Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 41 Merming Sykumeysla og hegðun bama Greinarhöfundur telur sykurneyslu íslendinga, sem er tvöfalt meiri en æskilegt er talið, vera þjóðarskömm. Því hefur verið haldið fram í er- lendum tímaritum og blaðagrein- um að sykur haíl slæm áhrif á hegðun bama. Ýmsir „grasagúrú- ar“ hafa tekið málið upp á sína arma;og barist gegn sykrinum. Þessi umræða hefur einnig heyrst hérlendis. Nýlega hefur verið reynt að ganga úr skugga um sannleiksgildi þessa og hafa viðurkenndir aðilar rannsakað málið samkvæmt öllum kúnstarinnar • reglum. Þeir hafa birt niðurstöðumar í viðurkenndu vísindariti (M.L.Wolraich, Sugar intolerance: Is there evidence for its effect on behavior in children, Annals og Allergy 61, 58-62, des 1988). Rannsökuð voru heilbrigð börn á forskólaaldri, börn sem foreldr- arnir héldu að þyldu ekki sykur, sjúkhngar sem þjást af ofurvirkni og sjúkhngar á geðsjúkrahúsum með ýmis einkenni. Börnunum var gefinn sykur annars vegar og plat- lyf hins vegar, sem var aspartam (sama efni og er í Nutrasweet) eða sakkarín. Síðan var fylgst með hegðun þeirra í nokkrar klukku- stundir á eftir. Engin áhrif áhegðunen ... Það sem vísindamennirnir sögðu var: „í heild má segja að niðurstöð- urnar geíl ekki sterkar vísbending- ar um að tengsl sykurs og hegðun- ar barna séu til staðar. Að minnsta kosti ekki hvað varðar skamm- tímaáhrif." Niðurstöðurnar voru í stuttu máli þær að flestar rannsóknirnar sýndu engin áhrif. Tvær rannsókn- ir á hópi heilbrigðra forskólabarna gáfu augljóslega til kynna neikvæð áhrif sykurneyslu á suma einstakl- inga. Vísindamennirnir virtust ekki hafa endurtekið tilraunina á þessum einstaklingum til að ganga úr skugga um að áhrifm endur- tækju sig, þar sem aðrir óþekktir þættir hefðu getað haft áhrif á niö- urstöðurnar. Tvær aðrar rann- sóknir sýndu aftur á móti að börn- in voru rórri eftir sykurneysluna, sem þýðir að sykurinn ætti að geta bætt hegðun þeirra. Sykurofneysla íslendinga þjóðarskömm Vísindamennirnir segja að lok- um: „Þessar rannsóknir sýna enn fremur að þörf er á nánari könnun á tengslum hegðunar og sykur- neyslu forskólabarna. Þessar rann- sóknir okkar sýna að ástæðulaust er að breyta verulega sykurneyslu barna á forskólaaldri til að bæta hegðun þeirra." Hvað varðar ástandið hérlendis er það að segja að sykurneysla er tvöföld miðað við það sem æskilegt telst. Samkvæmt manneldismark- miðum á hún að vera um 10% af daglegri orkuþörf okkar en er 20% og jafnvel rúmlega það hjá ungling- um. Kannski er ástæðulaust að trúa því að börnin verði taugaveikluð af of mikilli sykurneyslu. En áhrif næringarskorts, tannskemmda, of- fitu og ýmsar óbeinar og neikvæðar afleiðingar þess á sálarlíf unglinga sem eru að uppgötva sig og þrosk- ast eru kannski ekkert betri. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Fálkagötu 22, þingl. eign Sigríðar Ástvaldsdóttur, boðinn upp að nýju og seldur á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. apríl 1989 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Þórólfur Kristján Beck hri„ Ólafur Gústafsson hrl. og Skiptaréttur Reykjavíkur. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík E ([-vitamin med calcium too tabieíter . . .. ■•■;.,v.v,iV.. ESTER-C er syreneutra! (PH- 7). | indhoid pr. íabtei; ' Vííamín C 20Ö mg, Caisium 20 mg « SVRENEOTRAL NÝTT OG BETRÁ C-vítamín með kalsíum. ESTER C-vitaminið er míkið umtal- að i Evrópu og Ameriku vegna mik- illa gaeða. Það er kalsiumefnið i ESTER C-vitamininu, 20 mg, sem myndar rétt sýrustig, PH 7, og gerir upptoku þess og virkni 3-5 sinnnm meiri. Venjulegt C-vitamin hefur sýrustigíð 2,3-2,7 PH. ESTER C-vitaminið veldur ekki magaóþœgmdum. Lifcami okkar get- ar ekki framleitt C-vitamin og þarfnast þess stöðugt. Það auðveld- ar upptöku jáms úr faeðnnni, styrk- ir bein, tennur, bandvefi og þjálpar húðinnl til að halda mýkt sinni. Ráðlagðnr dagskammtur er 1 tafla. Fsst i heilsabúðum, mörgum apó- tekum og mörkuðum. Dreifing: Bió Selen umboðið, sími 76610 —| .. ÆBSm * Ms S ai m m Sjónvarpstæki sem treystandi er á. 3ja ára ábyrgð Jk RÖNNING •//"// heimilistæki KRINGLUNNI OG NjALSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 ISUZU GEMINI Nýr og sfíennandi fólksbíll frá Isuzu í Japan. Sérstaklega rúmgóður og lipur í akstri, framhjóladrif- inn með aflstýri, útvarpi og segulbandi sem og öðrum lúxusbúnaði. Verð frá kr. 638.000,-. ! Ert þú í bílahugleiðingum? ; Reyndu þá bíl frá General i Motors og finndu muninn! || GM ♦nuaur BíLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 MONZA Rúmgóður og sterkbyggður bíll, sérsmíðaður fyrir íslenskar aðstæður. Mjög vandaður og þægi- legur fjölskyldubíll á verði sem fæstir geta keppt við. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 TL__,L:.. : ...' F Traustur og sterkbyggður dugnaðarforkur, sem sam- einar kosti sportjeppa og fólksbíls. Frábær ferðabíll með allt að því ótakmörkuðu rými fyrir fólk og farangur, 4ra dyra með 2,3 I eða 2,6 I bensín- vél. Verð frá kr. 1.793.000 Ert þú í bílahugleiðingum? Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! II gm [(Ujjurmuuirt HÓFÐABAKKA 9 SIMI 687300 smsonvumvs crmovwiSAionv r Höfum nu fyrirliggjandi MODEM. Hraöi 1200/1200 og 300/300 bitar/sek. Sjálfvirk upphringing með HAYES samhæfðum skipunum,- Tenging við allar tölvur. £ ITÆKNIVAL1 Grensásvegi 7,108 Reykjavlk, Box 8294, S: 681665 og 686064 M TB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.