Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 Þórshöfin: Skuldir ÚNÞ þurfa að lækka um 250-300 millj. SKULDIR Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga á Þórshöfn þurfa að lækka um 250-300 milljónir, eigi rekstur fyrirtækisins að geta geng- ið. Þetta kemur fram i skýrsludrögum Byggðastofiiunar um erfið- leika Þórshafnar en rikissjórnin íjallaði um drögin í gær. Forsætisráð- herra segir að stjómin þurfi fljótlega að ákveða hvað hægt sé að gera fyrir Þórshöfn og aðra staði með svipuð vandamál. Vandamál Þórshafnar stafa að miklu leyti af taprekstri Útgerðar- félag Norður-Þingeyinga, en félagið er nú í greiðslustöðvun. Félagið rekur frystitogarann Stakfell og nema skuldir félagsins um 500 milljónir króna en markaðsverð. skipsins er talið vera rúmar 400 milljónir. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði við Morg- unblaðið, að ef heimamenn vildu halda Stakfellinu væri möguleiki að Hraðfrystihús Þórshafnar kæmi inn í málið. En að auki þyrftu bæði að nást nauðasamningar við kröfu- hafa og að ríkið hlypi undir bagga. Önnur leið væri að selja Stak- fellið í skiptum fyrir ódýrara tog- VEÐUR skip og lækka skuldirnar með þeim hætti. Þá væri einnig hugsanlegt að selja Stakfellið samhliða nauða- samningum og reyna að forða fyrir- tækinu fjá gjaldþroti með þeim hætti. Sótt hefur verið um fyrirgreiðslu vegna Stakfellsins til Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar, en að óbreyttu telur sjóðurinn ekki að forsendur séu fyrir því. Þó hefur verið rætt um að breyta hluta skuldar við Ríkisábyrgðasjóð í hlutdeildarskír- teini, en um 250 milljóna skuld við sjóðinn er tryggð með fyrsta veð- rétti í Stakfelli. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist hafa lagt skýrsludrögin fyrir ríkisstjórnina svo að ráðherrar yrðu upplýstir um þetta stóra vandamál. „Okkur er ljóst að það hlýtur mjög fljótlega að koma að því að ákveða hvað stjórnvöld treysta sér til að gera fyrir stað eins og Þórshöfn, og nokkra aðra sem eru með sérstök vandamál sem ekki hefur tekist að leysa gegnum Atvinnutrygginga- sjóð og Hlutafjársjóð. Þess vegna hef ég beðið Byggðastofnun um skýrslu um alla þessa staði,“ sagði Steingrímur. Þar er meðal annars um að ræða Sandgerði, Breiðdalsvík, Grundar- fjörð, Hofsós, Presthólahrepp, Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Ibúar Þórshafnar efu nú um 370 og hefur þeim fækkað undanfarin ár, enda er íbúafækkun á lands- byggðinni hvergi eins mikil og á »þessu svæði. Þórshöfn er þjónustu- staður íbúa Þistilfjarðar en þar voru íbúar 175 á síðasta ári. Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn hefur verslunarþjónustu í Bakkafirði og / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 24. JANUAR. YFIRLIT í GÆR: Vaxandi norðaustan og síðar norðanátt, víða hvas- sviðri eða stormur síðdegis og í kvöld. Slydda eða snjókoma norðan- lands og á Vestfjörðum, skúrir austanlands í dag en annars él. Frostlaust um austanvert landið en um eða rétt undir frostmarki vestantil. SPÁ: Norðlæg átt, hvassviöri eða stormur víða um land en senni- lega hægari á Austurlandi. Fer að draga úr vindi annað kvöld. Snjókoma og síðar él norðanlands og einnig smáél suðvestanlands en skúrir á Austurlandi. Frostlaust á Austurlandi en 1—4 stiga frost annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan-og norðaustan- átt. Él á noröanverðu landinu en léttskýjað sunnanlands. Frost 3—10 stig. %n VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 slydda Reykjavik +3 alskýjað Bergen 4 alskýjað Helsinki 1 þokumóða Kaupmannah. 5 rigning Narssarssuaq +12 skýjað Nuuk +18 léttskýjað Osló 6 rigning Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 5 skúr Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 10 rigning Barcelona vantar Berlín 9 skýjað Chicago 0 alskýjað Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Glasgow vantar Hamborg vantar Las Palmas 18 skýjað London 9 rignlng Los Angeles 11 helðskírt Lúxemborg 6 skýjað Madríd 5 léttskýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal +3 snjóél New York 4 lénskýjað Orlando 10 heiðskírt París 9 rigning Róm 14 þokumóða Vín 7 léttskýjað Washington 2 skýjað Wlnnipeg +7 snjókoma Stakfellið kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. á Raufarhöfn. Á þjónustusvæði kaupfélagsins voru um 1080 manns á síðasta ári. Atvinnulíf á Þórshöfn byggist á sjávarútvegi en árið 1987 vartæpur helmingur ársverka í sjávarútvegi. Eftir að settur var frystibúnaður í Stakfellið fyrir rúmum tveimur árum, hefur það ekki veitt bæjarbú- um mikla atvinnu en um áramót mun heimamönnum í áhöfn skipsins hafa fjölgað. Færeyingar spara og hætta að senda fólk í meðferð hérlendis EINN þáttur í víðtækum sparnaðaraðgerðum færeysku landstjórn- arinnar felst í því að hætt hefiir verið að greiða kostnað vegna færeyskra alkóhólista sem leitað hafa sér eftirmeðferðar hér á landi. Ætla Færeyingar hér eftir að veita þessa þjónustu á þarlend- um stofiiunum. Úm fimm ára skeið hafa Færeyingar leitað með- ferðar á Fitjum á Kjalarnesi, þar sem rekin er meðferðarstöð fyrir útlendinga, og undanfarin tvö ár hefúr um það bil fjórði hver sjúklingur þar komið frá Færeyjum, að sögn Skúla Thorodds- en forsvarsmanns meðferðarheimilisins. Skúli segir þessa breytingu ekki hafa komið svo mjög á óvart en engu að síður hafi hún valdið meðferðarheimilinu ákveðnum óþægindum. Hins vegar hafi eng- um vandkvæðum verið bundið að finna sjúklinga í stað Færeying- anna. Að sögn Skúla urðu skyndileg slit á sambandinu við Færeyinga með verkfalli starfsmanna á flug- vellinum þar í desember. Hins vegar hefðu menn lengst af átt von á að úr rættist. Hann sagði að undanfarin 5 ár hefði 5-600 Færeyingar hlotið meðferð hér á landi. Aðeins hefði verið tíma- spursmál hvenær þessi þjónusta flyttist að fullu inn í landið en fyrir nokkru hefði verið sett upp afvötnunarstofnun í Færeyjum með aðstoð íslendinga. Hann sagði að þegar viðskiptin hefðu stöðvast hefði um tíma verið hald- ið lausum rúmum í von um að úr rættist en nú hefðu sjúklingar frá öðrum þjóðum, Svíþjóð, Noregi og Grænlandi fyllt skarðið og væru nú öll 43 rúm stofnunarinnar nýtt. í færeyskum fréttaskeytum segir að með því að flytja eftir- meðferð, sem á Fitjum hefur tekið 6-8 vikur, inn í landið hyggist landsstjómin spara sér um 3,2 milljónir danskra króna, um 30 milljónir íslenskra, á ári. Húsnæði viðkomandi stofnunar „Heilbrigð- ið“ muni nýtast að fulíu og ekki þurfi að fjölga starfsliði þótt það sem fyrir er fái aukin verkefni. Þormóður rammi hf.: Skuldum við ríkis- sjóð breytt í hlutafé Skuldir fyrirtækisins rúmur milljarður FUNDUR hluthafa í Þormóði ramma hf. á Siglufirði samþykkti á mánudag að hlutafé í fyrirtæk- inu yrði aukið að lágmarki 300 miiyónir króna en að hámarki 550 miiyónir króna, að sögn Einars Sveinssonar stjórnarformanns fyrirtækisins. Einar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að heildar- skuldir Þormóðs ramma væru yflr milljarður króna. Hann sagði að fjármálaráðherra og íjárveit- inganefnd Alþingis hefðu sam- þykkt að verulegum hluta af skuldum fyrirtækisins við ríkið og ríkisábyrgðasjóð yrði breytt í hlutafé. Einar Sveinsson sagði að Þormóð- ur rammi hefði skuldað ríkissjóði og ríkisábyrgðasjóði um 324 milljónir króna, samkvæmt ársuppgjöri 1988, og talað hefði verið um ríkið breytti 300 milljónum króna af skuldinni, eins og hún var þá, í hlutafé. Hins vegar væri skuldin nú orðin mun hærri vegna verðbreytinga, vaxta og dráttarvaxta. Einar sagði að hlutafé Þormóðs ramma væri nú tæpar 25 milljónir króna. Hann sagði að ríkissjóður ætti um 71% af hlutafénu, Siglu- fjarðarkaupstaður 23% en ýmsir ein- staklingar og fyrirtæki afganginn. „Hluthafar í Þormóði ramma eiga forkaupsrétt að auknu hlutafé í fyr- irtækinu. Hins vegar er engin hluta- fjáráskrift byrjuð ennþá en áskriftin er opin til 12. mars næstkomandi og aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn eftir þann tíma,“ sagði Einar Sveinsson. Havel kemur 16. febrúar VACLAV Havel, forseti Tékkósló- vakíu og leikritaskáld, sem þekkst hefúr boð Þjóðleikhússins um að vera viðstaddur frumsýningu á leikriti hans, Endurbyggingunni, kemur hingað til lands 16. febrú- ar. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra á opnum fundi á Hótel Sögu í gær. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, segir að ætlunin sé að frumsýna Endurbygginguna fyrir fastagesti Þjóðleikhússins 10. febrú- ar en Havel verði viðstaddur hátíð- arfrumsýningu 16. febrúar. Verkið verður sýnt 8-10 sinnum á sviði Þjóð- leikhússins áður en því verður lokað vee-na brevtinera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.