Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Utlönd Fyrrum stj ómarhermenn í Urugay: Atkvæðagreiðsla um sakaruppgjöf í gærkvöldi hófst talning atkvæöa í þjóðaratkvæðagreiðslu um sakar- uppgjöf fyrrum herforingja í stjóm- arher Urugay á árunum 1973-1985 en þeir hafa verið sakaðir um mannrán, nauðganir, pyntingar og morð. Hvort gefa ætti herforingjunum sakarupp- gjöf var lagt fyrir þjóðina um helgina og virðast fyrstu tölur benda til að mönnunum verði veitt sakamppgjöf. Kosið var um lagaákvæði sem sett var árið 1986 en það kveður á um uppgjöf saka til handa háttsettum liðsmönnum hersins sem ákærðir voru um að misnota vaid sitt á 12 ára tímabiii herforingjastjómarinnar, 1973-1985. Forseti Umguay, Julió Sanguinetti, hvatti um helgina þjóð sína til að snúa baki við fortíðinni með því að samþykkja sakaruppgjöf og líta til framtíðarinnar. Stjórnar- andstaðan styður einnig sakampp- gjöf. Þegar búið var að telja þriðjung atkvæða seint í gærkvöldi kom í ljós að 59 prósent studdu lögin en 32 pró- sent vildu fá þeim breytt. Andstæð- ingar sakamppgjafarinnar segja að þau atkvæði sem þegar eru komin inn séu einna helst frá kjörstöðum í sveitum landsins og ekki frá þeim stöðum þar sem búast má við and- stöðu við lögin. Herforingjastjórnin lét völd sín í hendur Sanguinetti árið 1985 með þeim skilyrðum að hátt um 180-200 settum herforingjum yrði veitt upp- gjöf saka fyrir glæpi sem þeir frömdu á þessu tólf ára tímabili. Um 164 manns, þar af 8 börn, ýmist hurfu eöa voru myrt á tímum herforingja- stjómarinnar. Þegar dómstólar í Ur- uguay hófu að lögsækja herforingj- ana árið 1986 hótaði stjórnarherinn að hafa þær aðgerðir að engu. Stjórn Sanguinetti fékk því framgengt lög- um sem kveða á um sakaruppgjöf og voru þessi lög lögð fyrir þjóðarat- kvæði um helgina. Reuter Um 2,3 milljónir íbúar Uruguay gengu til kosninga um helgina um hvort gefa ætti tæplega 200 fyrrum herforningj- um sakaruppgjöf fyrir glæpi sem framdir voru á timu herforingjastjórnarinnar. Símamynd Reuter Shamir lofar kosningum Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, hefur heitið því að leyfa al- mennar kosningar á herteknu svæð- unum í þeirri von að það lægi þær öldur ófriðar og ofbeldis sem nú hafa ríkt þar í meira en ár. Meirihluti rik- isstjómar hans sem og stjómarand- staðan í ísrales lýstu yfir stuðningi við áætlun Shamirs í gær og kváðust styðja hana heilshugar. Þó kváðust tveir ráðherranna efast um að áætl- un hans féllu í góðan jarðveg hjá öll- um. Solar- hlöður Fyrir sumar- bústaói. Verð Kr. 6.950 PÓLAR HF. Einholti 6 sími 618401 Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, kvaðst í gær á- nægður með áætlun Shamirs. „Ég held að þetta sé guliið tækifæri og ég vona að Palestínumenn grípi þaö og kjósi sér fulltrúa," sagði hann. Margir leiðtoga Palestínumanna hafa áður sagt aö þeir myndu styðja kosningar svo framarlega sem þær yrðu haldnar undir eftirliti alþjóða stofnana og að her ísraelsmanna hyrfi brott af herteknu svæðunum. En búast má við einhverri andstöðu við áætlun Shamirs þegar fram líða stundir, ekki síst frá ráðherrum eigin stjómar og hátt settra manna innan Likud-bandalagsins. Þá búast margir íhaldsmenn innan Likud við að leið- togar Palestínumanna muni ekki samþykkja kosningarnar en bardag- ar hafa nú geisað á herteknu svæð- unum í rúmlega ár. Rúmiega 430 Palestínumenn hafa látið lífið og 17 ísraelar síðan óeirðirnar hófust. Skiiyrði Shamirs fyrir kosningunum er að Palestínumenn láti af mótmæl- um. Og þrátt fyrir loforð um kosningar varð ekkert hlé á bardögum á her- teknu svæðunum um helgina. í gær létu þrír ungir Palestínumenn lífið, þar á meðal tíu ára drengur. Þá var haldiö upp á „Dag reiðinnar" til að minnast þess að ár er hðið frá því að Khalil al-Wazir, einn leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palestínu, var myrtur. Reuter Þrátt fyrir loforð forsætisráðherra Israels um kosningar á herteknu svæðun- um varð ekkert lát á bardögum. Símamynd Reuter Morömálin í Austurríki: Yf irheyrslum lokið Snorri VaJa9on, DV, Vín Lögreglan í Vín yfirheyrði um helgina lækna þá sem störfuðu á hinni illræmdu lyflæknadeOd Lainz- sjúkrahússins. Við yfirheyrslur kom í ljós að nokkrir læknanna höfðu tek- iö eftir óvenjuhárri tíöni dauðsfalla þegar hjúkrunarkonumar fjórar voru á vakt en engum hafði dottið í hug að eitthvað lægi að baki. Stund- um hafi verið gert grín að þessu og sagöir kaldhæðnislegir brandarar um máhð. Lögreglan lauk yfirheyrslurn yfir starfsfólki sjúkrahússins um helg- ina. Nú hefur veriö hafist handa um að grafa upp lík fómarlambanna svo færa megi sönnur á aö um morð hafi verið að ræða því játning ein dugar ekki til sakfellingar sam- kvæmt austurrískum lögum. Hér er um þá sjúklinga að ræða sem myrtir vom með lyfjagjöfum síöastliðin tvö ár en á eldri tilfellum og fómarlömb- um sem drekkt var er sennilega erf- itt aö finna nokkur ummerki. Réttar- læknar era þó alls ekki vissir um að þaö takist aö sanna að um morð hafi verið að ræða þar sem svo langt sé um liöiö síðan morðin vora framin og aö líkin séu illa farin. Lögreglumaður á Spáni kannar afleiðingar bílasprengju sem aðskilnaðar- sinnar Baska á Spáni kveðast hafa komið fyrir. Tveir þjóðvarðliðar særðust í sprengingunni. Símamynd Reuter Baskar hóta enn sprengjutilræðum Hryöjuverkasamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst á hendur sér ábyrgöinni á sprengjutilræði í hafn- arborginni San Sebastian á laugar- dag en þá sprakk sprengja sem varð einum þjóðvarliða að bana. Þá sögð- ust þau einnig bera ábyrgð á ööru tilræði, einnig á laugardag, sem særði tvo þjóðvarðhða þegar bíla- sprengja sprakk. Síðan vopnahléi þeirra og stjómar- innar lauk í síöustu viku hafa sam- tökin hótað sprengjutilræðum á jámbrautarlestar á suðurhluta Spánar. Þeir hafa farið fram á að þeim verði lokað til að vama því að saklausir ferðalangar láti lífið. Á laugardag sprakk sprengja sem samtökin höfðu komið fyrir á leið- inni frá Madrid til Valencia en engan sakaði. Lögreglumenn fundu aðra sprengju í gær en tókst að gera hana óvirka. í gær birtu samtökin tilkynningu þar sem þau hótuðu frekari spengju- tilræðum. Nefndu þeir jámbrautar- teinana frá Madrid til borganna Barcelona og Burgos. í tilkynning- unni sagði að sprengjumar myndu springa einhvern tima frá miðnætti í kvöld til miðnættis næstkomandi laugardag. Hvöttu samtökin til þess að yfirvöld létu loka þessum leiðum. Reuter Hvetja til stillingar Sovéskyflrvölfhvöttuígæríbúa inn var á hiö nýja sovéska þing Sovétlýöveldisins Georgíu að láta nýlega, krafðist þess í gær að þeir af óeirðum og stuöla fremur að sem ábyrgð bæra á moröunum styrkingu fóðurlandsástar. Hvatn- yröu sóttir til saka. Yflrvöld í Tibl- ing þessi kemur í kjölfar mikilla isi hafa þegar hafið rannsókn á til- óeirða í Sovétlýöveldinu en íbúar drögum dauösfallanna og ásökun- þess stofhuðu til uppreisnar fyrr í um um að lögreglumenn hafi notað þessum mánuði til að kreflast sjálf- skóflur til að berja á mótmælend- stæðis.Nífjánhafalátiðlífiðíþess- um. Leiðtogi kommúnistaflokks um óeiröum og fjöldi annarra Georgíu sagöi af sérí kjölfar óeirö- særst. anna og hefur annar maöur þegar íbúar Tiblis, höfuðborgar Georg- verið settur í embætti hans sem og íu, fóra hópgöngu um götur borg- forsætisráðherra lýðveldisins. arinnar í gær til að minnast hinna Reuter látnu. Andrei Sakharov, sem kjör-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.