Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Lífestfll Kjötmiðstööin í Garðabæ veitir Fjarðarkaupum einna harðasta sam- keppni meðal stórmarkaða en Kjöt- miðstöðin er aðeins 2,5% dýrari verslun en Fjarðarkaup samkvæmt verðkönnun DV. Könnipún náði að þessu sinni til fimm stórmarkaða á höfuðborgar- svæðinu og var kannað verð á 17 teg- undum. Mestur verðmunur kom í ljós á Komax hveiti eða 20%. Hveitið var dýrast í Kjötstöðinni í Glæsibæ á 78,10 krónur hver tvö kíló en ódýr- ast í Kjötmiðstöðinni þar sem það fékkst á sértilboöi á 65 kr. Sykurinn var dýrastur í Kosta- kaupum og Kjötstöðinni á 52,50 kílóið en ódýrastur í Kjötmiðstöðinni á 44 krónur. Munurinn er 19%. 17% verðmunur var á Homeblest súkkulaðikexi sem var dýrast í Kostakaupum á 86 krónur en ódýrast í Kjötstöðinni á 73,50. Haframjöls- pakki var ódýrastur í Kostakaupum í Hafnarfirði á 118 krónur en dýrast- ur í Stórmarkaðnum Engihjalla á 135 krónur. Munurinn var í þessu tilfelli 14% Heildós af ORA-fiskibollum kostaði Samkvæmt niðurstöðum DV kemur Kjötmiðstöðin í Garðabæ fast á hæla Fjarðarkaupum í verðsamkeppni stórmarkaða. DV-mynd BG DY kannar verð í stórmörkuðum: Geysihörð samkeppni mest 214 krónur í Stórmarkaðnurn í Engihjalla en minnst 191 krónu í SS Austurveri. Mumuinn er 12%. Sé borið saman verð á 13 tegund- um sem fengust alls staðar kemur í Ijós að af þessum fimm er Kjötmið- stöðin í Garðabæ ódýrust og munar 3,7% á henni og Stórmarkaðnum Engihjalla sem er dýrastur. Hverer ódýrastur Úrtakið, sem notað var í þessari könnun, var hið sama og notaö var í síðustu verðkönnun DV og er reyndar hið sama og hefur verið not- að um nokkurt skeið. Samkvæmt því eru Fjarðarkaup ódýrust hefðbund- inna stórmarkaða. Þá kemur Kjöt- c Verð á --------- kornaxi kannar J 2 kg. Kjötstöðin Stórmarkaðurinn Kjötm.st. SS.Austurveri Kostakaup miðstöðin í Garðabæ og munar 2,5%. þessum samanburði. séi;stöðu en það er eina verslunin SS Austurveri er í þriðja sæti og Þess ber þó að geta að Bónus, nýja sem nær að skáka Fjarðarkaupum í Hagkaup í fjórða sæti samkvæmt verslunin í Skútuvogi, hefur algjöra þessumefhum. -Pá Kjöt- stöðin Glæsibæ s.s. Austurveri Stór- markaður Engihjalla Kostakaup Hafnarfirði Kjöt- miðstöðin Garðabæ Munurá hæsta og lægsta Cocoa Puffs 151,80 149 - 148 155 146 ■11 6% Morgungull 198 186 179 10% Maggikartöftum. 63,40 69 66 65 63 9% Solgryn 950 g 119 133 135 118 122 14% Libby'stómatsósa 93 93 89 92 85* 9% Ora fiskib. 1 /1 d. 209,80 191 214 208 211 12% Oramaís % dós 108,20 98 103 102 104 10% Kornax hveiti, 2 kg 78,10 75 73 72 65* 20% Sykurl kg 52,20 49 43,50 52,50 44 19% |f Homeblest-súkkulkex 73,50 81 84 86 75 17% Frón kremkex 83 76 83 83 79 9% Botanique þvottae. 75 439,20 422 445 427 5% dl Nescafégull-stór 414,30 433 424 398 8% Gunnars mayonaise 400 93,10 94 93,80 93 92 2% ml River hrísgrjón 454 59,80 58 59 60 3% Braga kaffi - gulur 97,60 96 98 99 96 3% Smjörvi300g 139,80 147 140 140 139 5% 13 teg. sem fengust alls staðar 1362,50 1351 1370 1365 1321 || eénilboð í samtölum við kaupmenn i stór- mörkuðunum flmm, sem tóku þátt í könnuninni hér að ofan, kom fram að samkeppni meöal verslana af þessari stærð er mjög hörð og tekur á sig ýrasar rayndir. Kjötstöðln 1 Glæsibæ gerði í jan- úar og febrúar tilraun sem fólst í þvl að veita þeim sem staögreiddu vöruna 3,5% staðgreiðsluafslátt. Þetta mæltist mjög vel fyrir meðal þeirra sem hafa fyrir sið aö stað- greiða en engu að siöur hefur versl- unin nú hætt þessu. Ástæðan er einfaldlega sú að fjöldi þeirra sem staðgreiða er ekki nægur tíl þess aö slíkt borgi sig fyrir verslunina. Svo viröist sem þeir sem nota greiðslukort mikið hafi hreinlega ekkert svigrúm til þess að breyta um viöskipta- hættl Mikið hefur verið rætt um sölu á kortaseðlum með afföllum og þykja raörgum þaö afarkostir. í nokkrum tilfellum, sem neytendasíðan veit um, taka heildsalar kortaseðlana af kaupmönnum upp í skuldir og er þá iitið á slík viðskipti sem stað- greiðslu. Ein þeirra verslana sem þátt tók í könnuninni ráðstafar nær öllum sinum kortaseölum þannig. Kortinbinda hendurfólks Kaupmenn verða mikið varir við að greiðslukortin hafa komið mörgum í þá erfiðu stöðu að vera í raun búnir að eyöa öllum sínum launum fyrirfram. Lunginn af laununum fer í að greiða kort- reikninginn og fólk hefur ekkert svigrúm til útgjalda sem kreflast reiöufiár. Við þetta bætist að þeir sem eru á fyrirframfgreiddum launum eru þannig ailtaf tveim til þrem mánuöum á eftir með sín út- gjöld. -Pá Virka Verslunin Virka, sem sérhæfir sig í þjónustu við þá sem vilja sauma fötin sín sjálfir, hefur flutt starfsemi sína um set úr Kringlunni inn í Faxa- fen 12. Við þetta stækkar verslunin verulega þar sem hún var áður á 60 fermetrum en er nú á 330 fermetrum. Verslunin Virka er einnig til húsa á Klapparstíg og verður þar áfram. í nýju versluninni viö Faxafen verður meðal annars boðið upp á mjög aukið úrval af efnum í brúðar- kjóla og fyrir brúðarmeyjar. Nefna má samstæð efni og veggfóður frá Línu Brown, sérhannað bómullar- efni frá Marty Mitchell og htrík barnaefni. Eins og áður verður lögð áhersla á nýjustu tísku í fataefnum, vatteruð efni, bómullarefni í bútasaum, sem aftur eru orðin mjög vinsæl, og aö sjálfsögðu snið og sníðablöð. Eigendur Virku eru hjónin Guö- flytur Neytendur finna Helgadóttir og Helgi Axelsson. Þau stofnuðu verslunina árið 1976 í Árbæ en fluttu 1981 á Klapparstíg og nú í Faxafen. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.