Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1990 33 Jón Pálsson vél- virki — Minning Fæddur 2. janúar 1942 Dáinn 12. janúar 1990 Vinur minn og félagi, Jón Páls- son, lést í Borgarspítalanum 12. janúar sl. eftir stutta en erfiða legu. Nú á þessari kveðjustund vil ég minnast hans nokkrum orðum. Fljótlega eftir að ég kynntist Nonna, sem þá stundaði nám í Vélskóla íslands, réðst hann háseti Rjá mér í sumarleyfum. Fyrst á ms. Elliða og Hörpu og síðar í eitt ár 2. vélstjóri á ms. Gígju að loknu námi. Þótt Nonni hefði aldrei á sjó komið þegar hann byijaði með mér varð hann fljótt fullgildur sjómað- ur, þar naut hans eðlislæga verk- lagni sín til fulls. Arið 1969 réðst hann sem 1. vélstjóri á aflaskipið Gísla Áma og var þar og hjá útgerð Sjóla hf. í hartnær 20 ár. Á nútíma fiskiskipi, sem alltaf verður að vera í lagi ef vel á að ganga, nutu hæfileikar, verklagni og ósérhlífni hans sín vel. Slíkir menn eru í okkar tölvu- vædda fiskimannaþjóðfélagi ekki alltaf metnir sem skyldi. Nonni var fyrst og fremst maður verkanna, hann vildi hafa hlutina í lagi, láta vélarnar ganga. Hann vissi og skildi hvað það þýddi væri eitthvað í ólagi. Alla tíð hafði hann aðgang að einhverskonar verk- stæði, fyrrum var bílskúrinn notað- ur og seinni árin var aðstaðan hjá vélsmiðjunni Tý í Kópavogi, sem hann var meðeigandi í. Á þessa staði komu margir bílarnir, tækin og tólin, sem honum tókst að halda gangandi eftir að eigandi eða aðrir höfðu gefist upp. Það voru ófáir tímarnir sem í þetta fóru, en ekki er ég viss um að reikn- ingarnir fyrir þessi störf hafi verið háir, ef þeir voru þá nokkurn tímann skrifaðir. Þar komu fram eiginleikar sem hann átti í ríkum mæli, hjálpseini og góðvild. Nonni var vel gefinn maður, en hann var dulur. Aldrei hefði hann þó notið sín bak við skrifborð enda átti hann erfitt með að skilja þá menn sem halda að verðmætin verði til á tölvuskjám nútímans. Á kveðju- stund leita margar minningar á hugann, sérstaklega til fyrstu ár- anna eftir að við kynntumst. Oftast vorum við nágrannar, giftir systrum Minning: Fæddur 4. október 1902 Dáinn 17. janúar 1990 Páll Tómasson húsasmíðameist- ari, Skipagötu 2, Akureyri, var bor- inn til moldar mánudaginn 22. jan- úar sl. Þessa góða manns langar mig að minnast fáeinum orðum. Páll Tómasson var skynsamur dugnaðarmaður. Hann var aldrei með hávaða, en virti lífið og um- hverfi sitt fyrir sér með yfirveguð- um góðvilja. Hann var og af kunn- um dugnaðarættum kominn, svo sem hafa borið vitni hann og bræð- ur hans, Eyþór, Guðmundur, Ólafur og Böðvar frá Garðshorni í Eyja- firði. Mín fyrstu bernskuár til 10 ára aldurs bjó ég með fjölskyldu minni í húsi þeirra Páls og Önnu, konu hans, í Skipagötu 2. Dagfarsprúður var Páll Tómasson og sívinnandi. Þegar hann var við störf sín heima fyrir, við smíðar, málningarvinnu eða ýmislegt annað, sem hann var að dytta að, man ég oft eftir hon- um, þar sem hann var að raula lag fyrir munni sér. Nutum við börnin þess þá, hve barngóður hann var. Ekki gleymi ég húsunum, sem hann og fjölskylduböndin sterk. Báðir stunduðum við sjóinn og vorum langdvölum fjarverandi. Ekki verða þessar minningar tíund- aðar hér en þakkaðar allar skemmtilegu stundirnar og einlæg vinátta alla tíð. Nonni var ættaður úr Skaga- firði, næstelstur sex barna Páls H. Jónassonar og Þóru Jónsdóttur frá Hróarsdal. 1965 kvæntist hann mágkonu minni. Leiðir þeirra skildu. Þau eignuðust saman þrjú efnisbörn: Elínu, 23 ára, nema í Kennarahá- skóla íslands. Þóru, 21 árs, nema í Háskóla íslands, Pál Hróar, sem lést fyrir tveimur árum aðeins 14 ára gamall. Gott samband var alltaf milli hans og barnanna, en einhvern- veginn sterkast við Elínu, _sem bjó hjá honum síðustu árin. Ég fann alltaf hvað hann naut þess að hafa hana hjá sér. Seinustu árin var hann í sambúð með Auróru Cody og bjuggu þau á Sogavegi 130 hér í Reykjavík. Elsku Ella og Þóra, megi minn- ingin um pabba ykkar verma ykkur alla tíð. Öllum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Árni Gíslason Hann vinnur myrkranna milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vin'nur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm - sín kraftaverk. Þetta erindi Davíðs Stefánssonar flaug mér í hug er dótturdóttir mín sagði mér lát föður síns, Jóns Páls- sonar vélstjóra, en hann lést í Borg- arspítalanum 12 þ.m. eftir ekki langa en stranga legu, aðeins 48 ára að aldri. Hann var fæddur Skagfirðingur, kominn af greindu og dugmiklu fólki í báðar ættir og bar þess glögg merki. Ég ætla mér þó ekki að rekja æviferil hans, vona að aðrir geri honum betri skil, en eigi að síður langar mig til þess að minnast hans að nokkru. Náin kynni okkar urðu þó styttri en ég hugði í fyrstu, en það fann ég fljótt að þar fór góður drengur, dugmik- smíðaði handa okkur systrunum fyrir jólin, alveg eins og sínum eig- in dætrum. Okkur krökkunum fannst gaman að tala við Pál, enda kom hann leiðbeiningum sínum um lífið og tilveruna á fr'amfæri við okkur yngstu borgarana með góð- vilja og kímni. í einkalífi sínu hefur Páll Tómas- son verið mikill hamingjumaður. Hann gekk á árinu 1937 að eiga sína ágætu konu, Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarf- aðardal. Hefðu þau því 20. janúar sl. átt 52 ára brúðkaupsafmæli. Þau Anna og Páll hafa og alltaf staðið hvort við annars hlið í blíðu og stríðu. Hún hefur verið mjög söng- elsk og tekið mikinn þátt í tónlist- arlífi á Akureyri. Hún hefur og búið Páli og bömum þeirra einstak- lega gott heimili af mikilli smekk- vísi. Þau Anna og páll hafa eignazt fjórar dætur, Sigrúnu, Sigurbjörgu, Onnu Pálu og Helenu, sem eru allar vel menntaðar, fallegar og góðar manneskjur að öllu leyti. Nú eru barnabörnin orðin sjö og barna- barnabörnin fjögur. Allir sem borið hefur að garði í Skipagötu 2 hafa mætt þar hressi- ill og vel af guði gerður sem vildi búa sér og sínum gott heimili og traust athvarf. Hann var einstak- lega laginn að hveiju sem hann gekk, allt virtist leika í höndum hans, var smiður af guðs náð og jafn vígur á tré og járn, þótt járn- smíði og vélavinna yrði aðal við- fangsefni hans meðan að honum entist aldur. Um skeið var hann m.a. yfirvélstjóri á aflaskipinu Gísla Árna og reyndist þar sem annars- staðar vel. Það var eins og að ganga inn í stofu að líta niður í vélar- rúmið á því skipi, allt hreint og ein- staklega vel um gengið. Jón barst ekki mikið á, var aldrei fyrir það að sýnast. Hann undi sér best við þau verk sem hann fékkst við hveiju sinni, hvort sem það var að gera við bifreiðir, í smiðju, á verkstæði eða í vélarrúmi. Það var lélegur rokkur sem hann gat ekki fengið til að ganga þolanlega. Vinnan var Jóni allt, ef svo mætti segja, enda féll honum aldrei verk úr hendi. Það var sama hvar hann var stadd- ur, sæi hann eitthvað eða heyrði um verkleg- vandamál vina eða kunningja breytti hann oft fyrir- fram ákveðnum áformum sínum, gekk þegár til verks og yfirgaf það helst ekki fyrr en lausn var fundin. Hvort hann uppskar alltaf laun að loknu verki skal ósagt látið, en ein- hvern veginn hef ég það á tilfinn- ingunni að svo hafi ekki alltaf ver- ið. Hann var svo greiðvikinn. Og æði oft hjálpaði hann undirrituðum að dytta að bifreið hans á meðan við áttum heima undir sama þaki, en í mörg ár var hann eiginmaður dóttur minnar. Einnig var hann börnum sínum betri en enginn, hlúði að þeim eftir mætti og vildi veg legu viðmóti, hlýju og vinsemd. Og það er því í gegnum árin orðinn stór hópur, sem lagt hefur leið sína í Skipagötuna og notið gestrisni þeirra hjóna og höfðingsskapar. Og fjölskylduvinir hafa ekkert kosið frekar en að fara til Akureyrar á sumrin til að sækja Önnu og Pál heim. Sannast þá, að þar sem er nóg hjartarými er og nóg húsrými. Fagrar æskuminningar eru fjár- sjóður sem seint fyrnist. Páll Tóm- asson átti sinn ríka þátt í að gefa mér slíkan minningasjóð. Þess vegna hugsa ég ávallt til hans og fjölskyldu hans með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Guðrún Þóra Magnúsdóttir Páll Tómasson húsasnúðameistari þeirra sem mestan. Og eftir að dæturnar öðluðust réttindi til að aka bifreiðum sá hann um allt því til- heyrandi. Eldri dóttirin, Elín, dvaldi svo á heimili hans hin síðari ár, eða eftir að hún hóf nám í mennta- skóla, og hún sat við beð hans þeg- ar hann lést. Hins vegar hefur yngri dóttirin, Þóra, fylgt móður sinni og búið á hennar heimili, heimsótti þó föður sinn oft eftir að fjölskyldan flutti hingað suður og naut ástar hans og umhyggju í sama mæli og sú eldri. Þær sakna hans því sárt sem von er, og það gera fleiri. Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári lést sonur Jóns og albróðir dætr- anna, Páll Hróar, úr hvítblæði að- eins 14 ára gamall. Varð það Jóni svo og ástvinum drengsins öllum mikið áfall, því að þar féll í valinn upprennandi efnispiltur, með áhugamálin óteljandi og drauma æskumannsins í augum. Hann átti auðvelt með að afla sér vina og þeir brugðust honum ekki þegar á reyndi og sjúkdómurinn heltók hann, heimsóttu hann sumir dag- lega meðan á stríðinu stóð. En Jón, faðir hans, bar ekki trega sinn á torg, heldur beið þess í þögn og þolinmæði að tíminn græddi sárin. Og nú er hann sjálfur horfinn yfir landamærin miklu til fundar við drenginn okkar allra. Blessuð veri minning þeirra beggja. Ástvinum Jóns, sambýliskonu, foreldrum, systkinum, dætrunum og öðru venslafólki votta ég samúð, bið þann sem öllu ræður að færa þeim sinn frið. Haraldur Stígsson Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns, Jóns Pálsson- ar, sem lést í Borgarspítalanum föstudaginn 12. janúar sl., eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu. Það er erfitt að trúa því að Jón hafi beðið ósigur í þeirri viðureign. Það er erfitt að skilja það að mað- ur, sem er fullur af lífskrafti og starfsorku, skuli kallaður á brott frá fjölskyldu sinni og ástvinum, langt fyrir aldur fram. Ótal spurn- ingar vakna en fátt verður um svör. Við viljum hins vegar trúa því að líf okkar mannanna hafi annan og meiri tilgang en felst í jarðvist okk- ar einni. Nú, þegar Jón hefur feng- ið nýtt hlutverk í nýjum heimkynn- um leita ástvinir í fjársjóð minning- anna, minninga um góðan dreng sem gaf öllum sem til þekktu mjög mikið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni Páls- syni. Ég votta öllum aðstandendum Jóns mína innilegustu samúð og bið guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Kristján Guðmundsson Dýrð ég flyt þér, Drottinn mildi, dýrð fyrir að þú heyrir bæn. Dýrð fyrir hjálp, er dimma vildi, dýrð fyrir hnoss þín mörg og væn. Dýrð fyrir gleði’ í dulum barmi, dýrð fyrir veginn himins til. Dýrð fyrir tár, sem drupu’ af hvarmi, dýrð fyrir það, sem ég ei skil. Mig langar til að minnast í örf- áum línum vinar míns, Jóns Páls- sonar, sem verður til grafar borinn í dag. Vinar í raun og sann. Ég geri mér þó grein fyrir, að þegar dauðinti bankar mega orð sín einsk- is. En eins og stendur skrifað í versinu hér að ofan held ég, að okkur beri ekki síst að þakka fyrir það, sem er ofar skilningi okkar. Það liggur enda fyrir, að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Jón lést á Borgarspítalanum eftir stutta sjúkdómslegu af völdum veikinda, sem komin voru á það stig, að mannlegur máttur stóð ráð- þrota gagnvart. Fyrir kannski tveimur árum kynntist ég Jóni fyrst. Því réð sú tilviljun, að ég lenti inn á verk- stæði, sem hann vann á. Og allar götur síðan má segja, að við höfum verið í stöðugu sambandi. Ekki vegna þess, að Jón hafí þurft að sækja eitthvað til mín, heldur á hinn veginn. Jón mun hafa átt heima í Hegra- nesinu um það leyti, sem ég var á Sauðárkróki. En um haustið 1957 flutti ég til Reykjavíkur. Við vorum því ekki langt hvor frá öðrum, þeg- ar við vorum fyrir norðan, en samt man ég ekki eftir Jóni frá þeim tíma. Hann kannaðist þó vel við mína fjölskyldu, til dæmis pabba, sem lést langt um aldur fram, en mundi þó sérstaklega eftir elsta bróður mínum, Jóhannesi. En Jo- hannes var um eða upp úr árinu 1950 í sveit á Egg. Jón kunni að segja mér spaugilegar sögur frá þeim tíma, og færðist þá jafnan einhver gleði- eða ánægjuglampi yfír ásjónu hans. Hann var nefni- lega fljótur að átta sig á því, sem var skondið og mér fannst eins og léttu hliðarnar væru honum hvað hugleiknastar. Það var líka stutt í brosið hjá Jóni. Jón fór þó ekki varhluta af sorg- inni, en það átti fyrir honum að liggja að missa ungt barn sitt úr veiki, sem uppgötvaðist ekki fyrr en of seint. Ég held, að hann hafi aldrei skilið, hvernig það mátti verða — og hvers vegna. Jón Pálsson var fjölhæfur maður, bæði til handar og hugsunar. Og þrátt fyrir alltof stutt kynni varð ekki hjá því komist að finna það. En umfram allt var hann jafnan tilbúinn að aðstoða, ef hann sá, að hann gæti ef til vill orðið að liði. Hjálpsemi hans var með hreinum ólíkindum, og hann var meira að segja tilbúinn að breyta áætlunum, ef hann gæti með því móti aðstoðað fleiri. Og það er einmitt þessi þátt- ur greiðvikni í fari Jóns, sem mér fannst svo áberandi. Ég fékk líka vænan skammt af þessum liðleg- heitum hans. Héðan af — því miður — fæ ég það aldrei fullþakkað. „Ég ætla að gefa þér þetta í jóla- gjöf.“ Það var á Þorláksmessumorgun, sem ég hringdi í hann vegna vand- ræða með bíl dóttur minnar. Ég sagði: Þegar neyðin er stærst — kanntu ekki framhaldið? Jú, ég held það, sagði Jón. Og til að hafa söguna stutta, þá gerði hann við bílinn fyrir mig — utan dyra — í ekki alltof hlýju veðri. Mig minnir, að það hafi tekið hann rúma þijá tíma. Þegar Jón hafði Iokið verki sínu settist ég inn í bílinn hans og segi: Ég ætla að borga þér fyrir þetta alveg sérstaklega. Þá átti ég við, að ég vildi ekki blanda þessum greiða saman við alla hina. Hann leit á mig andartak, en segir svo: „Steini, ég ætla að gefa þér þetta í jólagjöf.” Ekki hvarflaði það að mér þá, að þetta yrðu síðustu sam- skipti okkar. En sú varð þó raunin. Ég held, að þessi tilvitnuðu orð Jóns lýsi hugarfari hans best. Fyrir mig eru öll okkar kynni á þessa eða svipaða lund. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þessum manni. Nfy^er það svo, að ég kann ekki að rekja ættir Jons, en reikna með, að aðrir geri það. Þetta greinarkom var líka hugsað sem fátækleg minn- ing um góðan vin, en ekki úttekt á lífi hans og starfi. Ég bið Guð himnanna að varð- veita eftirlifendur, sem nú syrgja, styrkja þá og styðja, og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi minning- in um elskaðan son, sambýlismann, föður og bróður verða harminum yfirsterkari. Höfum það líka hug- fast, að: „Ekkert fær gjört oss við- skila við kærleika Guðs.“ Hvíli Jón í friði. Undirritaður saknar sárt vinar í stað. Þorsteinn Konráðsson Kransar, krossar og kistuskreýtihgar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.