Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 3 dv Viötalið Nafn: Benedikt Bogason Aldur: 55 ára Staða: alþingismaður „Ég hef mikið starfað í pólitík og almennum félagsstörfum gegnum árin. Fyrstu afskipti mín voru í menntaskóla þegar ég var formaður íþróttafélagsins í M.R. Allar götur síðan hef ég haft mik- inn áhuga á íþróttum þótt þátt- taka mxn í dag takmarkist við áhorfendabekkina og sjónvarps- skjáinn," segir Benedikt Bogason alþingismaður. Benedikt var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins til ársins 1987. Hann gegndi mörguin trún- aðarstörfum fyrir flokkimr, sat í stjórnum hverfafélaga og var tví- vegis í stjórn Landsmálafélagsins Varðar. Hann var fyrsti formað- ur Samtaka íslenskra stúdenta erlendis, sat í hreppsnefnd Sel- fosshrepps og starfaði lengi fyrir Suomi-félagið. Bakaðurog soðinrt Reykvikingur „ Ég er eiginlega baltaður og soðinn Reykvikhtgur þvi ég flutt- ist ungur frá fæðingarstaðnum að Laugardal í Hraungerðis- hreppi. Mínar æskustöövar eru Laugarnesið og Laugardalurinn sem þá, eins og nú, voru paradis á jörðu. Ég gekk í Laugarnesskól- ann sem bam og fór síöan i gagn- fræöadeild Menntaskólans í Reykjavík." Benedikt lauk stúdentsprófi 1953 og settist í verkfraíðideild Háskóla íslands baustið á eftir. Þár stundaði hann nám í einn vetur og hélt síðan til Finnlands í áframhaldandi nám. Hann lauk prófi í byggingaverkfræði frá Tækniháskólanura í Helsinki áríð 1961, með vatnsfóll og lagnir sera sérgrein. „Bftir námsdvölma starfaði ég í þrjú ár við Flóaveituna og fór þá til starfa hjá gatnamáladeild Reykjavíkurborgar.“ Benedikt kenndi viö Tækniskólann og rak eigin verkfræðistofu til ársins 1980. Þá hóf hann störf hjá bjá Framkvæmdastofhun, síðar Byggðastofnun, og var þar starf- andi þegar hann tók við þing- mennsku af Albert Guðmunds- syni í aprílbyijun. Dulfræði og bridge „Ég hef lengi verið áliuga- bridgespilari og spila vikulega með gamalh skólagrúppu. Eg grúska svohtið í dulspeki og fylg- ist með íþróttum af áhuga. Eg sem lög og texta á orgel mér til gamans enda má maður ekki vera laglaus í pólitíkinni." Benedikt er kvæntur Unni Svandísi Magnúsdóttur og eiga þau tvö böm sem bæði eru gift, Magnús og Hólmfríöi. Benedikt á eitt barnabarn, Unni Ylfu Magn- úsdóttur, sem er mikil vinkona hans. „Maður lærir mest af unga fólk- inu því þaö er svo óspillt," sagði BenedikL -JJ Fréttir Kross páfa verður reistur við Úlfljótsvatn: Skátar deila um krossinn „Það em skiptar skoðanir innan skátahreyfingarinnar varðandi þennan kross þar sem sumum finnst að hreyfingin sé að tengjast einni trúardeild umfram aðra. En því má ekki gleyma að skátastarfið fer fram á trúarlegum grundvelh og því er krossinn alveg í anda hreyfingarinn- ar,“ sagði Guðmundur Pálsson hjá skátahreyfingunni í samtali við DV. Ákveðið hefur verið að reisa kross þann sem páfi hefur meðferöis til landsins í sumar við Úlfljótsvatn. Ákvörðunin var endanlega tekin á aðalfundi Úlfljótsvatnsnefndar á fimmtudag en það var Gunnar Ey- jólfsson sem átti frumkvæði að hug- myndinni. Þessi ákvörðun hefur ekki falhð öllum skátum jafnvel í geð. „Ég get einungis sagt að það sé já- kvætt að skátar hafi skiptar skoðanir um krossinn. Það sýnir að menn hafa áhuga á máhnu og ræða það. Umræðan hefur heldur ekki komið út í neinni neikvæðni eða persónu- legum hártogunum." -hlh O) W < meiri háttar osm TILBOÐ í nokkra daga á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. kr. 395/kílóiö Tilboðsverð: kr. kílóið Verð áður: tlt lí\n 'f 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.