki mörg ár síðan íslenska ullin var talin ein besta ull- artegund í heiminum vegna sér- kenna sinna. Síðan breytist viðhorfið og þegar illa gekk í ullariðnaði þá var íslenslja ullin allt í einu orðin afar lélegt hrá- efni. Bændum er kennt um og sagt að þeir vandi ekki framleiðsluna. En hvers vegna vanda bændur ekki ull- arframleiðslu? Svarið er einfalt. Það er íslenskum ráðamönnum í land- búnaði að kenna. Mat þeirra hefur verið hlutlægt. Bændur hafa ekki verið hvattir til þess að vanda ullarframleiðslu og slæm ull hefur f lokkast vel og mats- menn hafa ekki þurft að þekkja hvíta ull frá írauðri. Þessi þróun er ekki bændum að kenna því að með kvótakerfinu (ekki kóti sem merkir óþokki eða lubbi) hafa bændur raun- verulega bústofn sinn á leigu frá ríkisvaldinu eða hvers virði er sú ær sem engan fullvirðisrétt á? Nú er farið að herða ullarmat, sérstaklega hvað hreinleika snertir, en þó ekki úr hófi fram. Hins vegar munu margir bændur vera óánægðir með matið og er það kannski von því að ull var ull hvernig sem með hana var farið. Fúin og kleprótt ull var nefnilega í allgóðu verði. Hér er stefnunni í ræktunarmál- um um að kenna. Ákaflega lítið hefur verið tekið tillit til ullargæða, þegar um val á lífhrútum hefur ver- ið að ræða. Ég veit dæmi um það að fram á þennan dag hafa hrútar með þriðjaflokks ull fengið 1. verð- laun. Ráðamenn og jafnvel bændur, sem hafa verið trúir sínum flokki, og jafnvel frammámenn í ræktunar- málum, hafa amast út í Tilrauna- stöðina á Reykhólum og þeir eru búnir að koma henni fram á brún hengiflugsins og tilbúnir að ýta henni fram af. Þessa menn mun sagan dæma hart. Ekki verður sagt um það, að það eigi að fyrirgefa þeim vegna þess að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. En þeir sem eiga engar hugsjónir haga seglum eftir vindi. Tilraunastöðin á Reykhólum hefur lyft grettistaki. Auðvitað má segja að hún sé ekki gallalaus, en hvaða bóndi rekur gallalaust bú? Flokkun á ull Ég hef alltaf litið svo á að í úrvals- flokkinn færi aðeins hluti af velhvítu reyfi, sem væri illhærulaust og án írauðs litarháttar. Þess vegna getur ekki farið af venjulegu fé nema 6 til 8% af ullinni í úrvalsflokk. Allt þar yfir telst til hagsbóta fyrir bónd- ann. Bóndi sem fær nær alla sína ull í úrvalsflokk og 1. flokk hefur náð þó nokkuð langt í ræktun á ullarfé. Ef bændur vilja eiga gult eða írautt fé þá verða þeir líka að sætta sig við að ull þeirra flokkast niður. Séu ær látnar ganga í tveimur reyfum þá flokkast sú ull í þriðja flokk en hann er verðlaus vegna þess að sú ull er nær ónothæf til iðnaðar. Hins vegar hefur ríkisvaldið verðlaunað þessa ull um langt ára- bil, en er nú hætt þeirri vitleysu. Það er staðreynd að sumir bænd- ur eru óánægðir með matið á ull sinni og telja að verið sé að hafa af þeim fé. Hins vegar hafa margir bændur látið taka af fé sínu í haust og telja það ekki borga sig vegna hins stranga ullarmats. En þessir bændur geta huggað sig við það að þeir eru með eins góða vöru og þeir hafa tækifæri á að framleiða. Þeim finnst of lítið magn fara í úrvals- flokkinn. Nú reiknar verðlagsgrundvöllur- inn ekki með nema að um 6% af ullinni fari í úrvalsflokk. Því geta allir þeir sem fá meira í úrvalsflokk verið ánægðir. Þess má geta að Tilraunastöðin á Reykhólum fékk ekki nema um 40% af sinni ull í úrval sem má teljast frábær árangur sé miðað við þær reglur er nú gilda. I þessu sambandi væri fróðlegt að vita hvort hagkvæmt væri að taka ull af lömbum áður en þau eru send í sláturhúsið. Ull af þeim þykir mjög góð. Vitað er, að sumar þjóðir taka ull af öllu sláturfé. Verð á gærum er nú mjög lágt eða fyrir A-flokk 85 krónur og B-flokk 52 krónur. Spyija má sem svo: Á að henda gærunni og hirða ullina eða er hægt að hirða hvort tveggja. Úr gærunum er unnin hágæðavara sem selst dýrum dómum. Nú er komið að því hvað sé hægt að gera til þess að ná ullargæðum, ullarmagni og verði í eðlilegt horf. Ull í Ástralíu er á rúmar 600 krónur kílóið. Ég hef heyrt að það sé hrein ull. Gæti það verið að þessi ull sé aldrei undir 800 krónum kílóið þegar hún er komin í hús hjá Álafossi? íslenskir bændur geta bætt ull sína mikið og það á tiltölulega stutt- um tíma, en til þess þarf fé og ráð- gjöf. Hið pólitíska vald þarf að skipta Sveinn Guðmundsson „Það er komið að því að gera stórátak í ullar- ræktun og það verður að halda áfram því starfí sem unnið hefur verið á Reykhólum og að þeirri vinnu og fjár- magni sem þegar er búið að leggja í hvíta féð sé í engu hætt.“ um skoðun, en það gera ráðamenn sjaldan af frjálsum vilja. Það sem þarf að gera er: 1. Breyta um áhersluatriði í sauð- fjárrækt. 2. Auka þarf ræktun á hreinhvítu fé og það er besti kosturinn að end- urskipuleggja tilraunastöðina á Reykhólum, því að hún er eina stöð- in sem er á ósýktu svæði og því auðveldara með dreifingu. Við þurf- um á betri ullarvörum að halda og þær fást aðeins með því að bæta ullina. Hvít ull fæst ekki með því að reka gult fé út í rigningu og trúa því síðan að við það hafi hún orðið skjannahvít. Einnig þarf að hafa sívakandi auga með markaðnum. 3. Tilraunastöðina á Reykhólum á að leggja niður vegna þess að þeir sem leggja línurnar í landbúnaðar- málum eru ekki starfi sínu vaxnir og kerfið er of kommúnískt, sem landbúnaður okkar verður að þola. 4. Þegar er búið að vinna mikið starf á Reykhólum, en meira er eft- ir ef vel á að vera. Útgjöld þurfa ekki að vera mikil við þessa starf- semi því að búið stendur undir sér að mestu. 5. íslenskur sauðfjárbúskapur (búskapur yfirleitt) er ríkisrekinn og það þarf rússneskt nútímafrelsi til þess að koma honum í þann sess sem honum ber. Ef við hefðum borið gæfu til þess að leggja það fjármagn í íslenskt ullarfé sem við höfum lagt í refinn þá væru Gefjun og Álafoss ennþá við lýði og hið nýja fyrirtæki Ála- foss læpi ekki dauðann úr krákuskel. Hvað er til ráða Það er í sjálfu sér margt hægt að gera og þá má hafa í huga að íslenska ullin er frábrugðin annarri ull og vinnsla úr íslenskri ull er sér- stæð. Það er hægt að auka ullarmagn af hverri kind og bæta gæðin með betri meðferð. Það er frekar auðvelt að losa sig við rauðar og hvítar ill- hærur með ræktun. Vitað er að erfðafylgni á milli ullar og annarra eiginleika er jákvæð og ekki er hægt að sanna að kjötmagn og bragðgæði fylgi rauða litnum. Það er komið að því að gera stórátak í ullarræktun og það verður að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á Reyk- hólum og að þeirri vinnu og fjár- magni sem þegar er búið að leggja í hvíta féð sé í engu hætt. Höfundur er kennari og bóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit. Ótímabær óhróður eftír Víði Benediktsson Það var á haustdögum árið 1979 sem ég kom í Hrísey, fyrst til að vera, ef frá er talið þau fáu skipti sem ég hafði komið þangað í sam- bandi við starf mitt sem sjómaður. Það var að vísu ekki hlaupið að því fyrir tvítugan aðkomumann að setja sig inn í samfélagið svona einn, tveir og þrír. Smám saman kom þetta nú allt saman og er það meira að þakka Hríseyingum sjálf- um en mér og eiga þeir þakkir skild- ar fyrir það. Það var ýmislegt sem kom kaup- staðarmanninum spánskt fyrir sjón- ir þegar hann kom fyrst í eyjuna. Sérstaklega þó hvernig ijúpan vappaði allt í kringum mann og færði sig rétt um set til þess eins að maður stigi ekki ofan á hana. Kemur nafn Hríseyjar oft upp þeg- ar rætt er um ijúpuna. Þetta hlýtur að segja okkur það að ef menn eru með skilningarvitin hjá sér, þá Hafnarfjörður: Prófkjör hjá Alþýðu- flokknum Alþýðuflokkurinn í Hafhar- fírði hefur ákveðið að hafa opið prófkjör um val í 10 efstu sæti á framboðslista fíokksins við bæj- arstjórnarkostningarnar í vor. Prófkjörið fer fram dagana 24. og 25. febrúar en framboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. febrúar. Framoboðum skal skila til oddvita prófkjörsstjórnar, Harðar Zophan- íassonar. Alþýðuflokkurinn á nú 5 fulltrúa í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. hljóta menn að átta sig á því hvaða dýr það er sem ræður ríkjum í dýra- ríki Hn'seyjar. Því miður virðist mönnum misvel gefinn sá eiginleiki að átta sig á þessu og sjá ekki lífið sem býr í eyjunni fyrr en þeir detta um heilt Galloway-naut, sem liggur einhvers staðar og bíður eftir því að verða étið og álykta sem svo að sú skepna hljóti að vera allsráðandi í lífríki eyjarinnar og leiðréttist sá misskilningur hér með. Ástæðan fyrir því að ég tek mér penna í hönd er sú að ég las í Morgunblaðinu þann 14. des. síðastliðinn grein eftir Auðun Jóns- son, matsvein, undir yfirskriftinni „Er lögregluríki í perlu Eyjafjarð- ar?“ í greininni lýsir Auðunn því þegar hann, ásamt vinkonu sinni, brá undir sig betri fætinum og skrapp norður í Hrísey og fékk sér að borða, ásamt fyrrnefndri vin- konu, í veitingahúsinu Brekku. Lýs- ingar hans á því sem upp á var boðið voru þess eðlis, að bæði Brekka og maturinn sem þar var á boðstólum, væri ekki siðmenntuðu fólki bjóðandi. Þó viðurkennir hann að þjónustustúlkan hafi boðið af sér góðan þokka og bætir síðan við að hún hafi verið taugaóstyrk og nú spyr greinarhöfundur: Hver er eig- inlega tilgangurinn með þessum skrifum? Það vill nefnilega svo til að undir- ritaður þekkir vel til á fyrmefndum veitingastað. Hann þekkir líka það fólk sem Auðunn lætur skrif sín bitna á og það sem meira er, hann þekkir líka Auðun Jónsson, mat- svein. Þótt honum hafi alveg láðst að geta þess í grein sinni, þá rak hann sjálfur veitingastað í Hrísey áður en Brekka kom til sögunnar. Einhverra hluta vegna hætti hann þeim rekstri en rekstur Brekku hefur gengið með ágætum. Hvort það er ástæða hans fyrir þessum skrifum treysti ég mér ekki til að dæma um en óneitanlega hugsar maður ýmislegt og lái mér það hver sem vill. „í ljósi alls þessa fínnst mér mjög svo ómaklega vegið að Brekku og aðstandendum hennar. Sérstaklega að eiganda hennar, Smára Thorar- ensen, fyrir það eitt að hafa ekki viljað brosa framan í viðskiptavin- inn sem ég efast þó um að hafí verið boðið upp á á matseðlinum.“ Undirritaður átti það til að líta inn á veitingastað Auðuns sem hét Hrísarlundur meðan hann var og hét. Undirrritaður gæti því ef hann vildi gert sæmilega úttekt á þeim stað en gerir það ekki nema í ör- stuttu máli. Lýsing Auðuns sjálfs á Brekku ætti þar vel við nema hvað inn í þá lýsingu mætti kannski bæta smá kafla um hreinlætismál. Um þjónustuna mætti sjálfsagt skrifa heila bók. Þó myndi ég ekki treysta mér til þess að segja að hún hafi borið af sér þann þokka sem Auðunn lýsir gagnvart þjónustunni í Brekku en um styrk hlutaðeigandi á taugum mætti eflaust gera betri skil í þeirri bók. Auðunn segir í grein sinni að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. í krafti þeirra orða læt ég dæluna ganga sem hlutlaus við- skiptavinur. Hef ég því fullt og ótakmarkað leyfi til að opinbera þá skoðun mína að mér f innst veit- ingastaðurinn Brekka ekki aðeins betri veitingastaður heldur en Hrísalundur Auðuns ‘Jónssonar, heldur margfalt betri. Umhverfi, þjónusta og matur, allt til fyrir- myndar. Því nota ég staðinn oft til þess að bjóða gestum mínum út að borða. í aðeins einu tilfelli hefur viðkomandi gestur ekki verið fylli- lega ánægður með matinn. Að sjálf- sögðu kvartaði ég sem gestgjafi við matsvein hússins og voru viðbrögð af því tagi að bestu og dýrustu veitingahús á höfuðborgarsvæðinu hefðu mátt vera stolt af. Undirritaður varð áþreifanlega var við þá erfiðleika sem Brekka átti við að etja í upphafi við að hrista það orð af sér sem áður hafði farið af veitingahúsarekstri í Hrísey. Lenti í því oftar en einu sinni að leiðrétta þann misskilning fólks að Brekka og Hrísalundur væri sami staðurinn. Orðrétt segir Auðunn í grein sinni: „Ég hef víða komið við og tel mig hafa vit á mat en hef aldrei, hvorki hér á landi eða í öðrum löndum mætt slíkri framkomu og ósiðsemi." (Tilvitnun lýkur.) Já, fyrr má nú rota en dauðrota. Ég segi nú ekki annað. Að vísu nýtur Auðunn þeirra forréttinda að hafa aldrei þurft að koma inn á sinn eigin veitingastað sem gestur. Þá býst ég við að hann hefði ekki látið þessi orð frá sér fara. Ekki veit ég hvað hann er að meina þeg- ar hann segist hafa vit á mat eitt- hvað fram yfir aðra. Sjálfur hef ég neytt matar í talsverðum mæli á hveijum einasta degi við misjafnar aðstæður í 30 ár og tel mig alveg fullfæran um að meta þær aðstæð- ur sem ég hef áður greint. Auðunn segir í upphafi greinar sinnar að ekkert hafi verið skrifað um staðinn. Býst ég við að nokkuð sé til í því hjá honum. Við sem fylgj- umst með fjölmiðlum vitum að eng- in frétt um veitingastað er aðeins af hinu góða. Við vitum því hvað það þýðir ef veitingastaður fær ein- hveija umfjöllun á annað borð. í Ijósi alls þessa finnst mér mjög svo ómaklega vegið að Brekku og aðstandendum hennar. Sérstaklega að eiganda hennar, Smára Thorar- ensen, fyrir það eitt að hafa ekki viljað brósa framan í viðskiptavin- inn sem ég efast þó um að hafi verið boðið upp á á matseðlinum. Smári er vel þekktur í sinni sveit og þá fyrir allt aðra hluti en eitt- hvert svínarí. Þekki ég ekki nein tilfelli þess að það hafi þurft að efast um heiðarleika þess manns. Þætti mér því bæði eðlilegt og sann- gjamt að hann verði beðinn afsök- unar opinberlega á þeim skrifum sem hafa verið viðhöfð gegn honum. Þegar Auðunn kemur inn á perlu Eyjafjarðar og talar um hana sem lögregluríki verður manni öllum lokið. Hann viðurkennir í grein sinni að hann þekki hreppstjórann frá fomu fari, en lætur að öðru leyti líta svo út að hann sé saklaus ferða- maður sem sé að koma til eyjarinn- ar í fyrsta sinn. Því miður þá er þetta bara ekki svona eins og ég gat um fyrr í grein minni. Auðunn veit það jafnvel og ég að orðið lög- regla er eitthvert framandi hugtak á meðal Hríseyinga. Em þetta ein- hver hin mestu öfugmæli sem und- irritaður hefur á ævi sinni heyrt og hefur þó heyrt æði margt. Síðan ég kom í Hrísey hafa mál sem hafa komið til kasta lögreglu Verið telj- andi á fingrum annarrar handar. í öllum tilfellum minniháttar og aldr- ei komið til kasta dómsvalds. Því finnst mér mjög svo ósmekklegt hvernig hann slær upp í svona fyrir- sögn gegn mikið betri vitund. Auk þess talar hann um húfulaust og máttlaust yfirvald. Ég verð að við- urkenna að ég get engan veginn skilið hvernig það fer saman húfu- laust og máttlaust yfirvald og lög- regluríki. Þess utan er mér ekki kunnugt um að hreppstjóri Hríseyj- arhrepps hafi gert nokkurn skapað- an hlut á hlut Auðuns Jónssonar. Sá maður er þekktur fyrir annað og því algjör óþarfi að tala um hann í niðrandi merkingu. Hann á miklu betra skilið en það. Ég vil taka það fram í lokin til að fyrirbyggja misskilning að ég á engra hagsmuna að gæta varðandi veitingahúsarekstur eða aðrar þjón- ustugreinar varðandi ferðamenn í Hrísey. Ég vil líka taka það fram að þessi grein er ekki skrifuð til að hugga einn eða neinn, hvorki aðstandendur Brekku eða Hrísey- inga almennt. Þeir þekkja Auðun og taka mark á grein hans í sam- ræmi við það. Fyrir aðra landsmenn sem ekki þekkja til bið ég um að taka henni með fyrirvara. Höfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.