Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 7 Félagar úr Samtökum endurhæfðra mænuskaðaðra fyrir utan Grensásdeild Borgarspítalans. Þessi mynd verður notuð í plakat sem dreift verður um allt land á næstunni vegna fjáröfiunarátaks félagsins í samvinnu við Umferðarráð. Fjáröflunarátak Samtaka endurhæfðra mænuskaöaðra: Einn einfaldur getur kostað líf í hjólastól - segir Egill Stefánsson, formaður félagsins Samtök endurhæfðra mænuskað- aðra, SEM, eru að fara af stað með fjáröflunarátak í samvinnu við Um- ferðarráð undir yfirskriftinni „Hvað gæti einfaldur kostað?“ Er tilgangur- inn að minna á afleiðingar mænu- skaða, sem oftast hlýst af hrygg- eða hálsbroti í umferðarslysum, og safna fé til byggingar sumarbústaðar við Meðalfelisvatn í Kjós. Verður plakati með mynd af félagsmönnum dreift um ailt land í næstu viku og söfmm- arbaukum komið fyrir á skemmti- stöðum og ýmsum verslunarstöðum. í tengslum við þetta átak munu birtast þijár kjallaragreinar í DV þar sem meðal annars er fjallað um end- urhæfingu þessara einstaklinga og hvað þeir þurfa að ganga í gegnum í því sambandi. Með kjallaragreinun- um munu fylgja styrktarhnur sem fyrirtæki hafa keypt af félaginu. Sérhannaður sumarbústaður „Við höfum safnað fyrir lóð undir sumarbústaðinn og hluta af verði hans. Söfnun fjár með sölu styrktar- lína er lokið en nú tekur við söfnun er byggist á fijálsum framlögum ein- stakhnga á póstgíróreikning okkar og í söfnunarbaukana. Það vantar um eina og hálfa mihjón króna til að hægt verði að ljúka byggingu sumarbústaðarins í sumar. Þessi sumarbústaður verður sérhannaður með tilliti til þessa hóps,“ sagði Egih Stefánsson, formaður SEM, í samtah við DV. í SEM, sem stofnuð voru 1983, eru milh 30 og 40 einstakhngar á öhum aldri, þó mestmegnis yngra fólk. Eru meðhmir ahs staðar af landinu en mænuskaðaðir einstakhngar utan af landi hafa neyðst til að flytja í bæinn vegna aðstöðuleysis heimafyrir. Markmið félagsins er að byggja upp einstaklingana og samheldni meðal þeirra. „Við byijuðum að koma af stað skóla sem síöan þróaðist í starfs- þjálfun fyrir mænuskaðaða. Vann margt fólk mikla sjálfboðavinnu í upphafi tíl að koma skólanum á lag- gimar og verðúr þeim og fleirum er aðstoðað hafa félagið seint þakkað fyrir sitt starf. í dag er skóhnn á fóst- um fjárlögum og aðsókn að honum mikil. Mænuskaöað fólk var meira og minna atvinnulaust áður en eftir tilkomu þjálfunarinnar er atvinnu- leysi nánast óþekkt fyrirbæri meðal félagsmanna." Starfsemin í heimahúsum Egih segir að samtökin hafi ekkert húsnæði undir starfsemi sína, hún fari öh fram heima hjá félagsmönn- um. Auk sumarbústaöarins, sem byggja á í sumar, hafa samtökin uppi áætlanir um að byggja 20 íbúða hús í haust. „Erfiðleikamir hjá mænusköðuðu fólki byrja oftast fyrir alvöru þegar það hefur lokiö þjálfun og endur- hæfingu. Því er þetta félag mjög nauðsynlegt fólkinu th styrktar. Th- vera þessa félags minnir fólk líka á að gáleysi á vinnustöðum og ekki síst einn einfaldur getur alveg eins kostað líf í hjólastól eins og góða skemmtun - og hefur gert það.“ -hlh Fréttir Tvö þúsund og fimm hundruð án atvinnu í marsmánuði vom skráðir 54 þús- und atvinnuleysisdagar á landinu öhu. Þar af voru 29 þúsund hjá kon- um og 25 þúsund hjá körlum. Þetta er mesta atvinnuleysi í marsmánuði hér á landi síðan skráning atvinnu- leysisdaga hófst árið 1975. Þessi fjöldi atvinnuleysisdaga jafnghdir því að 2.500 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Það svarar th 2 prósenta af mannafla á vinnumarkaðnum. Það vekur athygh ef atvinnu- ástandið er borið saman við mánuð- inn á undan að dreifing atvinnuleys- is í landinu breytist. Skráðum at- vinnuleysisdögum á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði í mars um 2000 en fækkaði utan þess um 4.700. Á þremur fystu mánuðum ársins hafa verið skráðir 175 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öhu. Það jafngildir því að 2.700 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá. Á sama tímibhi í fyrra voru aðeins skráðir 57 þúsund atvinnuleysis- dagar, sem jafngildir þvi að 900 manns hafi verið aö meðaltali á at- vinnuleysisskrá. Og ef teknir eru 3 fyrstu mánuðir síðustu þriggja ára reyndust skráöir atvinnuleysisdagar 76þúsund. S.dór Fjöldi atvinnulausra 1 mars 1989 1000 800 600 400 200 Höfu&borgarsv. Vestfirðir Norðurl. eystra Suðurlönd Vosturtand Noröurl. vestra Austurland Suöurnes Framfærsluvísitalan: Vara og þjónusta hækkuðu um 2,2 prósent frá mars th apríl. Framfærsluvísitalan hækkar nú sem þessu nemur. Hækkunin jafhghdir rétt tæplega 30 prósent verðbólgu á ársgrundvelli. Undanfarna þrjá mánuði hefur verðbólguhraðinn verið um 29 prósent Þrjá mánuði þar á undan var verðbólguhraðinn hins vegar ekki nema um 8 prósent. Visitala framfærslukostnaöar hefur hækkað um 22 prósent und- anfama tólf mánuði. Hún er nú 119,9 stig. -gse PLAST- þakrennur ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. #AIFABORG? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 DODGE VÖRUDlLAR MED DRIF i ÖLLUM HJÖLUM OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 VINNUTRÖLL SEM ENDAST 0G ENDAST Dodge W350 vöru- bílar á grind með burðargetu 2,4 tonn ÁRGERÐ1989 Búnaður m.a.: Sjálfskipting, vökvastýri, 5,9 lítra vél með beinni innspýtingu, framdrifslokur, útvarp, Spicer 60 ffamöxull, Spicer 70 afturöxull með tvöföldum hjólum, drifhlut- fall 4.56. VERÐ AÐEINS KR. 1.370.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.