Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 42
42 Ólyginn sagði... Kim Basinger er lítið hrifin af því af vera álitin kyntákn. Hún er á eilífum flótta undan ails kyns öfuguggum sem áreita hana. Eins og hún segir sjálf er New York yndisleg borg en þar er líka fullt af dimmum öngstrætum sem geta reynst kon- um hættuleg. Hún er búin að byggja upp nýja vamartækni ef á hana yrði ráðist. Nú gengur hún um borgina með allar töskur full- ar af sterkasta cayennepipar sem fáanlegur er. Og vei þeim sem ræðst til atlögu við þetta vopna- búr. Ringo Starr hefur gengið til liðs við Sting, ásamt fleiri listamönnum, tii stuðnings baráttunni um vernd- un regnskógana í Brasilíu. Lík- legt þykir að hann taki lagið með ljóskunni Sam Brown á hljóm- plötu sem gefin verður út til styrktar málefninu. Áður komust færri að Bítlunum en vildu en nú er svo komið að Ringo má teljast heppinn ef einhver vill hafa hann með. LaToya Jackson eldar nú grátt silfur við fom- vinkonu sína Madonnu. Ástæðan er sú að Madonna snerist á sveif með fjölskyldu hennar með gagn- rýni á fyrirsætustörfin í Playboy. Aðeins eitt skilur á milli - mynd- birtingin af LaToyu nakinni særði siðferðiskennd fjölskyld- unnar en Madonna lætur hafa eftir sér að líkami LaToyu sé lítið annaö en afrek skurðlækna. Franski sendiherrann á Islandi, Jacques Mer, og Albert ræða málin af mikilli alvöru. Meðal gesta í kveðjuhófi Alberts í franska sendiráðinu var Magnús Helga- son, forstjóri Hörpu. Magnús er dyggur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Vals líkt og Albert sjálfur. DV-myndir KAE Albert kvaddur Albert Guðmundsson sagði skilið við þingmennsku og íslensk stjóm- mál, í bili að minnsta kosti, þegar hann var skipaöur sendiherra ís- lands í Frakklandi nýveriö. Albert hefur verið virkur í íslensk- um stjómmálum í mörg ár og var fyrst kjörinn á þing áriö 1974. Hann stofnaði Borgaraflokkinn árið 1987 og sat á þingi fyrir hann. Albert hélt utan til Parísar fyrir nokkmm dögum en áður var honum haldin kveðjuveisla í franska sendi- ráðinu. Þangað komu kunningjar og vinir og kvöddu hann með virktum. Meðal atriða á gemingakvöldi Nýlistasaöisins fyrir skömmu, sýndi einn Iistamannanna nýstár- legt atriði. Módeiiö var gullhúðað- ur drengur í búri. Listamaðurinn braut glerið í búrinu og „gulldreng- urinn“ gekk síðan um með fisk í annarri hendi og virti fyrir sér listaverk safnisins. Áhorfendur fylgdu á eftir. Þegar gemingar eru framkvæmdir kemur margt kynd- ugt fyrir sjónir og tóku áhorfendur því vel. Þeir sem tóku þátt í sýningunni voru nýlistamennirnir Ámi Ing- ólfsson, Helgi Skjaldbaka Friðjóns- son, Möröur Bragason, Eggert Ein- arsson, JafetMelge, Ómar Stefáns- son og Þorri Jóhannsson. Gulldrengurlnn i búri og llstamað- Að siöustu hvarf gulldrengurinn urlnn brýtur glerið. áhorfendum út I snjódrifuna. Ekki er að sjá aö slái að pilti. Fundað með áhugamönnum um skátastarf á Höfn. Vegna mistaka birtist þessi mynd sl.mánudag með frétt um námskeið á Höfn fyrir þá sem vilja hætta að reykja. DV-mynd Ragnar. Höfn: Skátastarf endurvakið Júlia Imsland, DV, Hö6u Skátastarf á Höfn hefur legið niðri í nokkur ár þar til núna eftir áramót- in að Elín Helgadóttir ásamt nokkr- um ungur konum og Ólafi Hauks- syni, lögregluþjóni og skáta, boðuðu til fundar með þeim sem áhuga höfðu á skátastarfi. Það vantaði greinilega ekki áhug- ann hjá unga fólkinu því nú eru Elín og liðsmenn hennar komin með rúm- lega hundrað áhugasama krakka og unghnga tilbúna til að hefja skáta- starfið af fullum krafti. Til að byija meö verður lágmarksaldur 9 ár en seinna verður lækkað niður í sjö ár. Fyrsta bjöllukóramót hér á landi haldið á Hellissandi Hrefna Magnúsdóttir, DV, Hellissandi: Helgina 31. mars til 2. apríl var haldið bjöllukóramót á Hellissandi, hið fyrsta hér á landi. Þrír kórar eru starfandi í landinu. Bjöllukórinn á Hellissandi var stofnaður 1980 af Kay Lúðviksson, skólastjóra tónlistar- skólans á staðnum. Stofnaði hún þar með fyrsta bjöllukórinn hérlendis. Bjöllukór var stofnaður í Garði 1982 og kór var stofnaður í Stykkishólmi í vetur. 32 krakkar eru í öllum kórunum. Þeir voru í æfingabúðum yfir helgina í grunnskólanum og höfðu kvöld- vöku á laugardagskvöldið. Héldu síð- an tónleika á sunnudag. Konur úr tónlistarfélaginu höfðu kaffisölu að tónleikunum loknum. Þær settu upp mötuneyti í skólanum yfir helgina og sáu um allar veitingar fyrir krakkana. Þetta er tónlistarviðburður og gaman aö tónlistarkennarar með þessa þrjá bjöllukóra skuli drífa krakkana í að hittast og blanda geði. Það verða alltaf skemmtilegar minn- ingar sem krakkamir eiga frá svona hópstarfi og gefur þeim mikið en eru auk þess gott innlegg í uppeldi þeirra. Bjöllukórarnir á Hellissandi og í Garðinum hafa komið fram í ríkis- sjónvarpinu við góðan orðstír. Bjöllukórinn í Garði bauð til næsta kóramóts að ári. Bjöllukór er hljóm- sveit og hljóðfærin eru bjöllur. Frá móti bjöllukóra á Hellissandi. DV-mynd Hrefna Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.