Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Iþróttir Knattspyma: Sigurður skiptir i Skallagrím Knattspymumaöurinn Sigurð- ur Már Haröarson, sem var í her- búðum Skagamanna á síöasta sumri, hefur nú skipt yíir í 4. deildar liö Skailagríms frá Borg- arnesi. „Mér líst mjög vel á aö leika með Borgnesingum í 4. deiidinni en stefhan er að koma liðinu upp á nýjan leik,“ sagöi Siguröur í samtali við DV í gær. „Ég hlakka til samstarfsins viö Skagamanninn Sigurð Halldórs- son en hann þjálfar liðið á tíma- bilina“ Sigurður Már, sem er sonur Harðar Helgasonar, þjálfara Valsmanna, hefur leiíáð tvo æf- ingaleiki með Skallagrímsliðinu nú í vor. Stóð hann sig vel í báð- um og skoraði i þeim flögur mörk. Fyrri leikurinn var gegn 2. flokki Skagamanna, sem lyktaði 3-1 fyrir Skallagrím, en sá seinni gegn Snæfellingum. Skallagrím- ur hafði einnig betur í þeirri við- ureign, 5-2. Siguröur Már, sem er fæddur árið 1969, hefur spilað 15 leiki í 1. deildinni. Hann spilaði 10 leiki fyrir KA- menn sumariö 1987 og skoraöi þá 2 mörk. Sigurður lék siðan þrívegis með Akurnesingum á síðasta sumri en náöi þá ekki að skora. JÖG/SK Skotfimi: Carl í formi Tvö mót i skotfimi voru háð um helgina en Skotfélag Reykjavíkur stóð fyrir báöum. Fyrra mótið var meistaramót Skotfélags Reykjavíkur í rifBl- skotfimi, í svokallaðri enskri keppni en þá er 60 kúlum skotið á mark í liggjandi stööu og er færið 50 metrar. Riffillinn, sem notaöur er í greininni, er 22 kali- ber. Sigurvegari varð Carl J. Eixiks- son. Fékk hann 593 stig af 600 mögulegum sem er þremur stig- um hærra en ólympíulágmark. Þess má geta að AJþjóðaskotsam- bandið minnkaöi markskifur um síðustu áramót og geröi greinina þannig erfiðari. Aö sögn eins ráðamanna Skotfélagsins jafii- gilti því þessi árangur nú fslands- meti á gömlum sldfúm. Carl setti það met snemma á áttunda ára- tugnum. 1 Verðlaunahafarnir á íslandsmeistaramóti fatlaðra sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur og íþróttahúsi Seljaskóla um helgina. DV-mynd GS Þeir Geir Sverrisson og Ólafur Eiriksson settu heimsmet um helgina, ásamt Kristinu Rós Hákonardóttur. DV-mynd GS Þrjú heimsmet - á íslandsmóti fatlaðra um helgina Þrjú heimsmet í sundi, sem öll eru að vísu enn óstaöfest, voru sett á ís- landsmeistaramóti fatlaðra um helg- ina. Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, synti 100 metra bringusund kvenna í flokki spastískra á 1:45,62 mínútum. Ólafur Eiríksson, ÍFR, synti 200 metra fjórsund karla í flokki L5 á 2:41,12 mínútum. Geir Sverrisson, Njarðvík, synti 200 metra fiórsund karla í flokki A8 á 2:41,72 mínútum. Keppendur á mótinu voru alls 165 frá 15 félögum og voru sett samtals 13 íslandsmet í sundi. -SÞ/VS NM í körfu - unglingar: ísland í 4. sæti íslenska unglingalandsliöið i körfuknattleik hafnaöi í 4. sæti á Norðurlandamótinu í greininni sem fór fram í Forssa í Finnlandi um helgina. íslendingar unnu einn leik, sinn fyrsta á mótinu í áratug, en liðið bar síðast sigur- orð af andstæöingi á þessari fiöl- þjóöakeppni árið 1979. íslenska liðið vann nú það Stigahæstir í þeim leik voru Jón Amar Ingvarsson með 26 stig og Friörik Ragnarsson sem gerði 25. íslenska liöið tapaði á undan fyrir því danska, 68-90, en í þeim leik fór Friörik Ragnarsson ham- förura og gerði 33 stig en Jón Arnar kom honum næstur með 8. íslendigar áttu ágætan leik gegn Svíura en þeir síöartöldu mættu raeð hávaxið liö til leiks og réð það á margan hátt úrslit- um. Leiknum lyktaði 75-79, Svíum í vil. Svíar tefldu fram 6 leikmönnum yfir 2 metra á hæð en íslenska liöið engum. Jón Amar átti mjög góöan leik gegn Svíum, gerði 24 stig og Frið- rik átti þá einnig góðan dag og gerði 22. íslensku piltamir keyrðu sig nánast út í þessum leik sem var afar tvísýnn því þremur tímum síðar mættu þeir Finnum sem urðu Norðurlandameistarar og töpuðu stórt, 64-124. Friörik Ragnarsson gerði20stig í þeirri viðureign og Guöni Haf- steinsson og Jón Amar Ingvars- son komu honum næstir meö 9 stig hvor. Finnska liðið haíði mikla yfir- burði á Norðurlandamótinu og mætti því sænska f úrslitum og vann næsta auðveldlega, 72-58. Danir fengu brons en Norð- menn höfnuðu nú í neðsta sæti. Friörik Ragnarsson varð næst- stigahæsti maður mótsins en hann vantaöi eitt stig til að standa við hlið staUbróður síns frá Sví- þjóð sem hreppti stigakrúnu mótsins. Nökkvi Már Jónsson, sem lék afar vel, tók næst flest fráköst á raótinu. Kom það á margan hátt á óvart þar sem hann er talsvert lágvaxnari en miðheijar hinna unglingaliðanna. Þess má geta að bæði Nökkvi og Jón Arnar eru aöeins 16 ára gamlir og voru þeir félagar því talsvert yngri en flestir keppend- ur á Norðurlandamótinu. -JÖG I 2. sæti varö Þorsteinn Guð- jónsson, fékk 582 stig, og þriðji varð Auðunn Snorrason sem náði 563 stigum. Seinna mótið var haldið til minningar um Lárus Salómons- son en hann var einn af frum- kvöðlum þess aö Skotfélagiö var endurvakið árið 1950 en það var stofnaö 1867. Keppt var með staðlaðri skammbyssu, sem er ekká ólymp- íugreín. I þeirri grein er 60 kúlum skotið af 25 metra fiæri úr 22 kalí- bera skammbyssu. Bjöm Birgisson var þar hlut- skarpastur, fékk 551 stíg af 600 mögulegum. Annar varð Carl J, Eíríksson, fékk 531 stig. Þriðja sætíö hrepptí Olafur Viö- ar Birgisson, fékk 508 stig. Að sögn áðumefnds ráðamanns hjá Skotfólaginu samsvara 551 stig í staölaöri skammbyssu 590 stígum í enskri keppni Þá er hliö- sjón höfð af alþjóðlegum saman- buröartöflum milli skotgreina. JÖG Magnús Teitsson stýrði handknattleiksliði Stjörnunnar úr Garðabæ til sigurs á íslandsmótinu i 2. flokki. Stjarnan bar sigurorð af ÍR í tvísýnum leik. Lyktir urðu 18-17 Garðbæingum í vil. DV-mynd BS p Sné . í . • - -'4 f2- Handbolti - 2. flokkur: Stjarnan vann Stjaman tryggði sér íslandsmeist- aratitiiinn í 2. flokki karla í gær- kvöldi, eftir sigur á ÍR, 17-18. Leikur- inn var jafn og spennandi. ÍR-ingar byriuðu af miklum krafti og leiddu framan af en um miðjan fyrri hálf- leik tók Stjaman á það ráð aö taka tvo leikmenn ÍR úr umferð. Við þetta riðlaðist leikur ÍR-inga og Stjömunxú tókst að jafna leikinn og komast yfir. Staöan í hálfleik var, 11-9, Stjöm- unni í vil. Stjaman hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. En IR hafði ekki sagt sitt síðasta orð og jafnaði leikinn. Eftir þaö var jafnt á öllum tölum en Stjaman hafði þó frumkvæðið. í liði Stjörnunnar var Valdimar Kristó- fersson markahæstur meö 6 mörk en Bjami Benediksson og Magnús Eggertsson skoraöu 4 mörk hvor. I liði ÍR var Jóhann Ásgeirsson markahæstur með 6 mörk en Jón Þ. Eyjólfsson skoraði 5 mörk. BS/HR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.