Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990 Baldur Bragason, knattspyrnu- maður úr Val, leikur með Paderborn Neuhaus í Vestur-Þýskalandi fram á vorið. to6m FOLK ■ ÞRÍR júdómenri úr Armanni taka nú þátt í EJU æfingabúðunum í Rauris í Austurríki. Þær hófust á sunnudaginn og standa til 26. þessa mánaðar. Þetta eru Halldór Hafsteinsson, sem keppir í -86 kg fl., Freyr Gauti Sigmundsson sem er í -78 kg fl. og Eiríkur Kristins- son í -71 kg fl. H BALDUR Bragason og Þórð- ur Birgir Bogason knattspyrnu- menn úr Val eru nú í Vestur- Þýskalandi þar sem þeir æfa og leika með utandeildarliðinu, Pader- born Neuhaus , sama liði og Þor- valdur Orlygsson lék með í fyrra. Einar Páll Tómasson, félagi þeirra úr Val, fór út til Vestur-Þýska- lands í gær og mun einnig æfa og leika með liðinu fram á vorið. Pad- erborn á að spila æfingaleik gegn aðalliði Dortmund í kvöld og fá Islendingamir að spreyta sig í þeim leik. Deildarkeppnin í Þýska- landi byrjar ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Þremenningarnir munu dvelja hjá Paderborn fram í apríl. H FARANDI er fjórða ferðaskrif- stofan sem býður upp á hópferð á heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik í Tékkóslóvakíu. Ferða- skrifstofan býður upp á ferð á leiki í milliriðli og úrslitaleikina í Prag. H EGGERT Jónsson frá Litla Pílukastklúbbnum Í Keflavik sigr- aði á afmælismóti íslenska pílu- kastfélagsins um helgina. Hann sigraði Friðrik Diego frá ÍPS í úrslitaleik. H ÞRÓTTUR Reykjavík, sem leikur í 3. deildinni í knattspyrnu, hefur fengið þrjá nýja leikmenn fyrir sumarið. Sigfús Kárason kemur aftur eftir eitt sumar á Dalvík og Baldur Baldursson, úr Leikni, og Hannes Hilmarsson frá Afltureldingu hafa einnig ákveðið að leika með Þrótti í sumar. ÚRSLIT Valur-KR 65:69 Hlíðarendi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 23. janúar 1990. Gangur leiksins: 6:5, 11:16, 16:16, 21:30, 35:39, 46:59, 60:65, 65:69. Stig Vals: Chris Behrends 32, Svaii Björg- vinsson 10, Matthías Matthíasson 8, Ragn- ar Jónsson 7, Einar Ólafsson 4, Björn Zoega 3, Aðalsteinn Jóhannsson 1. Stig KR: Anotlíj Kovtoúm 20, Axel Nikulás- son 14, Guðni Guðnason 8, Gauti Gunnars- son 7, Páll Kolbeinsson, Birgir Mikaelsson og Matthias Einarsson 6 og Lárus Árnason 4. Áhorfendur: 20. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Kristinn Óskarsson. Höfðu góð tök á leiknum. UMFT-UMFG 55:62 íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin ! körfuknattleik, þriðjudaginn 23. janúar 1989. Gangur leiksins: 4:4, 11:20, 15:22, 17:29, 19:31, 25:35, 29:43, 49:53, 50:56, 55:62. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 15, Sturla Orlygsson 14, Bjöm Sigtrygsson 10, Stefán Pétursson 5, Ölafur Adolfsson 4, Sverrir Sverrisson 4 og Pétur V. Sigurðsson 3. Stig UMFG: Ron Davis 17, Guðmundur Bragason 16, Hjálmar Hallgrímsson 10, KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN Grindvíkingar sækja að Keflvíkingum Grindvíkingar færðust nær Keflvíkingum á toppi A-riðils er þeir sigruðu Tindastól á Sauðár- króki, 62:55. Tvö stig skilja liðin ■■■■■■ og stefnir í spenn- FráBirni andi keppni um Bjömssyni efsta sætið. á Sauöárkróki Grindvíkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti sem þeir.héldu nær allan leikinn. Sauð- krækingar, sem léku án Bo Heid- ens, náðu þó góðum kafla skömmu fyrir leikslok, er þeir minnkuðu muninn úr ijórtán stigum í þrjú en þá misstu þeir Sverri Sverrisson útaf með fimm villur. Grindvíkingar léku af öryggi síðustu mínúturnar og juku forskotið í sjö stig. Guðmundur Bragason og Ron Davis voru bestir í liði Grindvíkinga en Sverrir Sverrisson var bestur heimamanna. Tólfti sigur KR-inga í röð KR-ingar unnu tólfta leik sinn í röð í úrvalsdeildinni er þeir lögðu Valsmenn að velli í baráttu- leik að Hlíðarenda í gærkvöldi, ■■■■■■I 65:69. KR-ingar FrostiB. hafa ekki tapað Eiösson síðan í Keflavík 20. skrifar nóvember í fyrra. Leikurinn var ekki góður, baráttan var í fyrirrúmi og hittni leikmanna frekar slök. Um miðjan fyrri hálfleik tóku KR- ingar mikinn kipp og náðu 10 stiga forkosti. Valsmenn náðu aldrei að jafna eftir það, þó svo að munurinn hafi oft verið lítill. Chris Behrends var að venju yfir- burðamaður hjá Val og sá eini sem hitti vel, og tók einnig 15 fráköst. Valsmenn sakna greinilega Magn- úsar Matthíassonar, en hann er farinn í nám til Bandaríkjanna og leikur ekki meira með liðinu í vetur. KR-ingar hafa yfir meiri breidd að ráða og það réði úrslitum í þess- um leik. A-RIÐILL 19 UMFG 21 VALUR 21 ÍR 20 REYNIR 20 14 O 5 1890:158928 13 0 8 1657:1627 26 7 0 14 1692: 174614 7 0 13 1547:168614 1 0 19 1359:1877 2 B-RIÐILL Stig 19 p 2 1644:141838 16 0 3 1735:1541 32 10 0 10 1776:163320 9 0 11 1642: 162618 Morgunblaðið/Einar Falur Páll Kolbeinsson átti góðan leik í gær og hér veður hann í gegnum vöm Vals. SKOTFIMI Um 10% ísfirðinga stunda skotfimi! - samkvæmt starfsskýrslu Skotfélags ísafjarðar 1yrir árið 1988 Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSI, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær að þessar tölur Skotfélags Isa- fjarðar gætu ekki verið réttar. „Það hafa komið fram aðfinnslur vegna iðkendafjölda á ísafirði og er þetta mál í sérstakri með- höndlun þjá okkur þessa dagana. Við lítum á það aivarlegum aug- um ef starfsskýrslur eru falsað- ar,“ sagði Sigurður Magnússon. 233 iðkendur eru í Skotfélagi ísafjarðar samkvæmt starfs- skýrsu félagsins fyrir árið 1988. Þetta£ýðir að 8 pró- sent íbúa á isafirði stunda skotfimi hjá félaginu. Skot- félagið hefur hins vegar ekki haft neina aðstöðu til skotiðk- unnar frá þvi það var stofnað í september 1988. Nokkur brögð hafa verið af því úndanfarin ár að starfs- skýrslur íþróttafélaga hafa verið rangar og þar með ekki gefín rétt mynd af fjölda iðkenda. Þessi „fölsun“ er gerð til að ná upp iðk- endafjölda í viðkomandi grein þannig að útbreiðslustyrkur ÍSÍ yrði hærri til viðkomandi sam- bands eða félags fyrir bragðið. Samkvæmt starfsskýrslu Skot- félags ísafjarðar fyrir árið 1988, sem send var tii ÍSÍ, eru 233 iðk- endur í félaginu. Það var stofnað í september 1988 og hefur engin aðstaða verið fyrir skotmenn í bænum, hvorki innanhúss né utan og starfsemin því lítil sem engin. Skotfélag Reykjavíkur, sem er stærsta aðildarfélagið innan Skot- sambandsins, er með 393 iðkend- ur. Skotfélag ísafjarðar er nú næst fjölmennasta félagið sam- kvæmt starfsskýrslu. SKIÐI Yfirburðir Aust- urríkismanna Rúnar Ámason 9, Marel Guðlaugsson 4, Bergur Hinriksson 3 og Guðlaugur Jónsson 1. Dómarar: Kristján Möller og Leifur Garð- arsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 400. MM Chris Behrends, Val. Sverrir Sverrisson, Tindastóli. Ron Davis og Guðmundur Bragason, UMFG. M Anotlíj Kovtoúm, Axel Nikulásson og Páll Kolbeinsson, KR. Svali Björgvinsson, Val. Valur Ingimundarson, Björn Sigtryggsson og Ólafur Adolfsson, Tindastóli. Hjálmar Hallgrímsson og Rúnar Árnason, UMFG. NBA-deildin: Mánudagur: Phoenix Suns - Orlando.........126:103 Houston - Denver Nuggets.......116:104 San Antonio - Washington.......124:115 Sacramento - LA Clippers..;....136:104 SkíAi Úrslit í stórsvigi karla í heimsbikai’keppn- inni í alpagreinum sem fram fór í Vey- sonnaz í Sviss í gæn Richard Kröll, Austurríki ..................2:46.62(1:22.92/1:23.70) Hubert Strolz, Austurríki ...................2:47.15(1:23.16/1:23.99) Rudolf Nierlich, Austurríki ...................2:47.16(1:23.19/1:23.97) Oli Kristían Fumsedt, Noregi ...................2:47.24 (1:23.38/1:23.86) Guenther Mader, Austurríki ...................2:47.72(1:23.56/1:24.16) Staðan: Zurbriggen.............................212 Furusedt............................. 180 Armin Bittner..........................144 Gunther Madrer.........................133 Paul Accola, Sviss.....................100 RudolfNierlich..........................90 Borðtennis Amarmótíð: Meistarallokkur karla, undanúi'slit: Kjartan Briem-Albrect Ehman..........2:0 Jóhannes Hauksson—Tómas Guðjónsson...2:1 Meistaraflokkur karla, úrslitateikur: Kjartan Briem—Jóhannes Haukss. 21:19 21:17 Meistaraflokkur kvenna: Aðalbjörg Björgvinsdóttir—Lilja Benónýsd. .2:0 1. flokkur karla: Vignir Kristmundsson—Pétur Kristjánsson .2:1 1. flokkur kvemia: Eva Jósteinsdóttir—Ingibjöm Ámadóttir 2:0 2. ílokkur karla: Ómar Hilmarsson—Stefán Birkisson ....2:1 Austurríkismenn halda áfram sigurgöngTj sinni í heimsbikar- keppninni í alpagreinum. í gær var keppt í stórsvigi í Veysonnaz í Sviss og röðuðu Austurríkismenn sér í þijú efstu sætin. Richard Kröll sigraði í annað sinn á þessu árij en hann vann einnig í La Villa á Italíu fyrir hálfum mán- uði. Kröll, sem er 21 árs, náði besta tímanum í fyrri umferð og næst besta í síðari umferð. Hubert Strolz varð annar, hálfri sekúndu á eftir Kröll og heimsmeistarinn, Rudolf Niferlich sem sigraði í sviginu í Kitzbúhel um síðustu helgi, varð þriðji. Norðmaðurinn, Oii Kristian Furusetd, náði fjórða sæti og er nú efstur í stigakeppni stórsvigsins með 88 stig. Ungur Norðmaðir, Andre Kjetil Ámodt, náði besta tímanum í síðari umferð og hafnaði í 6. sæti og er það besti árangur hans í keppninni. Pirmin Zúrbriggen, sem er efstur í stigakeppni heimsbikarsins, nældi sér í tvö stig með því að hafna í 14. sæti. Zúrbriggen hefur nú 212 stig alls. Furusetd kemur næstu með 180 og Armin Bittner í þriðja sæti með 144 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.