Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 25 Lson, sem fékk silfrið veg fyrir að ég næði þessu. Eftir snörun- ina var ég orðinn vondaufur varðandi gullið þannig aö ég er nokkuð ánægður með útkomuna en auðvitað hefði þetta getað veriö betra.“ þrekvirki í framkvæmd Norðurlandamóts- DV-mynd Gylfi Kristjánsson íþróttir Norðurlandamótið 1 lyftingum á Akureyri: Heilladísirnar ekki með íslendingunum - Island hlaut þó þrjú silfur og þijú brons Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Það var sorglegt að sjá hvemig fór fyrir sterkustu lyftingamönnum okkar á Norðurlandamótinu í lyft- ingum sem haldið var á Akureyri um helgina. Sérstaklega á þetta við um þá nafnana Guðmund Sigurðsson og Guðmund Helgason sem voru hárs- breidd frá því að hljóta gull- og silfur- verðlaun en urðu að sætta sig við silfur og brons. Tveir ungir íslendingar kepptu í fyrsta skipti á Norðurlandamóti karla að þessu sinni. Snorri Arn- aldsson í 60 kg flokki og Tryggvi Heimisson í 67,5 kg flokki stóðu keppinautum sínum talsvert að baki en þar sem aðeins þrír keppendur voru í þeirra flokkum fengu þeir þó bronsverðlaun. Snorri lyfti samtals 130 kg en Tryggvi 180. Haraldur meiddist Haraldur Ólafsson reyndi hvað hann gat að veita frægasta keppanda mótsins, Finnanum Jaarli Pirkkio, harða keppni. Eftir snörunina var Finninn með 150 kg en Haraldur 135, og aðrir langt að baki. Finninn var svo mun sterkari í jafnhöttun, lyfti þar 192,5 kg en Haraldur 172,5 kg. Haraldur reyndi við 180 kg í jafn- höttun sem hefði verið íslandsmet í þeirri grein og einnig í samanlögðu, en í lyftunni gaf annar fóturinn sig og Haraldur sat eftir með slitnar taugar í fætinum. Finninn lyfti sam- tals 342,5 kg en Haraldur 307,5 kg og var 2. sætið öruggt hjá honum. Æðisleg barátta Æðisleg barátta var í 90 kg flokki um silfurverðlaunin milli Guðmund- ar Sigurðssonar, Svía og Norð- manns. Guðmundur var í 4. sæti eft- ir snörun, en í jafnhendingunni gat allt gerst. Svíinn Peter Wendel lauk keppni með 312,5 kg samanlagt og landi hans Ralf Scott með 300 kg. Guðmundur átti möguieika á að ná silfursætinu með því að jafnhenda 172,5 kg í síðustu tilraun sinni. Hann náði lóðunum upp en þegar hann ætlaði að setja fætuma saman rann hann á hálu gólfinu. Geysileg von- brigði og Guðmundur fór ekki leynt með þau. Hársbreidd frá gulli Og ekki var keppnin síðri í 100 kg flokki. Þar barðist Guðmundur Helgason harðri baráttu um guliið við Danann Strömbo og Svíann Reza- ei. Sá danski hafði 7,5 kg forskot eft- ir snöranina og hann lauk keppni með samtals 340 kg. Guðmundur þurfti að lyfta 195 kg í síðustu tilraun sinni í jafnhöttun til að jafna við hann og krækja í gullið vegna þess að hann er léttari. Guðmundur fór upp með þá þyngd, en náði ekki að standa kyrr þar tíl dómarinn gaf honum merki. Þar skildu sekúndu- brot á milii efsta og næstefsta þreps á verðlaunapallinum. Daninn var með 340 kg, Guðmundur 332,5 kg og Rezaei 330. Tveir keppendur voru í 110 kg flokki, Agnar Már Jónsson og Svíinn Anders Lindsjö. Svíinn hafði yfir- burði og lyfti samtals 330 kg, en Agn- ar Már 290 kg. Svíar hlutu flesta meistaratitía á mótinu eða 6 talsins. Síðan komu Finnar með 2, Danir og Norömenn 1 hvorir, en íslendingar fengu engan. í stígakeppni þjóðanna urðu úrslit þau að Syíar fengu 102 stig, Norð- menn 81, íslendingar 57, Danir 35 og Finnar 24. • Guðmundur Sigurðsson missti af silfurverðlaununum eftir geysilega harða baráttu. DV-mynd Gylfi Kristjánsson • Guðmundur rann á hálu gólfinu og þar með varð hann að sætta sig við bronsið. DV-mynd Gylfi Kristjánsson Ánægja með framkvæmdina - Haraldur Ólafsson vann þrekvirki Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður með fram- kvæmd mótsins og það eru allir í sjö- unda himni með hana, jafnvel þeir sem höfðu lýst því yfir að við gætum ekki séð um svona mót,“ sagði Har- aldur Ólafsson, formaður Lyftíngafé- lags Akureyrar, eftír að Norður- landamótinu lauk. Finnar höfðu krafist þess að fá að halda mótið, íslendingar væra ekki færir um það. Þeir mótmæltu svo staösetningu mótsins með að senda aðeins tvo keppendur og er fram- koma þeirra vítaverð. En Haraldur og allir aðrir sem unnu að fram- kvæmd mótsins geta borið höfuðin hátt þessa dagana. Um keppni sína sagði Haraldur: „Ég er sáttur við árangurinn og var 5 kg frá mínu besta í samanlögðu. Það er gott miðað við hversu mikiil kraftur hefur farið í að skipuleggja mótið og sjá um það.“ ,Var alveg með þessa lyftu“ hrasaði og hlaut brons í stað silfurs Gyifi Kristjánssan, DV, Akuxeyri: „Helvítis djöfull, ég var alveg með þessa lyftu, ég þekki mig það vel en ég hrasaði þá á hálum pallin- ura,“ sagði vonsvikinn Guðraund- ur Sigurösson eftír keppnina í 90 kg flokki á Norðurlandamótinu í lyftingum. „Ég ætiaði alveg eins að vinna þetta helvíti,“ sagði Guðmundur. En í stað þess að ná að lyfta 172,5 kg í síðustu tilraun sinni í snöran- inni rann hann til á pallinum. Þarna skildi á railli silfur- og brons- verðlauna. Guðmundur, sem er á 43. aldurs- ári og hefur keppt í lyftíngura síðan 1961, lét Svíana tvo, sem uröu í efstu sætunum, svo sannarlega hafa fyrir hlutunura og Guömund- ur er ekki á því að hætta. ,,Nú eru það heimsleikar öldunga í Álaborg í júlí og þar ætia ég að verða heimsmeistari. Ég hygg að ég eigi nú besta árangur í heimin- um í raínura aldursflokki,“ sagði Guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.