Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHÓLTI 11,105 RVlK, FAX: (1J27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Frjálslyndir hægri menn Þá höfum viö fengið enn einn þingflokkinn. Tveir þingmenn Borgaraflokksins, Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson, hafa sagt skilið við flokk sinn og stofnað sérstakan þingflokk. Þeir hafa valið sér nafngift- ina Frjálslyndir hægri menn. Eru þá þingflokkarnir á alþingi orðnir sjö talsins og fleiri en áður hefur þekkst í þingsögunni. Ekki verður sagt að atburðirnir að und- anfórnu hafi styrkt stöðu Borgaraflokksins. Albert er farinn til Parísar með þeim orðum að hann væri meiri sjálfstæðismaður en borgaraflokksmaður. Albert skildi við flokkinn, sem hann stofnaði með því að segja að hann mundi frekar kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Þannig hefur guðfaðir Borgara- flokksins afneitað sínu eigin afkvæmi og kvatt sína fyrri samherja. Skilaboð Alberts á kveðjustundinni voru ein- faldlega þau að veðja ekki lengur á Borgaraflokkinn. Tildrög þessara yfirlýsinga Alberts var klofningurinn sem kom upp í þinghði Borgaraflokksins við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa fyrir jól. Raunar segir Ingi Björn sonur hans í þingræðu í fyrradag, að ef sá klofningur hefði ekki verið til staðar og Borgaraflokksmenn staðið órofa á bak við formann sinn, þá hefði Albert aldrei tekið þá ákvörðun að þiggja sendiherrastöðuna. Ef þetta er rétt, er brottfór Albert afleiðing en ekki orsök þeirrar uppdráttarsýki sem nú ríkir í herbúðum Borgaraflokks- ins. Hingað til hafa menn haldið að þessu væri öfugt farið. Tvístringur þingmanna borgaraflokksins með og móti ríkisstjórninni hefur skaðað flokkinn, án þess að dómur sé lagður á það, hvorum megin hryggjar sá skaði hggur. Það er aldrei traustvekjandi fyrir einn flokk þeg- ar ágreiningur og sundurlyndi eru ahsráðandi. Nú hafa þeir félagarnir, Ingi Björn og Hreggviður, fylgt þessum ágreiningi eftir með því að segja sig form- lega úr lögum við Borgaraflokkinn. Spurningin er hvort þetta sé ekki náðarstungan. Borgaraflokkurinn á sér ekki mikla framtíð með Albert á brott og hjörðina tvístr- aða. Því má reyndar halda fram að Borgaraflokkurinn hafi frekar verið uppákoma eins manns frekar en flokk- ur til framtíðar. Flokkurinn var stofnaður í kringum Albert og naut að mörgu leyti fylgis af tilfinningalegum ástæðum. En um leið var Borgaraflokkurinn nokkurs konar tákn „htla mannsins“ sem vildi bjóða flokkavald- inu byrginn, athvarf þeirra sem vildu lýsa andstöðu sinni við yfirgang og samtryggingu gömlu flokkanna. Borgaraflokkurinn varð að hreyfingu þúsunda manna sem notuðu atkvæði sín til að rísa upp gegn sjálfheld- unni í póhtíkinni. í þeim skilningi átti Borgaraflokkurinn erindi og hljómgrunn sem ekki skyldi vanmeta. Uppreisn Alberts varð að uppgjöri fjöldans. Sérstaklega beindist það upp- g)ör að Sjálfstæðisflokknum og þeirri hægri slagsíðu sem kennd er við flokkinn. í stað þess að einbeita sér að stefnumörkun og mál- flutningi í þeim anda, sem hér um ræðir, hefur það orð- ið hlutskipti Borgaraflokksins að tærast upp í innbyrðis deilum. Þessi niðurstaða er ekki aðeins ósigur fyrir Borgaraflokkinn heldur miklu fremur sigur fyrir gömlu flokkana. Áhlaupið hefur mistekist. Þeir sitja fastir á sínum stað meðan nýir flokkar koma og fara. Samtök ftjálslyndra og vinstri manna komu og fóru, Bandalag jafnaðarmanna kom og fór. Og nú er Borgaraflokkurinn kominn og nánast farinn aftur. Ehert B. Schram Stjóm félagshyggju og jafnréttís hefur nú gert sína fyrstu kjara- samninga við opinbera starfsmenn. Tímamótasamningur, segir fjár- málaráðhen-ann og ræður sér vart fyrir gleöi. Og svo smitandi er þessi gleði hans að flestir taka undir og hiaeja með. Þeir sem ekki gera það em sagðir vera á móti láglaunafólki og þá sérstaklega konum en eins og aliir vita er næstum hægt að setja jafn- aðarmerki milli þessara tveggja orða. Gott ef þeim hinum sömu er ekki brigslað um kvenfyrirlitn- ingu. Margt hefur nú Kvennalist- inn mátt láta yfir sig ganga en langt er seilst þegar því er haldið fram að kvenfyrirlitning sé hans aðals- merki. En hver em rökin fyrir kvenfyr- irlitningu og meintri andúð Kvennalistans á láglaunafólki? Jú, „Hitt hlýtur þá að vera jafnvist að þær náðu ekki lengra í þetta sinn vegna karlanna. En þær náðu því að krónutöluhækkun var nú notuð í stað prósentuhækkunar sem vissulega kemur betur út fyrir láglaunafólk- ið,“ segir greinarhöfundur í grein sinni. Konur og samningar kvennalistakonur gleðjast ekki nógu innilega með fjármálaráð- herra yfir þessum tímamótasamn- ingi, sem hann segir gerðan af kon- um fyrir konur. Konur og launajöfnun Rétt er það að aldrei hafa eins margar konur setið við samninga- borðið og nú. Síst ætla ég að lasta það eða bera brigður á það eitt andartak aö þær úrbætur sem náð- ust í þessum samningi konum til handa séu einmitt konunum og þeirra starfi að þakka. Hitt hlýtur þá að vera jafnvíst að þær náðu ekki lengra í þetta sinn vegna karl- anna. En þær náöu því að krónu- töluhækkun var nú notuö í stað prósentuhækkunar sem vissulega kemur betur út fyrir láglaunafólk- ið. Þessi aðferð er skref í átt til launajöfnunar. Þessa sömu hug- mynd setti Kvennalistinn fram í stjómarmyndunarviðræðum 1983. Við vorum aö vísu róttækari í út- færslu hennar. Fundum krónutölu sem okkur fannst réttlát hækkun á meðallaunum, færðum hana óbreytta frá miðju og niður allan launastígann en stigminnkuðum hana eftir því sem ofar dró frá miðju uns hún varð að engu, þann- ig að sá '/« hlutí launamanna sem hæst hafði launin fékk enga hækk- un. Meö þessari aðferð verða skref- in í átt til launajöfnunar stærri og hraðari. Þessi tvö dæmi, þ.e. um konumar við samningsborðiö og Kvennalist- ann, sanna e.t.v. að konur eru lík- legastar til aö koma með raun- verulegar launajöfnunarhug- myndir og fylgja þeim eftír. Á þeim brennur heitast. Konur og lág laun En þrátt fyrir þaö góða fordæmi að nota krónutöluhækkun í stað prósentuhækkunar verður því vart neitað að lítiö skref var stigið í þetta sinn. Hækkunin var harla lítil. í fyrsta áfanga kr. 2.000, í september 1.500 og 1.000 í nóvember. Aö auki 6.500 í orlofsuppbót. Þegar þess er gætt hve launafólk hefur mátt axla þungar byrðar undanfarið er varla ástæða til mikilla gleðiláta. í tíu mánuði var í gildi samningsbann og launafrysting sem þýddi að launafólk fékk ekki áður umsamd- ar launahækkanir. Verðstöðvun var ekki eins árangursrík og launa- frystingin. Þegar launafólk var hlekkjað á þennan hátt með vald- boði var nýbúið aö leggja á matar- skattinn illræmda og staðgreiðslu- kerflö komið í gagnið. Síðan hefur gengið verið fellt þrisvar sinnum. Um áramótín síðustu vom skattar enn hækkaðir og skriða verð- hækkana fór af stað 1. mars þegar verðstöðvun var aflétt svo að nokk- uö sé nefnt. Kiararýmun hefur þvi -orðið meiri- en svo- að- sú -hækkun KjaUarinn Þórhildur Þorleifsdóttir þingkona Kvennalistans um í barnsburðarleyfi kemur vel. Má nefna heimild til að lengja bamsburðarleyfi (ólaunað) og að skipta barnsburðarleyfi vegna heilsufars barns. Óheimilt er að segja barnshafandi konu upp starfi og skylt er að færa barnshafandi konu til í starfi án þess að skeröa launakjör hennar ef heilsu hennar eða fósturs er hætta búin. En þama er um sjálfsögð réttíndi að ræða - ekki launakjör. Það er óþolandi ef sú líffræöilega stað- reynd að konur ganga með böm, ala þau og næra er notuð sem skipt- imynt í kjarasamningum. Nær væri að lögfesta þessi mannréttindi til handa öllum konum og börnum og orða ekki kjarabætur í því sam- bandi. „Síst ætla ég að lasta það eða bera brigður á það eitt andartak að þær úr- bætur sem náðust í þessum samningi konum til handa séu einmitt konunum og þeirra starfi að þakka. - Hitt hlýtur að vera jafnvíst að þær náðu ekki lengra 1 þetta sinn vegna karlanna.“ sem nú fékkst nái að vega þar upp á móti. Eftir stendur því þaö að þó að konur og annaö láglaunafólk hafi fengið örlítíö meiri hækkun en orðið hefði með prósentuhækkun er langt í land að kjör séu viöun- andi og em raunar hjá íjölmörgum langt fyrir neðan velsæmismörk. Fyrir samningcma voru meðallaun hjá BSRB 56.327 kr. á mánuði. Rúmlega hebningur félagsmanna var fyrir neðan meðallaunin og þá launaflokka fylltu konur. Þar em þær enn. Meðan svo er gleöjumst við kvennalistakonur ekki, jafnvel þó Ólafur Ragnar Grímsson liggi okkur á hálsi fyrir það. Konur og barnsburður Nokkrar bókanir fylgdu með samningunum. í þeim er m.a. að finna ákvæði um aukin réttindi varðandi ráðningar og uppsagnir og önnur til bóta fyrir launþega sem slasast eða veikjast. Einnig er heimild til að færa 1/6 félagsmanna til um einn launaflokk og vonandi njóta þeir lægstlaunuðu þess. Allt er þetta af hinu góða ef af verður en reynslan hefur sýnt að bókanir reynast oft haldlitlar og erfitt fyrir launafólk að ganga eftir því að þeim sé framfylgt. Ein er sú bókun sem mesta at- hygli vekur og mest er hampað. Hún hljóöar upp á að reglugerð um bamsburðarleyfi verði endurskoð- uð. Ýmislegt er þar að finna sem - bamshafandi konum og/eða kom- Konur og fjölmiðlar Ég get ekki stillt mig um að gera aftur að umtalsefhi þá kvenfyrir- litningu Kvennalistans sem fjár- málaráöherra og fleiri væna hann um. En hvað segja hinir sömu herr- ar um þá staöreynd að þegar íjöl- miðlar, ríkisfjölmiðlar meðtaldir, greindu frá utandagskrárumræðu á Alþingi um kjarasamningana var svo til eingöngu tíundað hvaö karl- ar höfðu um það mál að segja? Rík- ishljóðvarpið útvarpaði úr ræðum tveggja karla og ríkissjónvarpið sýndi brot úr ræðum tveggja karla. í báöum var það látið fljóta með svona í leiðinni að undirrituð hefði hafið umræðuna og helst mátti af þessum fréttaflutningi skilja að að- alinntak ræðu minnar hefði verið skammir um konur og störf þeirra. í ríkissjónvarpinu var efnt til um- ræðuþáttar til að ræða samning sem sagður er tímamótasamningur fyrir konur, gerður af konum. Tveir karlar ræddu saman! Fjölmiðlar spyija Ind- riða! Indriði verður fyrir vonbrigð- um! Indriði segir! Ólafur Ragnar seg- ir eitthvað við Þorstein! Þorsteirn eitthvað annað við Halldór! Halldor svarar Ólafi sem...! (Hvar voru Jón Baldvin og Steingrímur eiginlega, þeirra var sárt saknað!) Er það furða þó það vefjist fyrir einhverjum að skilja hvers vegna konur voru víðs fjarri á þessum miklu tímamótum? Talandi um kvenfyrirlitningu... - - .......Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.