Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. ÍBR _______________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA í kvöld kl. 20.30 FYLKIR - VÍKINGUR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL ESKIFJARÐARKAUPSTAÐUR ÚTBOÐ Hafnarstjórn Eskifjarðar óskar eftir tilboðum í að steypa 1.280 m2 þekju og leggja vatnslagnir og raf- magnslagnir á loðnubryggju á Eskifirði. Verkinu er skipt í tvo verkhluta, annars vegar jarðvinnu, steypu og vatnslagnir og hins vegar raflagnir og töflusmíði. Heimilt er að bjóða einungis í annan verkhlutann eða báóa. Útboðsgögn verða afhent frá og með 19. apríl nk. á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar og hjá Hafnamála- stofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík, gegn óaftur- kræfu gjaldi, kr. 3.000. Miðað er við að verkið hefjist 8. maí 1989 og því Ijúki eigi síðar en 31. júlí 1989. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar 2. maí nk. fyrir kl. 14.00 en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hafnarstjórn Eskifjarðar Nýr myndalisti Eingöngu með ámáluðum strammamyndum. Verð kr. 285f- Værðarvoðir til fermingargjafa. LUKKUPOKAR: Verðmæti kr. 5.000,- Verð kr. 3.000,- POSTSENDUM. ^annprbabetðlunín €rla Snorrabraut 44. Simi 14290 (Q> FJÁRFESriNGARFÉlACIÐ AÐALFUNDUR Aðalfundur Fjárfestingarfélags íslands hf. árið 1989 verður haldinn að Hótel Holiday Inn miðvikudaginn 19. apríl nk. kl. 16.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Tillögurnar hafa verið sendar hluthöfum bréflega til lesningar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á fundinum, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar félagsins ásamt endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofunni viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiða ber að vitja á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 7, 4. hæð, Revkjavík, þrjá síðustu daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf. Iþróttir • Verölaunahafar á uppskeruhátíð körfuknattleiksmanna á Sauðárkróki. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson, Sauðárkróki Uppskeruhátíð körfuknattleiksmaima á Sauðárkróki: Valur körfuknattleiks- maður ársins á Króknum ÞórhaJlur Asmundssson, DV, Sauðárkróki: í lok árangursríks keppnistíma- bils hélt körfuknattleiksdeild Tinda- stóls uppskeruhátíð sína á dögunum. Af árangri einstakra flokka í vetur bar hæst góða frammistöðu meist- araflokksins í úrvalsdeildinni og frá- bæra frammistöðu strákanna í 6. og 9. flokki en báðir þessir flokkar kom- ust í úrslit fimm bestu liða á íslands- mótinu. Á uppskeruhátíðinni voru afhent verðlaun og viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem sköruðu fram úr í hverjum flokki. Verðlauna- afhendingin hófst meö þvi að Valur Ingimundarson aíhenti fjórum ung- um og áhugasömum körfubolta- drengjum Nike-bolta að gjöf, þeim Ragnari Magnússyni, Björgvin Bene- diktssyni, Guðjóni Gunnarssyni og Árna Guðmundssyni. Annars var val þjálfara á handhöfum einstakra við- urkenninga þannig. (Fyrst flokkur, þá besti leikmaðurinn, mestar fram- farir og loks besta ástundun): Minni bolti: Þráinn Bjömsson, Óli Bardal, Jón Brynjar Sigmundsson. 6. flokkuriHalldór Halldórsson, Kristín Magnúsdóttir, Hilmar Hilm- arsson. 8. flokkur:Jóhannes Levý, Smári Bjömsson, Halldór Björnsson. 9. flokkur:Pétur Vopni Sigurðsson, Kristinn Krisljánsson, Stefán Frið- riksson. Drengjaflokkur:Öm Sölvi Hall- dórsson, Ragnar Pálsson, Sigurður Levý. Yngri flokkur kvenna:Selma Bard- al, Berglind Pálsdóttir, Elísabet Sig- urðardóttir. Meistaraflokkur karla:Eyjólfur Sverrisson, Sverrir Sverrisson og Haraldur Leifsson, Kári Marísson. • 6. flokkur, sem Guðmundur Jensson þjálfaði í vetur, var valinn bestur yngri flokka félagsins á keppnistímabilinu. Framfarabikar- inn í yngri flokkum hlaut Atli Freyr Sveinsson í drengjaflokki. Körfu- knattleiksmaður Tindastóls var val- inn Valur Ingimundarson og veröur hann því handhafi minningarbikars- ins um Helga Rafn Traustason, fyrr- verandi kaupfélagsstjóra, næsta árið. Þá má geta þess að Valur skor- aöi flest stig í úrvalsdeildinni í vetur og einnig flestar 3ja stiga körfur Tindastólsmanna. Áuk þess hirti Valur flest fráköst Tinda. Eyjólfur Sverrisson hitti best úr vítaskotum og varð í 4. sæti í deildinni. Einnig stal hann flestum boltum Tindastóls- manna, þ.e.a.s. hirti flesta bolta af andstæöingi. Lærisveinar Nemeths í keppmsfor til Islands leika þrjá leiki gegn landsliðinu og einn gegn Tindasi 'lýbakaðir Ungverialands- Gíslason, ÍBK og Guðmundur slóvakíu sem vann silfurver Nýbakaðir Ungverjalands- meistarar í körfuknattleik, Csep- el, em væntanlegir tii íslands í dag og mun liðið leika hér (jóra leiki, þrjá gegn íslenska landslið- inu og einn leik leikur liðið á Sauðárkróki. Landsliðið býr sig nú af krafti undir Norðurlandamótið sem fram fer hér á landi dagana 26.-29. aprö á Suðumesjum. Csepel leik- ur í kvöld gegn landsliðinu í Njarðvík og hef9t leikurinn kl. 20.00. Ungverjamir leika á ný gegn landsliðinu á miövikudag í Laugardalshöll ki. 20.00. Jón Kr. og Guömundur leika meÖ Tindastóli Á fimmtudag fer ungverska liðið noröur yfir heiðar og leikur gegn urvalsdeildarliði Tindastóls á fimmtudag. Með liði Tindastóls 1 þessum leik leika þeir Jón Kr. Gíslason, IBK og Guömundur Bragason, UMFG. Csepel leikur síðan síðasta leik sinn hér á landi á föstudag en þá mætir liöið landsliðinu á nýjan leik í Grindavik og hefst leikurinn kl. 20.00. Lærisvainar Nemeths Ungverski þjálfarinn Lazlo Ne- meth, sem þjálfar KR og íslenska landsliðið, þjálfaði lið Csepel um tíma og gerði liðið meðal annars að ungverskum meisturum enda frábær þjálfari. í liði Csepel, sem kemur frá höfuðborginni Búda- pest, em margir af spjöllustu körfuknattleiksmönnum Ung- vetjalands í dag. Leikmenn liðsins era margir hveijir mjög hávaxnir. Hæsti leikmaöur liðáins er Tékki sem heitir Jaroslav Skala og er hann 2,13 metrar á hæð. Hann lék meðal annars i landsliði Tékkó- slóvakíu sem vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Vest- ur-Þýskalandi árið 1984. Norðurlandamótið næsta verkefni landsliðsíns Eins og áður sagði eru þessir leik- ir gegn ungversku meisturunum liöur í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Norðurlanda- mótið (Polar Cup) sem fram fer á Suðumesjum dagana 26.-29. apríl. íslenska landsliðið hefur æft af kappi fyrir mótið og heimavöllur- inn á að koma sér vel. Búast má við einvígi Svía og Finna um gull- verðlaunin og ef að líkum lætur munu íslendingar eiga í miklu stríöi við Norömenn og Dani um þriðja sætið. Það hefur löngum verið hlutskipti íslenska liðsins á Norðurlandamótinu 1 körfuknatt- leik. -ÞÁ/-SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.