Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 11 Uflönd Skuldabyrði Suður-Ameríku: Ástandið fer síversnandi Þjóöir Suður-Ameríku standa nú franuni fyrir síaukinni verðbólgu og vaxandi efnahagsvanda sem eykur enn á vandkvæði þeirra við að endurgreiða erlend lán. Heildar- skuldir rómönsku Ameríku eru taldar nema 400 milijörðum dollara, þar af skulda mestu skuldaþjóðim- ar íjórar, Mexíkó, Argentína, Bras- ilía og Venesúela, um helming þeirrar upphæðar. Af þessum stærstu skuldurum er Mexíkó hvað best statt efnahags- lega séð að mati sérfræðinga. Hin þijú löndin hafa ekki náð þeim stöðugleika í efnahagsmálum eða félagsmálum sem talinn er nauð- synlegur til að koma þeim á réttan kjöl. Tæplega 500 prósenta verðbólga í fyrra Efnahagsráð Sameinuðu þjóð- anna fyrir málefni Suður-Ameríku skýrði frá því í ársskýrslu sinni fyrir síðasta ár aö þrátt fyrir minnkandi verðbólgu í Mexíkó hefði verðbólga í þessum heims- hluta tvöfaldast árið 1988 og numið að meðaltaii 473 prósentum. Þaö var annað árið í röð sem verðbólg- an jókst. Mexíkó er langstærsti skuldari þjóða rómönsku Ameríku en er- lendar skuldir þess nema nú 100 milijörðum dollara. Verðbólga nam þar 159 prósentum árið 1987 en 51,7 prósentum í fyrra. Þó stendur Mex- íkó hvað best að vígi af þjóðum þessarar heimsáifu hvað varðar möguleikann á að ná stjóm á efna- hagsmálum. Sfjómvöid í Mexíkó og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn náðu í síðustu viku samkomulági sem stuðla átti að auðveldari greiðslubyrði. Að auki er tahð að ný greiðsluáætiun Nicholas Bradys, flármálaráðherra Bandaríkjanna, sem studd er af mörgum hagfræðingum, muni koma Mexíkó til hjápar. í þeirri áætlun er gert ráð fyrir auðveldari greiðslubyrði stærstu skuldunauta Óeirðir í Venezúela vegna si- hækkandi matarverðs hafa sist bætt ástandið í efnahagsmálum landsins. Veröbólga i Venezuela I mars var sú mesta sfðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Símamynd Reuter Bandaríkjanna auk minni vaxta- greiðslna. Gengið fellt í Argentínu Yfirvöld í Argentinu gripu til þess ráðs í síðustu viku að sefla nýjan mann í embætti viðskiptaráðherra í þeirri von að það yki traust al- tnennings á ríkissflóminni. Hinn nýi ráðherra felldi strax gengið en efnahagsráðunautar kváðu það óumflýjanlegt, ekki síst í ljósi þess að kosningar fara þar fram þann 14. maí næstkomandi. Stjómvöld í Argentínu hafa enn ekki getað tryggt sér 1,2 milljarða dollara lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Ástæðan er óstöðugleiki í efnahagsmálum, há verðbólga og gífurlegur flárlagahalli ríkissjóðs. „Ástandið hefur farið úr böndun- um og við búum nú við óðaverð- bólgu,“ sagði Rodolfo Rossi, efna- hagsráðunautur sflómarandstöð- unnar í Argentínu í samtah við Reuter fréttastofuna. „Fólk veit ekki lengur hvaða viðmiðun hægt er að nota við verðlagningu." Verð á matvælum og öðrum nauðsyiflavörum í Argentínu hefur hækkað um 200 prósent síðustu tvo mánuði. Gjaldmiðih landsins lækk- aði um 10,4 prósent miöað við dohar á gjaldeyrismörkuðum í síðustu viku í kjölfar vaxandi óánægju með stjórnina í efnahagsmálum. Slæmt ástand í Brasilíu Sflórnvöld í Brasihu afturköhuðu á síðasta ári greiðslustöðvun á er- lend lán og náðu samkomulagi við lánardrottna sína í september um nýja greiðsluáætlun. En í síðustu viku tók ríkissflómin til endur- skoöunar hina svoköUuðu „sum- aráætlun" vegna slæmrar stöðu efnahagsmála. Verðbólga í Brasihu nam 28,7 pró- sentum í desember árið 1988 en með hertum aðgeröum í efnahagsmál- um tókst að ná henni niður í 3,6 prósent í febrúar. En verðbólgan jókst aftur á móti í síðasta mánuði og nam 6,09 prósentmn. Ófremdarástand Mörg ríki Suður-Ameríku standa höUum fæti. í Perú æðir verðbólgan áfram eftir að hafa náð hápunkti árið 1988, 1.300 prósentum. í Nic- aragua er ástandiö síst betra, verð- bólga í fyrra nam 8000 prósentum. Óeirðir í Venezuela í lok febrúar- mánaðar, sem urðu vegna mikiUar hækkunar á verði nauðsyiflavöm, urðu ekki th þess að bæta ástandið í efnahagsmálum. Yfirvöld léttu veröstjórnun í marsmánuði og hækkaði þá verð á nauðsyiflavör- Skuldabyrði þjóða Suður-Ameriku nemur nú 400 milljöröum dollara. um mikið. I kjölfarið nam verð- bólgan 21,3 prósentum í mars og hefur ekki verið hærri síðan að seinni heimsstyijöldinni lauk. Sérfræðingar telja að verði ekki gripið til róttækra ráða fljótlega munu þjóðir Suður-Ameríku standa mun verr að vigi í ár en gertvarráðfyrir. Reuter Framtið ungviðisins i Mexíkó virðist einna tryggust a< þjóðum Suður- Ameríku. Sfmamynd Reuter 1-2-3 brRud rafmagnsrakvélin Kerfi 1: Rakþynnan vinnurein. Mjúkur, nærfær- inn og góóur rakstur. Kerfi 2: Nú kemur bartskerinn til aðstoðar og klippir löngu og „óþekku“ hárin á hálsinum. Varanleg og góð vinargjöf Kerfi 3: Bartskerinn í hæstu stillingu og sriyrtir skegg og barta. Qdýrari hér en víðast í Evrópu - Verð frá kr. 4.280.- PFAFF Kringlunni og Borgartúni 20 og betri raftækjasalar um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.