Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Fréttir______________________________________________________________________________dv Aðalfundur Fríkirlqurinar: Stuðningsmenn séra Gunn- ars Björnssonar biðu ósigur Salurinn í Háskólabíói var þéttskipaður og voru fundarmenn hátt á níunda hundrað þegar flest var. Á sviðinu situr fráfarandi stjórn en fundarstjóri, Sigurður E. Guðmundsson, er í púlti. DV myndir Brynjar Gauti Stuðningsfólk séra Gunnars Björnssonar beið ósigur í kosningum til stjómar Fríkirkjusafnaðarins á aðalfundi á laugardag. Fundurinn var haldinn í Háskólabíói og hófst klukkan 13.30. Fundarmenn voru tæplega niu hundruð í upphafi fund- ar en fækkaði töluvert þegar á leið. Aðalmál fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, stjómarkjör og kosning kjörstjórnar vegna væntan- legra prestskosninga. Aðeins þeir sem skráðir voru í söfnuðinn 1. des- ember 1988 og höíðu náð 16 ára aldri höfðu kosningarrétt. í anddyri Há- skólabíós urðu fundarmenn aö greina frá nafni og heimilisfangi sem athugað var í félagatali. Aö fenginni staðfestingu fékk hver og einn 7 kjörseðla í hendur. Báðar fylking- amar, stuðningsmenn sr. Gunnars og safnaðarstjómin, buöu fram lista til stjórnar safnaðarins. Um klukkan tvö var fólk enn að Klukkan rúmlega tvö var starfs- mönnum bfósins gert að læsa öllum dyrum hússins. Eftir það komst eng- inn Inn eða út nema með þeirra aðstoð. tínast á fundinn en þá var dymm lokað. Þó nokkrir komust inn á næstu 15 mínútunum en þá var starfsmönnum bíósins gert að læsa öllu húsinu. Eftir það komst enginn inn eða út nema með þeirra aðstoð. Margir urðu gramir þegar þeir komu að læstu húsi og gerðu ítrekaðar til- raunir til að fá inngöngu en allt kom fyrir ekki. Einn þeirra sem úthýst var kallaði að sér hefði verið heitið inngöngu þó hann kæmi í seinna lagi vegna vinnu sinnar. Umræður um reikninga Eftir klukkustund var loks Ijóst hver yrði fundarstjóri. Tveir vom tilnefndir, Sigurður Guðmundsson og Sveinn Bjömsson, og hlaut Sig- urður kosningu. Þótti þá mörgum sýnt hvert stefndi því að Sveinn var í kjöri sem safnaðarfulltrúi á lista stuðningsmanna sr. Gunnars. Aðrir vildu meina að úrslit væm engan veginn ráðin - þónokkrir hefðu kosið Sigurð sem hlutlausan aðila þar sem hann væri ekki í framboði fyrir ann- an hvorn arminn. Að því búnu vom reikningar lagðir fram til samþykktar. Þónokkrar umræður spunnust um þá, aöaUega auglýsingakostnaðinn. Orðið var gefið laust og taldi einn ræðumanna að miklu fé hefði verið eytt í ófræg- ingarherferð gegn sr. Gunnari. Frambjóðendur stjórnar sigr- uðu Rétt fyrir íjögur vom úrslit kunn- gerö í kosningu formanns safnaðar- stjómar. Frambjóðandi stjómar, Einar Kristinn Jónsson, hlaut 445 atkvæði en frambjóðandi stuðnings- hóps sr. Gunnars, Þorsteinn Þor- steinsson, fékk 390 atkvæði. Margir hurfu nú af fundi, sumum var h'eitt í hamsi og hótuðu að segja sig úr söfnuðinum. Aörir tóku úrslitunum með jafnaðargeði og vildu bíða og sjá hveiju fram yndi. Nokkrum var ein- faldlega farið að leiðast þófið og töldu úrslit hvort sem er ráðin. Enn var eftir að kjósa fleiri fulltrúa til safnaðarstjórnar, endurskoðend- ur og kjörstjórnarfulltrúa. Þau úrslit fóm á sama veg og fóra frambjóðend- ur stjómar með sigur í öllum kosn- ingum, yfirleitt með hundraö at- kvæða mun. í samtali viö DV lét einn fundarmanna þá ósk í ljós að nýir safnaðarfulltrúar kæmu frá báðum fylkingum. Það yrði söfnuðinum til mestrar gæfu og hugsanleg leið til sameiningar og sátta. Þunnskipað í lokin Fundinum lauk ekki fyrr en um sexleytið og var þá salurinn orðinn nokkuö þunnskipaður. Meðan taln- ing atkvæða stóö yfir var orðið gefið laust og tóku nokkrir til máls. Sner- ust umræður að mestu um atburði sem gerst höfðu innan safnaðarins síðustu mánuði - eftir að stjómin sagði sr. Gunnari upp störfum. Síöustu vikur hefur staðið þónokk- ur styr um það hvort fermingarbörn séra Gunnars, sem eiga að fermast 30. apríl, fái að fermast í Fríkirkj- unni. Einn fundarmanna varpaði þessari spumingu fram til stjómar. Fráfarandi formaður, Berta Kristins- dóttir, svaraði því til að ákvörðun um það myndi liggja fyrir í þessari viku. Of seint, of seint, kölluðu þá nokkrir fundarmenn. Önnur fyrirspum varðaði það hvort starf safnaðarprests yrði aug- lýst fljótlega. Nýkjörinn formaður, Einar Kristinn Jónsson, sagði að ný sljóm tæki afstöðu til þessa máls mjög fljótlega. r Séra Cecil Haraldsson hefur verið þjónandi prestur safnaðarins frá því sr. Gunnar Björnsson lét af störfum. Þegar starf prests var auglýst til umsóknar var hann eini umsækj- andinn. Hins vegar hefur ekki enn farið fram formleg atkvæðagreiðsla innan safnaðarins. Það mátti heyra á mörgum fundar- mönnum að þeir óskuðu einskis ann- ars en að hér með lyki þessari orra- hríð og eðlilegt starf yrði framvegis innan Fríkirkjunnar. -JJ Stuldur á þingi Þá em þeir Ingi Bjöm og Hregg- viöur búnir aö stofna nýjan flokk. Það þarf ekki mikið til á íslandi til að stofha flokka. Tveir menn koma sér saman um aö vera á móti hin- um og standa svo upp utan dag- skrár í þinginu til að lýsa yfir ný- stofnuðum flokki þeirra beggja. Eitthvað em þeir félagamir aö tala um að Borgaraflokkurinn hafi ver- ið vondur viö þá og hinir þing- mennimir'hafi greitt atkvæði sam- kvæmt sinni eigin skoðun. Þetta líkar þeim Inga Bimi og Hreggviöi illa. Þeir vfija aö þingmenn flokks- ins greiöi atkvæði eins og þeim er sagt. Þaö verður að vera agi á liö- inu, segja þeir félagamir, það verð- ur aö reka fólk úr flokknum sem fer eftir sannfæringu sinni. Þaö minnsta sem þinmgenn geta gert er aö biðjast afsökunar á óþekkt sinni og skoðunum og lofa því aö gera þetta aldrei aftur. Þessu gátu vesalings Borgara- flokksmennimir ekki kyngt og þá var flokkur fijálslyndra hægri manna stofnaöur. Fijálslyndir hægri menn ætla að hafa þaö fyrir stefnu sína að banna fólki aö greiöa atkvæöi samkvæmt sannfæringu og þeir ætla að reka hvor annan úr flokknum ef annar hvor greiðir atkvæöi öðmvísi en hinn. Annars var það ekki þetta sem vakti athygli Dagfara, heldur hitt að Hreggviður sagöi á þingi að Borgaraflokknum hefði verið stol- iö. Hvorki meira né minna. Ríkis- stjómin stal flokknum. Þetta kem- ur mönnum á óvart og Július Sól- nes kom til dæmis alveg af fjöllum og kannaöist ekki við að honum hefði verið stoliö. Hann væri þama ennþá. Hreggviður segir þetta hins vegar ekki út í bláinn og þaö er auðvitað grafalvarlegur hlutur, ef þaö sann- ast að ríkisstjómin stundi þjófnaö á heilum þingflokkum á hinu háa Alþingi. Þaö hefði aö sjálfsögðu verið til athugunar fyrir Hreggvið aö kæra stuldinn til rannsóknar- lögreglunnar og ná honum aftur í leitimar í staö þess að stofna nýjan flokk af því hann fann ekki gamla flokkinn. En það er ótækt með öllu að ríkisstjómir og þingflokkar geti stoliö hvor öðmm á alþingi, sérs- taklega ef þeir sem stoliö er vita ekki aö búiö sé aö stela þeim. Er kannske fullt af þingmönnum í þinginu, sem búið er aö stela? Em þingmenn í gíslingu án þess að þjóðin viti þaö? Og hver em þá lausnargjöldin fyrir stolna alþing- ismenn og heila þingflokka? Þetta verður aö rannsaka og þess veröur aö vænta að fijálslyndir hægri menn taki málið upp á dagskrá og láti ekki við það sitja að lýsa eftir stolnum þingflokki Borgaraflokks- ins utan dagskrár. Ritstjóm DV mundi áreiöanlega hlaupa undir bagga og setja auglýsingu í tapaö fundið og lýsa eftir Borgaraflokkn- um, ef Júlíus Sólnes og þingflokkur hans ráfa um á þingi án þess að gera sér grein fyrir að það er búið að stela þeim. Það er til skaða fyrir þingið í heild, ef einstakir þingmenn, sem ekki em nógu mikils virði til að vera teknir sem gíslar, þurfi sífellt að stofna nýja flokka, af því aö þaö er búið að stela flokknum sem þeir voru í. Og hvemig skyldi standa á því að fijálslyndum hægri mönnum er ekki stoliö eins og hinum? Það skyldi þó aldrei vera að það sé búið að stela þeim sjálfum inn í Sjálf- stæöisflokkinn án þess að þeir viti af því? Varla fer Sjálfstæðisflokk- urinn að láta stela allri stjórnar- andstööunni frá sér mótþróalaust? Nú á dögum er öllu stolið steini léttara. Og það án þess að nokkur taki efdr. Það er eins og menn kæri sig kollótta og láti sig einu gilda þótt heilum þingflokkum sé stoliö. Þaö er í mesta lagi að menn stofni nýja flokka til að hafa ein- hvers staðar athvarf þegar hinir eru famir. Ef þingmenn eru að stela hver öðrum og stofna flokka á víxl, má búast við verulegri fjölg- un þingflokka á næstunni. Ef Inga Birni verður stolið getur Hreggvið- ur stofnað flokk frjálslyndra og ef Hreggviði er stoliö getur Ingi Björn stofnað flokk hægri manna. Það verður létt verk fyrir þá. Ein ræða utan dagskrár og flokkurinn er kominn á koppinn. Skítt veri með Kjósenduma og fylgismennina. Flokkur verður til þegar einum manni dettur í hug að stofna flokk. Eöa ef hann uppgötvar að það er búið að stela öllum hinum sem vom með honum í flokknum. Eða þessum eina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.