Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Fréttir HjáUaskóli 1 Kópavogi: Verður óskaplega þröngt og erfitft segir Stella Guðmundsdóttir skólastjóri „Þaö verður óskaplega þröngt og erfitt hér hjá okkur. Samt held ég að við verðum að sætta okkur við þessa lausn. Það verða mikil þrengsh hér og greinilegt að við verðum að kenna 6 ára börnum í íþróttahúsinu í Digra- nesi. Það er mjög slæmt því að böm- in kynnast ekki eiginlegu skóla- starfi. Einnig verðum við að vera með handavinnukennslu í íþrótta- húsinu. Skólinn verður allt að þríset- inn næsta vetur,“ sagði Stella Guð- mundsdóttir, skólastjóri í Hjalla- skóla í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópavogs hafði ákveð- ið að fresta fyrirhuguöum byggingar- framkvæmdum við skólann. Stella skólastjóri skrifaði skólanefnd harð- ort bréf og mótmælti þeirri ákvörð- un. í bréfinu lýsti hún yfir að neyðar- ástand yrði í skólanum á næsta skólaári ef ekkert yrði að gert. Nú hefur bæjarstjóm ákveðið að fram- kvæmdir við bygginguna verði boðn- ar út og að húsinu verði skilað til- búnu til notkunar 1. febrúar 1990. „Þaö getur vel verið að þrýstingur- inn frá skólanum hafi haft sitt að segja. Það hefur samt verið skilning- ur á þessum vanda. Þessi viðbót hefði þurft að vera tilbúin næsta haust. Það er gott íþróttahús í nágrenni skólans og hluti vandans leysist með því að hafa kennslu þar,“ sagði Heiðrún Sverrisdóttir, formaður skólanefndar Kópavogs. Á þriðjudagskvöld veröur opinn fundur í Hjaflaskóla. Þar hafa bæjar- stjórnarmenn, kennarar, nemendur og foreldrar framsögu um vanda skólans. íbúum í skólahverfi Hjalla- skóla fjölgar ört og sá áfangi, sem nú á að fara aö byggja, er þriðji af fimm fyrirhuguðum áfongum við skólahúsið. -sme Muggur, Stebbi og Mansi á Sandvíkinni hafa fengið litið i þorsknetin enn sem komið er. DV-mynd Þórhallur Skagaíjörður: Grásleppan mánuði seinna á ferðinni ÞórhaBur Asiramdssan, DV, Sauðárkróki; Þó að grásleppuveiðitíminn hafi byrjað á norðursvæðinu 20. mars hafa grásleppukarlar ekkert verið að flýta sér að leggja. Nokkrir hafa þó lagt netin en einungis hafði frést af einum sem hafði vitjað um. Það var Einar Jóhannsson á Hofsósi sem fékk 16 grásleppur úr 15 netum eða eina aö jafnaði í net. „Það er alveg greinilegt aö þetta er hátt í mánuði seinna á feröinni núna en venjulega. Maður sér það best á því að frá örófi alda hafa menn lagt rauðmaganet á svokölluðu Rifi hérna rétt fyrir utan höfnina og verið fam- ir að fá rauömaga um mánaðamótin febrúar/mars en það var ekki fyrr en á síöustu dögum sem ég fékk 12 rauðmaga og var búinn að fá 3 stuttu áður,“ sagði Einar í samtali við DV. Sömu sögu er aö segja um þorsk- fiskirí á Skagafirði. Sandvík (Mansi, Stebbi og Muggur) fékk aðeins 800 kíló í tveim fyrstu netavitjununum og ein trillan fékk einungis tvo fiska í netin. Menn kenna sjávarkulda um þennan dauða í sjónum en sjór fyrir Noröurlandi mun nú vera tveim gráðum kaldari en í meðalári. Margir sjómenn em síður en svo bjartsýnir á grásleppu- og þorskveiði í vor enda kannski varla von eftir byrjuninni að dæma. Og ekki var Birgir Ámason, hafnarvörður á Skagaströnd, bjartsýnn: „Ég get varla ímyndaö mér að neinum fiski þyki fýsilegt að koma hingað inn þegar sjórinn fyrir botni Flóans er 2 gráða kaldur alveg í botn. Það er hætt viö að þetta verði eins og í fyrra- vor þegar fiskigengd hér var engin,“ sagði Birgir. Nýi frystitogarinn við komuna til Breiödalsvíkur. DV-mynd Sigursteinn Allra meina bót á Króknum Þórhallur Ásmundssan, DV, Sauðárkróki; Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauð- árkróks, Allra meina bót, var frum- sýnt sl. sunnudagskvöld fyrir fullu húsi við góðar viðtökur áhorfenda. Þetta er í annað skiptið sem það verö- ur fyrir valinu hjá leikfélaginu. Svo skemmtiiega vill til að Hafsteinn Hannesson er nú í sama hlutverki og hann var í fyrir 20 árum. Þetta er búin að vera ansi löng sjúkralega hjá aumingja Andrési ofskoma og ekki furöa þó búið sé að fjarlægja flest lauslegt áf innvolsinu. Eins og margir þekkja er hér um svellandi gamanleik meö söngvum að ræða. Lög Jóns Múla úr Allra meina bót em löngu orðin þjóðkunn og hafa landsmenn verið að raula þau gegnum árin. Það er opinbert leyndarmál að þeir bræður, Jón Múli og Jónas Ámasynir, standa undir höfundanafninu Patrekur og Páll, ásamt Stefáni Jónssyni frétta- manni. Leikurinn hefur verið sýndur víða um land og yfirleitt við miklar vinsældir. Allra meina bót gerist á sjúkra- húsi. Leikurinn er ekki staðfærður þó svo Ólafur Antonsson fari með hlutverk doktors Sveinssonar yfir- skurðlæknis. Með helstu hlutverk önnur fara Viðar Sverrisson, Haf- steinn Hannesson, Helena Sigfús- dóttir og Guðni Friðriksson. Alls em leikendur 10 og um hljóðfæraleik sjá þeir Friðrik Halldórsson og Haukur Þorsteinsson. Leiksljóm annast'Sig- urgeir Scheving, en hann stjórnaði uppfærslu LS á Rjúkandi ráði í hitti- fyrra og Okkar manni á síðasta ári. Andrés ofskorni (Hafsteinn Hannesson) og Sveinsson yfirskurölæknir (Ólaf- ur Antonsson) koma mikið viö sögu í leiknum. DV-mynd Þórhallur Sigursteinn Melsted, DV, Breiödalsvík: Nýtt frystiskip kom til Breiödals- víkur á mánudagsmorgun, smiðað í Gdansk í Póllandi. Hlaut það nafnið Andey SU 210. Eigandi er Hraðfrysti- hús Breiðdælinga á Breiðdalsvík. Skipið er 260 brúttólestir meö 1280 kW vél af gerðinni Bergen Diesel. Lestarrými er 60 tonn af fullunnum fiski og mun þetta vera minnsti frystitogarinn á landinu. Verðið er 220 milljónir króna. Samningar um smíðina vom und- irritaðir 12. febrúar 1987. Afhending átti að vera í október 1988 en dróst af ýmsum ástæðum þar til eftir ára- mót 1989. Á heimleiðinni var komið við í Danmörku og tekinn um borð ýmis búnaður. Bader-fiskvinnsluvél- ar em í skipinu og vinnslubúnaður frá Corntech í Danmörku. Allur fisk- ur verður unninn um borð, bæði flakaður og heilfrystur. Skipstjóri á Andey er ísleifur Gísla- son en í áhöfn verða 18 manns, meiri- hlutinn heimamenn. Heimferðin gekk vel og lagðist skipið að bryggju kl. 8.30 á mánudagsmorgun. Aö sögn Svavars Þorstéinssonar fram- kvæmdastjóra hefur fjárhagsstaða frystihússins verið slæm á síðasta ári en koma þessa skips ætti að bæta hana verulega, svo og rekstargrund- völl frystihússins. Móttökuathöfn var síðdegis á mánudag og siglt meö alla sem vildu út á víkina. Séra Gunnlaugur Stef- ánsson sóknarprestur hafði guðs- þjónustu um borð. Nýtt 260 lesta frysti- skip til Breiðdalsvíkur EgUsstaöir: Suðlægir víndar og sivórinn ESgrún Bjðrgvinai, DV, BgflsHtððum: Veður hefúr verið gott á Héraði frá páskum. Suðlægir vindar hafa blásiö og spjórinn hörfar dag hvem fyrir hækkandi sól. Það var heldur enginn skammdegis- gaddur að þessu sinni því snjó setti ekki niður fyrr en á góu. Klaki er að fara úr vegum og sjö tonna öxulþungi er nú gild- andi. Egilsstaöanesið viö Lagar- fljótsbrú er orðiö autt og þar hafa nú svanir staldraö við á leið sinni til heiða og bíta ákaft enda má finna græn strá nýkomin undan klaka. Á með þessi átt helst held- ur voriö áfram að festa sig í sessi austanlands. Hjálparsveit meðaðstöðu í sláturhúsi Regfna Thoiaxensen, DV, Selfossi; HÖálparsveitin Tintron, sem er með starfsemi sína í Grafiiingi, Grímsnesi og Þingvallasveit, hélt upp á 2ja ára aftnæli sitt 8. apríl sl. meö ágætri veislu. Þar var heimabakaö meðlæti á borðum, margar tegundir, og afmælisterta fyrir 50 manns, fagurlega skreytt. Ungu konumar, sem giftar em hinum myndarlegu mönnum sveitarinnar, kunna svo sannar- lega að baka. Veislan byrjaði kl. 14 og þegar ég fór tveimur tímum síöar vom komnir ura 50 gestir og von á fleiri. Formaöur sveitarinnar er Gunnar Þorgeirsson, dugnaðar- maöur í sínu starfi og áhugasam- ur. Félagar em 33 og sveitin hefur aðstöðu í sláturhúsinu aö Minni- borg í Grímsnesi en þaö var lagt niður fyrir nokkmm árura. Eig- endur þess eru Matkaup og Búr- fell í Reykjavik. Hjálparsveitin á tvo snjósleða og stóran björgun- arbát. Aðaltekjur hennar era af flugeldasölu um áramóL Selfoss: Vínsalan minni en veitan meiri Regína Thorarenaen, DV, SeMoasi; Að sögn Áma Guömundssonar, útsölusfjóra áfengisverslunar- innar á Selfossi, hefúr salan auk- ist talsvert síöan bjórinn kom, veltan er meiri þó svo salan sé minni í sterkum drykkjum en áður. Fimm ár era frá því áfengisút- sala var stofnuð á Selfossi. Þegar bjórinn kom var versluninni breytt í sjálfsafgreiðslu og segir Drífa Valdimarsdóttir afgreiðslu- stúlka að það sé mikill munur frá því sem áður var. Álagið á starfs- fólkið minna, einkum á föstudög- um og fyrir stórhátfðar. Áöur þurfti staifsfólkiö aö ná í flöskur úr hillunum í tonnatali á þessum dögum. Nú tekur fólk sínar körfúr, vel- ur sína svaladrykki aö eigin vild og gefúr sér góöan tíma til þess. Fæstir em vanir bjómum, þeim mörgu tegundum sem þar eru á boöstólum. Ég var lengi aö velja mér bjórtegund og komast aö kössunum því fjöldi fólks var f versluninni. Það þætti fullt í kirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.