Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 21 Iþróttir • Einum hinna slösuðu komiö fyrir á sjúkrabörum. Flestir voru þó born- ir burt á auglýsingaspjöldum. • Glen Phillips, læknir frá Liver- pool, var einn hinna slösuðu og hann gagnrýndi mjög lélegar að- stæður til aðhlynningar á vellinum. • Margrét Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, skoðaði aðstæður i Sheffield í gær og fyrirskipaöi opin- bera rannsókn á slysinu. Norður stúka 'Stefna iaðalmynd Inngangarnir þar sem miðalausir stuðn- ingsmenn Liverpool streymdu inn Suður stúka jÁhorfendum bjarg :að uppi efri stúku ; Aðrir tróðust til bana aftastj á stæðunum . Margir fórust þegar þeir krömdustupp- við öryggisgirðing- una Auglýsingaspjöld rifin upp og notuö sem börur Harmleikurinn á Hillsborough Suður stúka • Teikning af Hillsborough leikvanginum i Sheffield þar sem 94 áhorfendur létu lífið á laugardaginn. Símamyndir/Reuter Blikur á lofti í Englandi Engin ákvörðun hefur verið tekln um framhald ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu eftir slysið mikla á HiUsborough leikvanginum í Sheffteld á laugardaginn en mikiar blikur eru á loftt. Uppi eru hug- myndir um aö fella keppnina niöur, hætta við viðureign Liverpool in leika fyrir luktum dyrum. Sljóm Liverpool sat á neyðarfundi í hálfan þriðja klukkutíma í gær og að honum loknum sagði stjómarformaöurinn John Smith: „Okkar niöurstaða er sú að fresta beri öllum leikjum félagsins um ótiltekinn t!ma.“ Liverpool á eftir aö leika sex leiki í 1. deild auk bikarleikjanna og átti að leika viö West Ham á miðvikudag og Arsenal næsta sunnu- dag. Graham Kelly, aöalframkvæmdastjóri enska knattspymusambands- ins, sagði hins vegar aö rétt væri aö halda bikarkeppninni áfram., JÞað er of snemmt að taka ákvöröun. Ég hef þaö á tilfinningunni aö það væri rangt aö leggja hana niöur.“ -GSV/VS • Ungur drengur borinn ut af leik- vanginum. Stór hluti hinna látnu voru böm og unglingar frá Liver- pool. Niðurdregnir áhorf- endur á Highbury - þegar Arsenal tók á ný forystu í 1. deild Gunnar Sveinbjömssan, DV, Highbury: Það ríkti mikil og góð stemmning meöal áhorfenda á Highbury, heima- velli Arsenal, þegar liöið fékk New- castle í heimsókn í 1. deild ensku knattspymunnar á laugardag. En þaö var skammt liðið af leikn- um þegar fréttir af slysinu á Hills- borough fóm aö berast og spyrjast út meðal áhorfenda. Öll stemmning datt niður og áhorfendur voru niöur- dregnir það sem eftir var leiksins, enda þótt Arsenal næði að sigra, 1-0, og ná með því þriggja stiga forskoti á Liverpool í 1. deildinni. Leikurinn var tiltölulega slakur, Newcastle lá í vöm og treysti á skyndisóknir. Eina markið kom þeg- ar langt var liðið á síðari hálfleik, Brian Marwood var þár á ferð og tryggði Arsenal stigin þijú. • Stuðningsmenn Liverpool söfnuðust i gær saman á heimavelli liðsins og fylltu annað markið af blómum og treflum til minningar um þá sem fórust. „Sá fólkið blána í framan“ - lýsingar fólks sem slasaðist á Hillsborough á laugardagmn „Þetta var eins og að vera neðan- sjávar, komast ekki upp á yfirborð- ið og vera alveg loftlaus. Ofan á mér lágu lík og ég gat mig hvergi hreyft,“ sagöi Ian Clark, 16 ára pilt- ur frá Liverpool, sem lifði af harm- leikinn á Hfilsborough leikvangin- um í Sheffield á laugardaginn. „Áður en ég missti meövitund sá ég fólk blána upp í framan þegar það var að kafna. Ég sofhaði ekki um nóttina, andlit fólksins svifú mér sífellt fyrir hugskotssjónum,“ sagði Clark. Thomas Byme, 37 ára gamall stuðningsmaður Liverpool, sem einnig upplifði slysiö á Heysel- leikvanginum fyrir fiórum árum, sagði að þeir sem vom að forða sér hafi gengið ofan á andlitum þeirra sem tróðust undir. „Það er varla hægt að kalla þetta ringulreið, fólk- ið var of þétt saman til þess og komst hvergi,“ sagöi Byme. Eins og á hjólaskautum Bill Mylchreest, 66 ára fram- kvæmdastjóri veðbanka, var staddur fyrir utan leikvanginn þeg- ar hliðið aftan við áhorfendastæðin var skyndilega opnað. .AJlirþyrpt- ust inn. Við fórum inn f göng og eftir það var eins og allir væra á hjólaskautum. Okkur var hrint áfram, þaö voru hundruð manna fyrir aftan okkur," sagði Mylc- hreest. Hélt ég væri aö deyja Michael Nelson, einn þeirra sem var fyrir í stæðunum, sagði aö hon- um hefði veriö hrint áfram og þeytt yfir lágan vegg. „Ég öskraði eins hátt og ég gat, tveir pfitar vora að reyna að ná fólki ofan af mér, slógu mig utanundir og sögðu mér að halda mér vakandi. Ég hélt að ég væri að. deyja." Reynt var að koma til hjálpar þeim sem þrýstust upp að stál- grindunum, næst vellinum. „Ég reyndi að aðstoða tvítuga stúlku með því að beina munni hennar í gegnum möskva á vímetinu, svo hún gæti andað en það dugöi ekki til. Hún dó,“ sagði Peter Wells, einn björgunarmannanna. Joseph Johnston, 55 ára gamali, hrópaði aðvörunarorð til Daníels, 44 ára gamals bróður síns en horíði síðan á eftir honum hverfa inn í mannþröngina. ,£,g greip í hand- legg einhvers sem teygði sig niður úr stúkunni fyrir ofan. Hann bjarg- aði lífi minu en ég sá Daníel ekki aftur í tölu lifenda. Hann átti enga möguleika. Hvemig á ég að útskýra það fýrir þremur ungum bróður- bömum mínum að faðir þeirra hafi látist á knattspymuleik?“ -VS Enska bikarkeppnin undanúrslit: Everton-Norwich............1-0 Liverpool-Nott. Forest...hætt 1-deild: Arsenal-Newcastle....... Luton-Coventry.......... Manch. Utd-Derby Connty. QPR-Middlesboro........ West Ham-Southampton.... Wimbledon-Tottenham.... 2. deild: Bamsley-Birmingham..... Blackbum-Manch. City... Boumemouth-Stoke........ Bradford-Ips wich...... Cr. Palace-Portsmouth.. Leeds-Brighton.......... Leicester-Chelsea....... Oldham-Sunderland...... Shr e wsbury-Oxford.... Swindon-Watford........ Walsall-Hull............ WBA-Plymouth........... 3. deild: Aldershot-Wolves........ Brentford-Bristol R.... Bristol City-Blackpool.. Bury-Cardiff........... Chesterfield-Port Vale.. Fulham-Bolton........... Gillingham-Mansfield.... Huddersfield-Chester.... Northampton-Sheffield Utd Preston-Notts County.... Swansea-Wigan........... Southend-Reading........ 4. deild: Bumley-Darlington 0-1 Carlisle-Cambridge 1-1 Exeter-Rotherham 0-0 Grimsby-Hereford 1-1 Hartlepool-Tranmere 2-2 Leyton Orient-Torquay 3-1 Lincoln-Colchester 1-1 Peterborough-Wrexham 1-0 Scarborough-Scunthorpe.... 1-0 Crewe-Rochdale 3-1 Doncaster-Stockport 2-2 Halifax-York 0-0 l.deild: Arsenal ..33 19 9 5 62-32 66 Liverpool.... ..32 18 9 5 55-24 63 Norwich ..32 16 8 8 43-35 56 Nott. For ..32 14 12 6 49-34 54 Tottenham. ..35 13 12 10 53-44 51 Millwall ..33 14 9 10 44-38 51 Coventry.... ..34 13 11 10 43-36 50 Derby ..32 14 7 11 35-29 49 Wimbledon ..32 13 7 12 43-40 46 Manch. Utd ..31 11 12 8 38-26 45 Everton ..32 11 11 10 43-40 44 QPR ..33 10 11 12 35-33 41 Midd.boro.. ..34 9 11 14 40-54 38 Sheff.Wed.. ..34 9 11 14 31-46 38 AstonVilla. ..33 9 10 14 39-48 37 South.ton... ..33 8 12 13 47-63 36 Charlton ..32 7 12 13 37-48 33 Luton ..33 7 10 16 33-49 31 Newcastle.. ..33 7 8 18 30-54 29 WestHam... ..31 5 8 18 25-52 23 \ 2. deild: Chelsea ..41 25 11 5 8fr45 86 Man. City... ..41 22 10 9 67-44 76 Blackbum.. ..41 19 11 11 67-54 68 Cr. Palace... ..39 19 10 10 60-44 67 WBA ..41 16 17 8 60-38 65 Watford ..40 18 11 11 60-46 65 Leeds ..41 15 14 12 52-44 59 Swindon ..39 15 14 10 55-48 59 Bamsley ..40 15 14 11 55-52 59 Ipswich ..41 17 7 17 61-60 58 Stoke ..40 15 13 12 52-58 58 Boumemth ..41 17 6 18 46-52 57 Leicester.... ..41 13 14 14 49-53 53 Sunderland ..41 13 13 15 54-57 52 Oxford ..41 13 12 16 56-57 51 Portsmouth ..41 13 12 16 49-51 51 Brighton ..41 14 7 20 54-59 49 Bradford ..41 11 16 14 46-52 49 Plymouth... ..40 13 10 17 49-58 49 Oldham ..41 10 17 14 68-66 47 Hull ..41 11 12 18 50-61 45 Shrewsbury ..41 8 15 18 35-60 39 Walsall ..40 4 15 21 35-66 27 Birm.ham... ..40 5 11 24 25-66 26 Markahæstir í 1. deild: John Aldridge, Liverpool......22 Alan Mclnally, Aston Villa....21 Nigel Clough, Nott. For.......20 Dean Saunders, Derby..........17 Bemie Slaven, Midd.boro.......17 Allar deildir: Steve Bull, Wolves ...........46 .1-0 .2-2 .0-2 .0-0 .1-2 .1-2 ....0-0 ....4-0 ....0-1 ....2-2 ....2-0 ....1-0 ....2-0 ....2-2 ....:..2-2 ....1-1 ....1-1 ....2-2 ....1-2 ....2-1 ....1-2 ....1-0 ....1-2 ....1-1 ....3-0 ....3-1 ...1-2 ....3-0 ....1-2 ....2-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.