Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Andlát Baldvin Þórðarson, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 13. þessa mánaðar. Jón Thorlacius andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 13. apríl. Sverrir Kristinn Sverrisson, fyrrver- andi skólastjóri, lést í Borgarspítal- anum 14. apríl. Dagrún Erla Hauksdóttir, Blöndu- bakka 6, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 14. apríl. Jarðarfarir Ragnhildur F. Jóhannsdóttir hjúkr- unarkona, Sólheimum 23, lést 5. apríl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gísli Guðmundsson bifreiðarstjóri, Stífluseli 14 (áður Tunguseli 3), verö- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Ágústa Sigurðardóttir, fyrrv. mat- ráðskona, Bræðraborgarstíg 32, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Bjarni Daníelsson, Holtsgötu 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. apríl kl. 15. Elsa V. Engilbertsdóttir lést 7. apríl. Hún fæddist 24. ágúst árið 1940 í Reykjavík, dóttir hjónanna Huldu Jónsdóttur og Engilberts Valdimars- sonar. Elsa var tvígift. Fyrri maður hennar var Svavar Sveinsson en hann lést árið 1966. Þau eignuðust 4 börn. Eftirlifandi eiginmaður Elsu er Jón A. Guðmundsson. Þau eignuð- ust eina dóttur saman. Útfór Elsu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Rannveig I. Árnadóttir lést 8. apríl. Hún fæddist 12. ágúst 1922 í Reykja- vík, dóttir Árna Árnasonar og Elísa- betar Ámadóttur. Eftirlifandi eigin- maður Rannveigar er Jóhannes Ein- arsson. Þeim hjónum varð 13 bama auðið en fyrir átti Veiga son seni Jóhannes gekk í föðurstað. Útfór Rannveigar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Biblíulestrar í Breiðholtskirkju Fyrirhugaö er aö hafa nokkra biblíufyrir- lestra í Breiðholtskirkju, í Mjóddinni nú í vor og verður hinn fyrsti nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Mun sr. Jónas Gíslason, prófessor við guðfræðideild Háskóla ís- lands, annast þessa lestra og eru allir velkomnir til þátttöku, sem áhuga hafa á því að kynnast ritningunni betur og at- huga hvaða boðskap hún flytur okkur mönnunum. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur fund nk. mánudagskvöld, 17. apríl, kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Gestur fundarins verður Björg Ein- arsdóttir rithöfundur. Ræstingastjórar Stofnfundur Félags íslenskra ræstinga- stjóra verður haldinn í fundarsal Sóknar, Skipholti 50a, föstudaginn 28. apríl 1989 kl. 14. Rétt til fundarsetu hafa allir þeir sem hafa yfirumsjón með ræstingu. Merming Ofviðri eða bara gola? Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Þjóðleikhúsið sýnir: OFVIÐRIÐ Höfundur: William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdanarson Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlist: Lárus H. Grímsson Lýsing: Páll Ragnarsson Þaö hefur vafist fyrir fleirum en aðstandendum sýningar Þjóðleik- hússins að setja Ofviðri Shakespe- ares á svið þannig aö allur sá magn- aði galdur, sem höfundur leggur upp í verkinu, skih sér til áhorf- enda. Margt er dulið undir yfirborði ævintýrisins og auðvitaö hlýtur hver sú leið, sem vahn er við svið- setninguna, að fela í sér ákveðna túlkun þeirra sem að sýningunni standa. Ótalmörg thbrigði hafa verið sett á svið og út frá minnum í leikritinu hafa verið samin mörg verk og mismunandi. Menn hafa velt vöng- um yfir siðfræðinni, heimspekhegu og guðfræðhegu innihaldi Ofviðris- ins og líka séð í því svanasöng hins mikla skálds, kveðju hans til leik- hússins, þar sem hann fléttar sam- an háleitan boðskap og innsta eðh leiklistarinnar sjálfrar í einni ahs- herjar leikhúsveislu. Að ýmsu leyti býður verkið upp á ærsl og gusugang þar sem brögð og brehur leikhússins eru nýtt th hins ýtrasta. Það er hka hægt að fara þá leið, sem vahn hefur verið hér, að halda yfirborði fágunar og settleika, látá textann njóta sín og forðast ofuráherslur. Þetta er vissulega metnaðarfuh leið og gerir miklar kröfur um vandaðan flutning. En sjálft ævin- týrið, frumkrafturinn og töfrarnir mega þó aldrei glatast. Á frumsýningunni náðist ekki að kveikja í tundrinu og í heild virtist vera eitthvert hik yfir sýningunni, hvað sem síðar verður. Hjá reynd- um leikurum gætti hka óstyrks og textinn var ahs ekki alveg á hreinu hjá sumum. Ofviðrið varð þannig hálfgerð gola. Sýningunni er hins vegar búin alveg sérstaklega skemmtileg um- gjörð. Leikmynd Unu Cohins er bæði snjöll og hstræn útfærsla á töfraeyjunni og með lýsingu Páls Ragnarssonar næst hæfhega dul- úðugt yfirbragð. Eyjan getur hka táknað heiminn ahan, rétt eins og hta má á söguna, sem sögð er í leik- ritinu, í viðara samhengi. Hringformið er ríkjandi í sviðs- myndinni sem er í senn einíold og margræð. Hringsviðið og lyftibún- aður eru notuð th að snúa „eyj- unni“ þannig að hún sést frá ýms- um sjónarhornum, samansett úr eintómum kringlóttum skáhall- andi plötum. Einstigi vinda sig upp eftir henni og allt gefur þetta hina skemmthegustu möguleika þegar Leiklist Auður Eydal Prosperó teymir vhluráfandi skip- brotsmennina um eyjuna eins og lömb til slátrunar. Una hefur hka hannað búninga sem voru flestir vel útfærðir og mynduðu góða hehd þó að einstaka búningur færi hálfilla á þeim sem bar hann eins og til dæmis frakki Antóníós á Amari Jónssyni. Kjarna verksins er ekki hægt að skilgreina með því að taka út einn efnisþátt og segja: Ofviðrið íjahar um margfalt valdatafl. Eða: Of- viðrið fjallar um kúgun, baráttu góðs og hls, svik og hefnd, samsæri og fyrirgefningu eða sigur menn- ingar yfir frumstæðum lifnaðar- háttum. Verkið íjahar um aht þetta og meira til en gefur þó hvergi af- dráttarlaus svör. Hver einasta lausn, sem velt er upp í verkinu, hefur vísast tvær hliðar þegar betur er að gáð. Það er alveg í anda Shakespeares að færa áhorfendum ekki einhverja alghda niðurstöðu á silfurfati. Þó að textinn sé tær og auðskihnn er hann margslunginn og undir yfir- borðinu býr oft andstæða þess sem við augum blasir. Helgi Hálfdanarson flytur þetta inntak og hugsun frumtextans yfir á íslenskuna af ljúfri list og orð- færi hans er óbrigðult. Sagan snýst um Prosperó, fursta í Mhanó, sem hafði meiri áhuga á fræðum ýmiss konar en stjórnun ríkis síns. Antóníó, bróðir hans, gat þess vegna með prettum steypt honum af stóli og hrakið í útlegð ásamt htihi dóttur, Míröndu. Þeim var ætlað að farast á hafi úti á fú- inni lekabyttu en fleytuna rak á land á eyju nokkurri þar sem eng- inn maður var fyrir nema frum- bygginn Kalíban. Prosperó er fjölkunnugur og hef- ur í sinni þjónustu loftandann Arí- el og Kahban hefur hann hneppt í þrældóm. Þegar þau feðgin hafa dvahð á eyjunni í 12 ár gefst Prospero færi á að ná á sitt vald svikaranum bróður sínum og fleiri óvinum sem hann á óuppgerðar sakir við. Hann magnar mikinn storm að skipi þeirra, það ferst og skipbrotsmenn- ina vihir hann og tryhir þar th þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Meðal þeirra eru hka menn sem Prosperó vill vel og einn þeirra er Ferdinand, sonur Napólíkonungs, sem gerir hosur sínar grænar fyrir Miröndu og fær hana að lokum. Þegar Prosperó hefur kennt svik- urunum lexíu og opnað augu hinna leiðir hann þá á sinn fund, segir þeim allt af létta og sættir takast. Galdrar og yfirnáttúrulegir töfr- ar blandast í atburðarásina og þess vegna hefur það oft freistað að gera úr öhu saman mikið sjónarsph. Th aö losna við skrautsýningarbrag- inn er efni til litskyggnusýningar á einum stað i þessari uppfærslu en það fannst mér heldur misheppn- að. Þórhahur Sigurðsson ieikstjóri velur trygga áhöfn í sýninguna og nýtir leikmyndina ágætlega við sviðsetninguna, eins og hún býður sannarlega upp á, svo að ekki er þvi um að kenna hversu dauflega gekk að kveikja í púðrinu. Gunnar Eyjólfsson leikur Pro- speró. Hann fer ipjög fimlega en ópersónulega með textann og því verður persónan óþarflega litlaus og öðlast ekki þá dýpt sem ella hefði orðið. Oft hafa menn hyllst th að lha á Prosperó sem ímynd Shakspeares sjálfs. Hann er höf- undur og stjórnar atburðarásinni en um leið er hann sjálfur leiksopp- ur örlaga sem hann fær engu um ráðið. Og hversu fjölkunnugur sem hann veröur getur hann aldrei breytt innsta eðh mannsins. Prosperó hefur á vissan hátt haf- ið sig yfir valdataflið í útlegðinni og öðlast meiri visku en aðrir menn en sjálfur hefur hann rænt landi Kahbans og gert hann að þræh sín- um. Hann er þegar upp er staðið ekki hótinu betri en andstæðing- arnir að þessu leyti. Hann er þannig margslungin per- sóna en það kom varla nægjanlega fram í túlkun Gunnars. María Elhngsen leikur Míröndu dóttur hans. Hún er fersk og lífleg, eins og við á, ímynd æsku og sak- leysis þó að hún hafi framsögn text- ans ekki alveg á valdi sínu. Helgi Bjömsson leikur vonbiðh hennar, konungssoninn Ferdínand. Hann er hálfvælulegur og mætti vera ólíkt kraftmeiri. Þeir Arnar Jónsson og Ámi Tryggvason virtust ekki kunna al- mennhega við sig í hlutverkum Antóníós og Gonsalós og varð minna úr þessum hlutverkum en vænta hefði mátt. Sigurður Skúla- son var ágætur Sebastían og Erl- ingur Gíslason var virðulegur Al- onsó og náði hinum rétta tóni. Sigurður Sigurjónsson leikur fíf- hð Trinkúló og Bessi Bjamason brytann sífulla, Stefanó. Þeir geta látið vaða á súðum með trúðslegum tilburðum og skrípagangi þegar þeir ásamt Kahban ráðgera að myrða Prosperó og taka völdin á eyjunni og staupa sig óspart á með- an. Þar er komin enn ein útgáfan af samsæri, valdagrægði og svik- um. Róbert Arnfinnsson leikur hinn fádæma ámátlega frumbyggja, Kalíban. Þar hefur leikstjórinn val- ið að halda leikmáta sem félh betur að ýktari og stórkarlalegri upp- færslu verksins. í atriðinu með þeim Trinkúló og Stefanó gengur þetta upp en þar fyrir utan hefði mátt draga til muna úr tilburðun- um. En Prosperó hefur fleiri ánauð- uga á valdi sínu því að loftandinn Aríel er honum skuldbundinn og þjónar honum þangað th Prosperó þóknast að gefa honum frelsi. Sigr- ún Waage leikur Aríel. Þar er sann- arlega rétt valið í hlutverk og frammistaða hennar var með mikl- um ágætum. Þar brá fyrir sönnum töfrum og ekki skemmdi fyrir að búningur og gervi voru einstaklega vel heppnuð. Lárus H. Grímsson samdi tónhst sem er enn eitt dæmið um farsæla samvinnu tónhstarmanna og leik- hússins. Tónhstin tranaði sér hvergi fram en var hluti af sýning- unna sem undirstrikaði og féll að efninu. Aht var þetta sem sagt slétt og fellt en vantaði kraft og ofviðrið brast aldrei á. Það varð htlu meira en gola. AE Tóiúeikar Kvikmyndir Örlagavaldur Tónleikar í Hafnarborg Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari heldur einsöngstónleika í Hafnarborg, menningar- og Ustastofnim Hafnarfjarð- ar, mánudaginn 17. apríl kl. 20.30. Undir- leikari Gunnars er Guðbjörg Sigurjóns- dóttir píanóleikari. Á efniskránni verða antik,- og ópemaríur eftir ýmsa höfunda. Auk þess verða flutt lög eftir ísjensk, skandinavisk og þýsk tónskáld. Burtfarartónleikar Nk. mánudag, 17. apríl, heldur Soffia HaUdórsdóttir sópransöngkona burtfar- artónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Píanóleikari er Svein- björg Vilhjálmsdóttir. Tónleikamir verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Soffia Halldórsdóttir er Svarfdæl- ingur og hóf píanónám 10 ára í Tónlistar- skóla Dalvíkur. Síöar stundaði hún söngnám við Tónhstarskóla Akureyrar hjá Sigurði Demetz Franzsyni og Þuríði Baldursdóttur. Hún innritaðist í Tón- skóla Sigursveins haustið 1984. Aðal- kennari hennar er John Speight. Á tón- leikunum verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Debussy, Schönberg, Schumann og Satie. Og svo kom regnið (L’été en pente douce) Aöalhlutverk: Jean-Plerre Ðacri, Pauline Latont Leikstjóri: Jean-Poul Lillenfeld Handrit: Gérard Krawczyk Sýnd í Regnboganum Fane Leheurt (Jean-Pierre) vinnur í stórmarkaði í borginni. Hann býr í lélegri leiguíbúð og í næstu íbúð býr hin fallega Lilas (Pauline Lefont) með kærastanum. Þau gera mikið aö því að rífast og það ómar um allt húsið. Fane vhl fá frið og ræðst inn í íbúðina til þeirra. Kærastinn segir að Fane geti fengið Lhas fyrir kan- ínukjöt og bjór. Fane samþykkir skiptin svo og Lhas. Móðir Fane deyr og hann fer ásamt Lhas í htla þorpið þar sem hann ólst upp. Þar hittir hann fyrir bróðir sinn, Mo (Jacques Vhleret), en hann er andlega van- hehl eftir slys í æsku. Fjölskyldan hefur lengi átt í deilum við Voke bræður en þeir eiga verkstæði sitt hvorum megin við húsið. Koma Fane vekur athygli en einkum vegna Lil- as. Hún verkar ögrandi og karlpen- ingurinn í þorpinu á erfltt með sig. Lilas vhl giftast Fane og eignast böm en það er ekki efst á óskalistanum hjá honum. Samskipti Lhas við Fane og Mo eru ekki átakalaus og eftir ýmsar uppákomur ákveöur Fane að selja Voke bræðrum húsiö og flytjast á brott með Mo og Lhas. Hann er samt ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Það er ahtaf viss tilbreyting í því að sjá aðrar en engilsaxneskar myndir og eru danskar og franskar í uppáhaldi hjá undirrituðum. Franskar myndir eru oft svo skemmthega „hráar" og blátt áfram, auk þess sem málið fehur oft vel að óhefluðu yfirborðinu. „Og svo kom regnið“ er einmitt ein af þessum myndum. Leikararnir eru blátt áfram og oft virðist sem þeir séu ekkert að leika, heldur hafi kvik- myndatökumaðurinn slysast th að hafa kveikt á vélinni á meðan hann var á staðnum. Tökur og klippingar eru frekar „harðar" en það gefur ein- mitt rétta tóninn. Það er ekki mikið hægt að segja um handritið. Myndin er líklega ekki gerð með útflutning í huga, enda heldur hún öhum upp- runalegu einkennum sínum. „Og svo kom regniö“ er góð thbreyting fyrir kvikmyndahúsagesti. * ★ /i Hjalti Þór Kristj^ái^spon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.