Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 9 Úflönd Lífvörður grætur yfir liki Don Pedros Manuels, sendiherra Spánar í Liban- on, stuttu eftir andlát hans á sjúkrahúsi í Líbanon í gær. Simamynd Reuter Spánski sendi- herrann drepinn Tuttugu og þrír biðu bana í átökum í Beirút um helgina. Rúmlega eitt- hundrað særðust. Meðal hinna látnu var sendiherra Spánar í Líbanon. Sveitir kristinna manna og múha- meðstrúarmenn, sem studdir eru af Sýrlendingum, skutu á og sprengdu íbúðarhús, skóla og sjúkrahús í gær, að því er virtist án þess að láta sig nokkru skipta hvar skot þeirra lentu. Þúsundum sprengja, sprengju- brota og eldflauga rigndi yíir bæði kristna borgarhlutann og svæði mú- hameðstrúarmanna í borginni. Einn- ig urðu þorp í útjaðri borgarinnar illa úti. Don Pedro Manuel, sendiherra Spánar, sem var sextíu og eins árs, beið bana þegar sprengja lenti á bú- stað hans í kristna hluta borgarinn- ar. Læknar á Sacre Coeur sjúkrahús- inu sögðu að sendiherrann, sem var á förvun frá Líbanon, hefði látist af höfuðáverkum. Þeir sögðu að kona hans, Joumana, sem er líbönsk, hefði fallið í dá eftir skurðaðgerð. Mágkona hans, Samia Toutoungi, og tengdafaðir hans, Toufic Awad, sem er virtur rithöfundur, biðu bæði bana ásamt líbönskum öryggisverði. Þriggja ára sonur hans slasaðist lítil- lega. Michel Aoun, leiðtogi hersins, sem á í blóðugum átökum við Sýrlend- inga og stuðningsmenn þeirra úr hópi múhameðstrúarmanna og vinstrisinna, kenndi Sýrlendingum um dauða sendiherrans. „Morðið á sendiherranum með sýr- lenskri sprengju er besta dæmið um villimennskuna sem fylgir hemámi Sýrlendinga og það hve lítils þeir meta mannréttindi. Átökin í gær minntu á verstu daga borgarastyijaldarinnar sem nú hef- ur staðið í fjórtán ár. Hún hefur orð- ið eitt hundrað og þrjátíu þúsund manns að bana og tvö hundruð þús- und hafa særst. Nú hafa að minnsta kosti tvö- hundmð og átján manns beðið bana og átta hundruð særst í blóðugum átökum sem hófust efdr að Aoun réðist til atlögu gegn múhameðstrú- armönnum sem ráða höftium sunn- an við Beirút fyrir fjómm vikum. Bardagamir mögnuðust þegar Aoun hét því að reka burt alla þá íjörutíu þúsund hermenn sem Sýr- lendingar hafa í Líbanon. Reuter FYRIRSUMARDAGINN FYRSTA SÆNSKU REIÐHJOLAHJALMAR ÖRYGGISINS VEGNA. Sendum í póstkröfu ® nsTuriD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40 TAKACHIHO RT-300 Engim mþlegur smswi! RT-300 er fullkominn símsvari með góðum innbyggðum takkasima. Símsvarinn er með 2 microsnæld- um sem endast og endast. Hann spilar allt upp í 5 mín. skilaboð, tekur á móti skilaboðum og tekur upp samtöl. Hann er Qarstýrður með fjarstýringu eða tónavalssíma. RT-300 getur hringt til þin og spilað fyrir þig áriðandi skilaboð hvar sem þú ert. ' Siminn er með hátalara, endurval, og 10 númera minni. RT-300 er magnað, japanskt tæki fyrir heimili og fyrirtæki. íslenskar leiðbeiningar. Verð kr. 14.800 stgr. lil ístel Dugguvogi 2 - Sími 687570 GÆÐI - ÁGÓÐU VERÐI GÆÐI - ÁGÓÐU VERÐI 2 20080 / 26800 u ^ 2 20080 / 26800 t i <2 20080 / 26800 ^ k i 2 20080 / 26800 \ i JNOWCAP ITT IMOKIA JNOWCAP JNOWCAP 2 20080 / 26800 JNOWCAP 2801 frysti- og kæliskápur, 80 I sér frystihólf. Sjálfvirk affrysting, h: 145 cm, b: 57 cm, d: 60 cm. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ stgrverð 28" flatur skjár, stafræn myndupphleðsla, stereo 2x30 w, Digitext, fjarstýr- ing. stgrverð 280 I tvískiptur kæliskápur m/45 I frystihólfi, sjálfvirk affrysting, h: 145 cm, b: 57 cm, d: 60 cm. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ stgrverð i» Þvottavélin tekur 5 kg af þvotti, heitt og kalt vatn. 500 sn. þeytivinda, 14 þvottakerfi. stgrverð 150 I kæliskápur m/frystihólfi, plasthúðuð spónaplata ofan á skápnum, h: 85 cm, b: 57 cm, d: 60 cm. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ stgrverð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.